Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „HAUSTRIGNINGAR á Austfjörð- um eru ekki óalgengar, þótt til sé í dæminu að það komi haust þar sem rigni lítið,“ segir Hálfdán Haralds- son, fyrrverandi skólastjóri Heima- vistarskólans í Norðfirði. „Undan- farin haust hefur rignt mikið fyrri part vetrar þótt það hafi ekki rignt svona mikið. Þetta er það mesta sem ég man eftir í svona langan tíma.“ Hálfdán hefur búið í Norðfirði í hálfa öld en æskuslóðirnar eru á Langanesströndum, þar sem er Bakkafjörður. Hann segir að á æskuslóðunum rigni ekki eins mikið og sunnar á fjörðunum, þar sem hafi nánast rignt látlaust frá því í sept- ember og þar af allan nóvember en reyndar hafi snjóað á kafla í októ- ber. „Það var náttúrulega bara framhald á úrkomu,“ segir hann. Eins og í kringum 1940 Hálfdán, sem er 75 ára, segir að á sjöunda áratugnum hafi snjókoma verið algeng á þessum tíma, en ekki rigning. „Þá var næstum öruggt að hann gerði snjóakafla í nóvember og vetur eftir vetur gerði þungan snjóa- kafla í nóvember en hann fór svo gjarnan aftur í desember. Haustveð- ráttan virðist því ná lengra fram á veturinn nú en hún gerði á þessu tímabili,“ segir hann. Að sögn Hálfdáns er veðurfarið fyrir austan um þessar mundir ekki ósvipað því sem hann man eftir sem krakki á hlýindatímabilinu fram undir 1940. „Þá var veðráttan oft svona á haustin og alveg framundir jól,“ segir hann og bætir við að þá hafi austan- og suðaustanáttir gjarn- an verið ríkjandi fram í desember. Í kringum 1950 hafi haustin orðið kaldari og þannig hafi það verið framundir 1980 en kaldast í kringum 1970. „Þá var oft mjög kalt á haustin og á milli 1960 og 1970 snjóaði stundum í september. Ég var ekki við búskap sjálfur en var kennari hér inni á sveit og tók fullan þátt í störfum manna og hafði gaman af því sem ungur maður að skreppa með þeim í göngur á haustin, en venja var að fara í göngur í kringum 20. september. Eitt haustið, í kring- um 1980, komumst við við illan leik suður til Sandvíkur undir Gerpinum, en vegna harðfennis lögðum við ekki í að reka féð yfir fjallgarðinn og urð- um að skilja það eftir. Fórum heim fjárlausir, en iðulega á þessum tíma var snjór og ófærð á fjöllum um göngur. Það hefur ekki gerst um áraraðir, þótt föl geti komið alla mánuði ársins,“ segir Hálfdán og bætir við að nú sé greinilega hlýrra tímabil. „En það er sagt að gamlir menn muni aldrei neitt og ég held að það sé alveg rétt.“ Hálfdán segir að á yngri árum hafi hann kunnað bet- ur við snjóinn en nú líði sér vel í rigningunni, nema hvað hann sakni birtunnar. „Það var ekki snjóþungt á mínum æskuslóðum og í raun kynntist ég ekki snjó fyrr en ég flutti hingað í Norðfjörð, en eftir öll þau ósköp sem hafa gengið yfir okk- ur í snjóflóðum hér í Norðfirði óska ég ekki eftir snjónum. Aurflóðin eru annars eðlis, þótt þau geti verið hættuleg og geri mikinn skaða. Fréttaflutningurinn hefur verið þannig að margt fólk sem ekki þekk- ir aðstæður heldur kannski að hvergi hafi rignt nema á Seyðisfirði, en rigningarnar hafa gengið jafnt yfir allt svæðið. Hins vegar er ástandið ákaflega misjafnt. Á mið- vikudag rigndi til dæmis ekki mikið á Eskifirði en allt ætlaði að fara á kaf í Reyðarfirði og Norðfirði. Þetta fer svolítið eftir því hvernig áttin er en rigningarsvæðið nær langleiðina norður undir Borgarfjörð og svo suður í Skaftafellssýslu, þegar hann er suðaustanstæður. En þegar svona stórrigningar koma í austan- eða norðaustanátt ná þær ekki eins langt suður og þá lagast ástandið við Oddsskarð.“ „Mesta sem ég man eftir í svona langan tíma“ Regnið hefur dembst yfir Austfirð- inga á undanförnum vikum „ÉG hef aldrei kynnst svona vinnubrögðum áður á þeim póli- tíska vettvangi sem ég hef starfað á að menn hafi hætt við að leita til- nefninga í nefndir af því að tilnefn- ingaraðilinn hafi eigin skoðun á því hverjir nefndarmenn eiga að vera. Þetta er algjört nýmæli fyrir mig.“ Þetta sagði Björn Bjarnason, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, vegna skipanar nýrrar orkunefndar. Hann segir ekki hafa verið leit- að eftir tilnefningum frá sjálfstæð- ismönnum líkt og áður hafði verið látið í veðri vaka að yrði gert. „Við erum ekki að deila á þá einstak- linga sem sitja í nefndinni, heldur deilum við á aðferðina og teljum fráleitt að hverfa frá áformum um að leita tilnefninga og þegar til- nefningaraðili ákveður hverja hann ætlar að tilnefna. Ég hef aldrei kynnst þessu áður og þetta eru að mínu mati stórundarleg vinnubrögð.“ Björn segir að í júní hafi verið samþykkt í borgarstjórn tillaga R- listans um nefnd sem myndi koma með heildarstefnu Reykjavíkur- borgar í orkumálum. „Núna 12. nóvember er nefndin skipuð en í millitíðinni var látið í veðri vaka að það ætti að fá tilnefningar um nefndarmenn frá Sjálfstæðis- flokknum og Frjálslyndum og óháðum,“ segir Björn. Ekki nógu faglegir „Síðan tilkynntum við það á borgarráðsfundi fyrir um tveimur vikum að við ætluðum að tilnefna Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem á sæti í stjórn Landsvirkjunar, hef- ur lengi sinnt orkumálum og er borgarfulltrúi, og mig, sem sit nú í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var látið í veðri vaka að við værum ekki nógu faglegir sem við mót- mæltum. Þá sagðist borgarstjóri þurfa að hugsa málið nánar, en síðan heyrð- um við ekkert meir fyrr en við sát- um frammi fyrir því á fundinum 12. nóvember að lögð er fram til- kynning um að nefndin hafi verið skipuð og ekki var óskað neinna tilnefninga í hana, heldur var það borgarstjóri upp á sitt einsdæmi sem ákvað hverjir sitja í þessari nefnd. Við lýstum í bókun okkar mikilli undrun yfir þessu.“ Sjálfstæðismenn gagn- rýna vinnubrögð R-lista við skipan í orkunefnd Fengu ekki að tilnefna fulltrúa EFTIR úrhellisrigningu í Nes- kaupstað féll aurskriða úr Urð- arbotnunum svokölluðu og stíflaði ræsi með þeim afleiðingum að læk- ur flæddi yfir götur í miðbænum. Ekki er fullljóst hversu miklar skemmdir hafa orðið en vatnslögn fór í sundur þannig að íbúar í mið- bænum eru án vatns. Aur og drulla flæddi inn í nærliggjandi garða og lítils háttar skemmdir urðu í Stekkjargötu, en engar skemmdir hafa orðið á íbúðar- húsnæði. Þá er Stokkurinn svo- kallaði á rúi og stúi. Töluverð vinna verður að hreinsa bæinn, en að mati Jóhanns Tryggvasonar, bæjarverkstjóra í Neskaupstað er þetta „vel sloppið miðað við úrfell- ið“. Unnið við hreinsun við ræsi sem er við Þiljuvelli. Morgunblaðið/Kristín Talsverðar skemmdir urðu á Stekkjargötunni. „Vel sloppið mið- að við úrfellið“ Neskaupstað. Morgunblaðið. Á FIMMTA þúsund hraðaksturs- brota í Hvalfjarðargöngum voru kærð fyrstu 12 mánuðina eftir að eftirlitsmyndavélar voru teknar þar í notkun, þ.e. frá 1. september 2001 til 31. ágúst 2002. Á heima- síðu Spalar kemur fram, að sé gengið út frá því að meirihlutinn hafi lent í lægsta sektarflokki og greitt innan fjögurra vikna megi gera ráð fyrir að á þessu 12 mán- aða tímabili hafi runnið í ríkissjóð allt að 20 milljónir króna úr vös- um þeirra sem fóru um göngin á ólöglegum hraða. Hámarkshraði í Hvalfjarðar- göngum er 70 km á klst. Þeir sem aka á 85 km hraða fá 5.000 króna sekt, þeir sem aka á 95 km hraða fá 15.000 króna sekt, svo dæmi séu tekin. Fram kemur á heima- síðunni að langflestir þeirra 4.538 sem kærðir voru, aki inn í geisla myndavélanna á innan við 100 km hraða. Þannig var meðalhraði allra lögbrjótanna á heilu ári um 89 km. Sumir fóru því miður mun hraðar yfir. Í apríl sl. var t.d. einn tekinn á 151 km hraða og í maí annar á 147 km hraða. Hvor öku- maður um sig var sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði og rukkaður um sekt upp á 70.000 krónur. Þúsundir kærðar fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Dæmi um 151 km hraða í göngunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.