Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Húsgögn í sérflokki Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum stærðum, stólar og margt fleira. Sérsmíði og pantanir. Qpið virka daga 12:00 - 18:00 og um helgar 12:00 - 16:00. Jólagjöf sem endist um aldur og ævi De s em b e rafslát tur HREINN hagnaður fisk-veiða og fiskvinnslu á Ís-landi jókst verulega áárinu 2001 og nam alls 25,6 milljörðum króna, reiknað eftir árgreiðsluaðferð og 6% ávöxtun stofnfjár. Hreinn hagnaður botnfisk- veiða jókst úr 8,5% af teljum í 17,5% og hagnaður botnfiskvinnslu jókst úr 0,5% tapi í 16,5% hagnað. Skýringin á bættri afkomu felst að miklu leyti í gengislækkun íslenzku krónunnarm og fyrir vikið háu afurðaverði í ís- lenzkum krónum talið. Mikill afkomubati Hagstofa Íslands tekur nú saman yfirlit yfir rekstur helztu greina sjáv- arútvegs og hefur yfirlit yfir árið 2001 nú verið gefið út. Helztu nið- urstöður þess eru:  Verg hlutdeild fjármagns í heild- artekjum sjávarútvegsins óx milli áranna 2000 og 2001. Í fiskveiðum og –vinnslu óx hlutdeild fjár- magns í tekjum (án milliviðskipta) úr 19½% í 33½%. Í fiskveiðum hækkaði hlutdeildin úr 20% í 28½% af tekjum en í fiskvinnslu hækkaði hún úr 7½% árið 2000 í 19½% árið 2001.  Nokkur munur mælist á afkomu sjávarútvegsins eftir því hvort hagnaður er reiknaður eftir ár- greiðsluaðferð eða er reiknaður á hefðbundinn hátt miðað við gjald- færðar afskriftir og fjármagns- kostnað. Munar hér mestu um meðferð á gengistapi vegna er- lendra lána fyrirtækjanna. Verð á erlendum gjaldeyri hækkaði um 18½% frá upphafi til loka árs 2001 miðað við útflutningsvog en um 20% á milli ársmeðaltala.  Afkoma botnfiskveiða og -vinnslu batnaði mikið frá árinu 2000 til ársins 2001. Hreinn hagnaður botnfiskveiða, reiknaður sam- kvæmt árgreiðsluaðferð, jókst úr 8½% í 17½% af tekjum og hagn- aður botnfiskvinnslu jókst úr -½% í 16½% af tekjum. Afkomubatinn mælist ekki eins mikill ef miðað er við gjaldfærðar afskriftir og fjár- magnskostnað en er engu að síður verulegur.  Hagur rækjuvinnslunnar var þokkalegur á árinu 2001 og góður í hörpudiskvinnslu.  Hagnaður var á rekstri mjöl- vinnslu og loðnuskipa á árinu 2001 eftir tvö slæm ár. Afli var mikill og verðið hækkaði mikið á árinu.  Heildareignir sjávarútvegs í árs- lok 2001 voru 258 milljarðar króna, heildarskuldir 195 milljarð- ar og eigið fé 63 milljarðar. Eignir hafa aukist um 54% frá 1997, skuldir um 58% og eigið fé um 42%. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 21%. Hreinn hagnaður af reglulegri starfsemi er reiknaður á tvennan hátt. Hreinn hagnaður er reiknaður á hefðbundinn hátt með því að draga bókfærðar afskriftir, verðbreyting- arfærslu og vaxtakostnað frá vergri hlutdeild fjármagns. Hreinn hagnaður er reiknaður með því að draga endurmetna fjár- magnsliði, þ.e. svonefnda árgreiðslu, og reiknaða vexti af afurðalánum frá vergri hlutdeild fjármagns. Er þá reiknað með 6% ávöxtun stofnfjár í stað afskrifta og vaxta af stofnfé, en vextir af veltufé, sem bundið er í birgðum, eru metnir jafnir nafnvöxt- um af afurðalánum fiskvinnslunnar. Við uppgjör með árgreiðsluaðferð- inni eru reiknaðir 6% raunvextir á allt það fjármagn sem bundið er í rekstri fyrirtækjanna, einnig eigið fé fyrirtækjanna. Á árum þegar stöðug- leiki ríkir, sýnir árgreiðsluaðferðin og hefðbundið bókhaldsuppgjör svip- aða afkomu. Minnstur hagnaður hjá loðnubátum Í rekstraryfirliti fiskveiða kemur fram að hreinn hagnaður sem hlutfall af tekjum er mestur hjá bátum undir 10 tonnum, 23,5% af tekjum. Næst- mestur er hann hjá bátum stærri en 10 tonn, 18,4% og hjá frystitogurum, 18,3%. Minnstur er hagnaðurinn hjá loðnubátum, 6,7% af tekjum. Samkvæmt rekstraryfirliti fisk- vinnslu var hagnður hlutfallslega mestur af síldarsöltun, 35,7% af tekjum og af vinnslu á hörpudiski, 32,5% af tekjum. Hagnaður frysting- ar vor 18,1%, en lægst hlutfall hagn- aðar var í rækjuvinnslu, 3,8%. Hreinn hagnaður í sjávarút- vegi 20% af tekjum árið 2001                                                    !"#      $        %  & $'   ( ( )( )( )( *+,( ( -+,( ,+,( !+,( .+,( !"( "( /( 0+,( )+,( !-( !( /+,( -+,( -+,( )-( ( ( 1+,( 1( 0+,( !!+,( !#( -+,( !+,( 0+,( !.+,( #( ( !2+,( !1+,( !!( !1+,( "$( !1( !,( !-( !1(    Samanlagðar tekjur veiða og vinnslu um 25,6 milljarðar króna samkvæmt árgreiðsluaðferð SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur með reglugerð bannað síld- veiðar með flotvörpu innan 12 sjómílna marka til að takmarka meðafla við veiðarnar. Að undanförnu hafa veiðieft- irlitsmenn orðið varir við auka- afla ýmissa tegunda í flotvörpu síldveiðiskipa. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur því ákveðið að að- eins sé heimilt að stunda síldveið- ar með vörpu utan 12 sjómílna frá viðmiðunarmörkum, sam- kvæmt lögum um veiðar í fisk- veiðilandhelgi Íslands. Guðmundur Jóhannesson, deild- arstjóri á veiðieftirlitssviði Fiski- stofu, segir að eftirlitsmenn Fiski- stofu hafi orðið varir við töluvert af meðafla við síldveiðar í flot- troll á liðnu hausti. Meðaflinn sé reyndar mismunandi eftir svæð- um en að jafnaði komi 300 til 500 kíló af meðafla á móti hverjum 100 tonnum af síld í trollið. Eink- um sé um að ræða ufsa og grá- sleppu en einnig þorsk og karfa og örlítið af ýsu og löngu. Hann segir að með þeim aðferðum sem notaðar eru við síldveiðarnar verði fiskurinn ónýtur til mann- eldis þegar hann kemur til lönd- unar og sé því ekki dreginn af kvóta viðkomandi skipa. Fullorðinn fiskur Töluverð umræða hefur verið um að mikið magn fiskseiða komi í troll síldarskipanna en Guð- mundur segir að eftirlitsmenn Fiskistofu hafi ekki orðið varir við teljandi magn fiskseiða í flot- trollið, þar sé aðallega um að ræða fullorðinn fisk. „Við höfum hinsvegar trúverðugar heimildir um slíkt frá skipstjórnarmönnum. En í mælingum okkar hefur það ekki komið fram.“ Guðmundur segir að töluvert hafi borið á ufsa í afla kolmunna- skipanna í haust og meðal annars þess vegna hafi Þórsbanka verið lokað fyrir kolmunnaveiðum í góðri samvinnu við skipstjórn- armenn. Þá hefur sjávarútvegsráðu- neytið bannað allar síldveiðar við Austurland, eða frá Meðallands- bugt norður að Loðmundarfirði, frá og með deginum í dag um ótiltekinn tíma, enda hefur að undanförnu orðið vart talsverðs magns smásíldar í afla síld- veiðiskipa við Austurland og hef- ur komið til skyndilokana á svæð- inu af þeim sökum. Töluverð- ur með- afli í síld- artrollið Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsso Trollskipunum gert að færa sig út fyrir 12 mílurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.