Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 62

Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Hvidbjörnen vænt- anlegt og út fara Helga- fell og Freyja RE. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 13 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Furugerði 1. Í dag er venjuleg dag- skrá og á morgun er jóla- bingó kl. 14. Aðventu- skemmtunin verður 5. des. nk. kl. 20. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mán. og fim. Mán. kl. 16 leikfimi. Fim. kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laug.: kl. 10–12 bókband, línu- dans kl. 11. Innkaupa- ferð í Kringluna í dag kl. 13. Miðasala hafin á jóla- hlaðborð 12. des. Uppl. í síma 586 8014. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9– 12 íkonagerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13–16 spilað, kl. 9.30 dans- kennsla. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14, kl. 15.15 línu- dans og fl., kl. 15.15 danskennsla. Söngtími kl. 13.30. Jólabingó föst. 29. nóv. kl. 13. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fóta- aðgerðir, kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara í Garðabæ. Jólahlaðborð í Kirkjuhvoli föst. 6. des. nk. kl. 19.30. Uppl. og pantanir hjá Arndísi í s. 565 7826 eða 895 7826 og á skrifstofu félagsins í s. 565 6627 fyrir föst. 29. nóv. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag: Púttað í Hraunseli kl. 10, bingó kl. 13.30, gler- skurður kl. 13. Opið hús kl. 14, upplestur, söngur, kaffiveitingar. Gler- skurður kl. 13. Á morg- un: Tréútskurður kl. 13, brids kl. 13.30 og pútt í Hraunseli kl. 13.30. Námskeið í leirmótun kl. 13, laus pláss. Dans- leikur á föstudag, kl. 20.30. Caprí Tríó leikur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Opið hús fyrir félagsmenn laug. 30. nóv. kl. 14 í Gullsmára 13. Dagskrá: Sagt frá sam- komulagi Landssam- bands eldri borgar og ríkis. Upplestur o.fl. Ein- ar Friðgeir Björnsson, harmónikkuleikari mæt- ir. Kaffi og meðlæti. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð. Fim.: brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Almennur félags- fundur með þingmönn- um Reykjavíkur laug. 30. nóv. í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30. Jólafagnaður í Ásgarði, Glæsibæ, mið. 4. des. nk. og hefst kl. 20. Hugvekju flytur Guðrún Ásmunds- dóttir. Karlakórinn Kátir karlar syngur. Létt jóla- lög sungin. Danshópur Sigvalda sýnir línudans og dansað á eftir. Ljósaskreytingar á Akranesi, stutt dagsferð 15. des., uppl. á skrif- stofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund. Kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“. Félagsvist í samstarfi við Fellaskóla. Uppl. í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–15, kl. 9.30 keramik og leir- mótun, kl. 13 ramma- vefnaður, gler og postu- línsmálun, kl. 15 enska, kl. 17 myndlist, kl. 16. 15 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Sýnikennsla og sala á jólaskreytingum verður í dag frá kl. 13– 16. Laxnessdagur í dag, fimmtudag. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Laugardag- inn 30. nóv. verður basar „Hvassóportið“ til efl- ingar félagsstarfinu í Hvassaleiti. Margt til sölu, s.s. föt, kökur, handavinna, sultutau. Basarinn verður opinn frá kl. 13.30–16. Hana-nú Kópavogi. Munið Laxnessdaginn í Gjábakka í dag. Lagt af stað í ferðina kl. 10. Síð- ustu forvöð eru að kaupa miða á Vínarhljómleika Sinfóníhljómsveitar Ís- lands 11. janúar. Farið verður að Fossá í Kjós að höggva jólatré 8. des. kl. 13. Uppl. í Gjábakka 554 3400 og Gullsmára 564 5261. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku, púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga, kl. 14–15 jóga. Jólabingó í dag kl. 14. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 10–11 boccia, kl.13–16 kóræfing og mósaík. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt og spil- að. Aðventu- og jólakvöld 5. des. kl. 17.45. Uppl. og skráning í síma 561 0300. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digranes- kirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Háteigskirkja eldri borgarar. Kl. 14 í Setr- inu, samverustund, „vinafundur“, fólk hjálp- ast að við að vekja gaml- ar og góðar minningar, sr. Tómas og Þórdís þjónustufulltrúi sjá um stundina. Hallgrímskirkja, eldri borgara starf. Leikfimi- æfingar undir stjórn sjúkraþjálfara þriðjud. og föstud. kl. 13. Spilað á spil, kaffi og spjall. Súpa í hádeginu. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur kl. 17 í umsjá Skúla Svavars- sonar. Allar konur vel- komnar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánud. og fimmtud. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Ættfræðifélagið heldur félagsfund í kvöld, fim. 28. nóv., kl. 20.30 í húsi Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162, 3.h. Guð- finna Ragnarsdóttir menntaskólakennari flytur erindi um Ætt- fræðinnar ýmsu hliðar. Erindinu fylgir lítil sýn- ing: Leikur að ættfræði. Kaffi, umræður. Húsið opnað kl. 20. Kvenfélagið Heimaey heldur sína árlegu jóla- sölu í Mjóddinni fim. og föst. 28. og 29. nóv. Fé- lagskonur, munið jóla- fundinn 2. des. nk. – til- kynnið þátttöku. Kvenfélag Bústaðasókn- ar . Jólafundur í safn- aðarheimilinu 9. des. kl. 19.15. Jólamatur, happ- drætti og helgistund. Skráning hjá Guðríði í s. 568 5834, Elínu 553 2077 og Erlu Levy 897 5094. Í dag er fimmtudagur 28. nóv- ember, 332. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús svaraði: Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni. (Matt. 4,4). K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 lak, 8 dugnaðurinn, 9 vel látinn, 10 ferskur, 11 móka, 13 sár, 15 málms, 18 skýla, 21 kjökur, 22 upplýsa, 23 hæðin, 24 óhemja. LÓÐRÉTT: : 2 skærur, 3 þekkja, 4 furða, 5 heiðursmerkjum, 6 álít, 7 tölustafur, 12 tunga, 14 muldur, 15 ávaxtasafi, 16 þor, 17 slark, 18 herðaskjólið, 19 eðlinu, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bílar, 4 förla, 7 vélar, 8 öngul, 9 tál, 11 lóan, 13 grær, 14 álaga, 15 hörð, 17 treg, 20 bik, 22 molla, 23 nú- tíð, 24 rugla, 25 rúðan. Lóðrétt: 1 búvél, 2 lalla, 3 rýrt, 4 fjöl, 5 rígur, 6 aular, 10 ábati, 12 náð, 13 gat, 15 hímir, 16 róleg, 18 ritað, 19 gæð- in, 20 baga, 21 knár. Víkverji skrifar... VÍKVERJI ræddi umferðarmáleigi alls fyrir löngu og langar til að halda aðeins áfram á þeirri braut. Í desember verður lögreglan væntanlega á varðbergi gagnvart ölvunarakstri, ekki síst vegna þess að fólk á það stundum til að aka heim eftir jólaglögg á vinnustöðum. Það er fjári hart að þurfa að borga tugi þúsunda í sekt fyrir að ofmeta eigin getu til aksturs eftir tvö rauð- vínsglös. En svona er þetta nú samt. Ölvunarakstur er alltaf ölvunar- akstur, skiptir ekki máli hvort drukkinn var tvöfaldur vodki eða snarpheitt rauðvín með rúsínum. Víkverji telur að herferð lögregl- unnar gegn þessari tegund af ölv- unarakstri hafi verið þarft og gott verk. Ef ekki hefðu verið gefin skýr skilaboð um að þetta væri hreint og klárt lögbrot, væri án efa stórhættu- legt að vera vegfarandi í sídegisum- ferðinni í desembermánuði. Um- ferðin er nógu snúin samt, þótt ölvunarakstur bætist ekki við. x x x SÍÐAN eru það endurskinsmerk-in. Það er ekki einhlítt að gang- andi vegfarendur noti þau, því mið- ur. Helst eru það yngstu börnin sem eru með mjög góð endurskinsmerki, sem gera sennilega meira gagn en nokkurn gæti grunað. En ungling- arnir eru oftar en ekki án þeirra. Það er í raun ótrúlegt að það þurfi sífellt að reka áróður fyrir notkun endurskinsmerkja á þessu landi. Er það ekki bara sjálfsagt mál? Greini- lega ekki, því miður. Víkverji vildi gjarnan vera með nætursjónauka í bílnum hjá sér en að svo komnu máli vill hann leyfa sér að gera þá kröfu til gangandi vegfarenda að þeir beri endurskinsmerki. Þegar Víkverji stundaði útreiðar í nágrenni Reykjavíkur fyrir nokkr- um árum, var mjög algengt að hestamenn settu endurskinsmerki á fætur hrossa sinna. Þetta var alveg ótrúlega sniðugt og því fleiri end- urskinsmerki, þeim mun meiri virð- ingu báru ökumenn fyrir knapa og hesti hans. Þeir sem gengu lengst í þessu, settu endurskinsmerki á alla fjóra fætur hestsins og sína eigin fætur að auki. Síðan var úlpan gjarnan með endurskinsmerki, jafn- vel tveimur. Þessar ráðstafanir gerðu það að verkum að ökumenn drógu ekki aðeins úr hraða, heldur jafnvel stöðvuðu alveg eða tóku sveig, löturhægt, framhjá hinum ríðandi manni. Þessi endurskins- merkjanotkun var að sumu leyti tíska, en svo sannarlega gagnleg. Hvernig ætli þetta sé núna? Vík- verji er bara að velta þessu fyrir sér. x x x ÞAÐ tekur bara örfáar mínúturað fá bílalán, sagði í auglýsingu frá Sjóvá-Almennum tryggingum sem birt var með Formúlunni, sem lauk í haust. Á undan var spilaður bútur úr Formúlu 1 þar sem ekið er á ofsahraða og síðan er klippt strax yfir einhvern meðaljón sem stendur mannalegur við fjölskyldubílinn. Víkverja finnst að tryggingafélög eigi ekki að skírskota til hraðakst- urs í auglýsingum sínum og vera að espa fólk svona upp. Skrýtið að tryggingafélag sem lætur sig um- ferðaröryggi miklu varða skuli gera svona auglýsingu. Félagið gerði hins vegar tvær aðrar auglýsingar í sama pakka sem hvöttu til fyrir- myndaraksturs og er það vel. Fjölskyldu leitað ÉG, Dóra Kristín, missti fjölskyldu mína þegar ég var barn og finnast nöfn foreldra minna ekki í kerf- inu. Ég þarf nauðsynlega að fá upplýsingar um fjöl- skyldu mína. Ef einhver getur veitt mér þær þá vin- samlegast hafið samband við: Vin, Rauði kross Ís- lands, sími 561 2612. Reykmettað bingó ÉG fór í bingó í Vinabæ sl. sunnudag og hafði mikið gaman af en þangað hafði ég aldrei komið áður. Það eina sem varpaði skugga á kvöldið var að á staðnum var svo mikið reykt að ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins. Þegar ég kom á staðinn var allt orðið fullt og ekki laust pláss í reyklausa salnum og urð- um við því að vera í aðal- salnum innan um reykinga- fólkið. Mér er spurn, þarf fólk virkilega að reykja svona mikið þótt það sé á bingó? Getur fólk ekki hamið sig aðeins og haft reykingar í lágmarki? Ein reyklaus. Röng stefna Á BAKSÍÐU Morgun- blaðsins 20. nóv. sl. er slá- andi frétt um að R-listinn ætli að hækka leikskóla- gjöld um 8% um áramót. Þessa yfirlýsingu var ekki að finna í glansbæklingi borgarstjóra fyrr á þessu ári. Er það stefna borgar- stjóra að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur? Vill ekki borgarstjóri líka láta koma fram að hún muni einnig hækka fast- eignagjöld á nýju ári? Vitað er um töluvert af fólki sem fór á kjörstað með hálfum huga til að kjósa Ingbjörgu borgarstjóra. Einnig hefur borgarstjóri boðað fækkun á félagsmið- stöðvum fyrir eldra fólkið, það var ekki að finna í áð- urnefndum bæklingi. Ef þetta er stefna jafn- aðarmanna þá hefur orðið mikil breyting. Ég lýsi því yfir að ég segi mig úr R- listanum, ég get ekki stutt flokk sem ræðst á minni máttar í Reykjavík. Þetta er stefna í ranga átt. Hafliði Helgason. Tapað/fundið Silfurnæla í óskilum SILFUR brjóstnæla, víra- virki, fannst fyrir framan Þjóðmenningarhúsið á Hverfisgötu sl. mánudag. Uppl. í síma 690 5292. Karlmanns- gleraugu týndust STÓRGERÐ karlmanns- gleraugu með brúnni Max Mara-umgjörð töpuðust fyrir nokkrum vikum, lík- legast á skemmtistað í mið- borginni. Sá sem hefur fundið þau vinsamlega hafi samband í síma 862 9192. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LOKS er hann kominn, að- stoðarmaðurinn sem mig vantaði fyrir 40 árum. Þetta er margmiðlun- ardiskur, sem ég rakst á núna á dögunum, hann er einfaldur í notkun og leiðir eldabuskur í gegnum frumskóga matar- gerðarinnar, skref fyrir skref. Ég er ein af þeim sem ekki er gædd mat- reiðsluhæfileikum og hef því alltaf átt erfitt með eldamennskuna. Ég þarf nákvæmar leiðbeiningar og gleymi aldrei fyrstu jól- unum í búskap, þá fór ým- islegt úrskeiðis og jóla- steikin heppnaðist ekki vel, einföldustu hlutir vöfðust fyrir mér og ég var feimin að láta það uppi. Í gegnum árin hef ég þurft að fylgja matreiðsluleið- beiningum vandlega ef vel á að fara og hafa þær oft ekki verið nógu ítarlegar. Nú hafa menn áttað sig á að margir vilja nákvæmar leiðbeiningar. Þessi margmiðlunar- diskur, sem heitir „Leikur að elda“, er yndislegur, með lifandi myndum af matreiðslunni og frábær- um uppskriftum af hátíð- armatnum og fleiru. Þar eru einnig smáatriðin, sem skipta kannski öllu máli þegar maður vill vanda sig. Vil því vekja athygli á þessu framtaki, því nú geta einnig þeir sem ekki eru fæddir með „matreiðslu- genið“ bjargað sér og hinir bætt við kunnáttuna. Húsmóðir af eldri kynslóðinni. Þarf einhver hjálp við jólasteikina?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.