Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 72

Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 72
72 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ þegar fyrsti desember nálgast, langar mig til að minnast með nokkr- um orðum þess sem gerðist hér varð- andi sjálfstæði íslensku þjóðarinnar þann mánaðardag árið 1918. Samkvæmt samtíma heimildum var hér í bæ hið fegursta veður, bjart í lofti og auð jörð. Þegar birta fór af degi og menn litu til Sundanna, sáu menn danska varðskipið Íslands Falk birtast í rökkrinu. Þennan dag gengu í gildi sambandslögin, sem höfðu verið samin og síðan samþykkt af stjórnvöldum beggja landanna, Ís- lands og Danmerkur, í júlímánuði á sama ári. Nú var stofnað til veglegr- ar hátíðar af þessu tilefni. Hátíðarhöldin hófust með því að ráðherrar og forsetar Alþingis settu blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar forseta um kl. 11 um morguninn. Um hádegið safnaðist nokkur fjöldi fólks við stjórnarráðshúsið við Lækjar- götu, þar sem aðalhátíðin fór fram. Lúðrasveitin lék Eldgamla Ísafold, en síðan hélt Sigurður Eggerz að- alhátíðarræðuna. Í ræðunni lýsti hann því yfir að nú væri að hefjast saga hins Íslenska sjáfstæða ríkis og sagði að við sem nú lifum, sköpum fyrstu drættina í því. Einnig tók hann fram, að nú hefði konungur gefið út úrskurð um þjóðfána Ís- lands, sem í dag blakti yfir hinu nýja íslenska ríki. Hann lauk svo ræðunni með að segja að nú drægjum við fán- ann að hún, og í sömu andrá birtist fáninn á stjórnarráðshúsinu. Jafn- framt var flaggað með íslenska fán- anum víðs vegar um bæinn. síðan voru fleiri ræður fluttar, bæði af Ís- lendingum og Dönum. Þar á meðal minni Dana og Konungs. Guðþjón- usta var síðan í Dómkirkjunni, þar sem Jón Helgason biskup steig í stólinn. Hátíðlegasta stund dagsins mun hafa verið þegar íslenski fáninn var dreginn að húni á stjórnarráðshús- inu. Ekki er þó talið að samkomu- gestir hafi tekið þessum atburði með háværum fagnaðarlátum en mönn- um hafi frekar þótt stundin alvöru- þrungin. Kona, sem er fædd og upp alin í Reykjavík hefur sagt mér, að hún hafi fengið að fara með föður sínum á hátíðina, en hún var þá tólf ára gömul og man vel eftir því sem gerðist þar. Hún sagði að með þeim hefði verið roskinn maður, sterkleg- ur, og hefði hún séð, að honum vökn- aði um augu og telur konan að mörg- um viðstöddum muni hafa verið svipað innanbrjósts. Ég hef rifjað upp þessi atrið til að minna okkur öll, og ekki síst ungu kynslóðina, á að á þessu tímaskeiði hafi lokið deilu og verið gerðir samn- ingar um úrslitaatriði í réttarstöðu Íslands gagnvart Danmörku. Deilu sem staðið hafði nánast heila öld, þar sem ýmsir af bestu og merkustu son- um þjóðarinnar höfðu háð ævilanga baráttu án þess að tilsettu marki væri náð. Fyrr en við endanlega staðfestingu 17. júní 1944. Það er skoðun mín að núverandi Íslendingum, ungum sem gömlum, væri sæmd að því að halda minn- inguna um þessa atburði meira í heiðri en nú er gert. ÞORBJÖRG GÍSLADÓTTIR, Reykjavík. Minning gamallar konu um 1. desember 1918 Frá Þorbjörgu Gísladóttur: FYRIR 25 árum var ég í mínu fyrsta ferðalagi á landi sem liggur að Kyrrahafinu. Það vakti undrun mína hve sjór var lygn og strend- urnar lítið sjóbarðar. Ég spurði inn- fædda hverju þetta sætti. Var mér þá sagt að kóralrifin brytu úthafs- ölduna, þannig að innan skerjanna væri alltaf lygn sjór. Mörgum árum seinna var ég enn á ferðalagi á svipuðum slóðum og kom þá við á eyju á miðju Kyrra- hafi. Á grynningum fyrir utan höfn- ina hafði verið komið fyrir stórum stjörnulaga steinblokkum. Þar brotnaði úthafsaldan, en að landi bárust aðeins litlar bárur. Þetta kom upp í huga mér þar sem ég var á gangi um daginn úti á Suðurnesi á Seltjarnarnesi hjá Bakkatjörn og Seltjörn. Þetta er á ystu totu Nessins sem Reykjavík stendur á. Þar hefur stórgrýti verið ekið reglubundið til fjölda ára í sjáv- arkambinn og komið fyrir á sand- hólunum. Enn er verið að aka grjóti í þessa fyllingu. Markmiðið er að hindra landbrot sem er erfitt því í stórstreymi og brimi grefur sjórinn undan grjótinu og þá fellur það fram yfir sig og sandurinn gleypir það. Ég tel grundvallaratriði að draga úr krafti sjávarins og hindra að út- hafsaldan komist óbrotin að landi. Þarna eru mjög góðar aðstæður til annarra aðgerða. Úti í flóanum skammt fyrir vest- an og sunnan Seltjarnarnes eru víða sker og grynningar. Þau sjást vel á fjörunni og aldan brotnar á þeim á hálfföllnu. Það er með ólíkindum að engum skuli hafa dottið í hug að styrkja þessi sker með grjóti eða steinblokkum (dólómítum) eins og ég sá í Kyrrahafinu, eða bara venju- legu grjóti því nóg er til af því á Ís- landi. Þannig myndi úthafsaldan, sem kemur úr suðri og vestri velta fram yfir sig og brotna á þessum grynningum og valda mun minna, jafnvel engu tjóni þegar hún berst að landi. Fljótlega sest þang og ann- ar sjávargróður á svona fyllingar og þá hreyfist grjótið ekki úr stað. Það væri gaman að vita hvort þessi aðferð til að hindra ágang sjávar hafi nokkurntíma verið reynd hérlendis. ÁSGEIR EINARSSON, Garðaflöt 37, Garðabæ. Hugleiðing um sjóvarnargarða Frá Ásgeiri Einarssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.