Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 8
Silungur á Íslandi Vitum aldrei hverju við eigum von á EGGERT Skúlason ogFriðrik Guðmunds-son kvikmynda- gerðarmaður hafa í sam- vinnu við Eddu – miðlun og útgáfu gefið út myndband- ið Silungur á Íslandi. Á myndbandinu er efni sniðið fyrir harðáhugasama stangaveiðimenn, en farið er með flugustangir um bakka Laxár í Mývatns- sveit og Eyjafjarðarár og fluguveiðar á urriða og sjó- bleikju stundaðar af kappi. Þetta er sum sé myndband um silungsveiði og hinn eð- alborni lax kemur þar hvergi við sögu. Eggert svaraði nokkrum spurning- um Morgunblaðsins. – Hver er aðdragandinn að þessu myndbandi og hver gefur það út? „Edda – miðlun og útgáfa gef- ur myndbandið út í samvinnu við okkur Friðrik Guðmundsson. Samstarfið við Eddu hefur verið afar ánægjulegt og þar á bæ er mikil fagmennska. Hvað varðar aðdragandann þá er þetta allt Friðriki að kenna. Hann dró mig út í þetta og það var svo sem ekkert erfitt, því ég elska veiði- skap og allt sem honum við- kemur.“ – Hvers vegna þetta efni en ekki etthvað annað úr stanga- veiðiflórunni? „Mun fleiri veiðimenn veiða silung en lax. Þegar kemur að umfjöllun er hún í öfugu hlut- falli. Við sáum einfaldlega mögu- leika á að höfða til stærri mark- aðar með þessum hætti. Einnig má segja að ofurlítil eigingirni eigi sér stað. Ég hef veitt urriða í Laxá í Mývatnssveit um nokk- urra ára skeið og er gersamlega kolfallinn fyrir þessu umhverfi. Ég er einnig í ástarsambandi við Eyjafjarðará, sem er einhver skemmtilegasta silungsveiðiá landsins þegar kemur að bleikju. Loks, það er búið að mynda svo mikið af laxi að þetta er kær- komin tilbreyting.“ – Er þetta hugsað sem kennslumyndband? „Já og nei. Þetta er ekki kennslumyndband í hefðbund- inni merkingu orðsins. Hins veg- ar eru í myndinni flinkir veiði- menn sem miðla af reynslu sinni og í þeim skilningi er þetta kennslumyndband. Mesti lær- dómurinn í veiðiskap felst í að kunna að taka á móti upplýs- ingum frá ólíkum uppsprettum.“ – Verður þetta sýnt í sjón- varpi á næstu misserum? „Ekki í bráð allavega. Þetta efni er fyrst og fremst hugsað sem myndband. Edda miðlun – og útgáfa heldur utanum sjón- varpsréttinn en það er alveg ljóst að þetta fer ekki í sjónvarp næsta ár- ið.“ – Segðu okkur eitt- hvað frá efnistökunum og hvernig vinnsla bandsins fór fram. „Efnistökin eru ofurlítið öðru- vísi en verið hefur í öðrum veiði- þáttum sem við Friðrik höfum komið að. Nú liggur áherslan meira á veiðinni sjálfri og minna á náttúru og umhverfi. Við erum að horfa á markhópinn veiði- menn. Þegar svona þættir eru unnir fyrir sjónvarp er krafan að efnið hafi breiðari skírskotun. Vinnslan er tímafrek og að vissu leyti áhættusöm. Áhættan felst í því að við erum að mynda náttúru sem lýtur ekki lögmál- um og við vitum aldrei hverju við eigum von á. Það kom líka í ljós að við þurftum að fara fjór- ar ferðir í Eyjafjarðará áður en við náðum því efni sem þarf til að bera upp svona mynd. Í fyrsta skipti fengum við kaf- ara til að mynda með okkur. Það var Erlendur Bogason á Akur- eyri sem sá um þann þátt. Hann gerði ótrúlega flotta hluti fyrir okkur.“ – Er markaður fyrir svona efni hér á landi? „Já, það er klárt mál að hann er fyrir hendi. Hins vegar búum við á litlum kletti norður í Dumbshafi og því miður búa ekkert voðalega margir hér. Sökum þess hve markaðurinn er lítill er svona útgáfa aldrei mikið gróðaævintýr. En menn eru líka að vinna við áhugamálið sitt og fyrir það er mikið gefandi.“ – Geturðu nefnt eitthvað á myndbandinu sem kemur skemmtilega á óvart? „Við lentum í mikilli veiði í báðum þessum ám, þó svo að sumarið hafi verið erfitt í þeim báðum. Kafaramyndirnar standa upp úr og svo fá menn að kynn- ast tveimur nýjum sil- ungaflugum sem ekki hafa verið kynntar op- inberlega áður.“ – Hvað liggur að baki gerð svona myndbands? „Mikil vinna, meiri vinna og svo aðeins meiri vinna. Hugsjón- ir manna og dugnaður og velvilji gríðarmargra aðila. Þeir sem sérstaklega hjálpuðu okkur eru hjónin María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu, Norðurljós og veiðifélögin fyrir norðan. En það er afskaplega þægileg tilfinning að halda á barninu þegar hríðirnar eru að baki.“ Eggert Skúlason.  Eggert Skúlason er fæddur 5. apríl 1963 í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð 1983. Lauk prófi sem verð- bréfamiðlari vorið 2001. Eggert var blaðamaður og fréttastjóri við NT og Tímann á árunum frá 1984 til 1990, síðan fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Ís- lenska útvarpsfélaginu, Stöð 2, frá 1990 til vors 2001. Síðan hef- ur hann rekið fyrirtækið Emax ehf. Eiginkona Eggerts er Anna Guðmundsdóttir og eiga þau son- inn Hafþór Eggertsson, sem er fæddur 1994. ...kafara- myndirnar standa uppúr FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nei, nei, ég var bara í þjálfunarbúðum fyrir jólasveina í Írak ekki í hryðjuverkum, hr. ríkislögreglustjóri. Komdu. Vertu 007 í dag Nýr Ford Focus 007 er frumsýndur d í Brimborg e núna Fáðu þér Pepsi Blue með brakandi Doritos og flotta vinninga í 007 njósnaleik Brimborgar. Ford styrkir James Bond bíómyndina. Komdu og skoðaðu Ford Focus 007 í nærmynd - í dag. Farðu í bíó og horfðu á alla bílana frá Ford. Komdu í Brimborg og taktu þátt í 007 njósnaleiknum og reyndu eins og þú getur til að sigra. Vertu 007 í dag (sigraðu) flottir vinningar: • Bond-bíómyndir (19) frá upphafi á DVD • Rómantískur kvöldverður á ORO fyrir 2 • Margir töff hlutir merktir James Bond Bara í dag kl. 12-16 Komdu í dag. Svörin í 007 njósnaleiknum er að finna í Brimborgarsalnum. Brimborg Bíldshöfða 6 Reykjavík sími 515 7000 • brimborg.is Bond-sleðinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.