Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 27 Umsóknarfrestur rennur út 20. jan. 2003. SVISSNESKIR raddgreiningarsér- fræðingar telja að Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda, tali ekki á hljóðupptöku, sem leikin var í arabíska gervihnattasjón- varpinu al-Jazeera fyrr í mánuðinum, eins og talið hefur verið. Sérfræðing- arnir segja 95% líkur á því að röddin á hljóðupptökunni sé ekki rödd bin Ladens. „Þetta gæti verið maður sem villir á sér heimildir,“ sagði Samy Bengio, vísindamaður við Stofnun skynrænn- ar gervigreindar, IDIAP, í Lausanne í Sviss. Sérfræðingar bandarísku leyni- þjónustunnar CIA telja það hins veg- ar „næstum öruggt“ að bin Laden hafi talað inn á segulbandið, að sögn bandarískra embættismanna. Sú nið- urstaða virtist staðfesta að bin Laden væri enn á lífi og gæti komið skila- boðum til fylgismanna sinna. Frönsk sjónvarpsstöð hafði beðið svissnesku stofnunina um að rann- saka segulbandsupptökuna. Vísinda- menn IDIAP rannsökuðu fyrst 20 upptökur á yfirlýsingum bin Ladens og báru þær saman við hljóðupptök- una sem leikin var í al-Jazeera 13. nóvember. Bengio sagði að þótt rödd- in á hljóðupptökunni væri lík rödd bin Ladens væri nógu mikið misræmi til að vekja efasemdir um að hryðju- verkaforinginn hafi lesið yfirlýs- inguna á upptökunni. „Það er mjög erfitt að leika á radd- greiningarkerfi okkar,“ sagði Bengio. Hafi bin Laden talað inn á segul- bandið var hann á lífi að minnsta kosti þar til í lok október því á upptökunni var skírskotað til gíslatökunnar í Moskvu og morðs á bandarískum stjórnarerindreka í Amman 28. októ- ber. George W. Bush Bandaríkjafor- seta og helstu bandamönnum hans var þar lýst sem „morðingjum“. Hót- að var árásum á þau ríki sem hafa myndað bandalag með Bandaríkjun- um í baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi í heiminum og sex ríki nefnd sérstaklega í því sambandi; Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Þýskaland og Ástralía. Telja að bin Laden tali ekki á hljóðupptökunni Vísindamenn í Sviss draga niðurstöðu sérfræðinga CIA í efa AP Osama Bin Laden á myndbandi Martigny. AFP. LÖGREGLAN í Suður-Afríku réðst í gær inn í 90 bændabæi og íbúðarhús í öllum héruðum landsins vegna rann- sóknar á meintu samsæri hvítra hægriöfgamanna um að steypa ríkis- stjórninni, að sögn suður-afríska fréttavefjarins Independent Online. Grunur leikur á að samsærismennirn- ir hafi staðið fyrir nokkrum sprengju- tilræðum í S-Afríku síðustu vikurnar. Að sögn Independent Online hefur lögreglan handtekið nokkra menn, þeirra á meðal eiginkonu hægriöfga- mannsins Clives Derby-Lewis, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð á Chris Hani, leiðtoga Kommúnista- flokks S-Afríku, árið 1993. Hún var handtekin fyrir að eiga ólögleg vopn. Talsmaður lögreglunnar sagði að hún hygðist yfirheyra marga aðra sem talið væri að gætu veitt upplýs- ingar um sprengjutilræðin og meint samsæri um að koma stjórninni frá völdum með hrinu hryðjuverka. Níu sprengjur sprungu við járn- brautir í grennd við Soweto 29.–30. október. Kona lét lífið og eiginmaður hennar særðist alvarlega í einni af sprengingunum. Sprengja sprakk einnig í hofi búddatrúarmanna ná- lægt Pretoríu. Hreyfing, sem nefnist „Stríðsmenn Búaþjóðarinnar“, lýsti tilræðunum á hendur sér. Sprengjuárásir hafa einnig verið gerðar á lögreglustöð, flugvöll og brú á síðustu dögum. Samsærisgrunur í S-Afríku ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.