Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VOPNAEFTIRLITSMENN Sam- einuðu þjóðanna skoðuðu í gær tvo staði í Írak þar sem talið var hugs- anlegt að geymd væru gereyðingar- vopn. Þar með hófst að nýju í Írak formlegt eftirlit eftir fjögurra ára hlé og fóru tveir hópar eftirlitsmanna til að skoða verksmiðjur í nágrenni Bagdad. Sagði talsmaður vopnaeftir- litsnefndarinnar (UNMOVIC), Hiro Ueki, að hóparnir hefðu lokið þessum verkefnum og að ekkert hefði komið upp á. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í París að svo virtist sem vopnaeftirlitið hefði farið vel af stað og hann ítrekaði að stríð væri ekki óumflýjanlegt í Írak, ef Saddam Hussein Íraksforseti héldi áfram að sýna samstarfsvilja. Haitham Mahmoud, framkvæmda- stjóri Al-Tahadi-herstöðvarinnar í Bagdad, sagði komu vopnaeftirlits- mannanna þangað hafa komið sér í opna skjöldu. Þeir hefðu hins vegar fengið þá aðstoð, sem farið var fram á. „Við sýndum þeim öll herbergi, vinnustöðvar og rannsóknarsvæði,“ sagði hann við fjölmiðla. „Þegar þeir kvöddu okkur sögðu þeir okkur að ekki væri um nein vandamál að ræða.“ Það voru erindrekar Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar sem ákváðu að fyrsti viðkomustaður vopnaeftir- litsmanna SÞ skyldi vera Al-Tahadi- stöðin. Byggingar hernaðarmann- virkisins voru áður notaðar sem kvennafangelsi. Annað lið vopnaeftirlitsmanna heimsótti grafítverksmiðju í Al-Am- iriya, um 70 km vestur af Bagdad. Þar höfðu vopnaeftirlitsmenn einmitt við- haft eftirlit á árunum 1991–1998, áður en þeir hrökkluðust á brott frá Írak. Fjölmiðlafólk í tugatali Vopnaeftirlitsmennirnir yfirgáfu hótel sitt í Bagdad í gærmorgun á bifreiðum sem merktar voru SÞ í bak og fyrir. Um var að ræða sex sérfræð- inga Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar og ellefu liðsmenn UNMOVIC, en þeim fylgdu fulltrúar Íraksstjórnar. Alþjóðlegir blaða- og fréttamenn í tugatali eltu síðan vopnaeftirlitsmennina á eigin öku- tækjum. Olli þessi hersing Land Cruiser- bíla umferðaröngþveiti í miðborg Bagdad, að sögn fréttamanns BBC. Vopnaeftirlitsmennirnir hafa með- ferðis hátæknibúnað, sem á að gera þeim auðveldara fyrir að sinna verk- efni sínu, þ.e. greina hvort gereyðing- arvopn er að finna í Írak. Þeir eiga skv. ályktun öryggisráðs SÞ að hafa óheftan aðgang að þeim svæðum í Írak, sem þeir kjósa að skoða, auk þess sem þeir mega yfirheyra helstu vísindamenn Íraka án afskipta stjórn- valda. Niðurstaða vopnaeftirlitsins gæti ráðið úrslitum um það hvort Bandaríkin láta verða af hótunum sín- um um árás á Írak. AP Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í bílum sínum við upphaf eftirlitsverka þeirra í Bagdad í gær. Vopnaeftirlit SÞ fer vel af stað í Írak Bagdad. AFP. BANDARÍSKIR íhaldsmenn fylgj- ast grannt með Svíanum Hans Blix, yfirmanni vopnaeftirlits Samein- uðu þjóðanna, en þeir telja hættu á því að hann taki ekki nógu hart á Írökum. Margir á hægri væng bandarískra stjórnvalda segja að Blix hafi látið Íraka komast upp með allt of mikið múður þegar hann var yfirmaður Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar á árunum 1981 til 1997. Tónninn var sleginn í grein sem Gary Milhollin, yfirmaður sjálf- stæðrar stofnunar um kjarn- orkuvopnaeftirlit, skrifaði nýverið í Wall Street Journal undir fyr- irsögninni „Hans hinn ofur- varkári“. „Árið 1990, sama ár og Írakar réðust inn í Kúveit, sögðu eftirlits- menn Blix að samvinna Íraka væri til fyrirmyndar,“ sagði Milhollin. „En allan þann tíma var Saddam að undirbúa smíði kjarnorkusprengju fyrir framan nefið á þeim.“ Milhollin gaf í skyn að Blix hefði vitað að Írakar réðu yfir nægilega miklu magni af auðguðu úrani til að réttlæta eftirlitsferðir á þriggja vikna fresti en samt hafi eftirlits- menn aðeins verið sendir til Íraks tvisvar á ári. Hann krafðist þess í greininni að Blix legði til atlögu við Saddam með þau sönnunargögn sem Vesturlönd ráða yfir um ger- eyðingarvopn Íraka. „Ella mun hr. Blix fá þann heiður að hafa ekki getað fundið írösku sprengjuna fyrir Persaflóastríðið, finna hana ekki á eftir og finna hana ekki enn.“ Butler gagnrýnir Blix Milhollins segir ríkisstjórn Bills Clinton hafa verið andvíga skipun Blix, sem er fyrrum utanrík- isráðherra Svíþjóðar, í embætti yf- irmanns vopnaeftirlits SÞ. En Frakkar og Rússar höfnuðu Rolf Ekeus, öðrum Svía, sem Banda- ríkjamenn vildu fá í starfið. Þótti þeim Ekeus, sem hafði verið yf- irmaður vopnaeftirlitsnefndar SÞ á árunum 1991–1997, of frekur í framgöngu. Steven Dolley, yfirmaður ann- arrar sjálfstæðrar stofnunar um kjarnorkuvopnaeftirlit, lýsti einnig tortryggni í garð Blix í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. Sagði hann að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefði tekið á Írökum með silki- hönskum þegar Blix var þar yf- irmaður og ekki reynt að sann- reyna undanbrögð Íraka. Ástralinn Richard Butler, sem eitt sinn fór fyrir vopnaeftirliti SÞ í Írak, gagnrýndi Blix einnig í sam- tali við CNN-sjónvarpsstöðina. Seg- ir hann að Blix hafi oft látið sem hann sæi ekki ýmsa hluti sem rann- saka hefði þurft nánar, bæði í Írak og Norður-Kóreu. „Og margir ótt- ast að hann muni haga sér með sama hætti við núverandi aðstæður. Ég trúi því ekki en ég vil að þessum hlutum sé haldið til haga,“ sagði Butler. Bandarískir hægrimenn tortryggja Blix Washington. AFP. Reuters Hans Blix kemur til fundar með fulltrúum í öryggisráði SÞ í New York sl. mánudag. ANDLEGA vanheill maður, sem kvaðst vera félagi í al- Qaeda-hryðjuverkasamtökun- um, rændi í gær ítalskri far- þegaþotu með meira en 60 manns um borð. Var hún á leið frá Bologna á Ítalíu til Parísar en lenti þess í stað í Lyon. Þar var maðurinn yfirbugaður og handtekinn. Flugræninginn, Stefano Sav- orani, kom fram í flugstjórnar- klefann með eitthvað, sem virt- ist vera kassi, og sagði það sprengju, sem hann gæti sprengt með fjarstýringu. Lýsti hann einnig yfir, að hann væri félagi í al-Qaeda en ljóst var frá upphafi, að hann var ekki alveg með réttu ráði. Sav- orani er 29 ára, fyrrverandi lög- reglumaður á Ítalíu, og sagt er, að hann hafi reynt með nánast sömu aðferð að ræna flugvél á leiðinni frá Marseille til Parísar árið 1999 og franskri hraðlest árið áður. Talsmaður lögreglunnar í Lyon sagði, að eftir lendingu flugvélarinnar þar hefði Savor- ani bara gengið út úr henni með öðrum farþegum og strax verið handtekinn. Flugræn- ingi hand- tekinn Lyon. AFP. NÍGERÍSKA blaðakonan Isioma Daniel er sögð vera farin úr landi eft- ir að þess hafði verið krafist að hún yrði myrt fyrir að móðga Múhameð spámann. Samstarfsfólk hennar á dagblaðinu ThisDay segir hana komna til Bandaríkjanna, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Á þriðjudaginn gáfu yfirvöld í hér- aðinu Zamfara í Norður-Nígeríu út trúarlega tilskipun þess efnis að múslimum bæri að myrða Daniel vegna þess að hún hefði móðgað spá- manninn í grein sem hún skrifaði og varð kveikjan að mannskæðum upp- þotum í borginni Kaduna. Umrædda grein skrifaði Daniel vegna mótmæla múslima við því að fegurðarsamkeppnin Ungrú heimur færi fram í Nígeríu. Sagði Daniel í greininni, sem birtist 16. nóvember, að Múhameð spámaður hefði ekki verið á móti keppninni og gæti jafn- vel hafa verið meira en til í að kvæn- ast einhverjum þátttakendanna. Þetta gerði marga múslima æva- reiða og báru þeir eld að ritstjórn- arskrifstofum ThisDay í Kaduna og síðan að kirkjum og hótelum. Um 220 manns dóu í uppþotunum. Leiðtogum múslima ber reyndar ekki saman um hvort tilskipun yfir- valda í Zamfara-héraði sé fullgild, því að slíkar tilskipanir eru yfirleitt gefnar út af íslömskum klerkum. Blaðakonan sögð flúin úr landi TALSMAÐUR kanadíska forsætisráðherrans, Jeans Chretiens, hefur sagt starfi sínu lausu en hún komst í fréttirnar í síðustu viku þegar greint var frá því að hún hefði kallað George W. Bush Bandaríkjaforseta „hálf- vita“. „Mér sýnist alveg ljóst að það uppþot sem orðið hefur mun gera mér ókleift að sinna starfi mínu,“ sagði talsmaðurinn, Francoise Ducros, í uppsagnarbréfi sínu. Ducros lét ummælin umdeildu falla í samtali við út- varpsfréttamann á leiðtogafundi NATO í Prag í síðustu viku. Hún mun hafa verið að ræða tilraunir Bush til að setja málefni Íraks í forgrunn á dagskrá NATO- fundarins. „En sá hálfviti,“ mun Ducros hafa sagt við fréttamanninn en annar blaðamaður, sem heyrði ummæl- in, hafði þau síðan eftir Ducros. Ekki var í upphafi greint frá því hver embættismanna kanadíska forsætisráðherrans hefði látið ummælin falla en stjórnarandstaðan í Kanada ljóstraði því hins vegar upp og krafðist þess að Ducros yrði látin víkja. Sló afsök- unarbeiðni Ducros ekkert á það uppþot, sem varð í Kan- ada, og á mánudag vöktu nokkrir stjórnarandstæðingar athygli á því að ummælin væru rakin í dagblaði í Írak sem dæmi um þá andstöðu sem stefna Bush mætti á Vesturlöndum. Chretien hafnaði upphaflega boði Ducros um afsögn. Reyndi hann einnig að gera lítið úr atvikinu. Sagði Chret- ien ummælin óheppileg en að þeir Bush væru vinir og að forseti Bandaríkjanna „væri bara alls enginn hálfviti“. Hann ákvað hins vegar nú að samþykkja uppsögnina. Talsmaður Chretiens segir starfi sínu lausu Kallaði Bush Bandaríkja- forseta „hálfvita“ Ottawa, Toronto. AP, AFP. AP Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, bar þau um- mæli til baka að George W. Bush væri „hálfviti“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.