Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 65
arpresturinn, sr. Kristinn Ágúst
Friðfinnsson, les aðventutexta og
flytur stutta hugleiðingu og að lok-
um verður aðventukransinn tendr-
aður með viðeigandi söng áður en
allir kirkjugestir sameinast um
Bráðum koma blessuð jólin. Þetta er
tilvalið tækifæri til að sjá nýja stað-
armynd í Hraungerði en sjón er
sögu ríkari.
Sr. Jóna Hrönn flytur
aðventuhugvekju í
Langholtskirkju
FYRSTA sunnudag í aðventu verð-
ur hátíðarmessa og barnastarf kl.
11 í
Langholtskirkju. Kveikt verður á
fyrsta aðventukertinu og Graduale-
kór Langholtskirkju syngur. Kl. 20
um kvöldið verður aðventuhátíð þar
sem að börn úr Kór Kórskóla Lang-
holtskirkju flytja Lúsíuleik. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir miðborg-
arprestur flytur hugvekju og Kór
Langholtskirkju syngur. Eftir
stundina mun Kvenfélag Langholts-
safnaðar bjóða upp á kaffiveitingar
í safnaðarheimilinu (kr. 500 f. full-
orðna en frítt f. börn).
Aðventukvöld
í Laugarneskirkju
AÐVENTUKVÖLD Laugarnes-
kirkju er að vanda 1. sunnudag í að-
ventu. Hinn nýstofnaði barnakór
Laugarneshverfis syngur undir
stjórn Sigríðar Ásu og er það mikið
tilhlökkunarefni. Ræðumaður
kvöldsins er Hafliði Kristinsson fjöl-
skylduráðgjafi og hvítasunnu-
maður. Fermingarbörn flytja bænir,
TTT-félagar leika helgileik og Kór
Laugarneskirkju syngur undir
stjórn Gunnars Gunnarssonar.
Prestur er Bjarni Karlsson en með-
hjálp er í höndum Sigurbjörns Þor-
kelssonar. Að stundinni lokinni býð-
ur sóknarnefnd upp á heitt
súkkulaði og smákökur í safn-
aðarheimili. Samskot kvöldsins
renna til líknarsjóðs Kvenfélagsins.
Aðventukvöld
í Seltjarnarneskirkju
ER ekki vel til fallið að koma í Sel-
tjarnarneskirkju sunnudagskvöldið
1. desember kl. 20.30 í upphafi að-
ventu, hlýða á fallega tónlist, upp-
byggjast í orðinu og eiga samfélag
hvert með öðru? Þar getum við átt
stund með Guði, tendrað ljós og
fundið frið frá öllu amstri hvers-
dagsins. Ræðumaður kvöldsins er
Jónmundur Guðmarsson, bæj-
arstjóri á Seltjarnarnesi. Kamm-
erkór Seltjarnarnarneskirkju syng-
ur ásamt strengjasveit, m.a. jólalög
frá ýmsum löndum. Einnig mun
Kammerkór kirkjunnar ásamt
Barnakór Seltjarnarness syngja
saman fallega jólasálma. Einsöngv-
arar eru úr Kammerkór kirkjunnar,
konsertmeistari er Zbignew Dubik.
Eftir stundina er gestum boðið að
ganga inn til safnaðarheimilis kirkj-
unnar og þiggja veitingar á vægu
verði í boði sóknarnefndar. Verið öll
hjartanlega velkomin.
Sóknarnefnd Seltjarnar-
neskirkju.
Basar í Kefas
HINN fyrsta í aðventu, sunnudag-
inn 1. desember, verðum við með
okkar árlega basar í Kefas frá kl.
14–17, til styrktar kirkjubygging-
unni og safnaðarstarfi okkar.
Þar verða á boðstólum heimabak-
aðar kökur, smákökur, fallegar
gjafavörur, geisladiskar sem hljóm-
sveit kirkjunnar hefur gefið út,
föndur, lukkupakkar og ýmislegt
annað á mjög góðu verði.
Frábærar veitingar verða til sölu,
rjómavöfflurog rjúkandi kaffi eða
gos og annað góðgæti. Hægt verður
að njóta veitinganna undir ljúfri há-
tíðartónlist sem hljómsveit hússins
leikur. Einnig mun Þorvaldur Hall-
dórsson koma um kl. 15 og taka
nokkur vel valin lög fyrir kaffigesti.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Aðventu fagnað
í Áskirkju
Á sunnudaginn kemur, 1. desember,
verður aðventusamkoma í Áskirkju
kl. 20.
Dr. Einar Sigurbjörnsson prófess-
or flytur ræðu og einsöng syngja
Bryndís Jónsdóttir, Elma Atladóttir
og Sibylle Köll. Einnig syngur
Kirkjukór Áskirkju aðventu- og
jólasöngva en kórnum stýrir Kári
Þormar organisti. Ennfremur verð-
ur almennur söngur og samkom-
unni lýkur með ávarpi sóknarprests
og bæn.
Eftir samkomuna í kirkjunni mun
kirkjugestum boðið upp á súkkulaði
og smákökur í safnaðarheimili
kirkjunnar.
Íbúum dvalarheimila og annarra
stærstu bygginga sóknarinnar gefst
kostur á akstri til og frá kirkju í
tengslum við aðventusamkomuna.
Komu aðventunnar mun einnig
fagnað í guðsþjónustu sunnudagsins
í Áskirkju en barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta er kl. 11.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Pavon afi í KFUM
og KFUK
FYRSTI sunnudagur í aðventu er
mikill hátíðisdagur í kristinni
kirkju. Á samkomu í félagsheimili
KFUM og KFUK, Holtavegi 28,
verður margt gert til hátíðarbrigða.
Kveikt verður á fyrsta aðventukert-
inu og Eggert Kaaber leikari leikles
rússneska jólaævintýrið Dagur í lífi
Panovs afa eftir Leo Tolstoy. Einnig
mun kórinn Logos syngja og Leifi
Sigurðssyni kristniboða, sem er ný-
kominn heim eftir fjögurra ára
þjónustu á meðal Pókot-manna í
Kenýa, verður fagnað. Ragnheiður
Sverrisdóttir djákni verður með
hugleiðingu og tónlistarhópur undir
stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur
leiðir almennan söng. Boðið er upp
á heitan mat á eftir samkomu.
Um kvöldið kl. 20 verður Vaka
sem helguð verður bæn.
Aðventukvöld i
Möðruvallakirkju
AÐVENTUKVÖLD verður fyrir allt
prestakallið í Möðruvallakirkju
sunnudaginn 1. desember kl. 20.30.
Aðventukvöldið hefst á org-
elvígslu. Kirkjukór og barnakór
syngja. Helgileikur fermingarbarna
við flautuleik Söndru Guðjóns-
dóttur. Lúsíusöngur nemenda Þela-
merkurskóla. Hátíðarræðu flytir
Hjördís Sigursteinsdóttir oddviti.
Helgistund.
Mætum öll og njótum sannrar
jólastemningar í húsi Guðs.
Sóknarprestur og sóknarnefnd.
Hofsós- og
Hólaprestakall
AÐVENTUSAMKOMUR 1.desem-
ber 1. sunnudag í aðventu. Á að-
ventunni fögnum við komu Jesús
Krists inn í líf okkar, birtu hans og
kærleika.
Söfnumst því saman í kirkjunum
okkar, syngjum og segjum sögur,
hlýðum á hugvekju og biðjum hon-
um til dýrðar og okkur til sáluhjálp-
ar og gleði.
Verið öll velkomin í Hofsóskirkju
kl. 15 og í Hóladómkirkju kl. 21.
Guð gefi okkur öllum góða og
bjarta aðventu.
Sóknarprestur.
Aðventuhátíð
í Hallgrímskirkju
Á FYRSTA sunnudegi í aðventu
verður hátíðarmessa og barnastarf
kl. 11.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns-
son prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt prestum Hallgrímskirkju.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur
undir stjórn Harðar Áskelssonar
kantors. Barnastarfið verður í
umsjá Magneu Sverrisdóttur. Í
messunni verður tekið á móti gjöf-
um til Hjálparstarfs kirkjunnar, en
þennan dag hefst aðventusöfnun
Hjálparstarfsins um allt land.
Strax að lokinni messu verður
opnuð málverkasýning í fork-
irkjunni á verkum Aðalheiðar Val-
geirsdóttur. Dagskrá Listvinafélags
Hallgrímskirkju fyrir nýtt kirkjuár
er komin út og verður henni dreift
að messu lokinni. Þá mun Mót-
ettukór Hallgrímskirkju opna nýja
heimasíðu kórsins í safnaðarsal
kirkjunnar, en um þessar mundir á
Mótettukórinn 20 ára afmæli.
Kl. 15 verða Aðventutónleikar í
Hallgrímskirkju á vegum Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Flytjendur
eru Barna- og unglingakór Hall-
grímskirkju ásamt hörpuleik-
aranum Soophi Scoonjans og Jóni
Bjarnasyni á orgel. Stjórnandi er
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Flutt verður verkið A Ceremony of
Carols eftir Benjamin Britten ásamt
aðventu og jólalögum.
Á aðventunni verður afar fjöl-
breytt helgihald og tónleikar sem
hægt er að kynna sér á heimasíðu
kirkjunnar www. hallgrims-
kirkja.is.
Aðventusamkoma
í Breiðholtskirkju
HIN árlega aðventusamkoma Breið-
holtssafnaðar verður haldin í Breið-
holtskirkju í Mjódd nk. sunnudag,
fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 20.
Að venju verður fjölbreytt dag-
skrá sem miðuð er við alla fjölskyld-
una. Kór Breiðholtskirkju og Eldri
barnakór Breiðholtskirkju flytja að-
ventu- og jólasöngva undir stjórn
organistans, Sigrúnar M. Þórsteins-
dóttur. Undirleikari er Daníel Jón-
asson. Lovísa Sigfúsdóttir syngur
einsöng. Fermingarbörn sjá um
stutta dagskrá og frú Sigríður Jó-
hannsdóttir flytur aðventuhugleið-
ingu. Samkomunni lýkur með helgi-
stund við kertaljós.
Að samkomunni lokinni verður
kaffisala í safnaðarheimilinu á veg-
um Kórs Breiðholtskirkju. Einnig
munu fermingarbörn selja frið-
arkerti til styrktar Hjálparstarfi
kirkjunnar.
Aðventusamkomurnar hafa
löngum verið miklar hátíðarstundir
í safnaðarlífinu og mörgum til gleði
og uppbyggingar við upphaf und-
irbúnings jóla. Vona ég að svo verði
einnig í ár. Vil ég því nota tækifærið
til að hvetja sóknarbúa og aðra þá
sem áhuga hafa til að fjölmenna við
þessa athöfn og hefja þannig jóla-
undirbúninginn með góðri stund í
húsi Drottins.
Sr. Gísli Jónasson.
Kópavogskirkja –
aðventusamvera
HIN árlega aðventusamkoma Kárs-
nessóknar verður sunnudaginn 1.
desember kl. 17. Til hennar verður
vandað að venju. Samveran hefst á
samleik á orgel og óbó, en það eru
þeir Julian Hewlett og Peter Tom-
kins sem leika. Skátar úr Kópavogi
færa kirkjunni friðarljós frá Land-
inu helga og fermingarbarn tendrar
fyrsta aðventuljósið. Sigurður Geir-
dal bæjarstjóri flytur aðventuræðu
og Ingibjörg Sigurðardóttir les ljóð.
Kirkjukórinn syngur og leiðir al-
mennan söng og barnakór syngur
undir stjórn Þórunnar Björns-
dóttur.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Hvers vegna frelsara?
AÐVENTUKVÖLD Dómkirkjunnar
verður að venju 1. sunnudag í að-
ventu. Ræðumaður er dr. Páll
Skúlason háskólarektor. Erindið
heitir: Hvers vegna frelsara?
Dómkórinn syngur undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar. Barna-
og unglingakór Dómkirkjunnar
syngur undir stjórn Kristínar Vals-
dóttur. Kynnir er sr. Hjálmar Jóns-
son en sr. Jakob Á. Hjálmarsson
flytur lokaorð og bæn.
Kirkjunefnd kvenna hefur umsjá
með aðventukvöldinu eins og venju-
lega og býður upp á kaffi og smá-
kökur í Safnaðarheimilinu eftir
dagskrána í kirkjunni.
Aðventuhátíð í
Hvammstangakirkju
AÐVENTUHÁTÍÐ fyrir Breiðaból-
staðarprestakall verður í Hvamms-
tangakirkju 1. sd. í aðventu kl. 20.
Að venju skipar tónlistin veigamik-
inn sess í flutningi Kirkjukórs
Hvammstanga undir stjórn Helga
Ólafssonar organista. Þá munu
nemendur úr tónlistarskólanum
flytja tónlist. Einnig er almennur
söngur. Ræðu kvöldsins flytur Sig-
ríður Lárusdóttir. Í lokin verða ljós-
in tendruð frá altarinu eins og venja
er. Allir eru velkomnir á þessa há-
tíðlegu stund í kirkjunni.
Sóknarprestur.
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 65
ný glasalína frá
ARTIKA
Gallerí Fold
Rauðarárstíg
og Kringlunni
www.myndlist.is
Kúnígúnd
Laugavegi 53
Gler í Bergvík
Víkurgrund 10
Kjarlarnesi
www.simnet.is/glerberg