Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 53
✝ Símon SigurjónÞorsteinsson
fæddist í Vallarhús-
um í Grindavík 7.
júlí 1921. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 15. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þorsteinn Símonar-
son, f. 24. júní 1892,
Vallarhúsum í
Grindavík, d. 5. apríl
1973, og Gróa Magn-
úsína Magnúsdóttir,
f. 8. september 1982,
Akurhúsum í
Grindavík, d. 3. september 1971.
Systkini Símonar voru: Magnús,
f. 22. nóvember 1919, d. 7. febr-
úar 1937; Rósa, f. 14. desember
1926, d. 31. mars 1979; og Gunn-
ar, f. 20. júlí 1929, d. 10. febrúar
1999.
Hinn 31. desember 1955 gekk
Símon að eiga Stefaníu Sigríði
Guðlaugsdóttur, f. 24. júní 1921,
frá Hópi í Grindavík, d. 22. apríl
1989. Foreldrar hennar voru
Guðlaugur Guðjónsson frá Hópi í
Grindavík og Guðmunda Guðna-
dóttir frá Dísarstöðum í Sandvík-
urhreppi. Börn Símonar og Stef-
aníu eru: 1) Margrét Bergþóra, f.
6. mars 1952, gift Cheng Theng
Pang og eiga þau
eina dóttur, Helanu
Geok Ling. 2) Hild-
ur, f. 9. mars 1958,
og á hún einn son,
Davíð Þór. 3) Þor-
steinn, f. 29. ágúst
1959, kvæntur
Bryndísi S. Guð-
brandsdóttur, og
eiga þau þrjú börn,
Rósu Dögg, Símon
og Sindra Snæ.
Fósturdóttir Símons
og dóttir Stefaníu
er Erla Björg Del-
berts, f. 9. maí 1944,
gift Jóni Nikulaisyni, og eiga þau
þrjú börn, Guðlaug Örn, Stefaníu
Sigríði og Kristjönu.
Símon byrjaði til sjós á ferm-
ingaraldri, byrjaði í Njarðvíkun-
um sem háseti hjá Magnúsi í
Höskuldarkoti. Hann tók skip-
stjórapróf frá Stýrimannaskólan-
um árið 1959. Var síðan skip-
stjóri á ýmsum bátum frá
Grindavík. Í nokkur ár sigldi
hann einnig á fraktskipum sem
bátsmaður. Einnig vann hann
ýmis störf í landi svo sem við vél-
smiðju og vaktmennsku í laxeldi.
Útför Símons verður gerð frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi og afi. Ennþá eigum
við erfitt með að trúa því að þú sért
farinn frá okkur. Þó svo að þú hefðir
átt við veikindi að stríða í nokkur ár
léstu það ekki stoppa þig, alltaf
varst þú á ferð og flugi.
Alltaf varst þú tilbúinn til að
koma og laga allt hérna heima hjá
okkur, það lék allt í höndunum á
þér. Eitt skiptið vantaði mig borð og
þú komst með þrjár útgáfur eftir
miklar pælingar. Og þegar þú komst
til Reykjavíkur gastu ekki stoppað
of lengi því þú þurftir að gefa gæs-
unum. Gæsirnar sem þú hugsaðir
svo vel um, þær eiga eftir að sakna
þín.
Ég er mjög þakklát fyrir að Davíð
sonur minn fékk að hafa þig svona
lengi, hann var oft hjá þér og þú
hérna hjá honum. Þú kenndir hon-
um margt.
Þú hefur afrekað mikið um ævina.
Ég minnist þess þegar ég fór með
þér að hitta eftirlifendur á banda-
ríska strandgæsluskipinu Alexand-
er Hamilton, skipinu sem þú tókst
þátt í að bjarga árið 1942. Þá varst
þú á Freyju GK.
Við eigum eftir að sakna þín mjög
mikið.
Margt er að minnast,
margt er þér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi.
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þín dóttir og dóttursonur
Hildur og Davíð Þór.
Elsku afi minn.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð
(Þórunn Sig.)
Þótt sárt sé að hugsa til þess að
þú sért farinn þá vil ég þakka fyrir
þann tíma sem ég fékk að hafa þig.
Síðustu daga hef ég hugsað mikið
um farinn veg og þegar ég hugsa til
þín sé ég að þú hefur ekkert breyst í
þau 25 ár sem ég þekkti þig. Á göml-
um myndum ertu alltaf eins, hraust-
ur, sterkur og alltaf á fullu. Þú varst
þannig maður að þér leið best þegar
nóg var að gera.
Ég er afar þakklát fyrir að síðasta
skiptið sem við vorum saman var við
útskriftina mína. Það var mér mikils
virði að þú gast komið og svo varstu
svo fínn í skyrtunni sem Erla gaf
þér. – Takk fyrir að hafa þótt svona
ógurlega vænt um mig!
Þú varst alltaf með ráð við öllum
vanda, nú síðast að sjóða hangikjöt
til að ná brunalyktinni úr húsinu.
Mér þykir leitt að þú fékkst ekki
kaffisopann sem við töluðum um í
nýja húsinu mínu, en eitt vil ég að þú
vitir að það er orðið rosa fínt hjá
okkur og lyktin er öll farin. – Takk
fyrir góð ráð! Skeifan er komin upp
og hangir fallega í forstofunni, við
setjum hina á hliðið um leið og búið
verður að gera við það.
Eitt verður skrítið, að senda ekki
fleiri póstkort á Túngötuna, ég mun
samt halda áfram að skrifa þér og
senda þér það bara til himna.
Það gefur mér ró í hjarta að vita
að Guð og amma geyma þig, þar til
við hittumst á ný.
Ástarkveðjur.
Þín
Helena.
Kæri afi. Þótt þú sért farinn burt
úr þessum heimi mun ég ávallt
geyma minningu þína í hjarta mér.
Kristjana Jónsdóttir.
SÍMON S.
ÞORSTEINSSON
ið um hana hjálpi ykkur til að takast
á við sorgina.
Sigríður Elín, Þorvarður,
Guðmundur og Valdimar.
Nú líður að aðventunni og skuggar
myrkurs og jólaljósa spila sjónarspil
sem er engu líkt. Þetta er sá tími er
flestir fara að huga að jólum en þau
færast ótrúlega nær, tíminn flýgur
áfram.
Eins er með mannsævina, hún er
ótrúlega stutt, hún líður áfram eins
og árstraumur og áður en við er litið
er komið að kveðjustund.
Í stundarheimi
líður líf
fyrr en lýði varir,
sem hvirfilbylur
um haf strúki,
ljómi leiftur
um loftboga.
(Jón Ólafsson)
Þannig var um Hönnu mágkonu
mína, hún átti mikið eftir að gera,
m.a. fylgjast með barnabörnunum
komast á legg, en hún var aðeins 61
árs er hún lést.
Hönnu mágkonu minni kynntist
ég fyrst fyrir um tæplega 40 árum
þegar Böðvar bróðir minn fór að vera
með henni.
Ég man ennþá þegar hún kom
fyrst í heimsókn, ég var eitthvað að
sýsla mér á stofugólfinu heima hjá
okkur og komu þau þá í dyrnar. Síð-
an giftu þau sig og eignuðust þrjár
stúlkur, sem allar eru giftar eða í
sambúð, Önnu Láru sem á fjóra
drengi, Lilju sem á fjögur börn og Ír-
isi.
Bjuggum við í nágrenni við hvert
annað í um tvo áratugi. Fór ég oft til
Hönnu til að fá lánaðar bækur hjá
henni en hún átti fullt af ævintýra-
sögum sem ég las af mikilli elju öll
ungdómsárin.
Hönnu var margt til lista lagt, m.a.
var hún mjög mikið fyrir tónlist og
hlustaði á alls konar tónlist, hún átti
gítar sem hún kunni að spila á en gaf
sér ekki tíma til að rækta það eftir að
húsmóðurstörfin tóku við. Einnig var
hún með einhverja fallegustu rithönd
sem ég hef séð.
Hún og Böðvar bróðir minn störf-
uðu nánast alltaf saman með fáeinum
undartekningum, voru þau með
garðrækt. Voru þau mjög vinnusöm
og samhent í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur og voru búin að byggja
sig vel upp bæði í véla- og geymslu-
kosti.
Hanna vann með mér smátíma
þegar ég ásamt fleirum fór út í smá
fyrirtækjarekstur. Var mikil liðs-
styrkur að henni.
Hún kom til móður minnar um
áratugaskeið, hjálpaði og spjallaði
við hana. Fyrir það ber að þakka.
Hanna var ekki allra og var lítið
fyrir að trana sér fram en þeir sem
þekktu hana vissu að hún hafði
hjarta úr gulli.
Eitt af því síðasta sem hún ákvað
var að gefa konu minni afmælisgjöf
og fylgdi hún því eftir alveg fram á
síðustu stundu.
Fyrir um þremur árum fór hún að
kenna sér þess meins sem nú hefur
lagt hana að velli eftir hetjulega bar-
áttu en hún var einstaklega hugrökk
kona og barðist hetjulega til síðustu
stundar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég og fjölskylda mín sendum
Bödda, dætrum og fjölskyldum
þeirra, aldraðri móður, systkinum og
öðrum vandamönnum og vinum inni-
legustu samúðarkveðjur okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Valdimar Sigurjónsson
og fjölskylda.
Þegar ég minnist Hönnu frænku
minnar vill hugurinn reika til baka
þegar ég ungur gerði fátt skemmti-
legra en að fá að heimsækja frænd-
fólk mitt austur í Stekkum. Gjarnan
var farið með Steindórsrútunni og
fór hún jafnan mikinn svo að í hvert
skipti sem ég leit aftur sást aðeins
þykkur rykmökkurinn og áleit ég þá
að hann hlyti að ná milli Selfoss og
Reykjavíkur óslitinn. Ég á í huga
mér þá mynd þegar þær systur
Hanna, Lilly og vinkonan og fóstur-
systir þeirra Bíbí voru úti á túni snú-
andi ilmandi töðunni og þegar ég
hafði gengið heimdragann, heilsað
Önnu móðursystur minni og Lárusi,
henti ég frá mér töskunni, hljóp út á
túnið með hrífustubb og reyndi að
fylgja þeim stöllum eftir en hafði
ekki erindi sem erfiði. Ég man hve
vel fór á með þeim og hve fimlega
þær unnu sitt verk og brátt fékk tún-
ið á sig nýtt munstur. Gjarnan finnst
mér hafi verið talað um þær systur
Hönnu og Lillý í sömu andránni. Þær
voru á líkum aldri þá táningsstúlkur í
blóma lífsins heillaðar af rokktónlist-
inni sem þá var að hellast yfir heim-
inn. Þær fylgdust vel með og kæmi út
ný plata var hún komin á fóninn í
Stekkum.
Hanna ásamt Lillý og Dodda bróð-
ur þeirra urðu fyrir föðurmissi ung
að árum er Guðmundur faðir þeirra
lést úr sjúkdómi en fyrir þrautseigju
og dugnað Önnu móður þeirra var
haldið áfram með liðsinni Lárusar
sem kom á heimilið og varð síðar eig-
inmaður Önnu og gekk þeim systk-
inum í föðurstað og reyndist hinn
besti faðir. Anna og Lárus eignuðust
síðar þá Guðmund og Valdimar og
systkinahópurinn stækkaði og ærslin
og fjörið einnig. Hestamennska hef-
ur alltaf verið mikil í Stekkum því
bæði Guðmundur og Lárus voru ann-
álaðir hestamenn. Hanna eignaðist
ung mikinn gæðing sem Hetja hét.
Var þessi hryssa fjörviljug með mik-
inn kostagang og síðar varð megin-
stofn hrossanna í Stekkum kominn
út frá þessari gæðingshryssu. Mikið
öfundaði ég Hönnu af þessu hrossi og
öllu því umtali sem hryssan fékk.
Hanna var sjálf hesthneigð og lagin
hestakona.
Á kyrrlátum kvöldum heyrðist vel
til tónspils sjávarins úr fjöru Eyrar-
bakka og fleira en tónar barst með
kvöldgolunni því eftirlifandi mann
sinn, Böðvar Sigurjónsson, fann
Hanna á Eyrarbakka. Samband
þeirra var einstaklega fallegt og bar
góðan ávöxt í þremur myndardætr-
um sem hafa ásamt eiginmönnum og
börnum staðið þétt við hlið foreldra
sinna. Böðvar og Hanna störfuðu
nánast eingöngu með eigin rekstur,
þ.e. garðrækt af margvíslegu tagi, og
fórst þeim það einkar vel því dugn-
aður þeirra og forsjá var mikil. Skap-
lag Hönnu var einstakt því frá henni
stafaði svo mikil hlýja og virðing til
fólks. Heimsókn til þeirra á Eyrar-
bakka var mikið gefandi og ekki að-
eins í miklum myndarskap þegar
heimabökuðu krásirnar héldu matar-
borðinu þétt við jörð heldur einnig í
fræðandi samræðum við þau hjón um
heima og geima.
Ótímabær sjúkdómur birtist sem
Hanna tókst á við af æðruleysi og
þrautseigju. Þegar ég heimsótti
Hönnu á Landspítalann í október-
mánuði var enn til staðar þessi geisl-
andi persónuleiki síkvikur, unglegur
líkt og þegar ég sá hana snúa heyinu
forðum daga með systur og vinkonu.
Böðvari og dætrum og öðrum að-
standendum votta ég mína dýpstu
samúð.
Hvað verður fegra fundið
en friður og rósamt geð,
angur úr huga hrundið,
hjartað glaðvært þar með,
innbyrðis elskan hreina
með æru í hverjum stað?
Heims eftirlætið eina
eflaust dæmi ég það.
(Hallgr. Pét.)
Þormar Ingimarsson.
Elsku amma. Ég ætlaði segja frá
öllum góðu stundunum sem við átt-
um saman en reyndar eru þær svo
margar að það væri hægt að skrifa
heila bók um það.
Ég held að í hvert einasta skipti
sem ég fór til þín höfum við spilað og
áttum alltaf frábærar stundir. Þú
varst til í allt, t.d. horfa á mig keppa í
fótbolta eða fylgjast með mér spila á
trommurnar, og eins þegar ég lék á
árshátíðinni í skólanum. Ég held ég
hafi aldrei hitt jafn duglega mann-
eskju og þig, t.d. þegar þú varst að
taka upp rófurnar og vildir hjálpa til
við allt. Svo greindist þú með krabba-
mein og varðst stundum mikið veik
og þurftir að vera mikið á sjúkrahúsi.
Ég á aldrei eftir að gleyma þér.
Guð blessi þig.
Magnús.
Elsku amma. Nú þegar þú ert fall-
in frá standa eftir minningarnar um
þig og þær stundir sem við áttum
saman. Þótt þú hafir verið mikið veik
undir það síðasta mun ég alltaf minn-
ast þín sem sterkrar og gríðarlega
duglegrar konu, en umfram allt gáf-
aðrar. Þú fylgdist vel með öllum mál-
efnum og var því hægt að tala um allt
milli himins og jarðar við þig. Sner-
ust samræður okkar oftar en ekki um
íþróttir og tónlist. Einnig minnist ég
samveru okkar í þau ótal skipti sem
ég var hjá ykkur afa. Notaði ég þá
hvert tækifæri þegar frí var í skól-
anum til að heimsækja ykkur, hvort
sem um var að ræða jólafrí, sumarfrí
eða bara helgarfrí. Þar var stjanað
við mig og þótt oft væri mikið að gera
í búskapnum hafðir þú alltaf tíma til
að spila og spjalla. Það er mér mikils
virði hversu vel þú fylgdist með mér í
leik og starfi og hvattir til dáða. Er
það mér minnisstætt þegar þú komst
að horfa á mig spila fótbolta þegar ég
var yngri.
Elsku amma, ég kveð þig með
söknuði, en gleðst um leið yfir þeim
tíma sem við áttum saman.
Elsku afi, ég bið guð að styrkja þig
og hugga í sorg þinni.
Böðvar Einarsson.
Amma okkar á Bakkanum gaf sér
alltaf tíma til að vera með okkur að
spila og gerði allt sem við báðum
hana um. Við máttum t.d. ráða hvað
væri í matinn og hún unni okkur
mjög heitt eins og við unnum henni.
Þegar við spiluðum með henni gaf
hún okkur súkkulaði og nammi. Hún
horfði með okkur á Dalalíf og Stellu í
orlofi. Þegar við vorum í heimsókn
sat hún stundum með afa og las,
hlustaði á útvarpið og prjónaði handa
okkur barnabörnunum.
Ég sakna ömmu rosalega mikið og
ég veit að hún fylgist með okkur af
himnum ofan, þar sem hún hefur það
betra, því hún var mikið veik.
Haraldur og Hanna.
Árið 1973 stofnaði ég ásamt tveim-
ur vinum mínum fyrirtækið Einars-
höfn hf. á Eyrarbakka. Við gerðum
út einn bát og keyptum afla af tveim-
ur til þremur öðrum bátum. Aflinn
var verkaður í salt, skreið, harðfisk,
settur í gáma til útflutnings o.s.frv.
Tækin voru frumstæð í fyrstu. Flatt
var í höndum og flakað. Við leituðum
að fólki til starfa og meðal þeirra
fyrstu, sem hófu störf hjá okkur voru
ung hjón Böðvar Sigurjónsson og
Valgerður Hanna Guðmundsdóttir,
Böddi og Hanna eins við kölluðum
þau. Þarna kom til starfa auk þeirra
15–20 manna kjarni, sem vann sam-
an í nokkur ár oft langan og erfiðan
vinnudag. Kaffistofan var lítil og
þröng og kannski þess vegna mynd-
aðist einstök stemmning, mikið var
hlegið og margar sögur flugu. Hanna
tók þátt í þessu öllu, en með nokkrum
öðrum hætti en aðrir, hún hafði sig
ekki mikið í frammi í galsanum, var
ætíð hin rólega og yfirvegaða kona.
Hanna var sérlega samviskusöm
dugleg og vandvirk. Hún var einstak-
lega flinkur starfsmaður og vann öll
verk með glæsibrag. Hanna hafði
einhvern þann sjarma að fyrir henni
var borin sérstök virðing. Þessum
góða hópi starfsmanna stjórnaði
lengst af sérlega vandaður maður
Fryólf Nilsen, sem einnig er fallinn
frá langt um aldur fram.
Böddi og Hanna hafa alla tíð
stundað garðyrkju á sumrin með
sömu vandvirkni og samviskusemi,
sem einkenndi öll þeirra störf. Það
voru ógnvænleg tíðindi, þegar frétt-
ist að Hanna hefði greinst með þann
voðalega sjúkdóm, sem nú hefur kall-
að hana til feðra sinna. Það var mér
undrunarefni með hve miklu æðru-
leysi þau hjónin tóku þessari váfrétt.
Ég og fjölskylda mín vottum Böðv-
ari, dætrunum og öðrum í fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúð. Bless-
uð sé minning hennar.
Jón Bjarni.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er
hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent
sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand-
riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að
símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á
móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins,
Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs-
stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Ef birta á minningargrein á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför
er á mánudegi) verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr.