Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 61

Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 61 afsláttur 25% N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 7 9 2 4 / s ia .is Til að fá hið eina sanna jólabragð í baksturinn dugar ekkert annað en ekta íslenskt smjör. Smjörið laðar fram það besta í bakstrinum og gerir kökurnar að ómótstæðilegri freistingu. Bakaðu þér vinsældir! Nú er jólasmjör á tilboði í næstu verslun MEÐ þessari grein vil ég vekja at- hygli á slæmri stöðu atvinnulausra á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum heimasíðu Vinnumálastofnunar eru um 4.600 manns atvinnulausir og þeim fer fjölgandi milli mánaða. Þessir einstaklingar búa við ömur- legt hlutskipti. Allt frá því að stjórnvöld gerðu breytingar á kjörum atvinnulausra árið 1995 hafa atvinnuleysisbætur lækkað verulega miðað við almenna launaþróun í landinu. Í lögum um at- vinnuleysistryggingar sem tóku gildi árið 1981 og giltu til ársins 1993 voru atvinnuleysisbætur miðaðar við dag- vinnulaun fiskvinnslufólks. Þetta viðmið var afnumið með lögum sem tóku gildi árið 1995. Ef notað væri sama viðmið og gert var árið 1993, væru fullar atvinnuleysisbætur í dag kr. 88.351,- á mánuði. Þær eru hins vegar kr. 73.765,- eða tæplega 20% lægri. Hefðu atvinnuleysisbætur hins vegar tekið mið af launavístölu sem var í ársbyrjun 1997, 148,8 stig og í september 2002, 227,2 stig hefði hækkun atvinnuleysisbóta orðið um 53%. Fullar atvinnuleysisbætur í janúar 1997 voru kr. 53.785,- og væru í dag um kr. 82.000,- hefðu þær fylgt launavísitölu. Þá má geta þess að umsamin lágmarkslaun í dag fyrir fulla dagvinnu á mánuði eru kr. 90.000,- samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Þessar tölur sýna okkur að kjör atvinnulausra hafa versnað verulega á síðustu árum og eru langt undir því marki sem viðunandi getur talist og ekki í neinu samræmi við þá velferð- arhugsun sem eðlileg er í landi sem telst til ríkari þjóða heims. Þjóðfélag sem samþykkir að leggja allt að 300 milljónir í hernaðarbrölt á vegum Nató, á sama tíma og þeim einstak- lingum sem missa sitt lífsviðurværi er ætlað að lifa af um 73.000 krónum á mánuði, er á villigötum. Rétt er að geta þess að hér er verið að tala um fullar bætur. Atvinnuleysisbætur taka jafnan mið af vinnuframlagi sl. tólf mánuði og því eru fjölmargir með skertar atvinnuleysisbætur. Það er eðlileg krafa að atvinnu- leysisbætur verði þegar í stað hækk- aðar verulega og taki mið af því sem þær væru í dag hefði gamla reglan um viðmið verið látin halda sér. Afleiðingar stefnu stjórnvalda í málefnum atvinnulausra eru mjög sýnilegar í þjóðfélaginu. Fátækt hef- ur stóraukist, sífellt fleiri þurfa á fé- lagslegri aðstoð að halda og prestar og góðgerðarsamtök hafa bent á þá miklu neyð sem ríkir hjá fólki með lága framfærslu. Því miður eru dæmi um að stjórnmálamenn hafi gert lítið úr þessum alvarlega vanda. Slíkum mönnum ber að fyrirgefa því þeir vita ekki um hvað þeir eru að tala. Hins vegar vitum við það sem störfum í verkalýðshreyfingunni og erum í daglegu sambandi við þessa einstaklinga. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með baráttu aldraðra og ör- yrka fyrir bættum kjörum sem eftir mikla baráttu er nú að skila árangri því stjórnvöld og Landssamband eldri borgara hafa gengið frá sam- komulagi þess efnis. Ljóst er að eitt af forgangsverkefnum verkalýðs- hreyfingarinnar næstu vikurnar verður að krefja stjórnvöld um að at- vinnuleysisbætur taki sambæri- legum hækkunum og orðið hafa á lágmarkslaunum síðustu ár. Í lokin skora ég á stjórnvöld að taka málið þegar til umræðu með það að markmiði að hækka atvinnu- leysisbætur sem eru þær lægstu sem þekkjast meðal þeirra þjóða sem eðlilegt hlýtur að bera sig saman við. Hvað með atvinnulausa? Eftir Aðalstein Á. Baldursson „Fátækt hefur stór- aukist, sí- fellt fleiri þurfa á fé- lagslegri aðstoð að halda.“ Höfundur er formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur. C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.