Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 32
AKUREYRI
32 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„SLÖKKVILIÐ Akureyrar brást fljótt og vel við
og þakka má skilvirku slökkvistarfi að bjarga
tókst mjög miklum eignum,“ segir dr. Björn
Karlsson brunamálastjóri í bréfi til Félags
slökkviliðsstjóra á Íslandi varðandi brunann í
Strýtu á Akureyri á síðasta ári. Björn sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að Félag slökkviliðsstjóra
hefði leitað eftir umsögn Brunamálastofnunar í
kjölfar fréttar í Morgunblaðinu í vikunni. Þar
gagnrýnir Sigurður L. Sigurðsson trúnaðarmaður
Slökkviliðs Akureyrar mjög harkalega stjórnun
og slökkvistarf í brunanum í Strýtu. Jafnframt
gagnrýnir Sigurður að ekki hefði verið skrifuð
stórbrunaskýrsla vegna brunans.
Í bréfi Brunamálastjóra kemur fram að starfs-
menn Brunamálastofnunar kannist ekki við þá
mynd af slökkvistarfinu sem máluð sé upp í frétt-
inni. Björn sagði að starfsmaður Brunamálastofn-
unar hefði verið kominn á staðinn innan við hálf-
tíma eftir að eldurinn í Strýtu kom upp. Þá var
slökkviliðið komið á staðinn. Starfsmaður stofn-
unarinnar fylgdist svo með slökkvistarfinu á með-
an það stóð yfir.
„Eðli slökkvistarfa er þannig, að eftir á er alltaf
hægt að finna eitthvað að. Því þykir eðlilegt að eft-
ir slökkvistarf fari menn yfir málin og ef talið er að
eitthvað mikið hafi verið að, er eðlilegt að Bruna-
málastofnun komi að málinu og upplýsi þá aðra
slökkviliðsstjóra, þannig að þeir geti líka lært af
því,“ sagði Björn.
Í bréfi brunamálastjóra kemur jafnframt fram
að eftir athugun málsins hafi Brunamálastofnun
komist að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að flokka
þennan bruna sem stórbruna og að ekki hefðu ver-
ið slíkir annmarkar á slökkvistarfinu að ástæða
væri til að rannsaka það nánar. Nokkru seinna
kom fram að tjónið hefði numið um 50 milljónum
króna, sem þykir ákaflega vel sloppið miðað við
þau gífurlegu verðmæti sem voru í húfi. Ennfrem-
ur segir í bréfinu að starfsmenn Brunamálastofn-
unar hefðu ekki séð ástæðu til að skrifa sérstaka
skýrslu um brunan í Strýtu og töldu að starfs-
menn Slökkviliðs Akureyrar hefðu staðið eðlilega
að verki við erfiðar aðstæður.
Þá kemur fram í bréfi brunamálastjóra að
tækjabúnaður Slökkviliðs Akureyrar hafi verið
mjög góður á landsmælikvarða, endurnýjun bún-
aðar með eðlilegum hætti og aðstaða í slökkvistöð
til fyrirmyndar. Þá þykir starfsemi eldvarnaeft-
irlits á starfssvæði Slökkviliðs Akureyrar hafa
verið mjög góð.
Brunamálastjóri um brunann í Strýtu á Akureyri á síðasta ári
Þakka má skilvirku slökkvistarfi
að bjarga tókst miklum eignum
Magnús Ólafsson læknir ásamt
Kjartani Ólafssyni félagsfræðingi,
Rósu Eggertsdóttur sérfræðingi og
Kristjáni Má Magnússyni sálfræð-
ingi fjallar um rannsókn sína á
tengslum þyngdar grunnskólabarna
við líðan og námsárangur á fræðslu-
fundi sem haldinn verður í Háskól-
anum á Akureyri, Þingvallastræti á
þriðjudag, 3. desember kl. 16.15.
Gagna var aflað hjá börnum í 4., 7.
og 10. bekk á þjónustusvæði Heilsu-
gæslunnar á Akureyri. Í erindum
þeirra verður sagt frá helstu nið-
urstöðum rannsóknarinnar.
Rannsókn þessi var kynnt á lækna-
þingi nú í haust en hún var valin úr
hópi margra annarra sem ein hin at-
hyglisverðasta.
Á NÆSTUNNI
Liverpool-klúbburinn á Íslandi efn-
ir til „fánadags“ í Nýja bíói á Ak-
ureyri á sunnudag, 1. desember. Á
slíkum dögum eru stuðningsmenn
liðsins hvattir til að mæta í bún-
ingum og skapa góða Anfield-
stemningu, segir í frétt frá klúbbn-
um.
Dagskráin hefst kl. 11 með því að
sýnd verða brot úr gömlum leikjum
Liverpool. Getraunir og leikir verða
í gangi og allar konur sem mæta í
Liverpool-búningi fá verðlaun. Leik-
ur Liverpool og Man. Utd hefst svo
kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis.
Jólasýning ellefu félaga í Samlag-
inu verður opnuð þar á morgun,
laugardaginn 30. nóvember. Sam-
lagið er í Listagili, Kaupvangs-
stræti.
Samlagið er listmunaverslun sem
myndlistarmenn af Norðurlandi
reka og hafa til sýnis og sölu verk
sín, sem eru m.a. vefnaður, leir, mál-
verk, grafík, teikningar og mósaík.
Opið er alla daga fyrir jól nema
mánudaga frá kl. 14 til 18 og á laug-
ardögum frá kl. 11 til 16.
Á MORGUN
ÍSLANDSKLUKKUNNI sem
stendur við húsnæði Háskólans
á Akureyri verður hringt í tilefni
af fullveldisdeginum, 1. desem-
ber. Boðið verður upp á hátíð-
ardagskrá þar sem tvö erindi
verða flutt. Björn Ingólfsson,
skólastjóri í Grenivíkurskóla,
kynnir nýútgefna bók sína,
„Bein úr sjó. Um fisk og fólk í
Grýtubakkahreppi“ og fjallar
um mikilvægi sjávarútvegsins
fyrir sjálfstæði Íslendinga og
Elín Díanna Gunnarsdóttir, sál-
fræðingur og lektor við HA, flyt-
ur stutt erindi um streitu og tek-
ur sérstaklega fyrir þá streitu
sem fylgir jólaundirbúningnum.
Eftir að erindunum lýkur mun
Hermann Óskarsson, dósent og
varaforseti háskólaráðs, flytja
ávarp við Íslandsklukkuna sem
síðan verður hringt tvisvar sinn-
um fyrir árið 2002.
Dagskráin hefst klukkan 14 í
hátíðarsal Háskólans og allir
eru velkomnir.
Íslands-
klukkunni
hringt
SKAUTAFÉLAG Akureyrar átti
21 keppanda á Íslandsmóti barna
og unglinga í listhlaupi á skautum,
sem fram fór í Reykjavík nýlega
og komu stúlkurnar heim hlaðnar
verðlaunum. Keppt var í 9 flokkum
á mótinu og átti SA keppendur í 7
flokkum. Áhugi á íþróttinni fer
vaxandi og fjöldi keppenda eykst
ár frá ári. Fyrir tveimur árum átti
SA aðeins 12 keppendur á mótinu.
Fjórar stúlkur frá SA unnu til
gullverðlauna á Íslandsmótinu að
þessu sinni; Audrey Freyja Clark í
13-14 ára flokki A, Sigrún Lind
Sigurðardóttir í 9-10 ára flokki A,
Guðný Ósk Hilmarsdóttir í 9-10
ára flokki B og Erla Guðrún Jó-
hannesdóttir í flokki B 8 ára og
yngri.
Þrjár stúlkur frá SA unnu til
silfurverðlauna, Kristín Helga Haf-
þórsdóttir 11-12 ára flokki A,
Telma Eiðsdóttir 9-10 ára flokki B
og Urður Ylfa Arnarsdóttir í
flokki B 8 ára og yngri. Þá vann
Thelma Rut Hafliðadóttir til brons-
verðlauna í 13-14 ára flokki B. Stúlkurnar frá Skautafélagi Akureyrar sem þátt tóku í Íslandsmóti barna og unglinga í listhlaupi á skautum.
Íslandsmót barna og unglinga
í listhlaupi á skautum
Góður árangur
norðanstúlkna
„MÉR fannst rosalega gaman og
mennirnir um borð tóku svakalega
vel á móti mér,“ segir Karl Guð-
mundsson, Kalli, en hann fór með
skólafélögum sínum í 10. bekk
Lundarskóla í sjóferð út á Pollinn
við Akureyri með skólaskipinu
Dröfn á dögunum.
Karl er bundinn hjólastól og seg-
ir hann aðgengið um borð í skipinu
ekki miðað við að menn ferðist um í
slíkum farartækjum. „Það var allt
mjög þröngt, en allt í lagi þegar ég
var kominn niður til að hlusta á
fiskifræðinginn frá Hafró segja
okkur margt mjög áhugavert,“ seg-
ir Kalli. Eftir fyrirlesturinn fóru
krakkarnir á annan stað í skipinu,
„en ég komst varla þangað, en það
var í lagi því Hafró-maðurinn kom
með fullt af sjávardýrum til að sýna
mér.“
Með honum í för var Sigrún
Fanney Sigmarsdóttir, þroskaþjálfi
í Lundarskóla, og hún tekur undir
með Kalla varðandi móttökurnar
um borð. „Ég vissi að aðgengið
væri ekki gott fyrir hjólastóla og
satt best að segja leist mér ekkert
á þegar við þurftum að fara niður
þröngan stiga, en mennirnir um
borð voru einstaklega liprir. Alveg
til fyrirmyndar,“ segir Sigrún
Fanney.
Kalli segir að þegar krakkarnir
voru búnir að skoða sig um inni
hafi verið farið út á dekk. „Ég hélt
að þeir myndu veiða fleiri fiska en
þeir gerðu,“ segir hann. Þegar
skólafélagar hans fóru að gera að
aflanum valdi Kalli að fara upp í
brú, „og þar sat ég í skipstjór-
astólnum og var fræddur um öll
tæki og tól sem þar voru. Ég gat
fylgst með því sem krakkarnir voru
að gera í gegnum sjónvarpið allan
tímann,“ segir Kalli en hann var
mjög ánægður með ferðina, sem
tókst vel í alla staði. „Og ég væri
alveg til í að fara aðra svona ferð,
nema sú mætti vera aðeins lengri.“
Karl Guðmundsson fór á sjó með skólaskipinu Dröfn
Væri alveg til í að fara
aftur og vera lengur
Morgunblaðið/Muggur
Skólafélagarnir fræðast um fiskana, en Kalli gat fylgst með á skjá.Kalli í skipstjórastólnum.
Morgunblaðið/Muggur
ÁÆTLAÐ er að tekjur Akureyrar-
bæjar verði tæplega 7,9 milljarðar
króna á næsta ári. Fyrri umræða um
fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar
fyrir árið 2003 verður á fundi bæj-
arstjórnar næsta þriðjudag, en hún
var tekin fyrir í bæjarráði á fimmtu-
dag.
Á þeim fundi var lögð fram tillaga
um að útsvarsprósenta í staðgreiðslu
opinberra gjalda á næsta ári verið
óbreytt frá því sem nú er eða 13.03%
af álagningastofni.
Gert er ráð fyrir að skatttekjur
nemi tæplega 3,9 milljörðum króna
og aðrar tekjur um 4 milljörðum,
þannig að tekjur verða samtals um
7,9 milljarðar. Rekstrargjöld eru
áætluð um 7,4 milljarðar króna.
Bróðurpartur útgjaldanna er
vegna fræðslu- og uppeldismála, eða
rúmir 2 milljarðar króna. Fé-
lagsþjónustan kostar um 477 millj-
ónir, til íþrótta- og tómstundamála
fara rúmlega 455 milljónir króna,
216 til menningarmála, 140 vegna
gatna, umferðar- og samgöngumála,
101 milljón vegna umhverfismála og
82 milljónir eru áætlaðar til bruna-
mála og almannavarna.
Fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar
Áætlað að
tekjur nemi
um 7,9
milljörðum