Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 18

Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Húsgögn í sérflokki Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum stærðum, stólar og margt fleira. Sérsmíði og pantanir. Qpið virka daga 12:00 - 18:00 og um helgar 12:00 - 16:00. Jólagjöf sem endist um aldur og ævi De s em b e rafslát tur HREINN hagnaður fisk-veiða og fiskvinnslu á Ís-landi jókst verulega áárinu 2001 og nam alls 25,6 milljörðum króna, reiknað eftir árgreiðsluaðferð og 6% ávöxtun stofnfjár. Hreinn hagnaður botnfisk- veiða jókst úr 8,5% af teljum í 17,5% og hagnaður botnfiskvinnslu jókst úr 0,5% tapi í 16,5% hagnað. Skýringin á bættri afkomu felst að miklu leyti í gengislækkun íslenzku krónunnarm og fyrir vikið háu afurðaverði í ís- lenzkum krónum talið. Mikill afkomubati Hagstofa Íslands tekur nú saman yfirlit yfir rekstur helztu greina sjáv- arútvegs og hefur yfirlit yfir árið 2001 nú verið gefið út. Helztu nið- urstöður þess eru:  Verg hlutdeild fjármagns í heild- artekjum sjávarútvegsins óx milli áranna 2000 og 2001. Í fiskveiðum og –vinnslu óx hlutdeild fjár- magns í tekjum (án milliviðskipta) úr 19½% í 33½%. Í fiskveiðum hækkaði hlutdeildin úr 20% í 28½% af tekjum en í fiskvinnslu hækkaði hún úr 7½% árið 2000 í 19½% árið 2001.  Nokkur munur mælist á afkomu sjávarútvegsins eftir því hvort hagnaður er reiknaður eftir ár- greiðsluaðferð eða er reiknaður á hefðbundinn hátt miðað við gjald- færðar afskriftir og fjármagns- kostnað. Munar hér mestu um meðferð á gengistapi vegna er- lendra lána fyrirtækjanna. Verð á erlendum gjaldeyri hækkaði um 18½% frá upphafi til loka árs 2001 miðað við útflutningsvog en um 20% á milli ársmeðaltala.  Afkoma botnfiskveiða og -vinnslu batnaði mikið frá árinu 2000 til ársins 2001. Hreinn hagnaður botnfiskveiða, reiknaður sam- kvæmt árgreiðsluaðferð, jókst úr 8½% í 17½% af tekjum og hagn- aður botnfiskvinnslu jókst úr -½% í 16½% af tekjum. Afkomubatinn mælist ekki eins mikill ef miðað er við gjaldfærðar afskriftir og fjár- magnskostnað en er engu að síður verulegur.  Hagur rækjuvinnslunnar var þokkalegur á árinu 2001 og góður í hörpudiskvinnslu.  Hagnaður var á rekstri mjöl- vinnslu og loðnuskipa á árinu 2001 eftir tvö slæm ár. Afli var mikill og verðið hækkaði mikið á árinu.  Heildareignir sjávarútvegs í árs- lok 2001 voru 258 milljarðar króna, heildarskuldir 195 milljarð- ar og eigið fé 63 milljarðar. Eignir hafa aukist um 54% frá 1997, skuldir um 58% og eigið fé um 42%. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 21%. Hreinn hagnaður af reglulegri starfsemi er reiknaður á tvennan hátt. Hreinn hagnaður er reiknaður á hefðbundinn hátt með því að draga bókfærðar afskriftir, verðbreyting- arfærslu og vaxtakostnað frá vergri hlutdeild fjármagns. Hreinn hagnaður er reiknaður með því að draga endurmetna fjár- magnsliði, þ.e. svonefnda árgreiðslu, og reiknaða vexti af afurðalánum frá vergri hlutdeild fjármagns. Er þá reiknað með 6% ávöxtun stofnfjár í stað afskrifta og vaxta af stofnfé, en vextir af veltufé, sem bundið er í birgðum, eru metnir jafnir nafnvöxt- um af afurðalánum fiskvinnslunnar. Við uppgjör með árgreiðsluaðferð- inni eru reiknaðir 6% raunvextir á allt það fjármagn sem bundið er í rekstri fyrirtækjanna, einnig eigið fé fyrirtækjanna. Á árum þegar stöðug- leiki ríkir, sýnir árgreiðsluaðferðin og hefðbundið bókhaldsuppgjör svip- aða afkomu. Minnstur hagnaður hjá loðnubátum Í rekstraryfirliti fiskveiða kemur fram að hreinn hagnaður sem hlutfall af tekjum er mestur hjá bátum undir 10 tonnum, 23,5% af tekjum. Næst- mestur er hann hjá bátum stærri en 10 tonn, 18,4% og hjá frystitogurum, 18,3%. Minnstur er hagnaðurinn hjá loðnubátum, 6,7% af tekjum. Samkvæmt rekstraryfirliti fisk- vinnslu var hagnður hlutfallslega mestur af síldarsöltun, 35,7% af tekjum og af vinnslu á hörpudiski, 32,5% af tekjum. Hagnaður frysting- ar vor 18,1%, en lægst hlutfall hagn- aðar var í rækjuvinnslu, 3,8%. Hreinn hagnaður í sjávarút- vegi 20% af tekjum árið 2001                                                    !"#      $        %  & $'   ( ( )( )( )( *+,( ( -+,( ,+,( !+,( .+,( !"( "( /( 0+,( )+,( !-( !( /+,( -+,( -+,( )-( ( ( 1+,( 1( 0+,( !!+,( !#( -+,( !+,( 0+,( !.+,( #( ( !2+,( !1+,( !!( !1+,( "$( !1( !,( !-( !1(    Samanlagðar tekjur veiða og vinnslu um 25,6 milljarðar króna samkvæmt árgreiðsluaðferð SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur með reglugerð bannað síld- veiðar með flotvörpu innan 12 sjómílna marka til að takmarka meðafla við veiðarnar. Að undanförnu hafa veiðieft- irlitsmenn orðið varir við auka- afla ýmissa tegunda í flotvörpu síldveiðiskipa. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur því ákveðið að að- eins sé heimilt að stunda síldveið- ar með vörpu utan 12 sjómílna frá viðmiðunarmörkum, sam- kvæmt lögum um veiðar í fisk- veiðilandhelgi Íslands. Guðmundur Jóhannesson, deild- arstjóri á veiðieftirlitssviði Fiski- stofu, segir að eftirlitsmenn Fiski- stofu hafi orðið varir við töluvert af meðafla við síldveiðar í flot- troll á liðnu hausti. Meðaflinn sé reyndar mismunandi eftir svæð- um en að jafnaði komi 300 til 500 kíló af meðafla á móti hverjum 100 tonnum af síld í trollið. Eink- um sé um að ræða ufsa og grá- sleppu en einnig þorsk og karfa og örlítið af ýsu og löngu. Hann segir að með þeim aðferðum sem notaðar eru við síldveiðarnar verði fiskurinn ónýtur til mann- eldis þegar hann kemur til lönd- unar og sé því ekki dreginn af kvóta viðkomandi skipa. Fullorðinn fiskur Töluverð umræða hefur verið um að mikið magn fiskseiða komi í troll síldarskipanna en Guð- mundur segir að eftirlitsmenn Fiskistofu hafi ekki orðið varir við teljandi magn fiskseiða í flot- trollið, þar sé aðallega um að ræða fullorðinn fisk. „Við höfum hinsvegar trúverðugar heimildir um slíkt frá skipstjórnarmönnum. En í mælingum okkar hefur það ekki komið fram.“ Guðmundur segir að töluvert hafi borið á ufsa í afla kolmunna- skipanna í haust og meðal annars þess vegna hafi Þórsbanka verið lokað fyrir kolmunnaveiðum í góðri samvinnu við skipstjórn- armenn. Þá hefur sjávarútvegsráðu- neytið bannað allar síldveiðar við Austurland, eða frá Meðallands- bugt norður að Loðmundarfirði, frá og með deginum í dag um ótiltekinn tíma, enda hefur að undanförnu orðið vart talsverðs magns smásíldar í afla síld- veiðiskipa við Austurland og hef- ur komið til skyndilokana á svæð- inu af þeim sökum. Töluverð- ur með- afli í síld- artrollið Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsso Trollskipunum gert að færa sig út fyrir 12 mílurnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.