Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 41
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 41
TEKINN er til starfa Hjálparsími Rauða krossins, með
númerið 1717, og er hann opinn allan sólarhringinn fyrir þá
sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða
sjálfsvígshugsana. Þangað geta allir leitað, ungir sem
gamlir, þegar sálræn vandamál virðast þeim um megn.
Hjálparsíminn tekur við af Trúnaðarsímanum sem hefur
verið rekinn síðastliðinn áratug fyrir ungt fólk sérstaklega.
Rauði kross Íslands, Landlæknisembættið, Neyðarlínan
og geðsvið Landspítala – háskólasjúkrahúss hafa gert
samkomulag um að reka Hjálparsímann. Starfsmenn og
sjálfboðaliðar Rauðakrosshússins, sem er athvarf Rauða
krossins fyrir börn og unglinga í vanda, svara í Hjálp-
arsímann. Þeir búa að áralangri reynslu við að svara slík-
um símtölum og munu fá reglulega þjálfun í samvinnu við
geðsvið Landsspítala háskólasjúkrahúss og Landlækn-
isembættið.
Landlæknir áætlar að gerðar séu um 500 sjálfsvígstil-
raunir á ári hér á landi. Hjálparsíma Rauðakrossins er ætlað forvarn-
arhlutverk sem felst í því að taka við símtölum fólks með sjálfsvígshugsanir og
veita eins konar sálræna skyndihjálp. Einnig er gert ráð fyrir að aðstand-
endur fólks með slíkar hugsanir, þeirra sem hafa gert sjálfsvígstilraunir og,
ekki síst þeirra sem hafa svipt sig lífi geti nýtt sér þjónustuna.
Samkvæmt könnunum eru margir þeirra sem gera tilraun til sjálfsvígs í
raun ekki tilbúnir til að deyja en hafa, af ýmsum ástæðum, glatað viljanum til
að lifa. Vonir standa til að þeir sem þannig er ástatt um líti á Hjálparsímann
sem valkost og að tilkoma þessarar þjónustu verði til að lækka tíðni sjálfsvígs-
tilrauna.
Síminn er aðalstyrktaraðili Hjálparsíma Rauða krossins samkvæmt sam-
komulagi sem Síminn og Rauði kross Íslands hafa undirritað og gildir til árs-
loka 2004. Auk Símans hafa Íslandssími og Tal ákveðið að gefa eftir gjald
vegna símtala í 1717. Allar hringingar í 1717 verða því gjaldfrjálsar fyrir þá
sem hringja.
Haukur Hauksson
unglingafulltrúi í Rauðakrosshúsinu
Heilsan í brennidepli
1717 – Hjálp-
arsími Rauða
krossins
Ef á þig sækir
kvíði, þung-
lyndi eða
sjálfsvígshugs-
anir
HJARTASJÚKDÓMA má að
hluta rekja til óbeinna reykinga
í æsku, að því er kemur fram í
nýrri rannsókn og greint var
frá á ASH Daily News. Aust-
urrískir rannsakendur hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
börn á aldrinum 3–15 ára, sem
eiga foreldri er reykir allt að 20
vindlinga á dag, eru í um helm-
ingi meiri hættu á að fá þau líf-
fræðilegu einkenni sem valda
skemmdum á æðakerfinu.
Áhættan er talin vera um
130% ef báðir foreldrar eru
reykingamenn, en mæður sem
reykja hafa meiri áhrif hvað
þetta varðar en feður sem
reykja.
Áhættan er talin vera um 130% ef
báðir foreldrar eru reykingamenn.
Óbeinar
reykingar
valda
hjartasjúk-
dómum