Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 57 VIÐ reynum að kenna börnunum okkar að sýna skuli sanngirni í sam- skiptum við annað fólk og að rétt- lætið nái nú oftast fram að ganga. Þegar maður kemst á fullorðinsár og fer að takast á við lífið í allri sinni fjölbreyttu mynd þá kemst maður fljótt að því að lífið er ekki alltaf sanngjarnt og ræður þar oft öfund, óbilgirni og sjálfhverf metnaðar- girni ósvífinna einstaklinga. Nýjustu fréttir af uppstillingu á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjör- dæmi eru kannski gott dæmi þar um. Kristjáni Pálssyni, sem starfað hefur ötullega að málefnum Suður- nesja undanfarin ár og hefur ótví- ræðan stuðning fjölda fólks af svæð- inu, eins og af atburðum síðustu daga má merkja, hefur verið ýtt út af lista uppstillingarnefndar. Þrátt fyrir að Kristján hafi að öll- um líkindum mest persónulegt fylgi af þeim er gefa kost á sér á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og ætti með réttu að sitja í fyrsta eða öðru sæti listans hefur þessi ótrúlegi og ósanngjarni atburður skeð. Já, ótrúlegi og ósanngjarni at- burður því það er fáheyrt og að öll- um líkindum einsdæmi að sitjandi þingmaður til átta ára, þingmður sem hefur verið farsæll í starfi og ekki að öðru kunnur en heiðarleika og dugnaði, sé sviptur þeim sjálf- sagða rétti sínum að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku. Á borgarafundi í Stapanum í Njarðvík þar sem á þriðja hundrað stuðningsmanna Kristjáns Pálsson- ar voru viðstaddir komu fram ýmsar skoðanir á þeim fréttum sem borist höfðu frá uppstillingarnefnd. Allar lýstu þær mikilli undrun og hneykslun á ósanngjarnri fram- göngu 19 manna uppstillingarnefnd- ar. Heyrði maður gjarnan frá ein- lægum stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins: „Svona gerir maður ekki.“ Það er mikilvægt fyrir okkur sem búum á Suðurnesjum að hafa kröft- ugan málsvara á Alþingi. Kristján Pálsson hefur sannað sig sem verð- ugur fulltrúi okkar á þingi og er það mikilsvert að hann fái að halda áfram því góða starfi sem við þekkj- um hann að. Enn er ekki búið að taka endan- lega ákvörðun um uppröðun á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og kannski er ekki rétt að fleygja al- farið frá sér þeirri trú æskunnar að lífið sé sanngjarnt og réttlætið nái fram að ganga að lokum. Málsvari íbúa á Suðurnesjum Eftir Anton Má Antonsson Höfundur er fulltrúi hjá Tölvudeild Varnarliðsins, búsettur í Njarðvík. „Kristján Pálsson hef- ur sannað sig sem verðugur fulltrúi okkar á þingi.“ alltaf á fimmtudögumVIÐSKIPTABLAÐ FASTEIGNAMARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Sími 588 9090  Fax 588 9095  Síðumúla 21 Eignamiðlunin ehf., Síðumúla 21 og Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4 kynna fyrir Gígant ehf. þessar glæsilegu íbúðir Á SÖLUSÝNINGU Í DAG - SÖLUMENN VERÐA Á STAÐNUM KL. 13-16 i i l i f í l t i i i t f i í t f l il í i I Í Glæsilegar íbúðir við Suðurhlíð 38, Fossvogi Glæsilegar íbúðir í vönduðu fjölbýlishúsi á þessum fallega útsýnisstað við Fossvoginn. Allar íbúðirnar af- hendast fullbúnar en án gólfefna og fylgja 1-3 stæði í bílageymslu hverri íbúð. Stærð íbúða er u.þ.b. 90 fm, 105 fm, 126 fm, 132 fm, 140 fm og 180 fm. Lyftur. Stórar suður- og vestursvalir og sérlóðir. Afhending næsta vor. Skilalýsing íbúða Frágangur íbúða: Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan og án gólfefna, en baðherbergi verða flísalögð, einnig verða gólf í þvottahúsum flísalögð. Lofthæð í íbúðunum er um 2,6 m. Eldhús: Eldhúsinnréttingar eru frá HTH og hægt er að velja um nokkrar viðartegundir. Hægt er að velja gran- ít-borðplötur af nokkrum gerðum frá S. Helgasyni og flísar eru á milli efri og neðri skápa. Salerni: Salerni eru vegghengd og með innfelldum kassa, blöndunartæki fyrir baðkar og/eða sturtubotn verða hitastýrð. Önnur blöndunartæki eru einnar handar tæki. Aðrar innréttingar: Skápar verða í svefnherbergjum og anddyri. Arinn, heitur pottur og lýsing. Gert er ráð fyrir arni í nær öllum íbúðum og tengt er fyrir heitum potti á svölum þriðju og fjórðu hæðar og einnig í garði fyrstu hæðar. Innfelld lýsing er að hluta í íbúðum. Frágangur sameignar: Húsið verður fullfrágengið að utan, stigagangar og efsta hæðin verða álklædd, annað verður steinað í ljósum lit. Gluggar verða úr áli að utan en tré að innan, sólstoppgler er í gluggum á suður- og suðvesturhliðum hússins. Svalir þriðju og fjórðu hæðar verða flísalagðar og með snjóbræðslu, svalir annarrar hæðar eru flísa- lagðar án snjóbræðslu og verönd á fyrstu hæð verður hellulögð. Loft í stigagöngum eru sandspörtluð og máluð með plastmálningu. Gólf í stigagöngum eru flísalögð, en önnur gólf í sameign eru meðhöndluð á sér- stakan viðhaldsfrían hátt (Lakro-meðferð). Lýsing í sameign verður fullfrágengin með hreyfiskynjurum. Lyft- ur verða fullfrágengnar og póstkassar settir upp í anddyri ásamt mynddyrasímum. Bílakjallari: Í bílageymslu eru stæði fyrir 79 bíla. Hurð að bílageymslu verður úr stáli og fylgir fjarstýring hverri íbúð. Ör- yggismyndavél verður í bílageymslu og við alla aðalinnganga. Gert er ráð fyrir að allar íbúðir geti tengst ör- yggiskerfi en um þá þjónustu semur hver fyrir sig. Sameign og lóð verða fullfrágengin við afhendingu, þ.m.t púttvöllur og tennisvöllur. Túnþökur, tré og runnar verða eins og sýnt er á teikningum. Stígar verða hellu- lagðir, bílastæði malbikuð, upplýst og merkt. Snjóbræðslulagnir verða í stígum næst húsinu og í rampi. Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.