Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 65
arpresturinn, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, les aðventutexta og flytur stutta hugleiðingu og að lok- um verður aðventukransinn tendr- aður með viðeigandi söng áður en allir kirkjugestir sameinast um Bráðum koma blessuð jólin. Þetta er tilvalið tækifæri til að sjá nýja stað- armynd í Hraungerði en sjón er sögu ríkari. Sr. Jóna Hrönn flytur aðventuhugvekju í Langholtskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu verð- ur hátíðarmessa og barnastarf kl. 11 í Langholtskirkju. Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu og Graduale- kór Langholtskirkju syngur. Kl. 20 um kvöldið verður aðventuhátíð þar sem að börn úr Kór Kórskóla Lang- holtskirkju flytja Lúsíuleik. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur flytur hugvekju og Kór Langholtskirkju syngur. Eftir stundina mun Kvenfélag Langholts- safnaðar bjóða upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu (kr. 500 f. full- orðna en frítt f. börn). Aðventukvöld í Laugarneskirkju AÐVENTUKVÖLD Laugarnes- kirkju er að vanda 1. sunnudag í að- ventu. Hinn nýstofnaði barnakór Laugarneshverfis syngur undir stjórn Sigríðar Ásu og er það mikið tilhlökkunarefni. Ræðumaður kvöldsins er Hafliði Kristinsson fjöl- skylduráðgjafi og hvítasunnu- maður. Fermingarbörn flytja bænir, TTT-félagar leika helgileik og Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Prestur er Bjarni Karlsson en með- hjálp er í höndum Sigurbjörns Þor- kelssonar. Að stundinni lokinni býð- ur sóknarnefnd upp á heitt súkkulaði og smákökur í safn- aðarheimili. Samskot kvöldsins renna til líknarsjóðs Kvenfélagsins. Aðventukvöld í Seltjarnarneskirkju ER ekki vel til fallið að koma í Sel- tjarnarneskirkju sunnudagskvöldið 1. desember kl. 20.30 í upphafi að- ventu, hlýða á fallega tónlist, upp- byggjast í orðinu og eiga samfélag hvert með öðru? Þar getum við átt stund með Guði, tendrað ljós og fundið frið frá öllu amstri hvers- dagsins. Ræðumaður kvöldsins er Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi. Kamm- erkór Seltjarnarnarneskirkju syng- ur ásamt strengjasveit, m.a. jólalög frá ýmsum löndum. Einnig mun Kammerkór kirkjunnar ásamt Barnakór Seltjarnarness syngja saman fallega jólasálma. Einsöngv- arar eru úr Kammerkór kirkjunnar, konsertmeistari er Zbignew Dubik. Eftir stundina er gestum boðið að ganga inn til safnaðarheimilis kirkj- unnar og þiggja veitingar á vægu verði í boði sóknarnefndar. Verið öll hjartanlega velkomin. Sóknarnefnd Seltjarnar- neskirkju. Basar í Kefas HINN fyrsta í aðventu, sunnudag- inn 1. desember, verðum við með okkar árlega basar í Kefas frá kl. 14–17, til styrktar kirkjubygging- unni og safnaðarstarfi okkar. Þar verða á boðstólum heimabak- aðar kökur, smákökur, fallegar gjafavörur, geisladiskar sem hljóm- sveit kirkjunnar hefur gefið út, föndur, lukkupakkar og ýmislegt annað á mjög góðu verði. Frábærar veitingar verða til sölu, rjómavöfflurog rjúkandi kaffi eða gos og annað góðgæti. Hægt verður að njóta veitinganna undir ljúfri há- tíðartónlist sem hljómsveit hússins leikur. Einnig mun Þorvaldur Hall- dórsson koma um kl. 15 og taka nokkur vel valin lög fyrir kaffigesti. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðventu fagnað í Áskirkju Á sunnudaginn kemur, 1. desember, verður aðventusamkoma í Áskirkju kl. 20. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófess- or flytur ræðu og einsöng syngja Bryndís Jónsdóttir, Elma Atladóttir og Sibylle Köll. Einnig syngur Kirkjukór Áskirkju aðventu- og jólasöngva en kórnum stýrir Kári Þormar organisti. Ennfremur verð- ur almennur söngur og samkom- unni lýkur með ávarpi sóknarprests og bæn. Eftir samkomuna í kirkjunni mun kirkjugestum boðið upp á súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Íbúum dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar gefst kostur á akstri til og frá kirkju í tengslum við aðventusamkomuna. Komu aðventunnar mun einnig fagnað í guðsþjónustu sunnudagsins í Áskirkju en barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta er kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Pavon afi í KFUM og KFUK FYRSTI sunnudagur í aðventu er mikill hátíðisdagur í kristinni kirkju. Á samkomu í félagsheimili KFUM og KFUK, Holtavegi 28, verður margt gert til hátíðarbrigða. Kveikt verður á fyrsta aðventukert- inu og Eggert Kaaber leikari leikles rússneska jólaævintýrið Dagur í lífi Panovs afa eftir Leo Tolstoy. Einnig mun kórinn Logos syngja og Leifi Sigurðssyni kristniboða, sem er ný- kominn heim eftir fjögurra ára þjónustu á meðal Pókot-manna í Kenýa, verður fagnað. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni verður með hugleiðingu og tónlistarhópur undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur leiðir almennan söng. Boðið er upp á heitan mat á eftir samkomu. Um kvöldið kl. 20 verður Vaka sem helguð verður bæn. Aðventukvöld i Möðruvallakirkju AÐVENTUKVÖLD verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudaginn 1. desember kl. 20.30. Aðventukvöldið hefst á org- elvígslu. Kirkjukór og barnakór syngja. Helgileikur fermingarbarna við flautuleik Söndru Guðjóns- dóttur. Lúsíusöngur nemenda Þela- merkurskóla. Hátíðarræðu flytir Hjördís Sigursteinsdóttir oddviti. Helgistund. Mætum öll og njótum sannrar jólastemningar í húsi Guðs. Sóknarprestur og sóknarnefnd. Hofsós- og Hólaprestakall AÐVENTUSAMKOMUR 1.desem- ber 1. sunnudag í aðventu. Á að- ventunni fögnum við komu Jesús Krists inn í líf okkar, birtu hans og kærleika. Söfnumst því saman í kirkjunum okkar, syngjum og segjum sögur, hlýðum á hugvekju og biðjum hon- um til dýrðar og okkur til sáluhjálp- ar og gleði. Verið öll velkomin í Hofsóskirkju kl. 15 og í Hóladómkirkju kl. 21. Guð gefi okkur öllum góða og bjarta aðventu. Sóknarprestur. Aðventuhátíð í Hallgrímskirkju Á FYRSTA sunnudegi í aðventu verður hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt prestum Hallgrímskirkju. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Barnastarfið verður í umsjá Magneu Sverrisdóttur. Í messunni verður tekið á móti gjöf- um til Hjálparstarfs kirkjunnar, en þennan dag hefst aðventusöfnun Hjálparstarfsins um allt land. Strax að lokinni messu verður opnuð málverkasýning í fork- irkjunni á verkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur. Dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju fyrir nýtt kirkjuár er komin út og verður henni dreift að messu lokinni. Þá mun Mót- ettukór Hallgrímskirkju opna nýja heimasíðu kórsins í safnaðarsal kirkjunnar, en um þessar mundir á Mótettukórinn 20 ára afmæli. Kl. 15 verða Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju á vegum Listvina- félags Hallgrímskirkju. Flytjendur eru Barna- og unglingakór Hall- grímskirkju ásamt hörpuleik- aranum Soophi Scoonjans og Jóni Bjarnasyni á orgel. Stjórnandi er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Flutt verður verkið A Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten ásamt aðventu og jólalögum. Á aðventunni verður afar fjöl- breytt helgihald og tónleikar sem hægt er að kynna sér á heimasíðu kirkjunnar www. hallgrims- kirkja.is. Aðventusamkoma í Breiðholtskirkju HIN árlega aðventusamkoma Breið- holtssafnaðar verður haldin í Breið- holtskirkju í Mjódd nk. sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 20. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá sem miðuð er við alla fjölskyld- una. Kór Breiðholtskirkju og Eldri barnakór Breiðholtskirkju flytja að- ventu- og jólasöngva undir stjórn organistans, Sigrúnar M. Þórsteins- dóttur. Undirleikari er Daníel Jón- asson. Lovísa Sigfúsdóttir syngur einsöng. Fermingarbörn sjá um stutta dagskrá og frú Sigríður Jó- hannsdóttir flytur aðventuhugleið- ingu. Samkomunni lýkur með helgi- stund við kertaljós. Að samkomunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu á veg- um Kórs Breiðholtskirkju. Einnig munu fermingarbörn selja frið- arkerti til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Aðventusamkomurnar hafa löngum verið miklar hátíðarstundir í safnaðarlífinu og mörgum til gleði og uppbyggingar við upphaf und- irbúnings jóla. Vona ég að svo verði einnig í ár. Vil ég því nota tækifærið til að hvetja sóknarbúa og aðra þá sem áhuga hafa til að fjölmenna við þessa athöfn og hefja þannig jóla- undirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins. Sr. Gísli Jónasson. Kópavogskirkja – aðventusamvera HIN árlega aðventusamkoma Kárs- nessóknar verður sunnudaginn 1. desember kl. 17. Til hennar verður vandað að venju. Samveran hefst á samleik á orgel og óbó, en það eru þeir Julian Hewlett og Peter Tom- kins sem leika. Skátar úr Kópavogi færa kirkjunni friðarljós frá Land- inu helga og fermingarbarn tendrar fyrsta aðventuljósið. Sigurður Geir- dal bæjarstjóri flytur aðventuræðu og Ingibjörg Sigurðardóttir les ljóð. Kirkjukórinn syngur og leiðir al- mennan söng og barnakór syngur undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Hvers vegna frelsara? AÐVENTUKVÖLD Dómkirkjunnar verður að venju 1. sunnudag í að- ventu. Ræðumaður er dr. Páll Skúlason háskólarektor. Erindið heitir: Hvers vegna frelsara? Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Barna- og unglingakór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kristínar Vals- dóttur. Kynnir er sr. Hjálmar Jóns- son en sr. Jakob Á. Hjálmarsson flytur lokaorð og bæn. Kirkjunefnd kvenna hefur umsjá með aðventukvöldinu eins og venju- lega og býður upp á kaffi og smá- kökur í Safnaðarheimilinu eftir dagskrána í kirkjunni. Aðventuhátíð í Hvammstangakirkju AÐVENTUHÁTÍÐ fyrir Breiðaból- staðarprestakall verður í Hvamms- tangakirkju 1. sd. í aðventu kl. 20. Að venju skipar tónlistin veigamik- inn sess í flutningi Kirkjukórs Hvammstanga undir stjórn Helga Ólafssonar organista. Þá munu nemendur úr tónlistarskólanum flytja tónlist. Einnig er almennur söngur. Ræðu kvöldsins flytur Sig- ríður Lárusdóttir. Í lokin verða ljós- in tendruð frá altarinu eins og venja er. Allir eru velkomnir á þessa há- tíðlegu stund í kirkjunni. Sóknarprestur. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 65 ný glasalína frá ARTIKA Gallerí Fold Rauðarárstíg og Kringlunni www.myndlist.is Kúnígúnd Laugavegi 53 Gler í Bergvík Víkurgrund 10 Kjarlarnesi www.simnet.is/glerberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.