Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða, LL, sjá fyrir sér að á næstu 20 árum fækki lífeyrissjóðum verulega með samruna þeirra, vegna aukinna krafna um áhættudreifingu og stærðarhag- kvæmni. Með auknum lífslíkum þjóð- arinnar munu lífeyrisiðgjöld væntan- lega hækka. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í stefnumótunarvinnu stjórnar LL og framtíðarsýn hennar fyrir lífeyr- iskerfið árið 2020, sem kynnt var ný- lega á fulltrúaráðsfundi samtakanna. Um síðustu áramót voru lífeyris- sjóðirnir 54 en í dag eru þeir 52, þar af taka 11 ekki við iðgjöldum. Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmda- stjóra LL, má gera ráð fyrir að árið 2020 verði sjóðirnir jafnvel orðnir 10– 15. „Ég man þá tíð, fyrir um tuttugu árum, að lífeyrissjóðirnir í landinu voru 96. Þeir urðu reyndar aldrei fleiri en þróunin hefur verið ör á skömmum tíma,“ segir Hrafn. Auknar skuldbindingar Spá um að iðgjöld þurfi að hækka er einkum byggð á auknum skuld- bindingum sjóðanna, að sögn Hrafns, en nýjar aldurstöflur tóku gildi fyrr á þessu ári sem félag tryggingarstærð- fræðinga vann að. Benda þeir út- reikningar til aukinna skuldbindinga þegar á heildina er litið. Hrafn segir erfitt að spá fyrir um hve iðgjöldin þurfi að hækka mikið en bendir á að um þessar mundir séu skuldbinding- arnar að aukast um 2% milli ára. Stjórn LL segir líkur á því að eftir 15 til 20 ár verði lífeyrisiðgjöld þannig samsett að þau auki möguleika sjóð- félaga á sveigjanlegum starfslokum. Hugsanlegt sé að örorkulífeyrir verði sjálfstæð tryggingareining, sem rek- in verði í einhvers konar samvinnu líf- eyrissjóða og ríkisvalds. Þá eru líkur taldar á því á næstu árum að lán til íbúðakaupa færist í auknum mæli til fjármálafyrirtækja en sjóðfélagalán frá lífeyrissjóðum tíðkist áfram. Stjórnin telur ennfremur að lífeyris- sjóðakerfið haldi áfram að þroskast og eflast og lífeyrisgreiðslur verði komnar yfir 50% af meðaltekjum árið 2020. Landssamtök lífeyrissjóða spá því að eftir tvo áratugi verði um helm- ingur eigna sjóðanna í ávöxtun er- lendis, en í dag er hlutfallið innan við fimmtungur. Hæst hefur það komist í 23%. Hrafn segir að íslenskt efna- hagslíf muni ekki geta tekið við öllum þeim lífeyrissparnaði sem hlaðist upp, því sé nauðsynlegt að fara með fjár- magnið einnig úr landi. Það þurfi ekki allt að vera í hlutabréfum, skuldabréf- in séu einnig kostur. Þetta sé einnig spurning um að dreifa áhættunni. Ef illa gangi í íslensku efnahagslífi sé ágætt að vera með nokkurs konar jöfnunarsjóð erlendis. Af fleiri spádómum má nefna að stjórnir lífeyrissjóðanna verði ýmist skipaðir með virkri þátttöku í full- trúalýðræði eins og nú er eða með beinu vali sjóðfélaga. Með aukinni hlutabréfaeign þurfi lífeyrissjóðir að gæta hagsmuna sinna í auknum mæli í þeim hlutafélögum sem þeir eigi hluti í og því spáð að sjóðirnir verði virkari en verið hefur á aðalfundum hlutafélaga. Hrafn segir að fyrir þremur árum hafi landssamtökin spáð fram í tím- ann með svipuðum hætti en þau atriði séu flest komin fram. Því hafi verið ákveðið að skyggnast lengra inn í framtíðina að þessu sinni. Hann segir að spáin til næstu tuttugu ára hafi fallið í góðan jarðveg. Framtíðarsýn um lífeyrissjóðakerfið eftir 20 ár Hærri iðgjöld og færri sjóðir Skýrsla rannsóknar- nefndar um Ófeig II Líklega var dyrum ekki nægi- lega lokað RANNSÓKNARNEFND sjóslysa telur líklegustu skýringuna á því að Ófeigur II sökk á örskömmum tíma undan Vík í Mýrdal aðfaranótt 5. des- ember 2001 vera þá að dyr í stigahúsi hafi ekki verið tryggilega lokaðar. Dyrnar hafi opnast og sjór flætt þar inn og niður í vélarrúm skipsins. Yf- irvélstjórinn fórst með skipinu en átta komust lífs af. Í skýrslu sjóslysanefndar kemur fram að skipið var á togveiðum við þriggja mílna landhelgislínuna í slæmu veðri þegar trollið festist. Eft- ir að ljóst varð að veruleg hætta var á að skipið sykki, kallaði skipstjórinn um kallkerfi niður í lest og sendi 1. stýrimann til að vara menn við, og sendi síðan út neyðarkall til nálægra skipa. Öllum skipverjum tókst að klæðast björgunarbúningum, nema yfirvélstjóranum sem var síðastur upp í brú. Þegar skyndilegur bak- borðshalli kom á skipið, sem var orð- ið mjög sigið að aftan, forðuðu skip- verjar sér út um hurð stjórnborðs- megin á brú. Skipstjóranum tókst ekki að komast út og fór hann niður með skipinu, en tókst um síðir að komast út um brúarglugga. Átta skipverjum tókst að komast um borð í tvo björgunarbáta sem losnuðu sjálfkrafa frá skipinu. Ekkert sást hins vegar til yfirvélstjórans. Lík- amsleifar hans fundust síðar á sand- fjöru í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Í skýrslunni segir að nefndin telji það grundvallaratriði við aðstæður sem þessar að aðgæta strax sérstak- lega um vatns- og veðurþéttanleika skipsins. Meðal tillagna nefndarinn- ar í öryggisátt er að bent er á mik- ilvægi þess að vatnsþétt hólfun skips sé ávallt í lagi og vatnsþétt lokun tryggð öllum stundum. Sett séu upp viðvörunarmerki við vatnsþéttar hurðir sem undirstriki þýðingu þess að þær séu hafðar tryggilega lokaðar meðan skip sé laust nema brýna nauðsyn beri til og þá gætt fyllstu varúðar. FYRIR liggur tillaga hjá EFTA um að kom- ið verði á fót sveitar- stjórnarráði hjá sam- tökunum sem myndi verða í nánum tengsl- um við sveitarstjórn- arráð ESB (Committ- ee of the Regions). Björgvin Guð- mundsson, fyrrver- andi borgarfulltrúi og starfsmaður í stjórn- arráðinu í tæpa þrjá áratugi, skrifstofu- stjóri og sendifulltrúi, hefur kannað sérstak- lega áhrif EES-samn- ingsins og nýrra tilskipana á sveit- arfélögin og tillögur að nýjum tilskipunum ESB. Hann segir að sé horft til þess að Ísland geti ekki fylgst með fram gangi mála hjá Ráðherraráðinu og Evrópuþinginu, þar sem löggjafar- valdið liggi, og það sé óheppilegt fyr- ir Ísland. Til þess að hafa áhrif á nýj- ar tilskipanir, sem snerti t.a.m. sveitarfélögin, sé nauðsynlegt fyrir okkur að koma að málum áður en tilskipanirnar eru að fullu afgreiddar. „Aftur á móti eru önn- ur atriði sem í mínum huga vega þyngra og það eru sjávarútvegs- málin. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga inn fyrr en það er tryggt að við getum fengið að halda fullu forræði í sjávarút- vegsmálum.Við fengjum líklega ekki undanþágu frá sjávarúvegsstefnu ESB í dag.“ Þurfum aðkomu að nefndum Utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga fá nú reglu- lega lista yfir þær tillögur sem fram- kvæmdastjórn ESB sendir til sveit- arstjórnarráðsins. Björgvin bendir á að þótt hann hafi sótt fundi sveitarstjórnarráðsins sem fulltrúi utanríkisráðuneytisins þá hafi EFTA-ríkin ekki haft form- lega aðkomu að sveitastjórnarráði ESB. Á hinn bóginn hafi EFTA/ EES-ríkin að gang að fundum sér- fræðinganefnda framkvæmdastjórn- arinnar. „Hins vegar er það nú svo að við höfum ekki getað sótt nema hluta af þeim fundum sem við hefðum getað sótt vegna þess að við höfum ekki mannafla í það. Það breytir því ekki að við þyrftum að hafa aðkomu að þeim nefndum sem skipta mestu máli,“ segir hann. Björgvin hóf störf í viðskiptaráðu- neytinu árið 1964, þar vann hann í tæp 20 ár og í 11 ár í utanríkisráðu- neytinu. Hann gegndi margvíslegum störfum í stjórnarráðinu, var m.a. formaður gjaldeyrisnefndar bank- anna og verðlagsnefndar og samn- inganefnda Íslands um gerð fríversl- unarsamninga við öll Eystra- saltsríkin. Hann lét af störfum í september sl. vegna aldurs. Árin 1998–2001 var hann sendi- fulltrúi við sendiráð Íslands í Osló. Sendiherra var þá Kristinn F. Árna- son. „Er við komum til Osló hafði Smugudeilan siglt í strand. Viðræður lágu niðri. Menn höfðu talið þýðing- arlaust að reyna viðræður fyrir al- þingiskosningarnar 1999. Kristinn lagði þó til að haldinn yrði samninga- fundur. Það var gert og deilan leyst- ist.“ Björgvin segir að könnunin á áhrifum EES-samningsins á sveitar- félögin hafi verið mjög áhugavert verkefni. Komið hafi verið á fót sam- starfshópi nokkurra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þennan málaflokk sem Björgvin veitti forstöðu. Þá hafi margvísleg önnur kynning farið fram gagnvart íslenskum sveitarfélögum. „Það er búið að ýta þessu verkefni úr vör og nú er það annarra hjá ráðu- neytinu og Sambandi íslenskra sveit- arfélaga að halda starfinu áfram,“ sagði Björgvin. Áhrif EES-samningsins og nýrra tilskipana ESB á sveitarfélögin könnuð Björgvin Guðmundsson Rætt um að EFTA komi á fót sveitarstjórnarráði ÓVENJU úrkomusamt var alla daga nóvembermán- aðar á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi í nóvember nema dagana 15.–17. nóvember þegar snarpt kuldakast gerði um allt land. Mánaðarúrkoman á nokkrum veðurstöðvum var langtum meiri en áður hefur mælst, s.s. á Kollaleiru í Reyðarfirði, þar mæld- ust tæpir 1.000 mm. Mánuðurinn var hlýr um allt land og fyrir utan kuldakastið um miðjan mánuðinn var hiti langt yfir meðallagi, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Meðalhitinn í Reykjavík var 4,7° sem er 3,6° yfir með- altali áranna 1961–1990 og hefur ekki orðið svo hlýtt í Reykjavík í nóvember síðan 1968 en þá var álíka hlýtt. Úrkoma mældist 84,9 mm sem er rúmlega það sem venja er. Þá voru sólskinsstundir 13,6 umfram með- allag. Á Akureyri var meðalhitinn 3,6° sem er 4,0° yfir meðallagi. Mun hlýrra var í nóvember árið 1993 en þá mældist hitinn 4,5°. Úrkoman mældist 68,6 mm og er það rúmlega fimmtungi meira en venja er. Í Akurnesi var meðalhitinn 5,4° og úrkoman þar mældist 582,8 m og er það langt umfram mestu mán- aðaúrkomu sem mælst hefur í Hornafirði til þessa. Á Hveravöllum var meðalhitinn -0,8° sem er það hæsta síðan 1968. Úrkomumet í nóvember Morgunblaðið/RAX Dýr og börn á Seyðisfirði kunnu ágætlega að meta vot- viðrið í nóvember en úrkomumet féllu á Austurlandi. ÁTAK samtakanna Barnaheilla, sem ber yfirskriftina Stöðvum barnaklám á Netinu, hefur fengið einnar milljónar kr. styrk frá rík- isstjórninni að tillögu Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Barnaheill hófu í fyrra þátttöku í samevrópskri baráttu gegn barna- klámi á Netinu og hafa starfrækt sérstakan ábendingarhnapp á vef- síðu sinni, www.barnaheill.is, þar sem fólk getur komið ábendingum áleiðis ef það rekst á barnaklám á Netinu. Á milli 60 og 100 ábend- ingar hafa borist samtökunum mán- aðarlega og fer starfsmaður þeirra yfir þær og reynir m.a. að finna út hvar klámefnið er vistað. Átak gegn barnaklámi fær eina milljón kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.