Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 57
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 57
VIÐ reynum að kenna börnunum
okkar að sýna skuli sanngirni í sam-
skiptum við annað fólk og að rétt-
lætið nái nú oftast fram að ganga.
Þegar maður kemst á fullorðinsár
og fer að takast á við lífið í allri sinni
fjölbreyttu mynd þá kemst maður
fljótt að því að lífið er ekki alltaf
sanngjarnt og ræður þar oft öfund,
óbilgirni og sjálfhverf metnaðar-
girni ósvífinna einstaklinga.
Nýjustu fréttir af uppstillingu á
lista sjálfstæðismanna í Suðurkjör-
dæmi eru kannski gott dæmi þar
um. Kristjáni Pálssyni, sem starfað
hefur ötullega að málefnum Suður-
nesja undanfarin ár og hefur ótví-
ræðan stuðning fjölda fólks af svæð-
inu, eins og af atburðum síðustu
daga má merkja, hefur verið ýtt út
af lista uppstillingarnefndar.
Þrátt fyrir að Kristján hafi að öll-
um líkindum mest persónulegt fylgi
af þeim er gefa kost á sér á lista
sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi
og ætti með réttu að sitja í fyrsta
eða öðru sæti listans hefur þessi
ótrúlegi og ósanngjarni atburður
skeð.
Já, ótrúlegi og ósanngjarni at-
burður því það er fáheyrt og að öll-
um líkindum einsdæmi að sitjandi
þingmaður til átta ára, þingmður
sem hefur verið farsæll í starfi og
ekki að öðru kunnur en heiðarleika
og dugnaði, sé sviptur þeim sjálf-
sagða rétti sínum að gefa kost á sér
til áframhaldandi þingmennsku.
Á borgarafundi í Stapanum í
Njarðvík þar sem á þriðja hundrað
stuðningsmanna Kristjáns Pálsson-
ar voru viðstaddir komu fram ýmsar
skoðanir á þeim fréttum sem borist
höfðu frá uppstillingarnefnd. Allar
lýstu þær mikilli undrun og
hneykslun á ósanngjarnri fram-
göngu 19 manna uppstillingarnefnd-
ar. Heyrði maður gjarnan frá ein-
lægum stuðningsmönnum Sjálf-
stæðisflokksins: „Svona gerir
maður ekki.“
Það er mikilvægt fyrir okkur sem
búum á Suðurnesjum að hafa kröft-
ugan málsvara á Alþingi. Kristján
Pálsson hefur sannað sig sem verð-
ugur fulltrúi okkar á þingi og er það
mikilsvert að hann fái að halda
áfram því góða starfi sem við þekkj-
um hann að.
Enn er ekki búið að taka endan-
lega ákvörðun um uppröðun á lista
sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi
og kannski er ekki rétt að fleygja al-
farið frá sér þeirri trú æskunnar að
lífið sé sanngjarnt og réttlætið nái
fram að ganga að lokum.
Málsvari íbúa á
Suðurnesjum
Eftir Anton Má
Antonsson
Höfundur er fulltrúi hjá Tölvudeild
Varnarliðsins, búsettur í Njarðvík.
„Kristján
Pálsson hef-
ur sannað
sig sem
verðugur
fulltrúi okkar á þingi.“
alltaf á fimmtudögumVIÐSKIPTABLAÐ
FASTEIGNAMARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
Sími 588 9090 Fax 588 9095 Síðumúla 21
Eignamiðlunin ehf., Síðumúla 21 og Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4
kynna fyrir Gígant ehf. þessar glæsilegu íbúðir
Á SÖLUSÝNINGU Í DAG - SÖLUMENN VERÐA Á STAÐNUM KL. 13-16
i i l i f í l t i i i t
f i í t f l il í i
I Í
Glæsilegar íbúðir við Suðurhlíð 38, Fossvogi
Glæsilegar íbúðir í vönduðu fjölbýlishúsi á þessum fallega útsýnisstað við Fossvoginn. Allar íbúðirnar af-
hendast fullbúnar en án gólfefna og fylgja 1-3 stæði í bílageymslu hverri íbúð. Stærð íbúða er u.þ.b. 90 fm,
105 fm, 126 fm, 132 fm, 140 fm og 180 fm. Lyftur. Stórar suður- og vestursvalir og sérlóðir. Afhending
næsta vor.
Skilalýsing íbúða
Frágangur íbúða: Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan og án gólfefna, en baðherbergi verða flísalögð,
einnig verða gólf í þvottahúsum flísalögð. Lofthæð í íbúðunum er um 2,6 m.
Eldhús: Eldhúsinnréttingar eru frá HTH og hægt er að velja um nokkrar viðartegundir. Hægt er að velja gran-
ít-borðplötur af nokkrum gerðum frá S. Helgasyni og flísar eru á milli efri og neðri skápa.
Salerni: Salerni eru vegghengd og með innfelldum kassa, blöndunartæki fyrir baðkar og/eða sturtubotn
verða hitastýrð. Önnur blöndunartæki eru einnar handar tæki.
Aðrar innréttingar: Skápar verða í svefnherbergjum og anddyri.
Arinn, heitur pottur og lýsing. Gert er ráð fyrir arni í nær öllum íbúðum og tengt er fyrir heitum
potti á svölum þriðju og fjórðu hæðar og einnig í garði fyrstu hæðar.
Innfelld lýsing er að hluta í íbúðum.
Frágangur sameignar:
Húsið verður fullfrágengið að utan, stigagangar og efsta hæðin verða álklædd, annað verður steinað í ljósum
lit. Gluggar verða úr áli að utan en tré að innan, sólstoppgler er í gluggum á suður- og suðvesturhliðum
hússins. Svalir þriðju og fjórðu hæðar verða flísalagðar og með snjóbræðslu, svalir annarrar hæðar eru flísa-
lagðar án snjóbræðslu og verönd á fyrstu hæð verður hellulögð. Loft í stigagöngum eru sandspörtluð og
máluð með plastmálningu. Gólf í stigagöngum eru flísalögð, en önnur gólf í sameign eru meðhöndluð á sér-
stakan viðhaldsfrían hátt (Lakro-meðferð). Lýsing í sameign verður fullfrágengin með hreyfiskynjurum. Lyft-
ur verða fullfrágengnar og póstkassar settir upp í anddyri ásamt mynddyrasímum.
Bílakjallari:
Í bílageymslu eru stæði fyrir 79 bíla. Hurð að bílageymslu verður úr stáli og fylgir fjarstýring hverri íbúð. Ör-
yggismyndavél verður í bílageymslu og við alla aðalinnganga. Gert er ráð fyrir að allar íbúðir geti tengst ör-
yggiskerfi en um þá þjónustu semur hver fyrir sig. Sameign og lóð verða fullfrágengin við afhendingu, þ.m.t
púttvöllur og tennisvöllur. Túnþökur, tré og runnar verða eins og sýnt er á teikningum. Stígar verða hellu-
lagðir, bílastæði malbikuð, upplýst og
merkt. Snjóbræðslulagnir verða í stígum næst húsinu og í rampi.
Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali