Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 23 Farðu beina leið í Frjálsa! A B X / S ÍA www.fr jals i . is Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á annað ár boðið hagstæðustu bílalánin. Í tilefni af 20 ára afmæli bankans gerum við nú enn betur og bjóðum bílalán án lántökugjalds, fram að næstu áramótum.1) Algengasta lántökugjaldið er 3% af lánsupphæð. Miðað við milljón króna lán eru það því 30.000 kr. sem þú losnar við að greiða í aukakostnað. Þú getur reiknað dæmið og sótt um bílalán á www.frjalsi.is eða hjá bílaumboðunum. Þú getur einnig komið í Sóltún 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is og fengið allar nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar. 1) Bílalán með veði í bifreið getur numið allt að 75% af kaupverði til allt að 84 mánaða. Lánað er 100% af bílverði til allt að 96 mánaða ef bílalánið er með veði í bifreið og bakveði í fasteign. Heildarveðhlutfall fasteignar með bílaláni má mest vera 90% af verðmæti fasteignar. Sjá nánari skilyrði fyrir lántöku á www.frjalsi.is. Lánsupphæð 60 mánuðir 72 mánuðir 84 mánuðir 96 mánuðir 1.000.000 kr. 20.401 kr. 17.612 kr. 15.620 kr. 14.126 kr. Dæmi um mánaðarlega meðalafborgun af 1.000.000 kr. miðað við jafnar afborganir án verðbóta: FR JÁ LS IF JÁ R FE ST IN GA RBANKINN 1982–2002 ára Hagstæðasta bílalánið og ekkert lántökugjald til áramóta Jólakaffi Hringsins verður haldið á Broadway á morgun sunnudaginn 1. desember kl. 13:30 Dagskráin verður sem hér segir: Nemendur úr dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna dans Örn Árnason mætir með grín og glens Bjarni Ara og Silja syngja Feðgarnir Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þórir Jónasson leika ljúfa tónlist á fiðlu og píanó. Girnileg kaffihlaðborð – Glæsilegt happdrættii il ff l l l ÞEKKTUR fegrunarlæknir í Bret- landi, Peter Butler, segir að tækni í þessari grein sé orðin svo háþróuð að innan níu mánaða verði hægt að græða andlit nýlátinnar manneskju á aðra, að sögn BBC. Muni þetta vekja margar spurningar í siðferð- isefnum sem svara verði áður en að- gerð af þessu tagi verið ákveðin. „Spurningin er ekki hvort við get- um það heldur hvort við ættum að gera það,“ sagði Butler í samtali við BBC. Bendir hann á að svo miklar framfarir hafi orðið á sviði rann- sókna á ónæmiskerfinu, sem oft hafnar algerlega vefjum af öðru fólki að líkur á vel heppnaðri aðgerð séu miklar. Hægt yrði að bæta líf fólks sem orðið hefur fyrir slæmu tjóni á and- liti af völdum krabbameins, bruna eða annarra slysa með því að skipta um andlit á því. Þótt oft sé hægt að lagfæra ýmsa hluta andlits með hefðbundnum fegrunaraðgerðum er það erfitt vegna þess að fólk verð- ur að geta notað hina mörgu vöðva andlitsins til að tjá sig með svip- brigðum. Einkum er nauðsynlegt að geta hreyft varir, augu og kinnar. Sé húð flutt af öðru og ósködduðu svæði á líkama sjúklingsins vantar í andlit hans getuna til að hreyfa áð- urnefnda andlitsvöðva og tilfinn- ingin í húðinni er auk þess ófull- nægjandi. Andlitið minnir því stundum á grímu. Ef annað andlit er hins vegar flutt í heilu lagi með vörum, kinnum, eyr- um, nefi, húð og beinum og grætt á sjúklinginn fylgja vöðvar og taugar með húðinni. Einnig yrðu æðar and- litsgjafans fluttar í andlit andlits- þegans og að sjálfsögðu yrði fyrst að fjarlægja upprunalega andlitið. Butler segir að sennilega myndu nú aðeins 10–15 manns í Bretlandi fullnægja líklegum skilyrðum fyrir því að heimila slíka aðgerð. Hann hyggst biðja um leyfi heilbrigðisyf- irvalda til að gera tilraun með and- litsígræðslu þegar rannsóknum hans lýkur. Hann segist halda að margir myndu almennt séð sam- þykkja að fá nýtt andlit ef allt annað þryti en á hinn bóginn yrði erfitt að fá fyrirfram samþykki væntanlegra andlitsgjafa. „Ég er svolítið efins, þegar ég velti því fyrir mér að vera með and- lit annarrar manneskju,“ segir Christine Piff, sem er í samtökum fólks með slæm andlitslýti. Hún seg- ist samt halda að hugmyndin verði að veruleika. Sálfræðingurinn Aric Sigman segir að í fyrstu verði vafa- laust rætt um að bæta líðan fólks á borð við Piff. En svo gæti farið að fljótlega færu aðrir að biðja um nýtt andlit einfaldlega vegna þess að þeir vildu verða fallegri í framan. Hver vill verða andlitsgjafi? Breskur læknir segir stutt í að hægt verði að græða andlit ný- látins fólks á lif- andi andlitsþega INDVERSKU hjónin Sharad Kulkarni og Sanjot Kulkarni eru eftir því sem best er vitað þau hávöxnustu í allri Asíu. Er Sharad 2,19 metrar og Sanjot kona hans 2,05 m. Eiga þau tvö börn og þarf ekki að spyrja að því, að þau eru miklu hærri en jafnaldrar þeirra. Hæstu hjón í Asíu AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.