Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 35

Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 35 TILNEFNINGAR til Íslensku tónlistarverðlaunanna vorðu kunn- gjörðar í Borgarleikhússinu í gær, en verðlaunin verða afhent í níunda skipti í Borgarleikhúsinu 23. janúar og verður athöfnin send út í beinni útsendingu á RÚV. Kynnar verða Gísli Marteinn Baldursson og Guð- rún Gunnarsdóttir. Í heildina hafa 43 aðilar unnið í 14 mismunandi dómnefndum sem allar voru skipaðar af fagfélögum tónlistargeirans. Þessar dómnefnd- ir hafa nú unnið úr hundruðum til- nefninga. Hópur fólks, tónlistar- menn, fjölmiðlafólk og tónlistaráhugamenn, hefur komið sér saman um þrjár til sex tilnefn- ingar í 14 flokkum. Sjö flokkar eru í popp- og rokktónlist, þrír í sígildri tónlist og þrír flokkar í djasstónlist. Það eru Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Sam- band tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar sem standa fyrir verð- launaafhendingunni. Sígild- og nútímatónlist Flytjandi ársins 1. Caput. 2. Hamrahlíðarkórinn og Þorgerður Ingólfsdóttir. 3. Kammersveit Reykjavíkur. 4. Kolbeinn Bjarnason. 5. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómplata ársins 1. Baldr eftir Jón Leifs. 2. Bon appétit – frönsk barokktón- list / Barokkhópurinn (Fermata). 3. Guðný Guðmundsdóttir – ein- leiksverk fyrir fiðlu (Polarfonia). 4. Kristinn Hallsson – safndiskur (Söngvinir Kristins). 5. Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi Sveinsson (CPO). 6. Vorkvæði um Ísland / Hamra- hlíðarkórinn (Smekkleysa). Tónverk ársins 1. Áskell Másson, Hyr. 2. Haukur Tómasson, Langur skuggi fyrir strengjaseptett. 3. John Speight, Jólaóratórían Barn er oss fætt. 4. Jón Nordal, Gríma fyrir kamm- ersveit. 5. Þórður Magnússon, Strengja- kvartett nr. 2. Djasstónlist Tónverk ársins 1. Kúbanska eftir Tómas R. Einarsson. 2. Meski eftir Davíð Þór Jónsson. 3. Yggur eftir Jóel Pálsson Weep- ing. 4. Rock eftir Skúla Sverrisson & Eyvind Kang. Tónlistarflytjandi ársins 1. Jóel Pálsson. 2. Davíð Þór Jónsson/ Óskar Guðjónss./ Skúli Sv. 3. Björn Thoroddsen/ Tómas R. Einarsson. Hljómplata ársins 1. Fagra veröld – Sunna Gunnlaugsdóttir. 2. Raddir þjóða – Sigurður Flosa- son og Pétur Grétarsson. 3. Rask – Davíð Þór Jónsson. 4. Septett – Jóel Pálsson. 5. Tylft – Hilmar Jensson. Ýmis tónlist Hljómplata ársins 1. Eftir þögn: Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson. 2. Englabörn: Jóhann Jóhannsson. 3. Guð og gamlar konur: Anna Pál- ína Árnadóttir. 4. Raddir þjóðar: Sigurður Flosa- son og Pétur Grétarsson. 5. Söngvaskáld: Hörður Torfason. Popptónlist Bjartasta vonin 1. Hera. 2. Singapore Sling. 3. Búdrýgindi. 4. Santiago. 5. Worm is green. 6. Afkvæmi guðanna. 7. Þórunn Antonía. Myndband ársins 1. Singapore Sling – Listen. 2. Ensími – Brighter. 3. Írafár – Allt sem ég sé. 4. Í svörtum fötum – Dag sem dimma nátt. 5. Land og synir – If. 6. Gus Gus – Dance you down. Flytjandi ársins 1. Apparat Organ Quartet. 2. Bubbi. 3. Ensími. 4. Leaves. 5. Múm. 6. Sigur Rós Söngvari ársins 1. Arnar Guðjónsson (Leaves). 2. Björn Jörundur Friðbjörnsson (Nýdönsk). 3. Bubbi. 4. Egill Ólafsson (Stuðmenn). 5. Jón Þór Birgisson (Sigur Rós). 6. Páll Rósinkranz. Söngkona ársins 1. Birgitta Haukdal (Írafár). 2. Hera Hjartardóttir. 3. Margrét Eir Hjartardóttir. 4. Ragnhildur Gísladóttir (Stuðmenn). 5. Urður Hákonardóttir (Gus Gus). 6. Þórunn Antónía. Lag ársins 1. Leaves – Catch. 2. Sigurrós – Lag nr. 4. 3. Írafár – Ég sjálf. 4. Ske – Julietta 2. 5. Sálin – Þú fullkomnar mig. 6. Bubbi – Við Gróttu Plata ársins 1. Bubbi Morthens – Sól að morgni. 2. KK – Paradís. 3. Leaves – Breathe. 4. Móri – 5. Sigur Rós – ( ). 6. Ske – Life, Death, Happiness & Stuff. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Bubbi Morthens, tilnefndur í fjórum flokkum, ræðir við Skúla Helgason. Bubbi, Leaves og Sigur Rós með fjórar tilnefningar Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna YFIRLITSSÝNINGIN á fellihús- gögnum Óla Jóhanns Ásmundssonar sem þessa dagana stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ er skemmtilegt innlegg í sýningarflóru safna á höfuðborgarsvæðinu. Upphaf fellihúsgagna Óla Jó- hanns má rekja til hönnunar hans á stólnum Delta árið 1995, en stóllinn hefur vakið umtalsverða athygli er- lendis í kjölfar Heimssýningarinnar í Hannover árið 2000. Óli Jóhann hefur síðan hannað fleiri fellihús- gögn í kjölfar Delta og er gaman að virða fyrir sér þá þróun sem orðið hefur í hönnun hans sl. sjö ár. Þau fellihúsgögn sem á eftir hafa komið virðast til að mynda sækja meira í smiðju hefðbundinna húsgagna án þess að gengið sé á hagnýtnina og einfaldleikann en hann gerði við hönnun Delta sem, þrátt fyrir ein- faldleikann, er einnig óneitanlega margbrotinn og ekki úr vegi að líkja honum við skúlptúr líkt og Gísli Sig- urðsson gerði á sínum tíma. Í nýrri verkum Óla Jóhanns hafa enn frem- ur hráar brúnir fellistólsins víða ver- ið slípaðar upp, til að mynda við gerð stólana Trigon og Fjölnis, sem báðir eru unnir á þessu ári, og við gerð Fjölnis hefur Óli Jóhann enn fremur leitast við að hanna húsgagn sem kallaðist á við varanleika hæginda- stólsins. Sú hugmyndafræði sem fellihús- gögnin byggjast á er óneitanlega áhugaverð og vel við hæfi í þjóð- félagi nútímans. Þó íslenskur veru- leiki byggist enn á nægu rými fyrir hvern einstakling er veruleikinn í stórborgum vesturs og austurs allt annar. Hátt húsnæðisverð og tak- markað rými hefur víða í för með sér að híbýli manna eru smá í sniðum og hefur eins herbergis íbúðum til að mynda fjölgað töluvert í London á undanförnum árum. Slíkur veruleiki kallar á nýstárlegar hugmyndir, hagkvæmni og húsgögn sem geta látið lítið fyrir sér fara. Fellihúsgögn Óla Jóhanns mæta einmitt slíkum kröfum og það er gaman að sjá slíka framsýni í hagkvæmni og hugviti ís- lensks hönnuðar og arkitekts. Á vit framtíðar MYNDLIST Hönnunarsafn Íslands Sýning stendur til 1. desember. Safnið er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga. ÓLI JÓHANN ÁSMUNDSSON – FELLI- HÚSGÖGN 1995-2002 Morgunblaðið/ÞorkellFjölnir sem stóll og aftur samsettur sem sófi. Anna Sigríður Einarsdóttir GUÐMUNDUR Sigurðsson, heið- urslistamaður Borgarness, opnar sýningu á nýjum olíumálverkum í Listasafni Borgarness í dag, laug- ardag, kl. 15. Verkin eru öll unnin á þessu ári og eru tileinkuð Borg- arbyggð. Þetta er 9. einkasýning Guðmundar en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér- lendis og á Norðurlöndunum. Sýningin stendur til 23. desem- ber. Þá verður í Safnahúsi Borg- arfjarðar, þar sem Listasafn Borg- arfjarðar hefur aðsetur, opnuð sýn- ing á skátastarfi í Borgarnesi í anddyri safnhússins kl. 14. Í desem- ber 1962 komu eldri kvenskátar í Borgarnesi saman og stofnuðu Svannasveitina Fjólur. Í tilefni af 40 ára afmælinu verða sýndir mun- ir og myndir frá skátastarfi í Borg- arnesi síðastliðin 60 ár. Sýningin stendur til 30. janúar. Sýningarnar eru opnar virka daga kl. 13-18 og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum Guðmundur Sigurðsson með verk sín í baksýn. Borgar- fjörður í nýju ljósi Þjóðleikhúsið – Viktoría og Georg Síðasta sýning á verki Ólafs Hauks Símonarsonar, Viktoríu og Georg, verður á Litla sviði Þjóð- leikhússins í kvöld, laugardags- kvöld. Verkið byggist á ástarsambandi sænsku skáldkonunnar Victoriu Benedictsson og danska bók- menntajöfursins Georgs Brandesar. Með hlutverk Viktoríu fer Guð- rún S. Gísladóttir, Þröstur Leó Gunnarsson leikur Georg en Nanna Kristín Magnúsdóttir þjónustu- stúlkuna Ingeborgu. Borgarleikhúsið – Kryddlegin hjörtu Síðasta sýning Leikfélags Reykjavíkur á Kryddlegnum hjört- um í Borgarleikhúsinu verður í kvöld, laugardagskvöld. Verkið var frumsýnt sl. vor með Nínu Dögg Filippusdóttur og Gísla Erni Garð- arssyni í hlutverkum elskendanna ungu sem ekki mega eigast, Titu og Pedros. Önnur helstu hlutverk eru í höndum Eddu Heiðrúnar Backman, Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur, Jó- hönnu Vigdísar Arnardóttur, Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur og Jó- hanns G. Jóhannssonar. Síðustu sýningar HEIMSINS heimskasti pabbi eftir Mikael Torfa- son kom nýlega út í bæði Finnlandi og Danmörku og fær lofsamlegar mót- tökur. Bókin var á sínum tíma tilnefnd til Bókmenntaverð- launa Norðurlanda- ráðs. Í ritdómi sem birtist nýlega í finnska blaðinu Matkaan segir: „Bit- urleiki verksins er þrunginn samfélags- gagnrýni sem þrátt fyrir íslensk einkenni ratar beint inn í finnsk- an veruleika – við lifum jú í heimi hnattvæðingar …“ Fjallað er um firringu og ógeðfelldan hugsanahátt aðalpersónunnar og sagt að „bókin sé alls ekki til þess fallin að upp úr henni sé lesið hátt á kvöldin þegar fjöl- skyldan er saman komin“. Í stærsta síðdegisblaði Finna, Ilta-Sanomat, segir að texti bók- arinnar sé „hnitmiðaður nor- rænn prósi af bestu gerð“. Det kristelige dagblad í Danmörku birti einnig nýlega umsögn um verkið og þar segir m.a. að aðalpersónan, Mar- teinn, sé afar áhuga- verð: „…þrátt fyrir allan ömurleikann er hann viðkvæmur inn við beinið og trúir því að einhvers staðar sé lausnina að finna og hann geti lifað með þær byrðar sem lífið hefur lagt honum á herðar. Þessi viðkvæmni er fullkomin andstæða hins harðsoðna, gam- ansama og hraða frásagnarstíls bókarinnar (…) í þessari bók hefur Mikael Torfason skapað einkar trúverðuga og áhuga- verða persónu sem er í senn fyndin og átakanleg.“ Í Danmarks Radio sagði gagnrýndandinn um bókina: „Einstaklega vel heppnuð bók eftir einn af stærstu og yngstu höfundum Íslands. Fylgist með honum.“ Heimsins heimskasti pabbi fær góða dóma Mikael Torfason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.