Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 49 ✝ Þóra Guðmunds-dóttir fæddist á Hoffelli í Nesjum í Hornafirði 24. sept- ember 1908. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði á Höfn 21. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson, bóndi í Hof- felli, f. 26. desember 1875, d. 21. mars 1947, og Valgerður Sigurðardóttir, hús- freyja, f. 5. maí 1872, d. 18. ágúst 1949. Þóra var yngst systkina sinna en þau sem upp komust voru: Halldóra, hús- freyja í Akurnesi, Skúli, lést á barnsaldri, Helgi og Leifur, bænd- ur í Hoffelli. Hinn 1. júlí 1928 giftist Þóra Sigurbergi Árnasyni frá Svínafelli samvistum. Þau eiga eitt barn. Maki II, Helga Friðriksdóttir, slitu samvistum. Þau eiga eitt barn og tvö barnabörn. Maki III, Þorgerður Pálsdóttir, slitu sam- vistum. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 6) Sigurbjörg, f. 1940, maki Þórir Stefánsson, látinn. Þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. 7) Valgerður, f. 1941, maki Konráð Vilhjálmsson. Þau eiga átta börn og tíu barnabörn. 8) Jónas Björgvin, f. 1943, d. 1991, maki Auður Lóa Magnúsdóttir. Þau eiga eitt barn. 9) Gróa Rann- veig, f. 1944, maki Erlingur Ragn- arsson, skilin. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 10) Sigríður Ingibjörg, f. 1947, maki I, Sigurð- ur Björnsson, skilin. Þau eiga sex börn og níu barnabörn. Maki II, Sigurbjörn K. Haraldsson. Þóra fluttist að Svínafelli í Nesj- um á brúðkaupsdaginn sinn og bjó þar alla tíð. Afkomendur Þóru og Sigurbergs eru orðnir hundrað og tólf. Útför Þóru fer fram frá Hafn- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hoffellskirkjugarði. í Nesjum, f. 9. desem- ber 1899, d. 10. júlí 1983. Sigurbergur var sonur hjónanna Árna Bergssonar og Þórunnbjargar Jónas- dóttur. Börn Þóru og Sig- urbergs eru: 1) Sigur- jón, f. 1931, maki Heiðbjört Jóhannes- dóttir. Þau eiga þrjú börn og tíu barna- börn. 2) Árni, f. 1932, maki Elín Hrefna Hannesdóttir. Þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. 3) Gísli, f. 1934, maki Sigríður Magnúsdóttir. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Arnbjörn, f. 1936, maki Arn- björg Sveinsdóttir, skilin. Þau eiga fjögur börn og ellefu barna- börn. 5) Guðmundur, f. 1937, maki I, Kristrún Óskarsdóttir, slitu Þær eru margar töfrasmíðarnar sem vekja eftirtekt þegar skyggnst er um í Hornafirði. Óvenjuleg fjöl- breytni í náttúrufari skapar þetta sérstæða umhverfi. Undirlendið er ýmist grasi gróið eða sandi orpið, sem ýmist kolmórauð jökulvötn eða tærar bergvatnsár greinast um, fjöllin með öllum sínum óreglulegu línum og litum rísa við norðurjaðar byggðarinnar og svo eru það jökl- arnir þar sem fannafaldinn ber við hæstu tinda og skriðjöklarnir eiga upptök sín. Þá staði má finna sem mannlífið er hluti af þessari mynd. Það á t.d. við um Svínafellsfjallið og umhverfið þar í kring. Þegar saga þess mann- lífs sem þetta fjall hefur fóstrað við rætur sér er rifjuð upp er eins og fjallið rísi og máttur þess að stöðva jökla og verja byggðina verður enn skýrari. Að veita vegfarendum beina og vísa þeim til vegar, að rækta og bæta landið, ösla yfir stórfljótið hvert sinn þegar að heiman er farið er hluti af þessu stórbrotna um- hverfi. Tilefni þessarar upprifjunar nú er að hinn 21. síðastliðinn kvaddi Þóra í Svínafelli þennan heim. Að baki var sérstæður og merkur lífs- ferill í níutíu og fjögur ár. Samanof- inn stórbrotinni náttúru og litríku mannlífi. Þóra átti traustan og góðan upp- runa. Foreldrar hennar, Guðmundur Jónsson og Valgerður Sigurðardótt- ir, sem áttu lífsstarf sitt í Hoffelli, voru þekkt fyrir höfðingsskap. Eins var um systkini hennar, Helga og Leif, bændur í Hoffelli, og Halldóru, húsfreyju í Akurnesi, að þar fór mik- ið höfðingsfólk. Þeir hæfileikar Þóru, dugnaður og vandvirkni, sem voru ríkastir í fari hennar voru henni í blóð bornir. Þóra var yngst í þess- um systkinahópi, fædd árið 1908. Í Hoffelli átti hún góð þroska- og upp- vaxtarár. Þar var fjölmennt heimili og gestkvæmt. Verkefni voru fjöl- breytt. Auk venjulegra bústarfa voru smíðar og hannyrðir hvers kon- ar stundaðar í ríkum mæli. Margir áttu því leið að Hoffelli, m.a. til að fá tæki smíðuð eða viðgerð. Haustið 1926 settist Þóra á skólabekk í Kvennaskólanum í Reykjavík en einnig vann hún um tíma hjá Andrési Andréssyni klæðskera þar sem hún lærði karlfatasaum. En nú tók alvara lífsins við. Hinn 1. júlí árið 1928 fór fram í Hoffelli systkinabrúðkaup Þóru og Sigur- bergs og Rögnu og Leifs. Sigurbergur var fæddur í Svína- felli, sonur hjónanna Árna Bergs- sonar og Þórunnbjargar Jónasdótt- ir. Nýja húsmóðirin í Svínafelli var því ekki langt að komin, hún þekkti vel til búskaparhátta í Svínafelli. Bú- skaparsaga Þóru og Sigurbergs, sem varði til ársins 1962, var nú hafin. Í búskap sínum farnaðist Svína- fellshjónunum með ágætum. Það réðst af óvenjulegum dugnaði þeirra og myndarskap. Heyforði var þar jafnan nægur þótt engjar þyrfti að sækja yfir Fljótin. Margt er það sem fest hefur í huga frá þessum tíma sem vitnar um þessa sérstöku heim- ilishætti í Svínafelli. Eitt sinn á barnsárum mínum fór ég að Svína- felli með móður minni. Erindið var að fá aðstoð Þóru systur sinnar við að prjóna fatnað á börnin sín. Það var auðvitað mikil eftirvænting að fara í heimsókn að Svínafelli, sér- staklega að hitta frændurna sem voru á líku reki. Ég svaf í rúmi hjá tveimur þeim elstu. Árni var færður til fóta svo rýmra væri um okkur Sigurjón til höfða. Í kolsvarta myrkri um morguninn vaknaði ég við að strákarnir voru farnir að klæða sig. Það þurfti að koma fénu á beit og hrossum á haga. Svo tóku við gjafir og dagsverkið endaði með smölun fjárins innan úr fjalli. Þegar ærnar voru hýstar skiptu þær sér í fjárhúsin eftir aldri svo þær færu saman sem væru jafnfljótar að éta og jafnduglegar að bíta. Svo fengu líka yngstu og elstu ærnar drýgri gjöf á garðann sinn. Þetta kunnu strákarnir í Svínafelli upp á sína tíu fingur. Þegar prjónaskapnum var lokið var haldið heim. Austurfljótin voru á ísi svo heimferðin gekk vel. Ég hafði orð á að mér þættu siðirnir í Svínafelli nokkuð sérstakir. Á morgnana væru strákarnir uppi á undan hönunum og svo væru þeir ekki fyrr búnir að skríða undir sæng en þeir væru farnir að hrjóta og varla var nokkur tími til að leika sér, mikið var þetta ólíkt því sem var í Hoffelli. Svar móður minnar er ógleymanlegt: „Í Svínafelli er birtan notuð eins og mögulegt er til að störfin gangi sem best.“ Eitt sinn þegar Sigurbergur var í vinnu úti í sveit hélt hann til hjá okk- ur á Seljavöllum í nokkra daga. Sig- urbergur hélt auðvitað venjum sín- um með að ganga til verka miklu fyrr en aðrir gerðu. Þegar húsmóð- irin á Seljavöllum var við matreiðslu morgunverðarins hafði hún orð á hversu vinnudagur Sigurbergs væri langur, svaraði hann að bragði: „Enginn verður auðugur af iðju- leysi.“ En þrátt fyrir að mikið væri starf- að í Svínafelli var þó jafnan góður tími til að gera öðrum greiða. Þeir sem áttu leið yfir Fljótin gátu reitt sig á fylgd frá Svínafelli. Frásögn Steinþórs á Hala um komu Suður- sveitunga að Svínafelli í kaupstaðar- ferð þessara erinda er í minnum höfð. Sigurbergur var ekki heima en Þóra, sem bar barn undir belti, sagð- ist vera reiðubúin til fylgdar yfir Fljótin. Steinþór komst svo að orði að ekki hefði hann í annan tíma skammast sín meira en svona var líf- ið í Svínafelli. Fólkið þar þekkti brot- in á Fljótunum sem stundum gátu haldist um nokkurt skeið og svo var straumlagið líka góð leiðsögn fyrir þá sem vel þekktu til. Eftir að Sigurbergur og Þóra létu af búskap fór Þóra í heimsóknir til barna sinna og dvaldi þar um tíma. Hjá dætrum sínum vann hún við hannyrðir ýmiskonar, einkum þó saum á upphlutum. En eftir að um hægðist við bústörfin og áhugi kvenna jókst á að klæðast þjóðbún- ingnum tók Þóra sér fyrir hendur að sauma þjóðbúninginn þegar eftir var leitað. Ferðaðist Þóra víða um land þessara erinda og alls mun hún hafa saumað nær tvö hundruð þjóðbún- inga. Í þessum efnum kunni Þóra vel til verka en fyrsta upphlutinn saum- aði hún á sjálfa sig, þá fjórtán ára. Þótt ætla mætti að Þóra hefði nú rýmri tíma hagaði hún störfum með svipuðum hætti og áður. Tók daginn snemma og vann fram á kvöld eftir því sem henni fannst við þurfa. Eng- ar tók hún peningagreiðslur fyrir saumaskapinn en óskaði eftir að þær konur sem hún vann fyrir sendu henni mynd þar sem skartað væri þjóðbúningnum. Margar þessar kon- ur sýndu Þóru mikla ræktarsemi og myndir fékk hún víða að sem hún varðveitti vel. Þóra og Sigurbergur eignuðust tíu börn. Eitt barna þeirra, Jónas Björgvin, lést fyrir nokkrum árum. Einstakur dugnaður og verklagni er einkennandi fyrir þennan systkina- hóp og eins er um afkomendur þeirra. Þóra var fremur há vexti, grönn með vörpulegu yfirbragði. Góður vitnisburður um þrek hennar eru ár- in hennar níutíu og fjögur. Tvö síð- ustu árin dvaldi hún á hjúkrunar- heimilinu á Höfn en stundaði þó handverk sitt lengst af. Í Svínafelli hélt Þóra fallegt hemili. Nábýlið við fólkið á efri hæðinni, Gísla og Sigríði Magnúsdóttur, tengdadóttur Þóru, var henni afar mikilvægt og gaf henni þann stuðning svo að hún byggi við öryggi. Það var fyrir tæpu ári að við Þóra hittumst við jólamessu í Hoffelli. Hún lét þess þá getið að það yrði síð- asta kirkjuferðin þangað. Reyndar var ein ferð ófarin, ferðin sú sem far- in er í dag, þegar Þóra kveður ástvini sína í kirkjunni í Hoffelli. Kirkjunni sem Sigurbergur og Þóra afhentu góða gjöf þegar kirkjan var endur- byggð fyrir nokkrum árum og sem að auki varðveitir listmuni með handbragði Þóru sem hún gaf kirkj- unni. Á þessum stað, undir bröttu fjalli, hömrum girtu, þar sem skrið- um sleppir að fjallsbrún, stendur kirkjan í Hoffelli. Þaðan var eitt sinn horft með ástarblik í augum yfir nak- inn sand, þar sem straumhörð jök- ulvötn byltust einatt um og bær kúrði við rætur Svínafellsfjallsins. Vonir hennar og fyrirheit rættust, í Svínafelli stóð heimili Þóru. Í þessu rismikla umhverfi er nú gott að hvíl- ast eftir níutíu og fjögurra ára lífs- feril. Egill Jónsson. Það kemur ekki á óvart, þegar ní- ræð kona og fjórum árum betur kveður þetta líf. Síðustu árin, þegar líkaminn gat ekki lengur fylgt hug- anum, voru Þóru erfið. Mig iðrar hins vegar þess að hafa ekki kynnst frænku minni fyrr á lífsleiðinni. Ég hafði hitt hana áður, en í júní 1980 tjölduðum ég og vinkona mín, ynd- islega sólardaga, í túninu á Svína- felli. Þóra naut þess að sýna okkur ríki sitt og segja okkur frá leynd- ardómum þess. Hún gekk með okkur upp á Göltinn. Sýndi okkur stuðla- bergsmyndanir og fallega tjörn. Hún sagði okkur, þegar við litum yfir Svínafellsvatnið, að þar hefði hún farið á skautum og sjálf hafði ég séð hana draga þar fyrir. Við horfðum yfir á Hálsa, þar sem Sigurbergur, mannsefnið hennar, Helgi bróðir hennar ásamt Unnari Benediktssyni lögðu upp í ferð á Vatnajökul 15. júlí 1926. Hún fylgdi þeim úr hlaði, en það kom víst ekki til greina á þeim tíma að ungar stúlkur færu á jökul. Hins vegar frétti ég af henni á fjór- hjóli á jöklinum fyrir nokkrum árum. Við fórum líka kringum Svínafells- fjallið og sáum birkikjarrið í Valagili og Stórahvammi. Hún benti okkur á hvar jökullinn hefði fyrrum legið hátt fram á fjallið. Við komum í Öl- dutangagil, þar sem kalksteinn var numinn og ásamt hrafntinnu notaður utan á hús, meðal annars hús föður míns, móðurbróður hennar. Í smala- kofanum í Fremragili var hún fús að sitja fyrir á mynd ásamt sonarsyni sínum. Þóra hafði átt sér þann draum að ganga á Viðborðsfjall. Nú var tækifærið. Gísli bóndi, sonur hennar, ók okkur yfir Suðurfljótin og við héldum þrjár á fjallið, einn þess- ara daga, þegar fegurðin er þar sem þú ert. Ferðin upp gekk vel, síðasti spölurinn í grýttri skoru. Við nutum verunnar á fjallinu. En eitthvað rugl- uðumst við í ríminu við að finna kindagötuna, sem við áttum að fara niður hinum megin. Þóru óx þetta ekki í augum, og hélt beint niður skriður og klettabelti, þar sem burnirót gat með naumindum fest rætur. Í sumar á Skjólvangi minnti hún mig á, að mér hefði verið um og ó. En Þóra var sporlétt og fótviss og lét engan bilbug á sér finna. Frá Við- borðsseli var horft með forundran á okkur gegnum kíki, en mér til hugg- unar, við mundum þá ekki lenda í svelti! Hún sagði okkur gamla sögu af því, þegar stórbóndi einn kom og bað um leiðsögn yfir Austurfljótin. Þóra var tilbúin að sýna honum vað- ið, þekkti það frá deginum áður, en bóndinn lét nú ekki kvennmann og það ófríska vísa sér á vað. Fór svo að bóndinn og fylgdarlið hans náðu blaut og hrakin yfir fljótið. Þeir, sem tóku á móti bóndanum austan megin, gerðu grín að og töldu að hann hefði verið fullsæmdur af leiðsögn Þóru. Er við systurnar komum við útför Hallgerðar, systurdóttur hennar, sólardag sumarið 2001 áttum við Þóra góða stund saman. Hún var með hugann heima á Svínafelli og við gróðurinn. Hún vildi að við sæjum nýgræðinginn, birkið, sem var að vaxa upp á aurunum. Hún ögraði mér og sagði: „Fyrst þú komst við þessa jarðarför, verður þú að koma við mína.“ Við þeirri bón ætla ég að verða og samgleðjast Þóru að hafa varpað frá sér ellibelgnum. Bergþóra Sigurðardóttir. Sú kynslóð sem fædd var rétt eftir aldamótin 1900 er nú óðum að hverfa, þessi kynslóð sem upplifði einhverjar mestu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi. Þetta var kynslóðin sem lifði sitt blómaskeið þegar lífsviðurværið var fengið af landinu og því sem það gat gefið. Jafnframt var íslensk menning og tunga dýrmætasta eignin, nýtt til skemmtunar og fróðleiks. Þóra Guðmundsdóttir byggði sitt bú með Sigurbergi Árnasyni á Svínafelli í Nesjum, bæ sem var um- kringdur hrikalegri náttúru á alla vegu. Jökullinn að norðan og fram úr honum flæddu jökulfjótin austan og vestan við Svínafellslandið. Þarna var lífsbaráttan hörð og mikið reyndi á hæfileika þess fólks sem þarna bjó. Ekki var hægt að komast yfir fljótin nema á kláf, á hesti og svo síðan á bílum sem voru nógu öflugir til þess að hafa á móti straumnum. Það var hugvitið og lagnin sem réðu hvort menn næðu bakkanum hinum meg- in. Á Svínafelli þekktu menn yfir- borð fljótsins og gátu sagt fyrir hvar fært væri í kolmórauðu jökulvatn- inu. Þóra var þar karlmönnunum enginn eftirbátur og kunni að velja vað til að komast yfir án skakkafalla. Þóra var „dóttir langholts og lyng- mós“, einstök myndarkona, fjölhæf og margfróð. Á búskaparárum þeirra Sigurbergs vann hún bæði úti og inni, stóð við heyskap rétt eins og karlmenn og dró hvergi af sér. Heimilið var gríðarlega stórt enda áttu þau Sigurbergur tíu börn sem öll komust upp og mikil vinna var að halda þar öllu til haga. Einnig var mjög gestkvæmt þarna því ferja þurfti fólk yfir fljótin og þegar gesti bar að garði varð að gera þeim öllum til góða. Þrátt fyrir mikla vinnu las Þóra gríðarlega mikið og mundi vel það sem hún las. Það kom enginn að tóm- um kofunum hjá henni varðandi gát- ur og vísur ýmiskonar og gaman hafði hún af því að prófa langskóla- gengna í þekkingu á líkingamáli úr dróttkvæðum. Í einangruninni þurfti að beita miklu hyggjuviti til að lækna smákvilla og Þóra kunni góð skil á grösum og sauð seyði og bjó til græðandi smyrsl. Hún var snillingur í fatasaumi, saumaði fatnað á alla fjölskylduna, saumaði út og síðast á lífsleiðinni saumaði hún íslenskan búning á fjölda kvenna um allt land. Upphlutirnir sem hún saumaði urðu um 300 svo að margar konur þakka Þóru fyrir að geta skartað okkar fagra þjóðbúningi. Þegar nú þessi merkiskona er kvödd situr eftir minningin um stór- brotna konu, eina af þessum sterku og stoltu persónum sem aldrei kvört- uðu, aldrei kröfðust neins fyrir sig en voru alltaf tilbúnar að gefa af sér og sinni umhyggju. Afkomendahóp- urinn er stór og vinirnir margir sem minnast hennar með þökk og virð- ingu. Sigrún Klara Hannesdóttir. Amma Þóra hefur nú fengið lang- þráða hvíld og Sigurbergur afi búinn að fá hana til sín. Lífsafstaða hennar, eins og svo margra annarra af hennar kynslóð, einkenndist af sjálfsbjargarviðleitni, vinnusemi og kristnum gildum. Amma vildi vinna verkin af alúð og samviskusemi, þó ekki endilega með þeirri aðferð sem aðrir töldu vera einfaldasta. Hún var ekki sérstak- lega gefin fyrir að kvarta og sá sjaldnast vandamál sem erfitt væri að leysa. Að fara austur til afa og ömmu var ævintýri líkast fyrir okkur borgar- börnin. Bærinn þeirra er einn af fáum sem ekki er í vegasambandi og þarf yfir jökulfljót að fara. Fljótin eru ekki alltaf greiðfær og jafnvel hættuleg fyrir óvana. Ég man eftir afmælisveislu hjá ömmu þegar ferja þurfti veislugesti yfir í vélskóflu á stórrri vinnuvél. Þetta fannst okkur spennandi. Amma mín var einstaklega spor- létt kona og taldi þau ekki eftir sér. Iðulega var farið með þá sem komu í heimsókn í gönguferð í kringum fjallið eða í það minnsta inn að Vala- gili. Síðari ár þegar jafnvægisleysi fór að gera vart við sig fékk amma sér fjórhjól til að komast á þá staði sem hún unni og til að ná í þau grös sem hún þurfti í seyði sín og smyrsl. Hún bjó yfir talsverðri þekkingu á lækningamætti hinna ýmsu grasa og var ólöt við að útbúa handa þeim sem þurftu. Amma var auk þess af- bragðsgóður kokkur og bjó til bestu kjötsúpu í heimi og ef ég borðaði ekki fjóra til fimm diska af súpunni hélt amma að maður væri annað- hvort lasinn eða henni væri farið að förlast í matargerðinni. Ekki var amma síðri þegar að hannyrðum kom. Hún saumaði á þriðja hundrað upphluti, útsaumsmyndir í tuga tali og ógrynni af ýmiss konar handa- vinnu, sem hún naut þess að gefa sín- um nánustu. Ég sé ömmu fyrir mér sitja á bekknum í eldhúsinu, hvinur heyrist frá olíueldavélinni sem búið er að kveikja upp í. Amma lygnir aftur augunum og frásagnargleðin skín af henni hvort sem það er raunverulegt atvik sem hún er að segja frá eða ást- ir einhverrar heiðarprinsessu sem hún hefur lesið um. Á eldavélinni mallar kjötsúpan. Þessar ljúfu minningar mun ég varðveita. Sigríður Klara Árnadóttir og fjölskylda. ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.