Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson sagði í ræðu
sinni við upphaf miðstjórnarfundar-
ins að örlög og framtíð Íslendinga
tengdust með órofa hætti bræðra- og
vinaþjóðum. „Þegar menn deila kjör-
um með öðrum, jafnvel fullveldi,
verða hinir sömu að eiga fulla aðild að
sameiginlegum ákvörðunum er varða
framtíðarhag,“ sagði Halldór.
Vék hann m.a. að stækkun Evrópu-
sambandsins og samningaviðræðum
EFTA-þjóðanna við bandalagið á
næstu mánuðum og sagði:
„Þessar aðstæður krefjast endur-
mats á okkar stöðu. Þetta endurmat
verður að fara fram, hvort sem okkur
líkar það betur eða verr. Svarið við
spurningunni um aðild eða ekki aðild
felst fyrst og fremst í matinu á því
hver verður staðan í Evrópu framtíð-
arinnar. Við þekkjum okkar stöðu eft-
ir tíu ára aðild að samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið. Stóra
spurningin er hvernig Evrópa mun
líta út eftir tíu ár héðan í frá, eða árið
2012.
Aðild má ekki verða nauðvörn
Flest bendir til þess að ein eða fleiri
EFTA-þjóð hafi innan þess tíma kos-
ið að ganga til liðs við Evrópusam-
bandið. Við skulum ekki gleyma því
að aðild er stefnumál svissnesku rík-
isstjórnarinnar og verður undirbúin á
tímabilinu 2003–2007. Umræðan um
aðild Noregs hefur staðið í meira en
þrjá áratugi. Stækkun ESB og vax-
andi kröfur til EFTA-ríkjanna og ým-
is vandamál varðandi EES-samning-
inn þrýsta á aðild þeirra,“ sagði hann.
Halldór sagði engum blöðum um
það að fletta, að slíkar breytingar á
EFTA skiptu Íslendinga miklu máli.
Sagðist hann hafa talið það skyldu
sína að gangast fyrir opinni og for-
dómalausri umræðu um ESB því
hann vildi ekki að sá dagur rynni upp
að við Íslendingar stæðum frammi
fyrir því að sækja um inngöngu í ESB
á forsendum annarra. „Ef það liggur
fyrir okkur að gerast aðilar að Evr-
ópusambandinu verður það að gerast
á okkar eigin forsendum, ekki í nauð-
vörn. Það verður að gerast að vand-
lega athuguðu máli. Þess vegna er
umræðan lífsnauðsynleg. Við þessar
aðstæður er rangt að útiloka aðild um
aldur og ævi, það er vanræksla við
framtíðina. Við þessar aðstæður verð-
um við að spyrja hvað veldur því að
það sem er gott og nauðsynlegt fyrir
aðrar þjóðir í Evrópu sé það ekki fyrir
Ísland,“ sagði Halldór.
Velferðarmál í brennidepli
Hann fjallaði einnig um velferðar-
mál og sagði þau í brennidepli í upp-
hafi kosningavetrar. Vék hann að
þeirri gagnrýni sem heilbrigðisráð-
herra hefði mátt sæta vegna stöðu
heilbrigðiskerfisins og sagði: „En er
eitthvað til í þessum ásökunum?
Hvers vegna koma þær fram, jafnvel
frá þingmönnum samstarfsflokksins?
Gæti það eitthvað tengst þeirri miklu
peningahyggju sem nú er mjög ráð-
andi í samfélaginu? Gæti það eitthvað
tengst þeim miklu fjármunum sem
heilbrigðiskerfið ræður yfir? Er það
ekki kjarni málsins?“ sagði hann.
Halldór sagði postula einkarekstr-
ar í heilbrigðiskerfinu leggja nú
áherslu á að hið opinbera eigi að kosta
sem stærstan hluta heilbrigðisþjón-
ustunnar, en greina beri á milli þess
aðila sem kostar þjónustuna og þess
sem veitir hana. „Það getur verið gott
og blessað en hvað þýðir þetta í raun?
Ef þjónusta er kostuð af almannafé
en reksturinn fenginn í hendur einka-
aðilum, hver fær þá hagnaðinn ef ein-
hver verður? Þeir hinir sömu og þetta
boða hafa haldið því fram að einka-
rekstur sé það eina sem bjargað geti
til að mynda biðlistunum, því þeir sem
efni hafa á geti borgað aukalega og
fengið þá þjónustu fyrr, sem aftur
myndi stytta biðtímann fyrir allan al-
menning. Þeir ríku eiga þannig að fá
forgang. Þá er því svarað til að einka-
tryggingar eða tryggingar fyrirtækja
fyrir starfsmenn sína séu lausnin fyr-
ir þá sem ekki ráða sjálfir yfir miklum
fjármunum. En hvaða tryggingafélag
mun tryggja öryrkjann, ellilífeyris-
þegann eða hinn ólánsama sem leiðist
í neyslu eiturlyfja, svo dæmi séu tek-
in?
Svarið er stutt, ekkert trygginga-
félag mun sjá hag sinn í því að tryggja
það fólk sem mest þarf á heilbrigð-
isþjónustu að halda. Kemur þá tvennt
til greina: Ríkið heldur eftir sem áður
utan um þann hóp eða hann lendir
undir og utangarðs í tilverunni,“ sagði
Halldór.
Hann vék einnig að viðræðum um
stóriðju í ræðu sinni og sagði að gera
mætti ráð fyrir að allir samningar við
Alcoa yrðu frágengnir í næsta mán-
uði. Í janúar yrðu þeir svo lagðir fyrir
stjórn Alcoa, sem tæki þá væntanlega
ákvörðun um verkefnið.
Halldór fjallaði einnig um sölu rík-
isviðskiptabankanna, og sagði ríkið
vel geta unað við sölu þeirra. „Alls
mun ríkið fá á sjötta tug milljarða fyr-
ir Landsbanka, Búnaðarbanka og
FBA, sem hafa styrkt stöðu ríkisins
til þess að standa undir vaxandi vel-
ferðarþjónustu,“ sagði Halldór.
Albúinn undir kröftuga
kosningabaráttu
Framsóknarflokkurinn er albúinn
undir kröftuga kosningabaráttu og
framsóknarmenn ætla sér stóra hluti,
sagði Halldór. Hann sagði Framsókn-
arflokkinn eiga að baki næstum átta
ár í farsælu stjórnarsamstarfi og
hefði ekki látið andstreymi og áróður
talsmanna kyrrstöðu aftra för. „En
hvað hafa andstæðingarnir viljað?
Þeir hafa venjulega viljað óbreytt
ástand. Á næsta kjörtímabili vilja þeir
líklega það sama. Við verðum hins
vegar að vera á stöðugri hreyfingu,
sækja fram og taka á málum af festu
og ákveðni,“ sagði hann.
Halldór Ásgrímsson ræddi Evrópumál á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins
Endurmat á stöðu
Íslands verður
að fara fram
Morgunblaðið/Sverrir
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokks-
ins, flytur ræðu við upphaf fundar miðstjórnar flokksins í gær.
Morgunblaðið/Sverrir
Fulltrúar í miðstjórn Framsóknarflokksins við setningu fundarins í gær.
Miðstjórnarfundurinn, sem haldinn er á Hótel Loftleiðum, stendur yfir í
tvo daga. Í dag fara m.a. fram umræður um flokksstarfið á kosningavetri.
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði vel-
ferðar- og Evrópumál að umtalsefni á miðstjórnarfundi flokksins
í gær og sagði rangt að útiloka aðild að ESB um aldur og ævi.
„Við þessar aðstæður verðum við að spyrja hvað veldur því að
það sem er gott og nauðsynlegt fyrir aðrar þjóðir í Evrópu sé
það ekki fyrir Ísland,“ sagði Halldór m.a. í ávarpi sínu.
ÞAÐ ER óhætt að segja að þing-
menn hafi ekki setið aðgerðarlausir í
liðinni viku, a.m.k. ekki ef tekið er
mið af þeim útgjöldum sem bætt var
á ríkissjóð síðustu daga. Í heild juk-
ust útgjöld ríkissjóðs um 7,5 millj-
arða í vikunni. Um 3,2 milljarðar fara
á reikning þessa árs, þ.e. bætast við
fjáraukalög þessa árs, en um 4,3
milljarðar fara á reikning næsta árs,
þ.e. bætast við útgjaldahlið fjárlaga
næsta árs. Þá hafa enn meiri útgjöld
verið boðuð því 1,8 milljarðar munu
bætast við útgjaldahlið fjárlaga fyrir
árið 2003 í þriðju og síðustu umræðu
um frumvarpið. Sú upphæð er til-
komin vegna samkomulags rík-
isstjórnarinnar og fulltrúa Lands-
sambands eldri borgara um bætt
kjör eldri borgara.
Stór hluti hinna milljarðanna fer í
heilbrigðismál eða samtals um 3,4
milljarðar. Þá fara a.m.k. 1,2 millj-
arðar í menntamál. Afgangurinn eða
um þrír milljarðar eða svo fara til
annarra verkefna. Tökum dæmi: Um
39,8 milljónir bætast við framlag til
Húsafriðunarnefndar, um 50 millj-
ónir bætast við framlag til Háskóla-
og rannsóknarstarfsemi, um 60 millj-
ónum er bætt við framlag til Ábyrgð-
arsjóðs launa, um 5,2 milljónir fara til
yfirstjórnar embættis forseta Ís-
lands, um 20 milljónir fara til fram-
kvæmda á Alþingisreitnum, um 5
milljónir fara til ýmissa fræðastarfa,
um 2 milljónir til safnsins Steinaríki
Íslands, um 7 milljónir til endurbóta
á Duushúsinu í Reykjanesbæ, um 3,5
milljónir í viðgerð á eikarbátnum Sæ-
dísi á Ísafirði, um 23,6 milljónir bæt-
ast við framlag til Ríkislög-
reglustjóraembættisins og svo mætti
lengi telja.
Tekið skal fram að hér er ekki ver-
ið að leggja neitt mat á það sem þing-
menn, vel að merkja stjórn-
arþingmenn, (því útgjaldatillögur
stjórnarandstæðinga ná sjaldnast
fram að ganga), hafa á síðustu stundu
verið að leggja fjármuni í. Einungis
er verið að vekja athygli á þeim fjöl-
mörgu verkefnum, stofnunum eða
söfnum, sem ríkissjóði er ætlað að
styrkja. Framlög úr ríkissjóði koma
því víða við, ef svo má að orði komast.
Ekki má þó gleyma í þessari um-
ræðu að í vikunni komu líka fram til-
lögur á Alþingi um auknar tekjur rík-
issjóðs. Þannig var samþykkt
frumvarp til laga um aukin gjöld á
sterk vín og tóbak, en með þeim er
ætlunin að ná inn um 1,1 milljarði í
ríkissjóð á hverju ári.
En það er ekki bara ríkissjóður
sem teygir anga sína víða. Þingmenn
hafa greinilega, að sínu mati, margra
hagsmuna að gæta. Þeim er m.ö.o.
fátt ef þá nokkuð óviðkomandi. Fyr-
irspurnir þeirra til ráðherra gefa gott
dæmi um það. Í vikunni var t.d. dreift
þingskjali með skriflegri fyrirspurn
um eyrnasuð. Fyrirspurnin var frá
Þuríði Backman, þingmanni Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs,
og henni beint til heilbrigð-
isráðherra, Jóns Kristjánssonar. Vill
Þuríður m.a. vita hve margir Íslend-
ingar hafi greinst með eyrnasuð og
hvaða úrræði þessu fólki standi til
boða. Þá lagði Jónas Hallgrímsson,
varaþingmaður Framsóknarflokks-
ins, fram skriflega fyrirspurn til
landbúnaðarráðherra, Guðna
Ágústssonar í vikunni um sum-
arexem íslenskra hesta. Og Kolbrún
Halldórsdóttir, þingmaður VG, vill að
landbúnaðarráðherra svari því
hversu mikið sé um það að dýrafóður
og fleira fóður innihaldi erfðabreytt-
ar lífverur.
Spurningar þingmanna eru semsé
margvíslegar. Það er þó sjaldnast
þannig að ráðherrarnr leggist yfir
þær og leiti svara við þeim sjálfir.
Spurningarnar eru sendar til við-
komandi ráðuneyta, þar sem viðkom-
andi embættismenn leita viðkomandi
svara. Síðan er svörunum dreift
skriflega á Alþingi eða svarað munn-
lega, af ráðherra, í sérstökum fyr-
irspurnartímum. Fjölmörgum fyr-
irspurnum er dreift á Alþingi í viku
hverri; frá stjórnarandstæðingum
sem og stjórnarliðum. Tilgangurinn
er væntanlega fyrst og fremst sá að
afla upplýsinga og draga þannig
fram ákveðin atriði. Sennilega nota
þingmenn fyrirspurnirnar líka til að
vekja athygli á sjálfum sér eða minna
á að þeir fylgist með ákveðnum mála-
flokkum.
En hvað sem því líður þá hvarflar
einstökum sinnum að þingfréttarit-
ara hvort ekki væri auðveldara fyrir
þingmenn og ódýrara fyrir ráðu-
neytin að þingmenn flettu svarinu
einfaldlega upp sjálfir. Þannig mætti
í leiðinni kannski spara ákveðin út-
gjöld ríkissjóðs.
Dýr vika á þingi
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is