Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 37

Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 37 SÝNINGIN Hraun-ís-skógur er afrakstur samvinnuverkefnis Ís- lands, Lapplands og Grænlands á sviði myndlistarmenntunar. Mark- mið verkefnisins var að tvinna sam- an menningu norðlægra landsvæða, veita dæmigerðri listrænni tjáningu nútímans inn í daglegt líf barna og unglinga og virkja samtímalistina til stuðnings við aðferðir þeirra við að tjá sig. Hlutverk og ábyrgð foreldra og skólakerfis er stöðugt til umræðu í samfélaginu. Lengd viðvera í skól- um, heitur matur í hádeginu, aukin kennsla í lífsleikni – allt þetta stuðlar að því að hlutverk foreldra í uppeldi barna fer minnkandi, margir for- eldrar vilja varpa æ meiri ábyrgð á skólakerfið svo tími þeirra nýtist betur til annarra starfa en uppeldis- starfa. Einnig býður samfélagið for- eldrum sem reyna að ná endum sam- an oft ekki upp á annað en stopular stundir með börnum sínum, eftir langan vinnudag, langan skóla- og leikskóladag. Um helgar bíða svo þrif, þvottar, innkaup og útréttingar. Allt þetta skilur ekki mikinn tíma eftir til listsköpunar eða fjölskyldu- ferða á listasöfn og sýningar, því miður. Þó langar án efa marga for- eldra að vekja áhuga barna sinna á öðru en efnislegum hlutum og skóla- kerfið og myndmenntakennarar gera sitt besta innan þeirra tak- marka sem þeim eru sett. Margir listamenn hafa lagt áherslu á gildi listkennslu, Magnús Pálsson segir t.d. að listkennsla sé listgrein út af fyrir sig. Hugmyndir þýska listamannsins Joseph Beuys um listkennslu voru framúrstefnu- legar á sjöunda áratug síðustu aldar, hann kenndi við Listaakademíuna í Düsseldorf en var á endanum rekinn fyrir að vilja veita ótakmarkaðan aðgang að skól- anum. Hann vildi líka leggja niður listkennslu í því formi sem við þekkj- um hana og finna henni þess í stað farveg innan annarra námsgreina, innan stærðfræðinnar, mannkyns- sögunnar, móðurmálskennslunnar osfrv. Vildi leggja áherslu á hinn skapandi þátt á hverju sviði. Það er vissulega langt í að slíkar hug- myndir komist í framkvæmd, þó hafði hann eitthvað til síns máls. En þangað til við erum hvert og eitt orðin skapandi þátt- takendur í samfélaginu eins og Beuys dreymdi um er það ánægjulegt þegar einhver reynir að stíga út fyrir þann viðtekna ramma skólakerfis og hversdags sem við þekkj- um öll og gera meira, eins og hér er gert. Framgangsmáti verkefn- isins var þannig að undirbúningsfundir voru haldnir á stöð- unum þremur, Akur- eyri, Rovaniemi og Nar- saq. Verkefnið hófst 2001 með vinnu- hópi barna, ung- linga, myndlistar- kennara- og nem- enda sem og starfandi listamanna þar sem fjallað var um viðfangsefnið hraun-ís-skógur. Af- raksturinn var sýndur jafnóðum á vefsíðum. Einn fjarfundur var hald- inn með öllum þátttakendum. Sýn- ingin sjálf var fyrst haldin í Lista- safninu í Rovaniemi, nú á Akureyri og opnar í Nor- ræna húsinu í Reykjavík 15. mars 2003. Á sýningunni eru verk listnemenda og listamanna hlið við hlið. Henni er skipt niður í þrjá hluta eft- ir viðfangsefninu, íslensku hrauni, lappneskum skógi og græn- lenskum ís. Verkin eru mörg og ólík. Tré- skúlptúrar Aðalheiðar S. Eysteins- dóttur eru ákaflega lifandi og skemmtilegir. Verk Ilonu Kivijarvi eru sláandi sterk og lifa í minninu, tengsl hennar við náttúruna byggj- ast greinilega á tilfinningu fyrir hefð, kunnáttu á handverki og sterkri sýn sem einnig er komið til skila gegnum nútímaleg efni. Leirker Sigríðar Ágústsdóttur eru hefðbundnari en falleg og vandlega unnin. Glerverk Buuti Pedersen, Selir anda í gegnum vök, eru mjög grípandi, verk sem mann langar óskaplega að fara með heim og eiga. Gústav Geir Bollason sýnir samhverfur ljósmynda og teikninga þar sem þetta tvennt spil- ar saman á áhugaverðan hátt og mér virðist vera mögulegur sterkur grundvöllur stærri verka. Fullkomn- ari framsetning væri verkum hans án efa til góða. Loks ber að geta frumlegra verka Stefáns Jónssonar þar sem hann vitnar til eldri meist- ara, verk hans eru húmorísk og búa yfir einlægum og bernskum leik en minna um leið m.a. á það hvernig neyslumenning samtímans getur endurunnið þekkt listaverk og gert þau að klisjum. Það kemur vel út að sýna verk listamanna og nemenda samhliða. Á sýningunni í Rovaniemi voru verkin aðskilin en mér finnst það í anda verkefnis sem þessa að gera hér ekki upp á milli reynsluminni- og meiri. Það var líka gaman að sjá myndband um verkefnið og ég hefði alveg viljað fá að sjá meira frá framkvæmd þess eins og virðist hafa verið gert á fyrri sýningunni með dagbókum og ljós- myndum. Ég vona að sem flestir kíki inn í Listasafn Akureyrar áður en sýning- unni lýkur. Allt sem verður á ein- hvern hátt til þess að opna augu nýrra kynslóða fyrir því hvað mynd- listin getur verið skemmtileg og hvað hún hefur margt að bjóða er af hinu góða. Að brjóta ísinn Ragna Sigurðardóttir Verk Ilonu Kivijärvi, Neve, Nýfall- inn snjór, 2000. MYNDLIST Listasafn Akureyrar Til. 15. desember. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. BLÖNDUÐ TÆKNI, LISTAMENN OG LISTNEMENDUR FRÁ ÍSLANDI, LAPPLANDI OG GRÆNLANDI MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Skúla Helgasyni útgáfu- stjóra tónlist- ardeildar Eddu – útgáfu hf. „Í tilefni af vandaðri gagn- rýni Valde- mars Pálsson- ar um geisla- diskinn Uppá- haldslög í flutningi Krist- ins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar langar mig fyrir hönd Eddu útgáfu hf. að koma því á framfæri að þegar hafa verið leiðrétt þau leiðu mistök sem Valdemar vekur máls á í sinni grein. Þar var um að ræða að í bæklingi með geisladiskinum láðist að geta tónskálda þeirra sem eiga verk á Uppáhaldslögum en einungis var getið höfunda texta. Slík handvömm er að sönnu óafsak- anleg en tafarlaust var brugðist við henni hjá útgáfunni þegar mistökin urðu ljós. Prentaður hefur verið nýr bæklingur og skipt um í þeim geisladiskum sem sendir eru í verslanir. Þar með vonum við að þess- um frábæru listamönnum sem standa að útgáfunni hafi verið sýndur sá sómi sem þeim að sönnu ber. Allir hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum.“ Aths. vegna gagnrýni um Uppá- haldslög Kristinn Sigmundsson NÝR sýningarsalur verður opn- aður á Hverfisgötu 39 í dag, laug- ardag, kl. 16. Salurinn er um 50 fm og nefnist Salur #39 við Hverf- isgötu. Sigríður Gísladóttir er fyrst til að sýna verk sín í hinum nýja sal. Yfirskrift sýningarinnar er Vörð- ur og þemað er konur en Sigríður hefur að undanförnu verið að vinna „portret“ af konum. „Fyrir nokkrum árum var ég með sýningu sem hét Aflabrögð á djúpmiðum, þar voru verk af kon- um með feng sinn, fiska. Nú sýni ég Vörður, „portret“ af konum sem varða leiðina. Verkin eru um 30 og heita t.d. Landvörður, Veiðivörður og Stigavörður, myndir af konum í þessum stöð- um, sema varða leiðina, í fortíð og framtíð og eru Vörður,“ segir Sigríður og bætir við að hún hafi á sl. tveimur árum unnið þessi verk. Sigríður útskrifaðist úr málara- deild 1993 frá MHÍ og hefur unnið að myndlist meira og minna síðan. Hún hefur haldið nokkrar einka- sýningar svo og tekið þátt í sam- sýningum. Sýningin verður opin til 12. desember frá kl. 13–18 alla daga. Kristinn Jónsson opnar svo sýn- ingu Sal #39 14. desemer. Ein „Varðanna“ á sýningu Sigríðar Gísladóttur. Vörður í nýju sýn- ingarrými Einföld og áhrifarík leið til grenningar Tilboð í MOGGABÚÐIN mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.