Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 47
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 47 DR. BALDUR R. Stefansson plöntuerfðafræðingur, sem lést í Winnipeg í Kanada 3. janúar sl., hef- ur fengið fastan sess í land- búnaðarfrægðarsetri Kan- ada ( The Canadian Agricultural Hall of Fame) í Toronto og var andlitsmynd af honum afhjúpuð þar af því tilefni fyrir skömmu. Tilraunir Baldurs Stef- anssonar með jurtina repju 1974 leiddu til þess að nýta mátti hana til manneldis og var hann nefndur „faðir matarolíunnar“, en útflutningsverð- mæti repjunnar í Kanada kemur næst á eftir verðmæti hveitisins þar í landi og er markaðsvirðið um 15 milljarðar kanadískra dollara á ári, um 825 milljarðar kr. „Baldur og fjölskylda hans hafa hlotið frægð og frama vegna árangurs hans en einn- ig háskólinn og þjóðin,“ sagði Harold Bjarnason, forseti landbúnaðar- deildar Manitobaháskóla, í tilefni nýjustu viðurkenningarinnar. „Rannsóknaverkefni okkar á repju er talið vera eitt hið besta í heimi, þökk sé leiðsögn hans og innblæstri.“ Baldur fæddist í Vestfold í Manitoba 1917, sonur Guð- mundar Stefánssonar og Jónínu Halldórsdóttur, og hlaut hann heimsfrægð sem vísindamaður. Baldur hóf kennslu við Manitobaskóla í Winnipeg eftir að hann lauk þaðan námi með doktors- gráðu 1952 og var prófessor þar til hann hætti, 68 ára að aldri, en heið- ursprófessor frá 1986. Vegna uppgötvana sinna var hon- um sýnd margvísleg virðing víða um heim. Hann var m.a. sæmdur Kan- adaorðunni, Manitobaorðunni og Fálkaorðunni. Þá var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Manito- baháskóla og Háskóla Íslands. „Faðir matarolí- unnar“ heiðraður Dr. Baldur R. Stefansson DR. WiILLIAM Dempsey Valgard- son, þekktasti kanadíski rithöfund- urinn af íslenskum ættum, var tek- inn inn í Konunglega kanadíska vísindafélagið, the Royal Society of Canada, um liðna helgi, en þetta þykir æðsti heiður vísindamanna, menntamanna og rithöfunda í Kanada. Bill Valgardson ólst upp í Gimli í Manitoba, en er nú prófessor og yfirmaður ritlistardeildar Victoria- háskóla í Kanada. Hann er mjög afkastamikill rithöfundur og hefur gefið út fjöldann allan af barna- bókum, skáldsögum og smásögum, en til þess hefur verið tekið að hann hefur gjarnan sótt efnivið í samfélagið í Nýja Íslandi í Mani- toba og hann segir að langamma sín, Guðrún Friðrikka Gottskálks- dóttir, hafi haft mikil áhrif á sig. Við athöfnina hjá landstjóra Kanada var þess getið að Bill hefði lagt mikið af mörkum í því að kynna menningu Íslands og Nýja Íslands fyrir Kanadamönnum, bæði í skáldverkum sínum, kennslu og fyrirlestrum, en kvöld- ið eftir héldu íslensku sendiherra- hjónin í Ottawa, Hjálmar W. Hann- esson og Anna Birgis, veislu honum til heiðurs. Við það tæki- færi gat Hjálmar þess að í kynn- ingarriti Landnámssýningarinnar Scandinavian Roots – American Lives í Þjóðskjalasafninu í Ottawa væri ljósmynd frá um 1912 af Katli Valgarðssyni og Soffíu Svein- björnsdóttur, langafa og lang- ömmu Bills í föðurætt. Þau hefðu eins og aðrir Íslendingar þurft að leggja hart að sér í Kanada og ætt- ingjarnir hefðu erft kraftinn eins og Bill hefði sýndi með dugnaði sínum. Íslensku sendiherrahjónin í Ottawa í Kanada, Hjálmar W. Hannesson og Anna Birgis, héldu hóf til heiðurs Bill Valgardson, sem stendur á milli þeirra. Tekinn inn í Konung- lega vísindafélagið Rithöfundurinn Bill Valgardson fær æðstu viðurkenningu í Kanada GUNNAR Marel Eggertsson kynnti smíði og siglingu víkingaskipsins Ís- lendings í Seattle í Bandaríkjunum fyrir skömmu í boði Íslendinga- félagsins þar í borg. Gísli Ólafsson, formaður félagsins, segir að fyrirlestrarnir þrír hafi vak- ið mikla athygli, en þeir hafi verið haldnir í tengslum við árlega hátíð félags Norðmanna til heiðurs Leifi Eiríkssyni. Á undanförnum árum hafi Íslendingafélagið verið með dagskrá sem hafi tengst landafund- unum, m.a. sýnt leikrit um Guðríði Þorbjarnardóttur fyrir tveimur ár- um og fyrirlestrarnir hafi verið liður í fræðslunni. Gunnar Marel Eggertsson og Þóra Guðný Sigurðardóttir, eiginkona hans, í Seattle. Víkingaskipið kynnt í Seattle
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.