Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 59 Guðfræðistofnun Háskóla Ís- lands heldur málþing undir yf- irskriftinni: Túlkun og minni- hlutahópar, laugardaginn 30. nóvember í Hátíðasal Háskóla Ís- lands kl. 10–15 og er öllum opið. Fundarstjóri er Einar Sigurbjörns- son prófessor. Erindi halda: Jón Magnús Ásgeirsson prófessor, Kristín Loftsdóttir lektor, Gunn- laugur A. Jónsson prófessor, Arn- fríður Guðmundsdóttir lektor, Hjalti Hugason prófessor og Kristín Þór- unn Tómasdóttir héraðsprestur. Einar Sigurbjörnsson veitir allar nánari upplýsingar eisig@hi.is Jólasýning Árbæjarsafn verður op- in sunnudagana 1. og 8. desember kl. 13–17. Í Árbænum er skorið út laufabrauð og steikt og gestum boð- ið að bragða á. Kerti verða búin til í skemmunni, bæði úr tólg og vaxi. Á baðstofulofti verður spunnið, prjón- að og saumaðir roðskór og krakkar vefja jólatré lyngi og jólasögur verða lesnar. Í Hábæ verður hangikjötið komið í pottinn og leikfangasýningin í Kornhúsi hefur fengið jólasvip, þar verður einnig sýnt jólaföndur. Í Efstabæ er jólaskrautið komið úr kössunum, og skatan komin í pott- inn. Í Listmunahorninu verður sýn- ing á jólaskrauti og í salnum í húsinu Lækjargötu 4 verða sýnd jólatré af ýmsum toga ásamt jólaskrauti. Dill- onshús býður upp á veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti. Dagskráin hefst kl. 14 verður messa í safnkirkjunni og kl. 15 hefst jóla- trésskemmtun. Sunnudaginn 1. des- ember syngja skólabörn úr Ártúns- skóla jólalög. Síðan verður dansað í kringum jólatréð. Jólasveinar verða á vappi um safnsvæðið – kl. 14–16 hrekkjóttir – og taka þeir þátt í dansinum kringum jólatréð. Dalaþing hið fyrra, íbúaþing að Laugum í Sælingsdal, verður haldið laugardaginn 30. nóvember kl. 11. Starfað verður í þremur hópum auk þess sem unglingar munu starfa sér- staklega í hópi og fjalla um þau mál sem þeim stendur hugur til. Einnig verður fjallað um atvinnumál, ferða-, samgöngu- og menningarmál, fé- lagsmál, æskulýðs- og íþróttamál og málefni aldraðra. Að loknu þingi verður unnið úr tillögunum og nið- urstöðurnar kynntar íbúunum. Dalaþing hið síðara verður haldið í janúar næstkomandi. Niðurstöður þinganna verða notaðar í þeirri stefnumótunarvinnu sem er að hefj- ast á vegum sveitarfélagsins. Íbúar nágrannasveitarfélaganna eru einn- ig velkomnir. Í DAG Kynning hjá Úrvali-Útsýn á 16. daga ævintýraferð til Kenýa og Tansaníu verður í dag, fimmtudaginn 28 nóv- ember kl. 20, í sal aðalskrifstofu Úr- vals-Útsýnar í Lágmúla 4. Þar verð- ur m.a. gengið á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaró. Ferðin sem hér um ræðir verður farinn 25. febrúar 2003 og lýkur 12. mars 2003. Ferðin byrj- ar á sjö daga fjallgöngu á Kilimanj- aró í Tansaníu hæsta fjalli Afríku síð- an er dýralíf i Tsavo-þjóðgarðinum í Kenýa skoðað. Þaðan liggur leiðin til Austurstrandar Afríku. Allir vel- komnir. Nánari upplýsingar um ferð- ina er að finna á vefslóð Úrvals- Útsýnar www.urvalutsyn.is undir sérferðum eða á www.afrika.is. BÓKAÚTSALA Björns Jóns- sonar á Hjarðarhaga 26 heldur áfram um óákveðinn tíma. Til sölu er mikið úrval bóka sem Björn hefur safnað á liðnum ár- um. Opið er kl. 14–16.30 virka daga. Bókaútsala Björns Jónssonar Bæði fötluð og ófötluð börn Í frétt í Morgunblaðinu sunnudag- inn 24. nóvember var rangt farið með í frétt frá Svölunum að leikskólinn Múlaborg væri með sérdeild fyrir fötluð börn. Rétt er að Leikskólinn Múlaborg starfar eftir heiltækri skólastefnu, sem er hugmyndafræði um framkvæmd og skipulag kennslu í skólastarfi. Í leikskólanum eru bæði fötluð og ófötluð börn. Ljóðmyndaverk Í viðtali við Eyvind P. Eiríksson og syni hans Eyjólf og Erp, sem birt- ist í Morgunblaðinu föstudaginn 22. nóvember síðastliðinn, urðu þau mis- tök að skrifað var ljósmyndasýning í staðinn fyrir ljóðmyndasýning. Hið rétta er að Eyvindur er með ljóð- myndaverk á sýningu í Genúa um þessar mundir og verður með ljóð- myndaverk á sýningu hér á landi í janúar næstkomandi. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT EIMSKIPAFÉLAG Íslands hf. hef- ur sent frá sér eftirfarandi athuga- samd: „Vegna misvísandi frétta sem birst hafa í fjölmiðlum um úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli Eimskipafélagsins vegna kæru Samskipa vill félagið árétta að í úr- skurðinum felist ekki að Samskip eigi ótakmarkaðan rétt til aðgangs að öllum gögnum málsins. Þvert á móti er ótvírætt að aðgangur Sam- skipa nær ekki til gagna sem hafa að geyma viðkvæmar viðskiptalegar upplýsingar eða aðrar upplýsingar sem varða ekki málið. Í úrskurði áfryjunarnefndar sam- keppnismála er aðeins staðfest aðild Samskipa að málinu og hyggst Eim- skipafélagið leita endurskoðunar á þeirri niðurstöðu.“ Athugasemd SVÖLURNAR, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, hefur styrkt Foreldrasamtökin vímulaus æska með tölvu og ljósritunarvél. Svölurnar fjármagna styrki sína með sölu jólakorta og rennur allur ágóði óskiptur til líknarmála. Í stjórn félagsins eru Þórdís Jónsdóttir, formaður, Erla Hafrún Guðjónsdóttir, varaformaður, og Guðlaug Jónsdóttir, meðstjórnandi. Fjarstaddar voru Birna Bjarnadótt- ir, ritari, og Inga Eiríksdóttir, gjaldkeri. Morgunblaðið/Kristinn Frá afhendingu gjafarinnar frá Svölunum. Erla Wíum, Foreldrahúsi, og Þórdís Jónsdóttir takast í hendur. Svölurnar styrkja LÁRA Björnsdóttir félagsmála- stjóri kynnti tilnefningar og val á heimaþjónustustarfsmanni ársins 2002 í lok málþings um félagslega heimaþjónustu sem haldið var á Grand hótel mánudaginn 18. nóv- ember sl. Í ár bárust 14 tilnefn- ingar og var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina sem gat ekki gert upp á milli tveggja tilnefninga og voru það því tveir starfsmenn sem deildu með sér titlinum í ár. Þær sem deildu verðlaunafénu og heiðrinum voru Kristíanna Frið- riksdóttir sem starfað hefur frá 1970 eða í 32 ár og Sólveig Jóns- dóttir sem starfað hefur frá 1975. Báðar eru þær starfsmenn í Félags- og þjónustumiðstöðinni Árskógum í Breiðholti. Hlutu þær 75 þúsund króna peningaverðlaun hvor. Auk langs og farsæls starfsferils þóttu þær Kristíanna og Sólveig hafa skarað fram úr vegna þjón- ustulundar og sveigjanleika. Þær hafa einnig hlotið viðurkenningu frá notendum sínum vegna um- hyggju og hlýju sem þær leggja í störf sín og sýnt mannvirðingu í orði og verki sem eru einkunn- arorð Félagsþjónustunnar, segir í fréttatilkynningu. Þeir tólf aðrir sem tilnefndir voru höfðu starfað frá 1 til 12 árum og þar af var einn karlmaður. Fengu þeir afhenta ljóðabókina Perlur sem er ljóð íslenskra kvenna í samantekt Silju Aðalsteinsdóttur í viðurkenningarskyni. Í dómnefndinni voru: Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Eflingu, Hrefna Haraldsdóttir trún- aðarmaður fatlaðra og starfsmaður Þroskahjálpar, Bryndís Steinþórs- dóttir frá Félagi eldri borgara og þær Sigrún Karlsdóttir og Lára Björnsdóttir frá Félagsþjónust- unni. Starfsmenn heimaþjón- ustu verð- launaðir Sólveig Jónsdóttir, Lára Björnsdóttir og Kristíanna Friðriksdóttir. TVÖ íslensk verkefni hlutu verðlaun Evrópska skólanetsins um bestu notkun á upplýsingatækni í skóla- starfi. Hátt í 800 verkefni bárust í keppnina og komust 16 þeirra í úr- slit. Annað verkefnið er eftir Salvöru Gissurardóttur. Það er vefur fyrir námskeiðið Nám og kennsla á Net- inu sem hún kennir við framhalds- deild Kennaraháskóla Íslands. Sá vefur varð í 4. til 12. sæti í aðal- keppninni. Hitt íslenska verkefnið sem hlaut verðlaun er eftir Maríu B. Kristjánsdóttur og Sigurlaugu Kristmannsdóttur kennara í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Það hreppti fyrsta sæti í flokki raun- greinaverkefna. Um er að ræða vef sem notaður er við kennslu í líffræði. Þess má geta að Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur undanfarin fjögur ár tekið þátt í þróunarskólaverkefni á vegum menntamálaráðuneytisins. Höfundum íslensku verkefnanna var boðið til Stokkhólms þar sem þeir tóku við verðlaununum í gamla þinghúsinu 21. nóvember sl. Á vef Evrópska skólanetsins má fá frekari upplýsingar um þau verkefni sem unnu til verðlauna. Samkeppnin fór fram í tengslum við eSchola 2002 sem var viðburður sem Evrópska skólanetið stóð að sl. vor. Eins og áður segir barst mikill fjöldi verkefna í keppnina, víða að frá Evrópu. Þess má geta að í fyrra hreppti íslenskt verkefni þriðju verðlaun í þessari keppni. Verðlaunasamkeppni eSchola 2003 verður haldin 7. apríl til 9. maí og gefst þá kostur á að senda inn verkefni. Upplýsingar eru á www.menntagatt.is. Vefur Salvarar er á slóðinni www.asta.is/nkn2/ Vefur Sigurlaug- ar og Maríu er á slóðinni www2.fa.is/ deildir/liffraedi/nat103/02h Vefur Evrópska skólanetsins er á slóðinni www.eun.org. Tvö íslensk verkefni unnu til verðlauna FULLTRÚAR Íslands í dansi, atvinnumennirnir Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, sem jafnframt eru fé- lagsmenn í ÍR, kepptu í Heims- meistarakeppninni í standard- dönsum sem fram fór í Black- pool í Englandi á sunnudag. Þau dönsuðu inn í 24 para úrslit en óstaðfest var í hvaða sæti þau höfnuðu. Um 50 pör tóku þátt í keppn- inni og einungis tvö pör af þeim hóp æfa báðar greinar og eru Karen og Adam annað þeirra. Þau eru eitt örfárra para í heiminum sem æfa hvort tveggja, þ.e. standard og latin, og hafa náð svo langt í hvori grein fyrir sig, segir í frétta- tilkynningu. Karen og Adam eru núver- andi Evrópumeistarar í 10 dönsum og höfnuðu í 4. sæti í heimsmeistarakeppninni í 10 dönsum á síðasta ári. Það mót fer fram í Düsseldorf í Þýska- landi um næstu helgi og munu þau keppa þar, segir í frétt frá Dansíþróttasambandi Íslands. Komust í 24 dans- para úrslit 23. nóvember sl. um kl. 15.05 varð árekstur á gatnamótum Suðurlands- brautar-Grensásvegar og Engjaveg- ar. Varð áreksturinn á milli blárrar Opel Astra-fólksbifreiðar sem ekið var norður Grensásveg og ljósgrárr- ar Toyotu Corolla-fólksbifreiðar sem ekið var austur Suðurlandsbraut. Þá varð annar árekstur sama dag kl 16.50 á gatnamótum Reykjanes- brautar og Stekkjarbakka. Var þá grænni Toyotu Corolla-fólksbifreið ekið af Stekkjarbakka og inn á gatnamótin. Í sama mund var blárri Suzuki Baleno-fólksbifreið ekið suð- ur Reykjanesbraut og inn á gatna- mótin. Í ofangreindum tilvikum er ágreiningur um stöðu umferðarljósa og eru þeir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Ekið utan í Range Rover Þá lýsir lögreglan eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á bifreiða- plani við Húsasmiðjuna í Grafarvogi, 25. nóvember á milli kl. 18.45 og 18.55. Ekið var utan í græna Range Rover-fólksbifreið sem lagt var í bif- reiðastæði og fór tjónvaldur, sem lík- lega ók hvítri nýlegri Renault-sendi- bifreið, af vettvangi. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.