Morgunblaðið - 28.11.2002, Page 23

Morgunblaðið - 28.11.2002, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 23 Einföld og áhrifarík leið til grenningar Tilboð í LEIÐTOGAKJÖR verður í dag í Likud-flokki Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels og keppir hann við Benjamin Netanyahau, fyrrver- andi forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra. Sharon ítrekaði í gær stuðning sinn við þá hugmynd að Palestínumenn fengju í fyllingu tím- ans að stofna eigið ríki á svæðum sín- um með ströngum skilyrðum en Net- anyahu er andvígur öllum slíkum tillögum. Er Sharon spáð stórsigri og hefur 20% forskot í könnunum. Talsmenn stjórnvalda í Ísrael vís- uðu því í gær á bug að tveir af hátt- settum mönnum Hamas og Al Aqsa- herdeildanna, tveggja herskárra skæruliðasamtaka Palestínumanna, hefðu verið drepnir með eldflaug frá þyrlu í gærmorgun. Útvarpið í Ísrael hafði eftir embættismönnum að um „vinnuslys“ hefði verið að ræða en með því orðalagi er átt við að menn- irnir, sem höfðu bækistöð í flótta- mannabúðum í Jenin, hafi verið að setja saman sprengju. Yasser Abed Rabbo, ráðherra upp- lýsingamála í Palestínustjórn Yassers Arafats, fordæmdi í gær Ísraela fyrir að „myrða“ mennina tvo í Jenin. Sagði hann að um væri að ræða með- vitaða tilraun Sharons til að reyna að bregða fæti fyrir tilraunir Palestínu- stjórnar og Fatah-samtakanna, sem Arafat fer fyrir, til að ræða við hin öfl- ugu Hamas-samtök og efla samheldni meðal Palestínumanna um að vinda ofan af ofbeldinu og hefja aftur frið- arviðræður. Búast mætti við frekari árásum Ísraela. Sagði Rabbo Sharon vera að „skipuleggja blóðsúthellingar næstu daga“ til að styrkja stöðu sína. Meintur sjálfsmorðingi sprengdi sig í gær á Gaza eftir misheppnaða árás á varðstöð hermanna og að sögn Palestínumanna skutu Ísraelar annan mann er gekk milli húsa í flótta- mannabúðum við Nablus til að vekja fólk og minna á morgunbænir. Jólahátíðarhöldum aflýst Yasser Arafat sagði í gær að hátíð- arhöldum vegna jólanna hefði verið aflýst í Betlehem, fæðingarborg Frelsarans og væri ástæðan vera her- námsliðs Ísraela í borginni. Ísraelar lögðu Betlehem undir sig á ný sl. föstudag eftir að sjálfsmorðingi varð 11 Ísraelum að bana í tilræði í stræt- isvagni. Borgin hefur nú verið lýst lokað svæði, þar ríkir útgöngubann að næturlagi og fréttamenn fá takmark- aðan aðgang. Embættismaður í Betlehem sagði líklegt að þó yrði leyft að syngja hefðbundna miðnætur- messu í Fæðingarkirkjunni um jólin. Ariel Sharon spáð stórsigri í leiðtogakjöri Tveir skæruliðaleiðtogar drepnir, að sögn Ísraela við sprengjugerð Jenin, Ramallah. AP, AFP. ALÞJÓÐLEGU mannréttindasam- tökin Amnesty International hafa krafist þess að kínversk stjórnvöld láti lausa úr fangelsi alla þá sem hafa verið handteknir fyrir að tjá skoðanir sínar á Netinu, að sögn BBC. Í nýrri skýrslu samtakanna segir að minnst 33 hafi verið teknir fastir á þessum forsendum og tveir fanganna virðist hafa dáið af völdum slæmrar með- ferðar og jafnvel pyntinga. Umrætt fólk er oft sakað um ólög- legan undirróður en einnig ákært fyr- ir að miðla leynilegum upplýsingum um Netið. Talsmaður stjórnvalda í Peking sagði að Amnesty hefði áður birt ásakanir gegn Kínastjórn er hefðu ekki átt sér „neina stoð í raun- veruleikanum“. Fleiri netnotendur eru í Kína en öllum öðrum löndum heims að Bandaríkjunum undanskildum og fjölgaði þeim um 12 milljónir fyrstu sex mánuði ársins, eru nú 45,8 millj- ónir. Sérhver sem rápar … „Netnotendur [í Kína] lenda æ oft- ar í því að brjóta gegn flóknum og viðamiklum reglum sem takmarka grundvallarmannréttindi þeirra,“ segir í skýrslu Amnesty. „Sérhver sem rápar um Netið getur átt á hættu geðþóttaákvörðun um varðhald og fangelsi.“ Samtökin lýsa áhyggjum af því að erlend fyrirtæki hafi selt kín- verskum stjórnvöldum forrit sem notuð séu til að framfylgja ritskoðun. Um tíma var leitarforritið Google bannað í Kína og heimasíðum þar sem kemur fram einhvers konar gagnrýni á stjórnvöld er að jafnaði lokað strax. Meðal þeirra sem hafa verið handteknir eru pólitískir and- ófsmenn og rithöfundar en einnig liðsmenn hugleiðslusamtakanna Fal- un Gong sem eru bönnuð í Kína. Þeir tveir sem taldir eru hafa dáið í fang- elsi eru liðsmenn Falun Gong. Kínastjórn rit- skoðar Netið Amnesty segir tugi manna í fangelsi og tjáningarfrelsi netnotenda heft ÍBÚAR Mílanóborgar á Norður- Ítalíu ganga eftir tréplönkum sem lagðir hafa verið til að fólk komist leiðar sinnar eftir götu sem er á kafi í flóðvatni. Flóð vegna gríðar- legra rigninga síðustu daga hafa valdið miklum spjöllum og um- ferðarörðugleikum víða á N-Ítalíu. AP Gengið yfir vatni TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.