Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 47
ÚR VESTURHEIMI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 47
DR. BALDUR R. Stefansson
plöntuerfðafræðingur, sem lést í
Winnipeg í Kanada 3. janúar sl., hef-
ur fengið fastan sess í land-
búnaðarfrægðarsetri Kan-
ada ( The Canadian
Agricultural Hall of Fame) í
Toronto og var andlitsmynd
af honum afhjúpuð þar af
því tilefni fyrir skömmu.
Tilraunir Baldurs Stef-
anssonar með jurtina repju
1974 leiddu til þess að nýta
mátti hana til manneldis og
var hann nefndur „faðir
matarolíunnar“, en útflutningsverð-
mæti repjunnar í Kanada kemur
næst á eftir verðmæti hveitisins þar í
landi og er markaðsvirðið um 15
milljarðar kanadískra dollara á ári,
um 825 milljarðar kr. „Baldur og
fjölskylda hans hafa hlotið frægð og
frama vegna árangurs hans en einn-
ig háskólinn og þjóðin,“ sagði Harold
Bjarnason, forseti landbúnaðar-
deildar Manitobaháskóla, í tilefni
nýjustu viðurkenningarinnar.
„Rannsóknaverkefni okkar á repju
er talið vera eitt hið besta í
heimi, þökk sé leiðsögn
hans og innblæstri.“
Baldur fæddist í Vestfold
í Manitoba 1917, sonur Guð-
mundar Stefánssonar og
Jónínu Halldórsdóttur, og
hlaut hann heimsfrægð sem
vísindamaður. Baldur hóf
kennslu við Manitobaskóla í
Winnipeg eftir að hann lauk
þaðan námi með doktors-
gráðu 1952 og var prófessor þar til
hann hætti, 68 ára að aldri, en heið-
ursprófessor frá 1986.
Vegna uppgötvana sinna var hon-
um sýnd margvísleg virðing víða um
heim. Hann var m.a. sæmdur Kan-
adaorðunni, Manitobaorðunni og
Fálkaorðunni. Þá var hann sæmdur
heiðursdoktorsnafnbót við Manito-
baháskóla og Háskóla Íslands.
„Faðir matarolí-
unnar“ heiðraður
Dr. Baldur R.
Stefansson
DR. WiILLIAM Dempsey Valgard-
son, þekktasti kanadíski rithöfund-
urinn af íslenskum ættum, var tek-
inn inn í Konunglega kanadíska
vísindafélagið, the Royal Society
of Canada, um liðna helgi, en þetta
þykir æðsti heiður vísindamanna,
menntamanna og rithöfunda í
Kanada.
Bill Valgardson ólst upp í Gimli í
Manitoba, en er nú prófessor og
yfirmaður ritlistardeildar Victoria-
háskóla í Kanada. Hann er mjög
afkastamikill rithöfundur og hefur
gefið út fjöldann allan af barna-
bókum, skáldsögum og smásögum,
en til þess hefur verið tekið að
hann hefur gjarnan sótt efnivið í
samfélagið í Nýja Íslandi í Mani-
toba og hann segir að langamma
sín, Guðrún Friðrikka Gottskálks-
dóttir, hafi haft mikil áhrif á sig.
Við athöfnina hjá landstjóra
Kanada var þess getið að Bill hefði
lagt mikið af mörkum í því að
kynna menningu Íslands og Nýja
Íslands fyrir Kanadamönnum,
bæði í skáldverkum sínum,
kennslu og fyrirlestrum, en kvöld-
ið eftir héldu íslensku sendiherra-
hjónin í Ottawa, Hjálmar W. Hann-
esson og Anna Birgis, veislu
honum til heiðurs. Við það tæki-
færi gat Hjálmar þess að í kynn-
ingarriti Landnámssýningarinnar
Scandinavian Roots – American
Lives í Þjóðskjalasafninu í Ottawa
væri ljósmynd frá um 1912 af Katli
Valgarðssyni og Soffíu Svein-
björnsdóttur, langafa og lang-
ömmu Bills í föðurætt. Þau hefðu
eins og aðrir Íslendingar þurft að
leggja hart að sér í Kanada og ætt-
ingjarnir hefðu erft kraftinn eins
og Bill hefði sýndi með dugnaði
sínum.
Íslensku sendiherrahjónin í Ottawa í Kanada, Hjálmar W. Hannesson og
Anna Birgis, héldu hóf til heiðurs Bill Valgardson, sem stendur á milli þeirra.
Tekinn inn í Konung-
lega vísindafélagið
Rithöfundurinn Bill Valgardson fær
æðstu viðurkenningu í Kanada
GUNNAR Marel Eggertsson kynnti
smíði og siglingu víkingaskipsins Ís-
lendings í Seattle í Bandaríkjunum
fyrir skömmu í boði Íslendinga-
félagsins þar í borg.
Gísli Ólafsson, formaður félagsins,
segir að fyrirlestrarnir þrír hafi vak-
ið mikla athygli, en þeir hafi verið
haldnir í tengslum við árlega hátíð
félags Norðmanna til heiðurs Leifi
Eiríkssyni. Á undanförnum árum
hafi Íslendingafélagið verið með
dagskrá sem hafi tengst landafund-
unum, m.a. sýnt leikrit um Guðríði
Þorbjarnardóttur fyrir tveimur ár-
um og fyrirlestrarnir hafi verið liður
í fræðslunni.
Gunnar Marel Eggertsson og Þóra
Guðný Sigurðardóttir, eiginkona
hans, í Seattle.
Víkingaskipið
kynnt í Seattle