Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 13 Ítalskar ullar-nátttreyjur Margir litir Verð 5.995 Full búð af fallegum náttfatnaði og nærfatnaði Glæsilegar jólagjafir Laugavegi 4, sími 551 4473 - www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Fundahöld hjá Sjálfstæð- isflokknum í dag Listar ráðast í þremur kjördæmum KJÖRDÆMISÞING á vegum Sjálf- stæðisflokksins fara fram í þremur kjördæmum í dag þar sem röð efstu manna á framboðslistum mun ráð- ast vegna komandi þingkosninga. Þá verður hlutkesti varpað síðdegis á morgun um hvort Reykjavíkur- kjördæmið Davíð Oddsson tekur, norður- eða suðurkjördæmið. At- höfnin fer fram í Valhöll og hefst kl. 16.30 á morgun. Kjördæmisþing Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi hefst í Valhöll kl. 13 í dag. Á dagskrá er tillaga kjörnefndar um uppstillingu á framboðslista flokksins í kjör- dæminu. Á sama tíma á Fosshóteli KEA á Akureyri hefst kjördæmis- þing sjálfstæðismanna í Norðaust- urkjördæmi og fundarefnið er sömuleiðis hið sama, þ.e. að ákveða röð efstu manna á framboðslista. Sjálfstæðisflokkurinn í Suður- kjördæmi heldur svo sitt kjördæm- isþing í félagsheimilinu Stapa í Reykjanesbæ og hefst það kl. 14 í dag. Fundarefnið er tillaga kjör- nefndar að uppstillingu á framboðs- lista, umræða um hana og atkvæða- greiðsla. TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra segir að við lokaafgreiðslu fjárlaga komi fram tillaga um aukin framlög til framhaldsskólanna. Hann segir að reiknilíkanið, sem notað er til að ákveða fjárframlög til framhaldsskólanna, geti ekki leyst uppsafnaðan vanda einstakra skóla. Hann segir hins vegar að þær breytingar sem gerðar hafi verið á líkaninu hafi verið til bóta en þar hafi sérstaklega verið tekið mið af þörfum verkmennta- og iðn- skóla. Tómas Ingi sagði að reiknilíkanið hefði verið tekið upp fyrir fjórum árum að beiðni framhaldsskólanna. Líkanið gerði ráð fyrir árangurs- tengingu sem ætti að stuðla að hag- kvæmni og ráðdeild. Líkaninu væri einnig ætlað að gera ráðuneytinu fært að bera saman rekstur sam- bærilegra skóla og veita skólunum rekstrarlegt aðhald. Skólarnir væru hins vegar ekki allir sambærilegir. Sumir væru bóknámsskólar, aðrir væru með verknám og þá skipti stærð skólanna máli. Stærstu skól- arnir nytu hagkvæmni stærðarinn- ar en minni skólar þyrftu að bera kostnað af smæð sinni. Ekki tekið á vanda einstakra skóla „Að öllu jöfnu er hins vegar ekki tekið tilit til einstakra skóla í þessu. Þetta líkan er ekki smíðað utan um einstaka skóla,“ sagði Tómas Ingi. Tómas Ingi sagði að þegar reiknilíkanið var tekið í notkun hefðu forsendur verið talsvert aðrar en væru í dag. Þá hefðu ekki verið komnir til stórir verkmenntaskólar eins og Borgarholtsskóli, eða miklar verknámsviðbætur við Menntaskól- ann í Kópavogi og Verkmenntaskól- ann á Akureyri. Þetta hefði kallað á endurskoðun á forsendum líkansins. Unnið hefði verið að henni sl. tvö ár. Tómas Ingi sagðist hafa lagt áherslu á að hraða þeirri vinnu eftir að hann kom inn í menntamálaráðu- neytið. Notast hefði verið við end- urskoðað líkan í fjárlagavinnunni í haust. „Breytingarnar voru fyrst og fremst gerðar til að koma á móts við iðn- og verknámsskólana. Meg- inmarkmiðin voru þau að viður- kenna tækniframfarir, dýrari og meiri búnað í verknámsskólunum. Grunnur rekstrarframlaganna breyttist að þessu leyti. Framlög til starfsmanna annarra en kennara, til búnaðarkaupa, viðhalds og ann- arra rekstrargjalda, eru síðan reiknuð hlutfalls- lega samkvæmt þessu verðmætamati.“ Tómas Ingi sagði að þetta nýja líkan hefði verið kynnt fyrir skóla- meisturum framhalds- skólanna. Hann sagðist telja að það væri sam- dóma álit þeirra að þessi breyting væri til mikilla bóta. Forystu- menn iðn- og verk- menntaskóla hefðu tek- ið undir það. Vantar fjármuni í skólana Tómas Ingi sagði að forsenda fyrir því að breytingar á líkaninu skiluðu sér væri að aukið fé væri veitt í framhaldsskólana. „Það er ljóst að það hefur vantað fé inn í framhaldsskólana og ég bind vonir við það að þetta nýja líkan verði til þess, að í áföngum takist okkur að bæta hlut framhaldsskólanna. Fyrsta skrefið í þeirri aðlögun er stigið núna í fjárlögum.“ Tómas Ingi sagðist ekki geta upplýst hvaða breytingar væri þarna um að ræða en að miðað væri við að fram- haldsskólarnir fengju aukið framlag við lokaafgreiðslu fjárlaga. Á blaðamannafundi í fyrradag kom fram nokkuð hörð gagnrýni á reiknilíkanið, m.a. frá Margréti Friðriksdóttur, skólameistara Menntaskólans í Kópavogi. Halli MK um síðustu áramót nam 163 milljónum króna. Tómas Ingi sagði að ekki væri hægt að nota líkanið til að leysa uppsafn- aðan vanda einstakra skóla. Vandi MK væri verulegur, en hann hefði safnast upp á nokkrum árum. Þennan vanda yrði að leysa sérstaklega og um hann yrði rætt við forystumenn skól- ans. MK er matvælaskóli og Margrét benti á að hún fengi ekki sérstaka fjárveitingu til að kaupa matvæli sem notuð eru við kennslu. Tómas Ingi sagði að slíkar sérþarfir væri ekki hægt að taka inn í líkanið. Það væri ekki hægt að sérsníða það í kringum einn skóla. Tómas Ingi sagðist telja að mál- flutningur Samtaka iðnaðarsins, sem kom fram á blaðamannafundi á fimmtudag, byggðist að nokkru leyti á misskilningi. „Samtök iðn- aðarins beina spjótum sínum að reiknilíkaninu. Það er rangt. Breyt- ingar á líkaninu voru til þess gerðar að lagfæra stöðu verknámsins. Það er afar brýnt að aðilar málsins séu ekki að veikja tiltrú manna á þess- um breytingum. Ég lít svo á að það hafi verið gert vegna misskilnings og vegna þess að menn hafi ekki kynnt sér málið nægilega vel.“ Sex skólar hagnast mest á breyt- ingunum sem gerðar hafa verið á reiknilíkaninu. Þetta eru Iðnskólinn í Hafnarfirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Iðn- skólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Kópavogi og Vélskóli Íslands. Af þessum sex skólum var verulegur halli á rekstri VMA, Borgarholts- skóla og MK um síðustu áramót. Rekstur Iðnskólans í Hafnarfirði og Vélskólans var nokkurn veginn í jafnvægi. Iðnskólinn í Reykjavík var aftur á móti með 44 milljónir í afgang um síðustu áramót. Skólameistarar höfðu boðað fund í gær til að ræða fjárhagsvanda framhaldsskólanna. Fundinum var hins vegar frestað eftir að fréttist að tillögur yrðu lagðar fram við þriðju umræðu um fjárlagafrum- varpið þar sem gert væri ráð fyrir auknu framlagi til skólanna. Tómas Ingi Olrich Skólameistarar ákveða að fresta fundi sínum um fjárhagsvanda framhaldsskóla Framlög til framhalds- skóla verða aukin ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.