Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ ValgerðurHanna Guð- mundsdóttir fæddist í Stekkum í Sand- víkurhreppi 2. októ- ber 1941. Hún and- aðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Kristín Valdimarsdóttir, f. 11.4. 1917, frá Gul- aráshjáleigu í Aust- ur-Landeyjum, og Guðmundur Hann- esson, f. 10.11. 1899, d. 9.10. 1948, frá Stóru-Sandvík í Sandvíkur- hreppi. Seinni maður Önnu Krist- ínar var Lárus Gíslason, f. 20.9. 1904, d. 15.6. 1963, frá Björk í Sandvíkurhreppi. Systkini Val- f. 22.10. 1910, d. 25.8. 1952. Böðv- ar og Hanna eignuðust þrjár dæt- ur. Þær eru: Anna Lára, f. 9.4. 1966, starfsmaður á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands, sambýlis- maður Einar Magnússon, þau eru búsett á Selfossi. Börn þeirra eru Böðvar, Magnús, Andri og Aron. Lilja, f. 30.9. 1967, bóndi á Urr- iðafossi í Flóa, maki Einar Helgi Haraldsson. Börn þeirra eru Har- aldur, Hanna, Arnar og óskírður drengur. Íris, f. 15.6. 1973, sál- fræðingur á Skólaskrifstofu Aust- urlands, sambýlismaður Karl Þór Hreggviðsson. Þau eru búsett á Eskifirði. Karl á Birki og Theó- dóru frá fyrra hjónabandi. Að loknu gagnfræðaprófi fór Hanna til náms við Húsmæðra- skólann á Blönduósi. Að því loknu hóf hún ýmis verslunar- og þjón- ustustörf á Selfossi. Árið 1965 hóf Hanna búskap á Eyrarbakka þar sem hún bjó á Túngötu 63 til ævi- loka. Þar stundaði hún garðrækt með eiginmanni sínum og sam- hliða því vann hún ýmis störf í fiskvinnslu. Útför Hönnu fer fram frá Eyr- arbakkakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. gerðar eru Sigríður Elín (Lillý), f. 27.6. 1938, búsett í Vest- mannaeyjum, Þor- varður, f. 22.10. 1943, bóndi í Stekkum, hálfbræður sam- mæðra eru Guðmund- ur, f. 20.6. 1950, bóndi í Stekkum, og Valdimar Heimir verslunarmaður, f. 15.2. 1955, búsettur á Selfossi. Hinn 25. september 1965 giftist Hanna eftirlifandi eigin- manni sínum, Böðvari Sigurjóns- syni, f. 6.12. 1938, frá Norðurkoti á Eyrarbakka. Hann er sonur Lilju Böðvarsdóttur frá Lang- stöðum, f. 9.4. 1914, og Sigurjóns Valdimarssonar frá Norðurkoti, Elsku mamma. Það er einkenni- legt þetta líf, hvernig allt heldur áfram þó að þú sért horfin. Þegar manni finnst að allt eigi að stöðvast og fara sér hægt. Kallið er komið, allt of fljótt. Þrátt fyrir sorgarstundu er margs góðs að minnast. Ég bjó lengi heima og þú fylgdist vel með mér og studdir mig á allan hátt í námi mínu. Þér fannst nú dálítið erfitt að ég skyldi fara að læra svona langt í burtu. Þú vildir hafa fólkið þitt ná- lægt þér. Þá komst þú bara í heim- sókn til mín til Árósa með Önnu Láru og Einari og það var spennandi tími hjá þér. Þér fannst svo gaman að ferðast. Þú gerðir lítið úr mörgum hæfileikum þínum, t.d. að spila á öll þessi hljóðfæri og hvað þú vissir mik- ið og fylgdist vel með. Þó maður væri búinn að læra í mörg ár og þú lokið skóla fyrir meira en 40 árum vannst þú oftast í Trivial Pursuit. En það var bara heppni sagðir þú – við vitum betur. Einkennilegur er tómleikinn sem situr eftir – að þú eigir aldrei eftir að hringja – bara til að spjalla. Ég veit ekki hvernig ég fer að núna við að leysa krossgátuna í Mogganum – það var ágætt að eyða tíma í að gera helminginn og hringja svo í þig til að fá restina. Þú varst óhemju dugleg kona og vildir allt fyrir alla gera. Það var ekki sú bón til sem þú hefðir ekki reynt að uppfylla. Það er svo gaman að minnast þín að spila hátt góða músík, kannski laga til aðeins í leiðinni eða setja á eina tertu. Ég held þér hafi aldrei fallið verk úr hendi. Þú varst góð kona og það sést vel á því hversu góð þú varst barnabörnum þínum og gerðir engan greinarmun á börnum Kalla eða öðrum. Þú lést engan bilbug á þér finna í veikindum þínum og barðist mikið. Vildir ekki mikið hafa orð á þeim – það var ekki þinn stíll. Fremur átti lífið að hafa sinn eðlilega farveg. Þrátt fyrir að veikindin hafi dregið úr þér allan mátt mun ég muna þig sem sterka konu, einstaklega vel gefna og vel gerða konu. Við systurnar og fjölskyldur okkar munum styðja pabba og hvert annað í þessari miklu sorg. Hvíl í friði. Íris Böðvarsdóttir. Það er svolítið skrýtið hvernig manni finnst daglegir hlutir og at- hafnir breyta um svip og fá nýtt yf- irbragð þegar sorgin knýr að dyrum. Veröldin sýnist missa skærasta litinn og birtuna. Jafnvel fallegt lag sem maður raular fyrir munni sér fær á sig allt aðra mynd. Þetta er að sjálf- sögðu ekki svona, lög breytast ekki svona í einni svipan, né dofna litir og ljós svo snöggt. Það er hugar- ástandið sem breytist í sorg og sökn- uð. Í dag er dagur sorgar því í dag kveðjum við hinsta sinni tengdamóð- ur mína, Hönnu Guðmundsdóttur á Eyrarbakka. Hún mátti lúta í lægra haldi eftir harða viðureign við illvíg- an sjúkdóm. Hönnu kynntist ég árið 1986 þegar ég fór að venja komur mínar á Tún- götuna til Böðvars og Hönnu. Ég fann fljótt að yfir heimilinu var ró og yfirvegun, og þangað var alltaf gott að koma. Hanna sá um að aldrei skorti meðlæti með kaffinu. Heima- bakaðar kræsingar fylltu borðið svo að maður var í vandræðum með að bragða nú örugglega á öllum sortum. Það er kannski lýsandi að frá byrjun fannst mér ein kaka bera af öðrum hjá Hönnu og það var hjónabands- sælan. Hanna vann oft langan vinnudag í frystihúsinu eða við rófurnar, og þeg- ar heim kom biðu húsverkin. Alltaf hafði hún þó tíma fyrir heimilið – og líka tíma til að sauma á barnabörnin – líka tíma til að spila við þau – hlusta á tónlist og færa bókhaldið. Það er annars undarlegt hvernig sumt fólk hefur tíma til að gera alla hluti, með- an yngra fólk sem ætti að vera fullt starfsorku hefur aldrei tíma til neins. Og aldrei var höndunum kastað til neins, í öllu sem hún gerði var ófrá- víkjanleg samviskusemi og heiðar- leiki, Allra vænst þótti henni samt um fjölskylduna – Böðvar og dæt- urnar, og fyrir fjölskylduna vildi hún gera allt. Vegir Guðs finnst okkur stundum torskildir og óréttlátir, og gjarnan hefðum við viljað hafa Hönnu hjá okkur miklu lengur. En því fáum við ekki ráðið og verðum að sætta okkur við það. En minningin lifir, minning um eiginkonu, móður, ömmu og tengdamömmu, og þó kannski eink- um minning um góðan vin. Elsku Böðvar og allir hinir, megi algóður Guð styrkja okkur öll í sorg- inni. Einar H. Haraldsson. Það eru tæp 20 ár síðan ég, þá verðandi tengdasonur, birtist á heim- ili Hönnu og Böðvars á Túngötunni. Varð ég fljótlega var við það að Hanna vissi mun meira um mína ætt en ég sjálfur enda með afbrigðum minnug. Þekkti hún til flestra manna í sýslunni frá því hún vann á pósthús- inu á Selfossi sem ung stúlka. Hanna bjó þeim Böðvari og dætrunum þremur fallegt heimili á Túngötunni þar sem alltaf var gott að koma, og var það lítið mál í hennar augum að bæta við tengdasyni og frumburði inn á heimilið, þar sem við bjuggum í sex mánuði. Sóttu eldri strákarnir okkar þeir Böðvar og Magnús mikið í að vera hjá ömmu og afa á Eyrar- bakka, þar sem tíminn fór mestallur í að spila við ömmu. Hanna hafði yndi af tónlist og oft- ar en ekki var umræðuefnið kántrý- tónlist eða það sem efst var á baugi í tónlistarheiminum hverju sinni. Var þá oft settur góður diskur eða plata í gang og þá ósjaldan Hörður Torfa, því hann var í augum hennar sá besti. Hanna fylgdist vel með uppvexti strákanna okkar fjögurra, bæði í leik og námi. Nú þegar þessi mæta kona er fall- in frá koma minningarnar upp í hug- ann. Ég minnist rófuupptökunnar á haustin, smalamennskunnar og ekki síst Danmerkurferðarinnar sem við hjónin fórum með Hönnu sumarið 2000 að heimsækja yngstu dóttur þeirra hjóna, Írisi, og Karl, sambýlis- mann hennar Elsku Böddi, missir þinn er mikill. Ég bið góðan Guð að styrkja þig í sorg þinni. Einar Magnússon. Með nokkrum orðum viljum við systkini hennar Hönnu minnast hennar nú þegar hún hefur verið burtkölluð úr þessum heimi eftir erf- iða baráttu við illvígan sjúkdóm. Í þeirri baráttu kom hvað best í ljós skapgerð hennar að gefast ekki upp, heldur berjast eins lengi og hægt var af æðruleysi. Hanna systir fékk í vöggugjöf tónlistargáfuna sem hún nýtti ung til að spila á gamalt fót- stigið orgel sem móðir okkar átti. Seinna fékk hún sér gítar sem hún náði fljótt tökum á. Henni nægði að heyra lag einu sinni, þá gat hún spil- að það hvort heldur á gítarinn eða orgelið. Minnisstætt er þegar hún keypi sér klarinett. Fyrstu dagana fannst okkur hljóðin ámátleg en fljót- lega fóru að berast blíðari tónar sem urðu að lögum sem gaman var á að hlýða. Og Hanna giftist lífsförunaut sín- um, honum Bödda. Saman hafa þau búið sér og sínum fallegt og traust heimili. Þar nýttust kostir Hönnu vel, allt lék í höndum hennar, fata- saumur, matseld og allt gert af alúð og dugnaði. Saman hafa þau unað glöð við sitt, án þess að ætlast til neins af öðrum, en öllum viljað gott gjöra og allir veittir greiðar hafa ver- ið launaðir margfalt aftur. Árum saman hafa þau hjón stundað garð- rækt af myndarskap. Þar unnu þau sem einn maður að öllum verkum. Það eru því mikil og erfið umskipti fyrir okkar kæra mág. Að leiðarlokum kveðjum við ást- kæra systur með þökk fyrir þann tíma sem við fengum að lifa öll saman í sátt og samlyndi. Kæri Böddi, Anna Lára, Lilja, Íris og fjölskyldur. Þó lífi Hönnu sé lokið heldur ykkar áfram, þó með allt öðr- um hætti verði. Það er von okkar að allar góðu minningarnar sem þið eig- VALGERÐUR HANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Maðurinn minn, GUÐJÓN BJÖRNSSON frá Álftavatni, lést að kvöldi þriðjudagins 26. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 2. desember kl. 13.30. Jónína Sigmundsdóttir og fjölskyldur hins látna. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG ÞORSTEINA JÓNSDÓTTIR, Sörlaskjóli 56, Reykjavík, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 21. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir hlýju og góða umönnun. Elín Sæunn Ingimundardóttir, Kári Jakobsson, Ingimundur Kárason, Bryndís Guðbrandsdóttir, Viðar Kárason, Berglind Ósk Kjartansdóttir og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, ÞÓRIR SIGURÐSSON veðurfræðingur, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 26. nóvember. Jarðarförin verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 6. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Hjaltalín Þórisson. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNÚSÍNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hvassaleiti 56, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 28. nóvember sl. Erna Agnarsdóttir, Bjarni Ingólfsson, Helgi Agnarsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Anna Agnarsdóttir, Ólafur Gústafsson, Agla Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, dóttir og systir okkar, AUÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR innanhússarkitekt, Kjartansgötu 2, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Sigurður Einarsson, Margrét Dögg Sigurðardóttir, Darri Már Grímsson, Margrét Sigurðardóttir, Erla Vilhjálmsdóttir, Pálmi Vilhjálmsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir. Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, MAGDALENA S. BRYNJÚLFSDÓTTIR frá Hvalgröfum, andaðist á Skjóli föstudaginn 29. nóvember. Sæmundur Björnsson, Brynjúlfur Sæmundsson, Ásta Ásdís Sæmundsdóttir og fjölskyldur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.