Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Anna SigurveigÓladóttir fædd-
ist á Birningsstöðum
í Ljósavatnsskarði í
Þingeyjarsýslu 18.
ágúst 1941. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 19.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar eru hjónin Sól-
veig Jónsdóttir, f.
25.9. 1917, og Óli A.
Guðlaugsson, f. 17.7.
1916. Anna Sigur-
veig á eldri hálfsyst-
ur, en hún er Alda
Aradóttir, f. 17.10. 1939, faðir
hennar var Ari Þórðarson.
Anna Sigurveig giftist 22.4.
1962,eftirlifandi eiginmanni sin-
um, Sveini Birgi Sigurgeirssyni,
f. 31.7. 1937. Hann er sonur
hjónanna Sigurgeirs Kristjáns-
sonar, f. 22.7. 1912, d. 30.1.1985,
og Pernellu Olsen, f. 20.12. 1913,
d. 11.10. 1991. Einkasonur Önnu
Sigurveigar og Sveins Birgis er
Birgir Óli Sveinsson, f. 3.5. 1961.
Börn hans eru: 1) Gunnar Örn, f.
21.11. 1983, móðir hans er Hólm-
fríður Hermannsdóttir, f. 21.1.
1962. 2) Sveinn Óli, f. 3.9. 1990,
móðir hans er Guðný Sif Njáls-
dóttir, f. 29.1. 1963.
3) Hrannar Marel, f.
26.2. 2002, móðir
hans og eiginkona
Birgis Óla er Rósa
Símonardóttir, f.
24.9. 1971. Þau búa
á Akureyri ásamt
syni sínum og fóst-
ursonum Birgis Óla,
þeim Birgi Snæ, f.
17.6. 1990, og Óttari
Sindra, f. 12.3.
1994.
Anna Sigurveig
fluttist sjö ára göm-
ul til Akureyrar
ásamt foreldrum sínum og syst-
ur. Hún stundaði nám í Barna-
skóla Akureyrar og síðan í
Gagnfræðaskólanum. Hún
kynntist eftirlifandi eiginmanni
sínum á Akureyri og fóru þau að
vinna saman á strandferðaskip-
inu Esjunni. Þau hófu búskap á
Akureyri og Anna Sigurveig
vann á skógerðinni Iðunni þar til
árið 1982, er þau hjónin fluttust
til Reykjavíkur. Hóf hún störf
hjá Bæjarútgerðinni sem síðar
sameinaðist Granda og vann hún
þar, þar til hún lést.
Útför Önnu Sigurveigar fór
fram í kyrrþey.
Elskuleg tengdamóðir mín er lát-
in, langt fyrir aldur fram. Það var
mér mikill heiður að fá að kynnast
þér, þótt tími okkar saman hafi ver-
ið allt of stuttur. Þú varst mjög
elskuleg í alla staði, hörkudugleg
og alltaf svo indæl. Ég á aldrei eftir
að gleyma því hvað þú varst glöð
þegar þú fréttir að þú værir að
verða amma aftur eftir langan tíma
og þegar svo litli prinsinn okkar
fæddist í febrúar og þú komst og
varst hjá okkur um tíma. Það er
svo sárt að hugsa til þess að þú fáir
aldrei að sjá hann labba, heyra
hann tala eða segja amma, eins og
þú ljómaðir öll þegar þú sást hann
og hvað þú hlóst innilega þegar þú
heyrðir í honum í símanum, hann
sem var þér svo mikils virði. Ég sit
hér ein heima hjá þér og hugsa um
allar þær stundir sem við áttum
saman og efst í huga minn kemur
brúðkaupsdagurinn minn og Birgis
Óla, sem var í sumar. Þú varst svo
ánægð með þennan dag því þú
ljómaðir öll og varst alveg einstak-
lega falleg í íslenska búningnum.
Litli prinsinn þinn var líka skírður
þennan dag og fékk nafnið Hrannar
Marel.
Það var bara núna um daginn
sem ég fór að hugsa um það af
hverju við völdum þetta nafn á
hann frekar en hitt nafnið sem kom
svo vel til greina og núna veit ég af
hverju, því að nafnið þitt er í hans
nafni, Hrannar. Það hefur einhver
hvíslað þessu að okkur. Ég lofa þér
því, elsku Anna, að ég skal alltaf
hugsa vel um alla prinsana þína og
þú verður alltaf með okkur bæði í
huga og hjarta.
Hvíl þú í friði, elsku hjartans
Anna mín.
Þín tengdadóttir,
Rósa Símonardóttir.
Þegar mér bárust fréttir af and-
láti frænku minnar Önnu Siggu var
mér brugðið. Það var aðeins rúm
vika frá því að hún greindist með
krabbamein og þar til hún var öll.
Svona er lífið hvort sem okkur líkar
það eður ei. Ég á erfitt með að trúa
því að hún Anna Sigga sé farin yfir
móðuna miklu.
Margar góðar stundir áttum við
saman bæði á Akureyri og hér fyrir
sunnan.
Anna Sigga var móðursystir mín
og var hún aðeins 14 ára þegar ég
fæddist. Hún fylgdist vel með litlu
frænku sinni alla tíð. Anna Sigga
og Sveinn eignuðust sinn einkason
Birgi Óla þegar þau bjuggu á
Brekkugötunni á Akureyri. Þá var
gott að eiga frænku sem passaði
þegar hún var í heimsókn fyrir
norðan.
Frænka mín hafði gaman af allri
list hvort sem það var myndlist,
sönglist eða handverk. Móðir mín
Alda missir ekki bara systur sína
heldur líka mikla vinkonu. Þær
hafa átt marga laugardagana sam-
an síðastliðin ár, t.d.farið á búð-
arrölt, sýningar, kaffihús og margt
fleira.
Ég bið góðan guð að styrkja
Svein eigimann hennar, soninn
Birgi Óla og fjölskyldu hans, afa og
ömmu á Akureyri og aðra ástvini
sem eiga um svo sárt að binda. Við
Ægir og fjölskylda sendum þeim
innilegar samúðarkveðjur.
Anna Sigga er farin. Mér finnst
það óréttlátt og á erfitt með að
sætta mig við það. En minning-
arnar á ég eftir og þær getur eng-
inn frá mér tekið. Þær eiga eftir að
lýsa og lifa um alla framtíð og létta
okkur harminn.
Það er okkar líkn í sárum sökn-
uði.
Blessuð sé minning hennar.
Sólveig Stefánsdóttir.
Mig langar að minnast frænku
minnar Önnu Siggu, en það var hún
ætíð kölluð. Það er svo stutt síðan
ég hitti hana í afmæli mömmu sinn-
ar í september, þá var hún hress og
kát að sjá, eins og hún var æv-
inlega. En hlutirnir breytast fljótt.
Alda systir hennar hringdi í mig
fyrir hálfum mánuði og sagði mér
að Anna Sigga væri fársjúk.
Viku seinna var hún dáin. Hún
tapaði baráttunni við krabbamein-
ið. Þegar við Anna Sigga hittumst
var alltaf stutt í hlátur og glens.
Hún var með afbrigðum létt í lund
og hláturmild. En nú er hláturinn
hennar þagnaður og heyrist ekki
oftar.
Elsku frænka, minningarnar um
þig eru allar ljúfar og ég mun
geyma í minningunni brosið þitt og
hláturinn.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Einar Sveini, Birgi Óla,
Rósu og sonum, einnig Öldu. Síðast
og ekki síst elsku nöfnu minni og
Óla.
Blessuð sé minning þín kæra
frænka.
Sólveig Kristjánsdóttir.
Í dag kveðjum við uppáhalds
frænku okkar, hana Önnu Siggu.
Einlæg lífsgleði hennar, listfengi og
dillandi hlátur hefur fylgt okkur frá
blautu barnsbeini og minning henn-
ar mun fylgja okkur alla tíð. Hún
var listamannssál og kynnti okkur
systur á unga aldri fyrir heimi list-
arinnar með því að draga okkur á
hina ýmsu listviðburði. En hún var
hógvær um sín eign verk og sýndi
þau fáum. Það var helst að list-
sköpun hennar birtist okkur í jóla-
pökkunum. Við munum varla eftir
henni öðruvísi en geislandi af kát-
ínu og hlátur hennar var bráðsmit-
andi. Við teljum okkur vera mjög
lánsamar að hafa átt hana að sem
frænku og vinkonu sem var alltaf
til staðar. Í raun var hún okkur
aukamamma sem fylgdi okkur í
gegnum lífsins stærstu stundir,
studdi í mótlæti og hvatti til dáða.
Minning hennar mun lifa í hjörtum
okkar alla tíð.
Elísabet og Íris Ragna.
ANNA SIGURVEIG
ÓLADÓTTIR
✝ Karl Gunnarssonfæddist í Þykkva-
bæ 22. júní 1924.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu á Patreksfirði
22. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Gunnar Eyjólfsson
bóndi, f. 20. apríl
1894, d. 10. október
1969, og Guðrún
Jónsdóttir húsfreyja,
f. 5. febrúar 1898, d.
23. desember 1960.
Systkini hans eru
Sigurlín, f. 20. nóvember 1920, d.
27. júní 1998, Jón Óskar, f. 3.
mars 1922, Jónína, f. 19. nóvem-
ber 1926, Hafsteinn, f. 11. sept-
ember 1928, Björgvin, f. 15. nóv-
ember 1930, d. 14. febrúar 1965,
Svava, f. 11. júní 1934, Karen
Alda, f. 1. febrúar 1936, og Har-
aldur, f. 2. ágúst 1937.
Karl kvæntist 27. nóvember
1948 Dyljá Gróu Stefánsdóttur
húsfreyju, f. 6. ágúst 1928. For-
eldrar hennar eru Stefán Sig-
urðsson verkstjóri, f. 24. septem-
ber 1892, d. 10.11. 1971, og Ólafía
Bjarnadóttir húsfreyja, f. 26.11.
1903, d. 7.1. 1979. Börn Karls og
Dyljár eru: 1) Eyjólfur, f. 27. júní
1948, maki Steinunn Sveinsdóttir,
f. 8. febrúar 1957. Börn Eyjólfs af
fyrra hjónabandi: Dyljá Erna, f.
17. júlí 1970, Eva Rut, f. 10. októ-
ber 1972, Eyþór Örn, f. 31. októ-
ber 1978. 2) Sigríður, f. 16. októ-
ber 1949, maki Erlendur
Kristjánsson, f. 26. júní 1949.
Börn þeirra: Kristján Rafn, f. 26.
júní 1973, d. 14. september 1995,
Sigríður Filippía, f. 17. mars
1977, og Karl Óttar, f. 17. júlí
1979. 3) Stefán, f. 2. september
1952. Börn hans: Arnar Geir, f. 7.
mars 1975, Bryndís,
f. 31. desember
1979, og Berglind, f.
13. janúar 1983. 4)
Karl Ólafur, f. 10.
desember 1967,
maki Ólöf Guðný
Geirsdóttir, f. 3.
nóvember 1968.
Börn þeirra: Daníel
Geir, f. 7. júlí 1994,
Ellen Björg f. 6. jan-
úar 1999, og Alex-
ander Kristján f. 6.
janúar 1999.
Karl bjó í for-
eldrahúsum í Tobba-
koti í Þykkvabæ þar sem hann
sinnti ýmsum störfum, þá var
hann einnig tvær vertíðir til sjós í
Vestmannaeyjum. Karl fluttist
síðar til Reykjavíkur þar sem
hann vann við ýmis störf m.a. hjá
bretanum, Loftleiðum og í vél-
smiðju. Árið 1949 hóf Karl störf
hjá Strætisvögnum Reykjavíkur,
fyrst sem bifreiðastjóri en síðar
sem vaktformaður og loks eftir-
litsmaður. Karl starfaði hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur í
hartnær 40 ár eða til ársins 1988,
þegar hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Samhliða því starfi
ók Karl og rak leigubifreið, fyrst
hjá Bifröst, en síðan hjá Hreyfli
eftir sameiningu stöðvanna.
Leigubifreiðaakstri hætti Karl er
hann varð sjötugur. Karl og Dyljá
stofnuðu sitt fyrsta heimili í
Mávahlíðinni á árinu 1948. Á ár-
unum 1953 til 1966 bjuggu þau í
Kópavogi, en frá þeim tíma og
allt til ársins 2002 bjuggu þau á
Kleppsvegi 140 í Reykjavík en þá
fluttu Karl og Dyljá til Patreks-
fjarðar.
Útför Karls verður gerð frá
Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku afi Kalli. Okkur langar að
kveðja þig og þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar. Við minnumst
þess sem börn hve mikill gleðigjafi
þú varst, alltaf hress og kátur. Það
var mikið líf og fjör þegar fjöl-
skyldan kom saman. Minningarnar
um þig og allar góðu stundirnar
með þér geymum við í hjarta okk-
ar og biðjum góðan Guð að gæta
þín.
Dyljá, Eva og Eyþór.
KARL
GUNNARSSON
Elsku pabbi minn.
Það er erfitt að trúa því
að þú sért farinn, og
eiginlega er ég ekkert
búin að meðtaka það, finnst þú vera
hjá okkur ennþá.
Margar góðar minningar á ég um
þig og í hvert skipti sem ég hugsa um
þig er ég svo þakklát fyrir að hafa
kynnst þér og fengið að eiga þig sem
pabba, þú ert besti pabbi í heimi. Þú
stóðst alltaf með okkur í gegnum súrt
og sætt og alveg sama hvað gekk á, þá
varstu alltaf tilbúinn að hjálpa. Alltaf
varstu tilbúinn að hvetja okkur áfram
í því sem við vorum að gera og alltaf
fengum við að finna skilyrðislausa ást
frá þér og mömmu. Það sem ein-
kenndi þig var góðmennska og hjálp-
semi, þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa
og lést alltaf alla aðra en sjálfan þig
ganga fyrir.
GYLFI
HALLVARÐSSON
✝ Gylfi Hallvarðs-son fæddist á
Litlu-Vegamótum á
Seltjarnarnesi 13.
ágúst 1937. Hann
andaðist á Landspít-
alanum við Hring-
braut 12. nóvember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Dómkirkjunni 21.
nóvember.
Ein af mörgum minn-
ingum er þegar við vor-
um lítil, þá gerðir þú
upp flottan gamaldags
sleða þar sem einn sat á
sæti og annar stóð fyrir
aftan og ýtti honum
áfram, þú lagðir mikið í
hann, pússaðir og mál-
aðir hann voða flott,
sleðinn varð rosalega
vinsæll í hverfinu og all-
ir krakkarnir öfunduðu
okkur af honum þó þeir
ættu nýjustu og vinsæl-
ustu sleðana á markað-
inum.
Og stundirnar sem maður ætlaði
aðeins að koma við hjá þér og
mömmu, þá kannski teygðist það upp
í tvo tíma því maður var lentur á
kjaftatörn við þig eða að spyrja þig
ráða eða fá sögur hjá þér. Margar
gleðiminningar á ég einmitt um það,
er við erum að tala saman um allt og
ekkert eða ég að spyrja þig ráða. Þú
hafðir nefnilega alltaf góð ráð á
reiðum höndum eða góða sögu. Þú
varst góður í því að semja sögur og
ljóð og ekki vantaði frásagnarhæfi-
leikann, því alltaf þegar ég les sögur
eftir þig sé ég allt fyrir mér og lifi mig
inn í það. Og þú sást ótrúlegustu hluti
úr umhverfinu og gast fengið mann til
að horfa öðruvísi á hlutina með
skemmtilegum og nákvæmum lýsing-
um á manneskjum eða aðstæðum.
Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og
alveg fram á síðustu stundu þótt síð-
asta ár hafi verið erfitt, og aldrei
kvartaðir þú þó þú hafir þjáðst, þú
vildir ekki vera að láta hafa neitt fyrir
þér eða ónáða neinn.
En nú er baráttunni lokið, ég sakna
þín sárt og vildi fá meiri tíma með þér
en er fegin að þjáningu þinni sé lokið,
og held að þú sért að fylgjast með
okkur og halda verndarhendi yfir
okkur.
Þangað til við hittumst aftur.
Þín
Magna Ósk.
Elsku afi. Það var gaman að hafa
þig. Þú ert besti afi minn, ég sakna
þín mjög mikið. Stundirnar sem við
vorum saman voru mjög skemmtileg-
ar, t.d. þegar við fórum í lautarferð,
upp í sumarbústað og til Akureyrar
um verslunarmannahelgina. Það var
mjög gaman á jólunum með þér þótt
þú værir veikur, þú varst góður við
alla í kringum þig. Ég lofa að passa
sumarbústaðinn í staðinn fyrir þig.
Ég veit að þú fylgist alltaf með mér.
Þinn
Gylfi Þór.
Elsku Gylfi afi minn. Þú ert besti
Gylfi afi minn í öllum heiminum. Ég
sakna þín svo mikið. Ég held áfram að
syngja fyrir þig, því ég veit að þú
heyrir í mér og að þú heldur áfram að
passa mig. Og ég skal passa sumarbú-
staðinn vel fyrir þig, elsku afi minn.
Þín
Annarósa Ósk.
Elsku afi. Það er erfitt að missa
þig, allavega þegar ég er svona ung,
þú varst besti afi á öllu jarðríkinu. Ég
man til dæmis þegar þú og amma fór-
uð með okkur í lautarferð á Selfoss,
við tókum með okkur samlokur og
gos til að narta í. Svo man ég líka eftir
því að þið fóruð með okkur í útilegu til
Akureyrar nokkrum sinnum. Stund-
irnar sem við erum búin að vera sam-
an eru svo skemmtilegar allar. Ekki
síst þegar ég bjó alltaf til ljóð og sög-
ur handa þér, þú varst svo hrifinn af
þeim. Ég var líka alltaf hjá þér hérna
heima þegar þú varst veikur. Það eina
sem amma gerði var að hringja í mig,
þá keyrði mamma mig til ykkar og
þegar amma var farin og við vorum
bara tvö heima, gafstu mér alltaf smá
nammi. Síðan horfðum við saman á
sjónvarpið. Við fórum líka svo oft upp
í sumarbústað og höfðum það gott.
Við systkinin vorum úti að leika okk-
ur á meðan amma skar niður snúða
og vínarbrauð, svo kom hún út og
kallaði á okkur. Svo spiluðum við
stundum.
Núna er svo tómlegt allt, þegar við
sváfum hjá ömmu sastu alltaf í stóln-
um þínum en núna þegar við komum
til ömmu er stóllinn tómur. Svo kom-
um við alltaf inn til þín og buðum góða
nótt en núna er plássið þitt autt, en
við söknum þín alltaf og ég veit að þú
fylgist vel með okkur.
Þín
Alda Hrönn.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minning-
argreina