Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 27
Umsóknarfrestur rennur út 20. jan. 2003.
SVISSNESKIR raddgreiningarsér-
fræðingar telja að Osama bin Laden,
leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-
Qaeda, tali ekki á hljóðupptöku, sem
leikin var í arabíska gervihnattasjón-
varpinu al-Jazeera fyrr í mánuðinum,
eins og talið hefur verið. Sérfræðing-
arnir segja 95% líkur á því að röddin á
hljóðupptökunni sé ekki rödd bin
Ladens.
„Þetta gæti verið maður sem villir
á sér heimildir,“ sagði Samy Bengio,
vísindamaður við Stofnun skynrænn-
ar gervigreindar, IDIAP, í Lausanne
í Sviss.
Sérfræðingar bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA telja það hins veg-
ar „næstum öruggt“ að bin Laden
hafi talað inn á segulbandið, að sögn
bandarískra embættismanna. Sú nið-
urstaða virtist staðfesta að bin Laden
væri enn á lífi og gæti komið skila-
boðum til fylgismanna sinna.
Frönsk sjónvarpsstöð hafði beðið
svissnesku stofnunina um að rann-
saka segulbandsupptökuna. Vísinda-
menn IDIAP rannsökuðu fyrst 20
upptökur á yfirlýsingum bin Ladens
og báru þær saman við hljóðupptök-
una sem leikin var í al-Jazeera 13.
nóvember. Bengio sagði að þótt rödd-
in á hljóðupptökunni væri lík rödd bin
Ladens væri nógu mikið misræmi til
að vekja efasemdir um að hryðju-
verkaforinginn hafi lesið yfirlýs-
inguna á upptökunni.
„Það er mjög erfitt að leika á radd-
greiningarkerfi okkar,“ sagði Bengio.
Hafi bin Laden talað inn á segul-
bandið var hann á lífi að minnsta kosti
þar til í lok október því á upptökunni
var skírskotað til gíslatökunnar í
Moskvu og morðs á bandarískum
stjórnarerindreka í Amman 28. októ-
ber. George W. Bush Bandaríkjafor-
seta og helstu bandamönnum hans
var þar lýst sem „morðingjum“. Hót-
að var árásum á þau ríki sem hafa
myndað bandalag með Bandaríkjun-
um í baráttunni gegn hryðjuverka-
starfsemi í heiminum og sex ríki
nefnd sérstaklega í því sambandi;
Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada,
Þýskaland og Ástralía.
Telja að bin Laden tali
ekki á hljóðupptökunni
Vísindamenn í Sviss draga niðurstöðu sérfræðinga CIA í efa
AP
Osama Bin Laden á myndbandi
Martigny. AFP.
LÖGREGLAN í Suður-Afríku réðst í
gær inn í 90 bændabæi og íbúðarhús í
öllum héruðum landsins vegna rann-
sóknar á meintu samsæri hvítra
hægriöfgamanna um að steypa ríkis-
stjórninni, að sögn suður-afríska
fréttavefjarins Independent Online.
Grunur leikur á að samsærismennirn-
ir hafi staðið fyrir nokkrum sprengju-
tilræðum í S-Afríku síðustu vikurnar.
Að sögn Independent Online hefur
lögreglan handtekið nokkra menn,
þeirra á meðal eiginkonu hægriöfga-
mannsins Clives Derby-Lewis, sem
afplánar lífstíðardóm fyrir morð á
Chris Hani, leiðtoga Kommúnista-
flokks S-Afríku, árið 1993. Hún var
handtekin fyrir að eiga ólögleg vopn.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
hún hygðist yfirheyra marga aðra
sem talið væri að gætu veitt upplýs-
ingar um sprengjutilræðin og meint
samsæri um að koma stjórninni frá
völdum með hrinu hryðjuverka.
Níu sprengjur sprungu við járn-
brautir í grennd við Soweto 29.–30.
október. Kona lét lífið og eiginmaður
hennar særðist alvarlega í einni af
sprengingunum. Sprengja sprakk
einnig í hofi búddatrúarmanna ná-
lægt Pretoríu. Hreyfing, sem nefnist
„Stríðsmenn Búaþjóðarinnar“, lýsti
tilræðunum á hendur sér.
Sprengjuárásir hafa einnig verið
gerðar á lögreglustöð, flugvöll og brú
á síðustu dögum.
Samsærisgrunur í S-Afríku
ATVINNA mbl.is