Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 51 ✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fæddist á Fagurhólsmýri í Öræfum 29. desem- ber 1925. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Ara- son, f. 4.8. 1887, d. 3.8. 1979, og Hall- dóra Jónsdóttir, f. 23.12. 1892, d. 19.10. 1964. Systkini Guð- rúnar eru: a) Halldór Jón, f. 11.1. 1928, d. 22.8. 1985. b) Ari Benedikt, f. 2.9. 1929. c) Tryggvi, f. 6.10. 1931. d) Nanna, f. 12.1. 1934. Guðrún ólst upp í föðurhúsum á Fagurhólsmýri, var í húsmæðra- skólanum á Löngumýri veturinn 1946–47 og vann ýmis störf í Reykjavík og Vest- mannaeyjum næstu árin, meðal annars við saumastörf og matreiðslu. Í kring- um 1960 kom hún al- komin heim á Fagur- hólsmýri, þar sem hún tók við heim- ilinu í veikindum móður sinnar. Guðrún var um langt árabil stöðvar- stjóri Pósts og síma í sinni sveit. Einnig sinnti hún flugaf- greiðslu og sá um veðurathuganir, eftir því sem þörf var á. Guðrún giftist ekki og var barnlaus, en sá um heimili fyrir bræður sína þar til yfir lauk. Útför Guðrúnar fer fram frá Hofskirkju í Öræfum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Alltaf hress og kát, dugleg, þol- inmóð og bjartsýn. Svona var hún Gunna. Jafnvel í sumar þegar sýk- ingar tóku sig upp aftur og aftur, meðan á lyfjameðferðinni stóð, hélt hún því statt og stöðugt fram að þetta væri „nú allt að koma“. Já, bjartsýnin og glaðlyndið fleytti henni Gunnu örugglega langt í lífinu. Hún tók við stóru og erfiðu heimili, þegar amma dó, þar sem lengst af voru átta manns í heimili, auk sum- ardvalarbarna og annarra sem dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma. Má nærri geta að nóg hefur verið að starfa við rekstur heimilis- ins, en það var nú ekki eins og það væri nú það eina sem hún Gunna gerði. Í Efribænum var einnig af- greiðsla Pósts og síma ásamt veð- urathugunarstöð og þessi störf féllu í Gunnu verkahring eftir því sem árin liðu og fólkinu fækkaði sem um þau hafði séð. Þetta tók hún að sér með sama jafnaðargeðinu og annað sem hún gerði, og aldrei var á henni að finna að hún væri yfirkeyrð af verk- efnum. Við systurnar bjuggum á heimili Gunnu fyrstu ár ævi okkar og þegar við fluttum var það ekki langt, held- ur í næsta hús. Hins vegar var Efri- bærinn okkur alltaf opinn, og þar völsuðum við út og inn og enginn am- aðist við okkur. Það er svo merkilegt að þótt manni finnist að hún Gunna hljóti að hafa haft meira en nóg að gera var það samt hún sem sagði okkur sögur og ljóð, leyfði okkur að „hjálpa til“ að baka eða elda, og var tilbúin að kenna okkur alls kyns handavinnukúnstir. Eins fékk maður að hjálpa til við að frímerkja og stimpla póstinn og skrifa skýrslur fyrir Símann, og alltaf hafði maður það á tilfinningunni að maður væri alveg ómissandi við þessi verk. Það má ljóst vera að ekki gafst mikill tími til ferðalaga hjá henni Gunnu, en þó náði hún tveimur utan- landsferðum og nokkrum styttri ferðum innanlands og voru þær henni mikils virði, þar sem hún hafði lesið mikið um fjarlæga staði og þekkti oft meira til en þeir sem ferðast höfðu. Meira verður ekki sagt hér, minn- ingar um elskulega frænku lifa með okkur um ókomin ár. Sigríður, Helga og Halldóra Oddsdætur. Þá er hún Gunna vinkona mín á Fagurhólsmýri sofnuð svefninum langa, en trúað get ég að hvíldin hafi verið henni kærkomin eftir erfiða veikindabaráttu undanfarna mánuði. „Gunnu á Mýrinni“, eins og við köll- uðum hana alltaf, og öðru heimilis- fólki þar, kynntist ég fyrst þegar Bubba systir mín var svo lánsöm, að fá að fara þangað til sumardvalar að- eins fimm ára gömul og síðan hvert sumar til 17 ára aldurs. Fyrstu árin kynntist ég fólkinu aðeins í gegnum systur mína, þegar hún sagði mér frá öllu því sem á daga hennar hafði drif- ið um sumarið og hvílík ævintýri! Að ég tali nú ekki um þegar hún opnaði ferðatöskuna og dró upp alls kyns spennandi gersemar sem henni höfðu áskotnast í sveitinni svo sem egg, Pétursskip, steina, vettlinga og síðast en ekki síst öll fallegu dúkku- fötin. Aðalpersónan á bak við allt þetta var hún Gunna. Þegar ég var tíu ára varð ég síðan þeirrar gæfu aðnjótandi að fara til sumardvalar að Kvískerjum í Öræf- um og þá loks kynntist ég Gunnu og öllu því góða fólki á Fagurhólsmýri, sem ég hafði heyrt svo mikið talað um. Ég varð strax heilluð af Gunnu enda ekki hægt annað, hún hafði svo mikla útgeislun og var svo létt og hláturmild. Einnig var hún afskap- lega falleg og þá ekki síst hennar innri maður, en því fékk ég að kynn- ast með árunum. Á þessum árum var á Fagurhóls- mýri mannmargt heimili og þar stundaður hefðbundinn búskapur og var Gunna tekin við húsmóðurhlut- verkinu af móður sinni. Að auki var þarna miðstöð sveitarinnar, símstöð, póstur, veðurathuganir, apótek, flugvöllur og flugradíó og fylgdi þessu öllu mikill erill. Að fylgjast með Gunnu í dagsins önn og amstri var engu líkt. Á meðan hún sinnti húsmóðurstörfunum var hún á stöð- ugum þönum við að afgreiða símtöl, flugvélar inn til lendingar eða í flug- tak o.fl. o.fl. Samt sem áður virtist hún alltaf hafa nægan tíma til að sinna heimilisfólki eða gestum og alltaf hélt hún sínu góða skapi. Já, það var sannarlega lærdómsríkt að vera samvistum við hana og betri fyrirmynd er ekki hægt að hugsa sér. Smám saman fækkaði fólkinu á Mýrinni og dró úr umsvifum. Árið 1995 hætti Gunna svo veðurathug- unum fyrir Veðurstofu Íslands, en þær voru mjög bindandi, og gat hún þá farið að bregða sér af bæ í lengri tíma en áður. Gátum við þá loks látið þann draum okkar rætast að heim- sækja Bubbu systur til Lundar í Sví- þjóð. Þá ferð fórum við síðsumars ár- ið 1996 og var það ógleymanleg ferð því jákvæðari, áhugasamari og skemmtilegri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Og þvílíkt úthald sem hún hafði, hún var eins og ung- lamb, þá 70 ára. Með tímanum varð Gunna ein af mínum kærustu vinkonum og ald- ursmunurinn þurrkaðist fljótt út. Dætrum mínum varð hún einnig góð vinkona eða hálfgerð amma. Sóttum við þangað á hverju sumri og alltaf voru móttökurnar jafn innilegar, en það var aðdáunarvert hvað hún sýndi öllum mikinn áhuga og virð- ingu, ekki síst börnum. Ég geri mér stöðugt betur grein fyrir því hvílík forréttindi það voru fyrir mig og mína fjölskyldu að kynnast svo einstakri manneskju sem hún Gunna var og hennar góða heimili og get ég seint fullþakkað það. Öræfin eru ekki söm, nú þegar Gunna er ekki lengur á Fagurhóls- mýri, en enginn fær víst stöðvað tím- ans þunga nið. Að leiðarlokum bið ég góðan Guð að varðveita hana og þakka henni Gunnu minni allt það sem hún var mér og mínum. Einnig eru foreldrar mínir Gunnu og öðru heimilisfólki á Fagurhólsmýri hjart- anlega þakklátir fyrir allt það sem þau hafa gert fyrir okkur frá fyrstu kynnum. Systkinum hennar og öðrum ætt- ingjum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðsbless- unar. Margrét Ófeigs. Mig setti hljóða þegar ég heyrði um andlát Guðrúnar þó að ég vissi að hún hefði háð baráttu við illvígan sjúkdóm, sem hafði tekið sig upp eft- ir langt hlé. Mig langar að minnast þessarar sérstæðu konu í fáeinum orðum. Í marga áratugi var póstafgreiðsla á heimili Guðrúnar að Fagurhóls- mýri í Öræfum. Þegar foreldrar hennar og föðurbróðir féllu frá tók Guðrún við í póstafgreiðslunni. Mað- urinn minn, Jakob Guðlaugsson, sá um póstdreifingu í sveitinni allan ársins hring. Þrisvar í viku komum við hjónin, saman eða annað hvort okkar, á heimili Guðrúnar til að ná í póstinn og dreifa honum á hvern bæ í sveitinni. Alltaf mætti manni sama hlýja viðmótið á þessu heimili, manni var boðið upp á góðgerðir og svo var setið og spjallað. Guðrún var vel les- in og var sérstaklega gaman að ræða við hana um skáldskap. Guðrún bjó á Fagurhólsmýri með þremur bræðrum sínum sem ekki gengu heilir til skógar og var hún kjölfestan í lífi þeirra. Það var aðdá- unarvert að kynnast þessari fórn- fúsu konu. Því fólki fækkar nú óðum sem setti svip sinn á þessa fallegu sveit þegar við hjónin fluttum þangað árið 1953, en eftir stendur minningin um hjartahreint og duglegt fólk. Yfir minningu Guðrúnar er heið- ríkja og votta ég aðstandendum sam- úð mína. Að lokum langar mig að láta fylgja með smákvæði sem heitir „Smávinir fagrir“, en Guðrún hafði sérstakt dá- læti á að heyra það flutt af Hamra- hlíðarkórnum við lag Jóns Nordals. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það sem lifandi guð hefir fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, – hægur er dúr á daggarnótt –, dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Guðveig Bjarnadóttir, Skaftafelli. Ég vissi um leið og mamma hringdi í mig til Svíþjóðar hvað hafði gerst. En ég trúði því varla, vildi ekki trúa því. Að hún Gunna mín væri dáin. Það er svo óraunverulegt. Hún sem var alltaf svo hress og kát. Ég man varla eftir Gunnu öðruvísi en brosandi og í góðu skapi. Og aldr- ei talaði hún illa um neinn. Mér leið alltaf svo vel í návist hennar og mað- ur var alltaf velkominn í Efribæinn. Hvort sem það var eldsnemma á morgnana til að gefa kindunum eða í kvöldkaffið þar sem ég fékk mjólk og kökusneið og spjallaði við heimilis- fólkið. Gunna hafði alltaf frá svo miklu að segja og hún vissi svo margt og kunni svo margar sögur. Man sér- staklega eftir sögunni um hana Gýpu sem fékk ekkert að borða nema áfa- súpu og strokkfroðu. Þá sögu sagði Gunna mér svo oft. Gunna var eins og önnur amma mín í sveitinni, og hún leyfði mér alltaf að hjálpa sér við það sem hún var að gera. Til dæmis að stimpla póstkortin, baka pönnu- kökur og senda veðrið. Hún kom allt- af fram við okkur krakkana sem jafningja. Elsku Gunna mín. Ég sakna þín svo mikið, en ég veit að þér líður vel núna. Takk fyrir allt. Þín Oddný. GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Guðmundur Bjarni Guðmundsson, fyrr- verandi stjórnarmað- ur í GKG, er látinn. Hann var einn af forystumönn- um við stofnun GKG og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á fyrstu árunum. M. a. var hann gjaldkeri klúbbsins um árabil. Öll sín störf rækti hann af mikilli samviskusemi og einlægum áhuga á framgangi og velferð klúbbsins. Hann var góður og skemmtilegur golffélagi og naut sín ávallt vel á vellinum í góðra vina hópi. Hann var mikill keppnismaður sem kunni þó vel að taka mótlæti og ósigri. Stjórn GKG minnist Bjarna með þakklæti og virðingu og sendir eiginkonu hans og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. F. h. stjórnar GKG Gunnlaugur Sigurðsson. Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Eldey Góður og kær félagi, Guðmund- ur Bjarni Guðmundsson, er fallinn frá eftir erfið veikindi og tvísýna aðgerð. Bjarni, eins og hann var nefndur GUÐMUNDUR BJARNI GUÐMUNDSSON ✝ GuðmundurBjarni Guð- mundsson fæddist á Patreksfirði 6. mars 1928. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 12. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Digranes- kirkju 18. nóvember. í okkar félagsskap, var einn af stofnend- um Kiwanisklúbbsins Eldeyjar árið 1972 og alla tíð virkur og atorkusamur félagi og setti svip sinn á starf- semi klúbbsins. Voru honum falin margvís- leg trúnaðarstörf á vegum Eldeyjar. Bjarni var forseti klúbbsins 1982–1983. Á vettvangi Eldeyj- ar var hann einnig gjarnan til aðstoðar við frágang reikninga og bókhalds og vann þau störf sem önnur af alúð og öryggi. Auk starfa í þágu Eldeyjar voru honum falin trúnaðarstörf af ís- lenska Kiwanisumdæminu. Hann var umsjónarmaður á vegum tryggingarsjóðs Kiwanisfélaga, var endurskoðandi umdæmisins og í ritnefnd Kiwanisfrétta um tíma. Bjarni stundaði útivist og holla hreyfingu af krafti, var m.a. ákaf- ur iðkandi golfíþróttarinnar og fastur þátttakandi á golfmótum Kiwanisfélaga, gjarnan með góð- um árangri. Hvatti hann okkur fé- laganna til þátttöku í þeirri ágætu íþrótt. Eldeyjarfélagar munu sakna góðs og trausts félaga en þakka góða samfylgd og störf í þágu Eld- eyjar og að markmiðum Kiwanis. Eiginkonu Bjarna, Auði, sem hefur fylgt honum á vettvangi Eld- eyjar, sendum við Eldeyjarfélagar hugheilar samúðarkveðjur sem og fjölskyldu hans og ástvinum. Blessuð sé minning Bjarna Guð- mundssonar. Már Þorvaldsson, forseti. Það er sár reynsla fyrir okkur hjá Marel hf. að kveðja starfs- mann á besta aldri með þeim hætti sem við kveðjum Ægi nú. Ægir starfaði hjá Marel um tæpra þriggja ára skeið. Hann var vélstjóri að mennt og starfaði við stjórnun sjálf- virkra framleiðslutækja í plötu- vinnslu Marel. Ægir var bæði áhuga- samur og duglegur starfsmaður og hafði, þrátt fyrir stuttan starfsaldur hjá Marel, sannað ágæti sitt og öðlast virðingu samstarfsfélaga sinna og stjórnenda fyrirtækisins. Hann var ávallt jákvæður og léttur í lund og JÓN ÆGIR JÓNSSON ✝ Jón Ægir Jónssonfæddist á Akra- nesi 11. júlí 1951. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 13. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 22. nóvember. hafði þannig góð áhrif á sitt starfsumhverfi. Ægir var stoltur af starfi sínu hjá Marel og hugur hans stóð einnig til að efla sig enn frek- ar með aukinni mennt- un og námskeiðum til að takast á við krefj- andi störf. Ægi auðn- aðist ekki tími til frek- ara náms en hann sló ekki slöku við í vinnunni þrátt fyrir erfiðleika við upphaf sjúkdómsgöngu sinn- ar. Hann hélt síðan góðu sambandi við vinnufélagana eft- ir að hann varð að hverfa frá störfum og var það okkur, og vonandi honum líka, styrkur á erfiðu tímabili. Við sjáum á eftir góðum starfs- manni og félaga með söknuði og sendum fjölskyldu hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Magnús Þór Ásmundsson, Marel hf. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan út- förin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi) verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför hefur farið fram eða greinin kemur ekki innan tiltekins skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birt- ingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.