Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 71
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 71
Fjórir gullsmiðir þjóna skartgripahönnun
í sérflokki. Viðgerðarþjónusta, módelsmíði,
áletrun, breytingar á skartgripum.
Vinnum ljósmyndir í málma.
Kveðja - Gull í grjóti
Hjördís G.
Kristín G.
Ingibjörg P.
Pasquale
Hringurinn heldur jólakaffi á
Broadway (Hótel Íslandi) á morgun,
sunnudaginn 1. desember, og verður
húsið opnað kl. 13.30. Markmið fé-
lagsins hefur um áratuga skeið verið
að hér verði stofnaður sérstakur
barnaspítali og er það nú orðið að
veruleika. Félagskonur afhentu nýja
spítalanum 200 milljónir á árinu og
mun hann verða vígður í janúar á
næsta ári á 99 ára afmæli Hringsins.
Jólakaffið er einn liður í fjáröflun
fyrir Barnaspítalann. Þar er boðið
upp á kaffihlaðborð auk tónlistar og
skemmtiatriða. Einnig verður happ-
drætti og verða margir vinningar,
s.s. utanlandsferðir, matarkörfur
o.m.fl. sem hinir ýmsu velunnarar
Hringsins hafa gefið. Allur ágóði
rennur í Barnaspítalasjóð Hrings-
ins.
Örkin hans Nóa verður með jóla-
basar á morgun, sunnudaginn 1.
desember, kl. 13–16.30 á Reykjavík-
urvegi 68, 2. hæð, Hafnarfirði. Á
boðstólum verður bútasaumur, trév-
ara, myndir, jólaskreytingar, aðven-
tukransar, bakkelsi o.fl. Vöfflukaffi
verður selt á kr. 300. Örkin hans
Nóa er kristilegt starf meðal barna
og unglinga. Allur ágóði rennur til
starfsins. Allir velkomnir.
Nýtt bókasafn Landakotsskóla
verður formlega opnað á morgun,
sunnudaginn 1. desember. Af því til-
efni verður stutt dagskrá í skólanum
kl. 14 með ljóðalestri fyrrverandi og
núverandi nemenda auk foreldra.
Kl. 15 flytja nemendur, kennarar og
foreldrar tónlist á sal. Kaffisala,
hlutavelta og basar verða á sama
tíma í skólanum.
Jafnframt gefst gestum tækifæri til
að skoða húsnæði skólans. Allir vel-
unnarar skólans eru velkomnir.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Kveikt verður á jólaljósunum í garð-
inum á morgun, sunnudaginn 1. des-
ember, kl. 16, heimili jólasveinsins
gert opinbert kl. 14. Á hverjum degi
fram að jólum frá og með 1. desem-
ber mun heimili jólasveinsins verða
sýnilegt í einn klukkutíma á dag frá
kl. 14–15. Jólasveinn dagsins mun
einnig heimsækja okkur alla daga
klukkan 14.45 frá og með 12. desem-
ber og staldrar hann venjulega við í
um 15 mínútur. Boðið verður upp á
jólasögu alla daga klukkan 10.40 frá
og með 1. desember. Hestvagnaferð-
ir verða um helgar frá og með 7. des.
kl. 14–15 og hestateyming alla virka
daga kl. 14–14.30. Einnig verða lest-
in og hringekjan opin um helgar ef
veður leyfir. Í ár verður fuglagarð-
urinn sérstaklega skreyttur í tilefni
jólanna og í Kaffihúsinu verður boð-
ið upp á smákökur og hreindýrasúpu
alla daga fram að jólum.
Hjálparstarf – prjónahópur Sjálf-
boðamiðstöðvar Rauða krossins
verða með prjónavörur sínar til sölu
í Smáralindinni á morgun, sunnu-
daginn 1. desember. Hópurinn hitt-
ist á fimmtudögum eftir hádegi og
prjónar úr garni og ull sem ein-
staklingar og fyrirtæki láta Rauða
krossinum í té. Ágóði af sölunni
rennur til þess að styrkja gott mál-
efni innanlands, einnig sendir hóp-
urinn prjónaflíkur til hjálparþurfi
erlendis. Sendingar hafa farið til Ús-
bekistan, Pétursborgar og Lesóto, á
döfinni er sending til Búlgaríu.
Bahá’í samfélagið í Kópavogi
verður með friðarstund á morgun,
sunnudaginn 1. desember, kl. 11
fyrri almenning í sal Bókasafns
Kópavogs. Þemað að þessu sinni
verður „Mannréttindi og mannvirð-
ing“. Á þessum friðarstundum er
lestur úr ritum bahá’í trúarinnar og
annarra trúarbragða samþættur við
tónlist og myndlist.
Ferðafélag Íslands efnir til göngu-
ferðar á Reykjanesskaga á morgun,
sunnudaginn 1. desember. Gengin
strandlengjan frá Straumi sunnan
Hafnarfjarðar um eyðibýlin Óttars-
staði og Lónakot og endað við
Hvassahraun. Þetta er um þriggja
klukkustunda ganga. Brottför er frá
BSÍ kl. 11 og komið við í Mörkinni 6.
Þátttökugjald er kr. 900 fyrir fé-
lagsmenn og kr. 1.000 fyrir aðra.
Fararstjóri í ferðinni er Kjartan
Bollason.
Á MORGUN
Nemendur níundu bekkja Kópa-
vogsskóla verða með markaðstorg
í Smáralind í dag, laugardaginn 30.
nóvember. Þar munu þau selja not-
aða hluti á vægu verði, t.d. leikföng,
plötur, bækur, föt o.fl. Markaðurinn
er liður í fjáröflun vegna Danmerk-
urferðar næsta vor.
Kiwanisklúbburinn Harpa verður
með jólasölu á Garðatorgi í dag,
laugardaginn 30. nóvember, kl. 10. Á
boðstólum verður aðventuljós og
heimabakstur. Allur ágóði rennur til
styrktar bágstöddum börnum.
Ljós tendruð á Hamborgartré í 37.
sinn á Miðbakka Reykjavíkurhafnar
í dag, laugardaginn 30. nóvember,
kl. 17.30. Árleg afhending trésins er
þakklætisvottur til íslenskra sjó-
manna fyrir matargjafir til barna í
Hamborg sem þeir færðu stríðs-
hrjáðum börnum eftir síðari heims-
styrjöldina. Jürgen Sorgefrei, for-
stjóri hafnarinnar í Hamborg, og
sendiherra Þýskalands á Íslandi,
Hendrik Dane, afhenda forsvars-
mönnum Reykjavíkurhafnar tréð.
Við afhendinguna syngur barna- og
unglingakór Dómkirkjunnar jólalög
undir stjórn Kristínar Valsdóttur.
Upplýsinga- og baráttufundur
gegn virkjanaframkvæmdum á há-
lendi Íslands verður haldinn í dag,
laugardaginn 30. nóvember, kl.
15.15 á efri hæð Grand Rokk,
Smiðjustíg 6. Markmið þessara
funda er að efla umræðuna og veita
fjölbreyttar upplýsingar. Sveinn Að-
alsteinsson viðskiptafræðingur
heldur erindið ,,Kárahnjúkavirkjun:
Hver er samningsstaða Íslend-
inga“?
Kveikt á jólatrénu í Smáralind
Ásta og Lóa ókurteisa tendra ljósin
á jólatré í Vetrargarðinum í dag,
laugardaginn 30. nóvember, kl. 14.
Að því loknu hefst jólaball með
Magga Kjartans og Helgu Möller
þar sem jólasveinarnir ásamt Grýlu
og Leppalúða skemmta börnunum
og dansa kringum jólatréð kl. 14–15
og kl. 16–17. Flautuleikarar, Lúðra-
sveit Kópavogs, harmónikkuleik-
arar og Mosfellskórinn munu
skemmta gestum og gangandi í
göngugötum.
Sunnudaginn 1. desember verða
jólaböll í Vetrargarðinum með
Magga Kjartans, Helgu Möller og
jólasveinunum kl. 14 og 16 auk þess
sem flautuleikarar, Kór átthaga-
félags Strandamanna, harmónikku-
hljómsveit og Karlakórinn Þrestir
flytja tónlist. Jafnframt verður Jóla-
landið í Vetrargarðinum opið eins og
alla daga til jóla.
Jólastemmningin í Kringlunni
hefst á hádegi í dag, laugardaginn
30. nóvember. Þá mæta bak-
arameistarar frá Kötlu með eitt þús-
und risapiparkökur og gefa börnum.
Nafn viðkomandi barns verður
skrifað með glassúr á piparkökuna.
Solla stirða og Halla hrekkjusvín frá
Latabæ verða kl. 12.15. Birgitta
Haukdal, Sigríður Beinteinsdóttir
og Grétar Örvarsson syngja og leika
jólalög með aðstoð þriggja jóla-
sveina kl. 13. Þegar líður á daginn
mun jóladjass hljóma á göngum
Kringlunnar og jólasveinar verða
reglulega á ferðinni.
Sunnudaginn 1. desember kl. 15
mun Árni Þór Sigurðsson, forseti
borgarstjórnar, kveikja á stóra jóla-
trénu í Kringlunni og Skólakór
Kársness syngur jólalög, auk þess
sem jólasveinar skemmta. Kl. 16
syngja Birgitta, Sigga Beinteins og
Grétar Örvars með aðstoð jóla-
sveina sem ganga um gólf.
Á sunnudag verður byrjað að taka á
móti jólapökkum til þeirra sem
minna mega sín. Pökkunum er safn-
að saman undir stóra jólatrénu í
Kringlunni. Þeir verða afhentir
Mæðrastyrksnefnd skömmu fyrir
jól og sér nefndin um að koma þeim
til viðtakenda. Öllum er velkomið að
leggja til pakka. Að pakkasöfn-
uninni standa Bylgjan og Kringlan í
samvinnu við Mastercard og Ís-
landspóst.
Penninn, Kringlunni, býður upp á
kennslu í jólakortgerð kl. 14–15
laugardag og kynningu á Geotoy
segulleikföngum kl. 14–17 laug-
ardag og sunnudag.
Í Eymundssyni, Smáralind, verður
kynning á Geotoy segulleikföngum
kl. 15–17 laugardag og sunnudag.
Í Pennanum-Eymundssyni, Aust-
urstræti, les Ásta Júlía fyrir börnin
kl. 14, Beta rokk les upp úr bók sinni
Vaknað í Brussel, Páll Valsson les
upp úr Rokkað í Vittulla og Helga
Vala Helgadóttir les upp úr Crazy.
Upplesturinn hefst kl. 15. Auk þess
sem kynning á Geotoy segulleik-
föngum verður kl. 13 og 14.30.
Opið hús hjá Ásatrúarfélaginu í
dag, laugardag, 30. nóvember, kl. 14,
á Grandagarði 8, 3. hæð. Eyvindur
P. Eiríksson cand. mag. spjallar um
kristnitökuna á Íslandi og stjórnlist
Þorgeirs Ljósvetningagoða.
Í DAG
ÚTHLUTAÐ hefur verið í sjöunda
sinn úr Styrktarsjóði Greiningar-
og ráðgjafarstöðvar ríkisins til
minningar um Þorstein Helga Ás-
geirsson. Styrkþegar voru að þessu
sinni þrír starfsmenn stofnunar-
innar. Guðný Stefánsdóttir hlaut
styrk til framhaldsnáms í þroska-
þjálfun. Hún hefur í samvinnu við
annan þroskaþjálfa unnið þróun-
arverkefni um skipulag, ferli og
gæði atferlismeðferðar fyrir börn
með einhverfu. Guðbjörg Björns-
dóttir þroskaþjálfi og Jóna G. Ing-
ólfsdóttir þroskaþjálfi og sérkenn-
ari hlutu styrk til að sækja
ráðstefnu í San Diego í Bandaríkj-
unum um þjónustu við ung börn
með sérþarfir og foreldra þeirra.
Styrktarsjóðurinn var stofnaður
1995. Tilgangur hans er að veita
styrki til símenntunar og fræði-
legra rannsókna á sviði fatlana
barna, með það að leiðarljósi að
efla fræðilega þekkingu og faglega
þjónustu við fötluð börn og fjöl-
skyldur þeirra. Hefur starfsfólk
Greiningarstöðvarinnar að jafnaði
forgang við styrkveitingar úr
sjóðnum, sem fara fram árlega,
segir í fréttatilkynningu.
Finna má frekari upplýsingar um
sjóðinn á heimasíðu Greining-
arstöðvarinnr á www.greining.is.
Þrír þroska-
þjálfar
styrktir
Frá styrkveitingunni, f.v. Guðný Stefánsdóttir, Ásgeir Þorsteinsson for-
maður sjóðsstjórnar, Guðbjörg Björnsdóttir, Jóna G. Ingólfsdóttir og Stef-
án J. Hreiðarsson forstöðumaður Greiningarstöðvarinnar.