Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 51 ✝ Haukur Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 29. desember 1921. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 21. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Grímsdótt- ur, f. 17. apr. 1892, d. 2. sept. 1973, og Guðmundar Ólafs- sonar hæstaréttar- lögmanns, f. 5. júní 1881, d. 22. maí 1935. Þau hjónin eignuðust þrjá syni. Haukur kvæntist 23. feb. 1946 Sigurbjörgu Eiríksdóttur, f. 29. ág. 1924. Foreldrar hennar voru Guðrún Eiríksdóttir og Eiríkur Eiríksson skipstjóri. Haukur og Sigurbjörg eignuðust sjö börn, þau eru: 1) Sigríður fóstra, f. 9. júní 1946, gift Hafliða Alberts- syni og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn. 2) Sveinbarn, f. 21. apr. 1951, d. 1. sept. 1951. 3) Guðrún lyfjafræðingur, f. 9. jan. 1953, maki María Thors. Guðrún á eina dóttur. 4) Guðmundur Ólafur sölumaður, f. 2. des. 1954, kvæntur Hall- dóru Svövu Sigfús- dóttur og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 5) Gunnar Eiríkur, sóknarprestur í Stykkishólmi, f. 2. júní 1957, kvæntur Birgittu Bragadótt- ur og eiga þau þrjú börn. 6) Þór, sókn- arprestur í Árbæj- arprestakalli, f. 29. maí 1959, kvæntur Magnhildi Sigur- björnsdóttur og eiga þau þrjá syni. 7) Ragnar verkfræðingur, f. 10. mars 1961, maki Esther Þórhallsdóttir og eiga þau tvö börn. Haukur ólst upp í Reykjavík og bjó þar mestan hluta ævi sinnar en á árunum 1955–1963 bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í Ólafsvík. Hann vann lengst af hjá Reykjavíkurborg, hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, á launadeild Borgarspítalans og launadeild Reykjavíkurborgar. Útför Hauks verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Eitt sinn hitti ég Hauk, tengda- föður minn, á förnum vegi. Við námum staðar og spjölluðum um stund. Allt í einu gekk maður fram hjá okkur og heilsaði Hauki kump- ánlega. Haukur brosti og tók hressilega undir kveðjuna en um leið og maðurinn var farinn hjá leit hann aftur á mig, yppti öxlum og sagði: „Ég hef barasta ekki hug- mynd um hver þetta er.“ Ég komst að því síðar að hann var alltaf að lenda í því að bláókunnugt fólk heilsaði honum og hann hafði ein- faldlega tamið sér að heilsa á móti og jafnvel spjalla við fólk smá- stund. Haukur var maður sem tekið var eftir á götu, kannski var það þess vegna sem svo margir héldu að þeir þekktu hann. Hann var hár og grannur, eilítið hnarreistur, með mikið hár, sterkan augnsvip og skarpt nef. Hann var maður með ákveðnar skoðanir á hlutunum og ef hann beit eitthvað í sig varð honum ekki haggað. Þannig hnussaði skemmti- lega í honum alla tíð þegar hann heyrði minnst á framsóknarmenn. Þegar hann bjó á Seltjarnarnesi, fyrir opnu hafi, fullyrti hann að hvergi á landinu væri meiri veð- ursæld en þar og þau ár sem hann átti Trabantinn var sá bíll eini bíll- inn sem vit var í að eiga. Einn morguninn var hann á leið í vinnu á Trabantinum. Í aftursætinu sat yngsti sonurinn og sagði svolítið hæðnislega við föður sinn: „Ég er viss um að þú kemur þessum bíl ekki upp fyrir 40.“ Haukur steig bensínið í botn og það var eins og við manninn mælt, sírenuhljóð og blikkljós og hann var tekinn fyrir of hraðan akstur, í eina skiptið á ævinni að því er ég best veit. Haukur var bæði fagurkeri og sælkeri. Hann og Bagga bjuggu sér fallegt heimili og voru samhent í því að hafa þar allt snyrtilegt og fínt. Þau voru góðir félagar og vin- ir og stóðu saman í einu og öllu. Fyrir nokkrum árum fór Haukur að finna fyrir fyrstu einkennum minnistaps og smátt og smátt hvarf hann okkur inn í heim þess sjúkdóms. Fram undir það síðasta sást þó alltaf öðru hverju glettn- isglampi í auga og brosið sem ein- kenndi hann alla tíð og barnabörn- in fengu alltaf ljúft bros frá afa þegar þau komu í heimsókn til hans í Sóltúnið. Guð blessi minningu Hauks Guð- mundssonar og gefi þeim styrk sem sakna og syrgja. Birgitta. Mig langar með fáum orðum að minnast tengdaföður míns Hauks Guðmundssonar. Ég kom inn í hans fjölskyldu 1978 þegar ég kynntist syni hans Guðmundi sem síðar varð eigin- maður minn. Haukur var vandaður maður og hélt vel um sína fjöl- skyldu. Það var aðdáunarvert hvað þau Bagga og Haukur voru náin og miklir félagar og vönduð í alla staði. Ég og fjölskylda mín eigum ótal góðar minningar um samveru- stundir með þeim hjónum. Ég vil þakka fyrir þau ár sem ég fékk að njóta samvista þeirra. Elsku Bagga mín, þú hefur misst mikið. Við erum hjá þér. Halldóra Sigfúsdóttir. Elsku afi. Seinustu vikur hef ég mikið verið að hugsa um þig, því að alltaf leit út fyrir að þú værir að kveðja þennan heim. Mér eru minnisstæðar búðarferðirnar sem við fórum oft fyrir ömmu þegar ég og Kristbjörg komum í heimsókn til ykkar ömmu í Hraunbæinn og svo seinna í Æsufellið. Þegar þú veiktist kom ég oft að heimsækja þig á Landakot og alltaf var stutt í frábæran húmorinn sem maður getur endalaust hlegið að, en það sem þú hafðir mestan áhuga á var hvort við stelpurnar værum nú ekki alveg örugglega komnar með kærasta, það hlyti nú bara að vera. Það er skrýtið að geta ekki leng- ur farið og heimsótt þig í Sóltúnið á leiðinni heim úr skólanum en það var alveg sama hversu slæmur dagurinn hafði verið, þú gast alltaf bjargað honum með hlýlegu og glettnislegu brosi. Það var sárt að þurfa að horfa á þig veslast upp en ég veit að þú hefur átt langa og ánægjuríka ævi og líður betur á þeim stað þar sem þú ert nú, þetta er bara gangur lífsins. Elsku afi, minninguna um þig mun ég geyma að eilífu. Sigrún. Á endanum breytast allir í engla. Það sagði mamma við okkur þegar við vorum lítil. Okkur fannst það skrýtin tilhugsun að ef til vill myndi einhver sem okkur þætti vænt um fara í burtu frá okkur og breytast í engil. Nú hefur það gerst að afi okkar er farinn. Blendnar tilfinningar eru til staðar, annars vegar söknuður og tómleiki og hins vegar þakklæti fyrir það að hafa verið svo heppin að eiga svo góðan afa sem við feng- um að hafa hjá okkur allan þennan tíma. Elsku afi, takk fyrir allar sam- verustundirnar og allar ferðirnar sem við fórum í saman. Öll jólin sem við eyddum saman og síðast en ekki síst að hafa verið svona yndislegur við okkur eins og þú varst. Öllum þeim sem þótti vænt um afa okkar sendum við samúðar- kveðjur. Hrund og Einar Helgi. HAUKUR GUÐMUNDSSON ✝ Jóhannes Egg-ertsson fæddist í Reykjavík 31. maí 1915. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 20. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Eggert Kr. Jóhannesson járn- smiður og hljómlist- armaður og kona hans Halldóra Jóns- dóttir. Jóhannes var elstur fimm systkina en þau eru: Pétur, látinn, Guðbjörg, lát- in, Einar og Margrét, bæði búsett í Reykjavík. Jóhannes kvæntist Steinunni G. Kristinsdóttur, látin. Þau eignuð- ust sex börn sem eru: Eggert, maki Gabriele Jóhannesson; Hall- dór, látinn; Halldóra; Þorvaldur, maki Guðfinna Hjálmarsdóttir; Pétur; Guðbjörg, maki Jón Tryggvason. Seinna kvæntist Jó- hannes Sigrúnu Ásgrímsdóttur, látin. Dóttir þeirra er Guðbjörg. Maki hennar er Árni Björnsson. Barnabörn Jóhannesar eru 13 og barnabarnabörnin 22. Jóhannes ólst upp í Reykjavík. Hann lærði hljóðfæraleik ungur að árum. Fyrst lærði hann á selló hjá Þór- arni Kristjánssyni, síðan hjá Hans Stephanek og Qëge- rëtz sem var þýskur sellóleikari. Í Tón- listarskóla Reykja- víkur hóf hann nám árið 1934, sem Ragn- ar í Smára fjár- magnaði fyrir hann þar til hann lauk prófi árið 1948. Hann lék fyrst með Hljómsveit Reykja- víkur árið 1935 og var einn af stofnendum Útvarps- hljómsveitarinnar rétt eftir stríð. Árið 1948 var Sinfóníuhljómsveit FÍH stofnuð og var hann einn af stofnfélögum hennar. Hún starf- aði þar til Sinfóníuhljómsveit Ís- lands var stofnuð og lék hann með henni til ársins 1982. Í Lúðrasveit Reykjavíkur lék hann á trommur og á það hljóðfæri lék hann einnig í mörgum danshljómsveitum. Þá kenndi hann einnig á trommur og selló um margra ára skeið. Útför Jóhannesar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við fráfall Jóhannesar Eggertsson- ar leita enn á hugann minningar frá fyrstu starfsárum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Mætti þó ætla að þar væri borið í bakkafullan lækinn, svo skammt sem liðið er frá því að minnst var hálfrar aldar afmælis hljómsveit- arinnar. Jóhannes var einn þeirra ungu manna sem við erfiðar aðstæður á krepputímum öfluðu sér þeirrar tón- listarmenntunar sem hér var að hafa á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld- ina. Það var ekki auðvelt fyrir fátæk- an ungling. Hann vann fyrir sér í dag- launavinnu og með hljóðfæraleik í danshljómsveitum, þar sem hann lék ýmist á slagverk, básúnu eða selló. Jafnframt stundaði hann námið eftir því sem aðstæður leyfðu og lauk burt- fararprófi í sellóleik frá Tónlistarskól- anum 1942. Helstu atvinnumöguleikar ungra hljóðfæraleikara og næstum eina leið- in til að afla sér nokkurrar starfs- reynslu á þessum árum var í dans- hljómsveitunum. Þar var unnin kvöld- og næturvinna sem ekki var í sjálfu sér þroskavænleg og reyndist sumum miður holl. Og síðan var það Útvarps- hljómsveitin, en þar – og aðeins þar – var um að ræða nokkur fastlaunuð störf við hljóðfæraleik. Þangað réðst Jóhannes snemma. En þetta var hljómsveitarstarf með nokkuð sérstökum hætti. Spilað var beint í útvarpið oftast tvisvar á viku, 20–25 mínútur í senn. Reglulegar æfingar voru ekki haldnar, hvorki til að fága og fegra samspilið né til þess að undirbúa „túlkun“ viðfangsefnanna. Komið var saman svo sem hálftíma áður en út- sending átti að hefjast, efnið „spilað í gegn“ einu sinni og síðan látið skeika að sköpuðu. Eitt af fyrstu verkefnum mínum sem þetta skrifa við undirbúning að stofnun Sinfóníuhljómsveitarinnar var að semja við hljóðfæraleikara út- varpshljómsveitarinnar um mjög lengdan vinnutíma, sem fól í sér dag- legar æfingar, án launahækkunar. Þetta tókst aðeins fyrir skilning hljóð- færaleikaranna sjálfra og áhuga á því verkefni sem fyrir höndum var, að byggja hér upp vísi að listrænni hljómsveit. Þarna fékk kynslóð Jó- hannesar Eggertssonar fyrst tæki- færi til að taka út listrænan þroska og sýna hvað í henni bjó. Langflestir stóðust prófið með prýði, en einstaka heltist úr lestinni eins og vænta mátti. Við tók strangur skóli undir stjórn þaulreyndra og kröfuharðra stjórn- enda á borð við Olav Kielland, sem lagði í raun grunninn að þeim starfs- anda og metnaði sem alla tíð síðan hefur verið aðalsmerki Sinfóníu- hljómsveitarinnar og hefur verið að skila vaxandi árangri í starfi hennar allt fram á þennan dag. En það er önnur saga. Jóhannes Eggertsson var einn af máttarstólpum þessa starfs frá fyrstu tíð. Hann starfaði í hljómsveitinni óslitið frá 1950–1980, er hann hætti fyrir aldurssakir. Hann var virtur og mikils metinn jafnt af félögum sínum sem stjórnendum, lengi einn tveggja til þriggja manna sem mynduðu kjarna sellósveitarinnar, en þó ein- stöku sinnum á fyrstu árunum fluttur á slagverkið ef mikils þótti þar við þurfa, enda afburðasnjall „sláttumað- ur“. Hann var góður og skemmtilegur félagi og á ég um hann margar hlýjar og glaðar minningar frá gamalli tíð, ekki síst úr tónleikaferðum hljóm- sveitarinnar um landið á fyrstu árun- um, sem margar voru langar og strangar og stundum jafnvel dálítið ævintýralegar. Ég kveð Jóhannes Eggertsson með söknuði og votta fjölskyldu hans ein- læga samúð mína á skilnaðarstundu. Jón Þórarinsson. Elsku pabbi. Nú þegar komið er að kveðjustund streyma minningarnar fram í hug- ann. Minningarnar þegar ég fór með þér í útvarpið á jólunum þar sem þú varst að spila og eins er þú varst að spila með lúðrasveitinni við mörg tækifæri. Ég man líka þegar þú varst að æfa þig á sellóið í stofunni í Hólm- garðinum. Þaðan eru margar minn- ingar. Áfram gæti ég haldið en kveð þig með þessum orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín dóttir Halldóra (Gógó). Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku pabbi, tengdapabbi. Far þú í friði. Guðbjörg og Jón. Stöðvið allar klukkur, takið símana úr sambandi. Hindrið hundinn í að gelta með gómsætu beini. Þaggið niður í píanóunum og berið kistuna út við veikan trumbuslátt. Látið syrgjendurna koma. Látið flugvélarnar hnita hringi og krota skilaboð á himininn... Hann er dáinn. Setjið svartar slaufur á hvítar dúfurnar. Látið umferðarlögregluna bera svarta hanska. Hann var suður mitt og norður, vestur mitt og austur. Vinnuvikan mín og sunnudagshvíld. Hádegi mitt og miðnætti, tal mitt og söngur. Ég hélt að slík ást entist að eilífu. Mér skjátlaðist. Stjarnanna er ekki þörf lengur. Slökkvið á þeim öllum. Pakkið tunglinu inn og hlutið sólina í sundur. Látið hafið fjara út og hreinsið skóginn. Því ekkert lætur lengur neitt gott af sér leiða. (W.H. Auden.) Þín dóttir, Guðbjörg. Fallinn er frá einstakur maður, fyrrum tengdafaðir minn. Jóhannes var einstaklega hlýr og ljúfur maður. Einstaklega geðgóður, kíminn og skemmtilegur. Og alltaf sérdeilis rólegur og yfirvegaður, sama á hverju gekk. Ég sá hann aldr- ei missa stjórn á skapi sínu. Jóhannes var þessi einstaka mann- gerð sem kaus fremur að gefa en þiggja. Þótt hann eignaðist aldrei digra sjóði virtist hann ávallt sáttur og krafðist einskis fyrir sjálfan sig. Hann naut þess hins vegar einlæg- lega að veita öðrum af því litla sem hann hafði. Jóhannes var líka einstakur þegar tónlistin var annars vegar. Tónlistar- gyðjan átti hug hans allan, frá fyrstu tíð til hinstu stundar, og það var hrein unun að fylgjast með honum leika á sellóið af slíkri innlifun að hann gleymdi stað og stund. Við tónlistar- flutning naut hann sín best og það er einmitt þannig sem ég minnist hans nú að leiðarlokum. Ég mun ætíð minnast míns ein- staka, fyrrverandi tengdaföður þegar ég heyri góðs manns getið. Ástvinum hans öllum votta ég inni- lega samúð. Jóhanna Sigurðardóttir. JÓHANNES EGGERTSSON Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.