Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Lóm-
ur kemur í dag.
Fréttir
Bókatíðindi 2002. Núm-
er sunnudagsins 8. des-
ember er 74378.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un félagsvist kl. 14, á
þriðjudag samsöngur kl.
14, stjórnandi Kári Frið-
riksson. Línudans er á
þriðjudögum kl. 11.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9–12 opin handa-
vinnustofa, kl. 11 boccia,
kl. 13–16.30 opin smíða-
stofa/útskurður, opin
handavinnustofa, kl.
13.30 félagsvist, kl. 16
myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–11
samverustund, kl. 13.30–
14.30 söngur við píanóið,
kl. 13–16 bútasaumur.
Uppl. í s. 568 5052.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud.: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud.: Kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kórs
eldri borgara í Damos.
Laugard.: Kl. 10–12 bók-
band.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á morgun
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan, Gullsmára
9, er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Sýning á búta-
saumi á Garðabergi. 10
konur, nemendur í búta-
saumi hjá Elísabetu
Magnúsdóttur á vegum
FAG, hafa opnað sýn-
ingu á handverki á
haustönn í Garðabergi. 8
leirlistakonur, nem-
endur Svetlönu Matusa
hjá FAG, opna sýningu á
Garðabergi 11. desem-
ber. Sýningarnar verða
opnar alla daga frá kl.
13–17 nema sunnudaga.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun kl. 8
böðun, kl. 9 fótaaðgerð,
kl. 9 myndlist, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 13.30 enska, fram-
hald.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Á morgun kl. 8–
16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–12
myndlist, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 11–11.30
leikfimi, kl. 13–16 spilað.
Félagsstarfið, Dalbraut
27. Á morgun kl. 9–16
handavinnustofan opin,
kl. 9–12 myndlist, kl. 13–
16 körfugerð, kl. 11–
11.30 leikfimi, kl. 13–16
spilað, kl. 10–13 versl-
unin opin.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun
böðun kl. 9–12, opin
handavinnustofan kl. 9–
16.30, félagsvist kl. 14,
hárgreiðslustofan opin
9–14.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á morg-
un, mánudag, púttað í
Hraunseli kl. 10, tré-
skurður kl. 13, félagsvist
kl. 13.30, biljardstofan
er opin virka daga frá kl.
13–16.
Skráning og upplýsingar
í Hraunseli, sími
555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin kl. 10–13. Morg-
unkaffi, blöðin og matur
í hádegi. Sunnudagur:
Dansleikur kl. 20, Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Mánudagur: Brids kl.
13, danskennsla Sig-
valda, línudans fyrir
byrjendur, kl. 18. Sam-
kvæmisdansar, fram-
hald, kl. 19 og byrjendur
kl. 20.30. Skrifstofa fé-
lagsins er í Faxafeni 12,
sími 588 2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur opinn,
kl. 15.15 dans hjá Sig-
valda.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
9–17, kl. 10.45 hæg leik-
fimi (stólaleikfimi), kl.
9.30 gler- og postulíns-
málun, kl. 13 skák og
lomber, kl. 20 skapandi
skrif. Kl. 16 heimsókn
frá Tónlistarskóla Kópa-
vogs. Leikið verður á
fiðlu og víólu undir
stjórn Jónínu Hilm-
arsdóttur.
Gullsmári, Gullsmára
13. Á morgun kl. 9 vefn-
aður, kl. 9.05 leikfimi, kl.
9.55 róleg stólaleikfimi,
kl. 10 ganga, kl. 13 brids,
kl. 20.30 félagsvist.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postulínsmálun,
perlusaumur og fótaað-
gerð, kl. 10 bænastund,
kl. 13.30 sögustund og
spjall, kl. 13 hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 13 spilað, kl
13.30 ganga, fótaaðgerð-
ir. Allir velkomnir.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmtud.: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10–11 ganga, kl.
9–15 fótaaðgerð, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16 opin
handavinnustofa.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9–16 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15–12
postulínsmálning, kl
9.15–15.30 alm. handa-
vinna, kl. 9.30–10.30
boccia, kl. 10.30–11.30
jóga, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13–16
kóræfing. Lyfjafræð-
ingur á staðnum kl. 13
fyrsta og þriðja hvern
mánudag.
Vitatorg. Á morgun kl.
8.45 smíði, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir og boccia,
kl. 13 handmennt, gler-
bræðsla og spilað.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15, kaffi.
Gullsmárabrids. Brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45, spil hefst kl. 13.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu, Vallarbraut 4,
Njarðvík öll mánudags-
kvöld kl. 20.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, félagsheim-
ilið, Hátúni 12. Á
morgun kl. 19 spilað
brids.
Kvenfélagið Seltjörn,
minnir á jólafundinn
með Slysasvarnadeild
kvenna í Gróttusalnum
mánudaginn 9. desem-
ber nk. kl. 19. Munið
jólapakkana.
Kvenfélag Kópavogs,
jólafundurinn verður
haldinn fimmtudaginn
12 des. kl. 20 að Hamra-
borg 10.
Veitingar og skemmti-
atriði í anda aðvent-
unnar. Komið með litla
jólapakka.
Öldungaráð Hauka.
Jólafundurinn verður
miðvikudaginn 11. des-
ember kl. 20 að Ásvöll-
um.
Kvenfélag Breiðholts.
heldur jólafund þriðju-
daginn 10. desember.
fundurinn hefst með
borðhaldi kl. 20, munið
eftir jólapökkunum.
Kvenfélag Hallgríms-
kirkju. Jólafundurinn er
miðvikudaginn 11. des-
ember
Kvenfélagið Keðjan
heldur jólafund í Húna-
búð, Skeifunni 11, mánu-
daginn 9. desember
klukkan 20.
Munið eftir jólapakk-
anum.
Minningarkort
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31, s.
562 1581 og hjá Kristínu
Gísladóttur, s. 551 7193 .
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525 1000 .
Minningarkort Breið-
firðingafélagsins eru til
sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni, s. 555 0383
eða 899 1161.
Í dag er sunnudagur 8. desem-
ber, 342. dagur ársins 2002. Mar-
íumessa. Orð dagsins: Gjörið
þetta því heldur sem þér þekkið
tímann, að yður er mál að rísa af
svefni, því að nú er oss hjálpræðið
nær en þá er vér tókum trú.
(Róm. 13, 11.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 starfsamt, 4 stig, 7 aka,
8 óviljugt, 9 fum, 11 sef-
ar, 13 guð, 14 hélt, 15
þráður, 17 ímynd, 20 títt,
22 ærslahlátur, 23 baun-
in, 24 heift, 25 ota fram.
LÓÐRÉTT:
1 gosmöl, 2 plokka, 3 kög-
ur, 4 sælgæti, 5 frek, 6
endurtekið, 10 loforð, 12
gyðja, 13 kyn, 15 spakur,
16 kaðall, 18 giska á, 19
vera ólatur við, 20 árni,
21 ferming.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 spilaborg, 8 sonur, 9 allur, 10 far, 11 maula, 13
geisa, 15 starf, 18 álfan, 21 lof, 22 lygna, 23 arnar, 24
snakillur.
Lóðrétt: 2 pöndu, 3 lirfa, 4 bjarg, 5 rölti, 6 ásum, 7 þráa,
12 lár, 14 ell, 15 sálm, 16 angan, 17 flakk, 18 áfall, 19
fundu, 20 nýra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
Á NETINU má finna hafsjó afskemmtilegum fróðleik og alls
konar vitleysu. Ein af þeim heima-
síðum sem Víkverji heimsækir
reglulega er www.baggalutur.is, þar
sem lesa má vægast sagt óvenjuleg-
ar og nýstárlegar „fréttir“.
Nýlega var sagt frá því að loksins
hefði fundist skýring á óvanalegum
vatnavöxtum í Lagarfljóti, en eins og
þekkt er hefur flugvöllurinn á Egils-
stöðum, sem er við bakka fljótsins,
orðið umflotinn vatni í tvígang síð-
ustu vikur. Baggalútur segir að
skrímslið í fljótinu, Lagarfljótsorm-
urinn, sem um langt skeið hafi verið
talinn af, hafi einfaldlega þurft að
létta á sér. Haft er eftir sérfræðingi í
líkamsstarfsemi skrímsla og óvætta
að þetta þyki ekki ósennilegt þar
sem skepna sem Lagarfljótsormur-
inn pissi ekki nema á um 1000 ára
fresti – og hressilega í hvert sinn!
x x x
VÍKVERJI hefur á ári hverju far-ið á jólahlaðborð úti í Viðey og
brá ekki út af þeirri venju sinni þetta
árið. Víkverja finnst sérstök
stemmning fólgin í því að sigla út í
eyju með ferjunni Maríusúð, sjá ljós-
in á jólatrénu í hlaðvarpa Viðeyjar-
stofu nálgast í myrkrinu og sjá svo
stofuna og Viðeyjarkirkju uppljóm-
aða þegar gengið er upp úr Bæjar-
vörinni. Til að koma fólki í sannkall-
að jólaskap áður en byrjað er að
troða í sig kræsingunum er efnt til
fallegrar helgistundar í Viðeyjar-
kirkju fyrir hvern hóp, sem kemur
með ferjunni úr Sundahöfn. Hjálmar
Jónsson dómkirkjuprestur stóð fyrir
altarinu þegar Víkverji átti leið út í
Viðey og innti hlutverk sitt þar vel af
hendi.
Þegar svo var sest að borðum varð
Víkverji heldur ekki fyrir vonbrigð-
um; hann er ekki frá því að kokk-
arnir í Viðeyjarstofu hafi bætt sig frá
því á síðasta ári, einkum og sér í lagi í
forréttunum. Víkverja fannst þetta
góð byrjun á aðventunni og getur
mælt með Viðeyjarsiglingu og jóla-
hlaðborði.
x x x
MEIRA um mat: Víkverji vareinn þeirra sem náðu að næla
sér í bita af hnúfubak í fiskborði
Hagkaupa áður en sölu kjötsins var
hætt um miðjan nóvember. Hnúfu-
bakurinn sem um ræðir flæktist í
neti hjá sjómönnum fyrir norðaustan
land á dögunum og fengu skipverjar
tilsögn hjá starfsmanni Hvals um
hvernig ætti að standa að hvalskurð-
inum. Sölu kjötsins var aftur á móti
hætt eftir að Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur benti á að ekkert vott-
orð fylgdi kjötinu, en samkvæmt lög-
um verður héraðsdýralæknir á við-
komandi stað að taka á móti dýrinu á
bryggju.
Alls var um 2,5 tonn af hreinu
hvalkjöti að ræða, sem samkvæmt
lauslegum útreikningum Víkverja
ætti að duga í um 12.500 máltíðir, sé
miðað við að hver máltíð sé um 200
grömm. Víkverja finnst það vera
ansi blóðugt að henda öllum þessum
mat, sérstaklega þar sem hann veit
um hve mikið hnossgæti var að ræða.
Er Víkverji ekki að leggja til að
menn brjóti gegn landslögum en
verður að viðurkenna að honum varð
hugsað til fólksins í biðröðinni hjá
Mæðrastyrksnefnd þegar hann las
um að að kjötið hefði verið urðað
vegna þessa formgalla. Víkverja
varð a.m.k. ekki meint af kjötinu.
Við mótmælum öll
HÉR á Dalbraut 27 höfum
við unað okkur vel við
handavinnu af öllu tagi og
er varla hægt að telja allt
upp sem hér er framleitt.
Við erum í góðum fé-
lagsskap og hér gerum við
allt saman, höfum jafnvel
sameiginlegt borðhald. Við
megum skreppa niður í
handavinnu hvenær sem er
og er það líflína okkar
margra og margir eyða
deginum þar. Við erum eins
og ein stór fjölskylda og
þessum fjölskylduböndum
á nú að splundra og leggja
niður starfsemina! Héðan
förum við ekki í önnur hús í
handavinnu, enginn kærir
sig um það.
Er þetta þakklætisvottur
fyrir að kjósa núverandi
borgarstjórn? Eða er það
viðvörun fyrir næstu kosn-
ingar? Ég spyr og við vilj-
um öll fá svar við þessu.
Við búum hér í fyrsta
flokks samfélagi og allir
sem hér vinna eiga skilið að
fá Eddu-verðlaun fyrir
mannkærleika, hver og
einn. Þetta fólk hugsar frá-
bærlega um okkur og nú á
að segja því upp.
Er ekki hægt að spara
annars staðar en með því
að skerða þjónustu við
gamla fólkið? Þarf alltaf að
líta á gamla fólkið sem
bagga á þjóðfélaginu? Það
erum þó við sem byggðum
upp þetta þjóðfélag.
Með þökk fyrir allt gott
og með jólakveðju,
Erika.
Íslensk tónlist
ÞAÐ er staðreynd að stór
hluti af íslenskri tónlist er
bannaður í íslenskum fjöl-
miðlum og ritskoðun mikil.
Á ég þá við að „þessi“ tón-
list er ekki spiluð á „þess-
ari“ stöð eða í „þessum“
þætti. Það vantar meiri
spilun á íslenskri tónlist í
íslensku útvarpi, ekki síst
þjóðlagatónlist. Það er mik-
ið til af góðri íslenskri þjóð-
lagatónlist og er þá ekki
verið að tala um tónlist
þessara „vinsælustu“ sem
er mest spiluð; það er fullt
af fólki í landinu sem er að
búa til íslenska þjóðlaga-
tónlist. Ég vil þakka fyrir
góða tónlistarþætti eins og
Sjómennska í skáldskap á
miðvikudögum á Rás 1,
þáttinn Flökkukindina og
þættina hjá Svanhildi og
Gerði en í þessum þáttum
er spiluð tónlist sem venju-
legt fólk með venjulega
hugsun vill hlusta á.
Vil ég benda þáttastjórn-
endum á að hafa meiri fjöl-
breytni í lagavali og meira
af íslenskri tónlist.
Tónlistarunnandi.
Ekki góðir
verslunarhættir
ÉG FÓR fimmtudaginn 21.
nóvember í verslunina Í
takt á Laugavegi og keypti
mér mokkakápu.
Þegar heim var komið sá
ég að hún var of stór og fór
með hana til baka viku
seinna og fékk henni skipt í
pels.
Þegar heim var komið
fannst mér hann of þröngur
og sá þá einnig að ekki var
hægt að hneppa honum svo
ég ætlaði með pelsinn og
láta laga hann fyrir mig en
ákvað að fara fyrst aftur í
verslunina og ræða þetta
við afgreiðslukonuna. Þeg-
ar í verslunina kom lagði ég
pelsinn á afgreiðsluborðið
en afgreiðslukonan henti
honum aftur í mig yfir búð-
arborðið og hreytti því út
úr sér að þetta væri ekki
skiptimarkaður.
Finnst mér þetta ekki
góðir viðskiptahættir og
mun ég ekki versla þarna
framvegis.
Ólöf Jónsdóttir.
Góð
þjónusta
GUÐRÚN hafði samband
við Velvakanda og vildi hún
koma á framfæri þakklæti
fyrir góða þjónustu hjá
Krabbameinsfélaginu.
Segir hún að vel hafi ver-
ið tekið á móti sér og að
þarna sé alveg frábært
starfsfólk.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÁN ÞESS ég vilji beinlínis
fetta fingur út í verð-
launaveitingar kvik-
mynda- og sjónvarps-
akademíunnar, þá finnst
mér að einn af mætustu
listamönnum þjóð-
arinnar, jafnt á sviði leik-
listar sem sönglistar, Jón
Sigurbjörnsson, hafi þar
verið sniðgenginn.
Frammistaða hans í auka-
hlutverki í Kolaports-
myndinni var með slíkum
ágætum að hann átti
betra skilið en raun varð
á. Með þessum orðum er
engan veginn verið að
kasta rýrð á verðlauna-
hafann, Sigurð Skúlason,
sem gerði hluverki sínu í
Hafinu hin prýðilegustu
og blæbrigðaríkustu skil.
En Hafið var búið að sópa
að sér þvílíkum hafsjó af
verðlaunum þannig að
það hefði kannski ekki
verið úr vegi þótt dóm-
nefndin hefði látið smá
viðurkenningu reka á
fjörur Jóns Sigurbjörns-
sonar í annarri mynd,
einkum í ljósi þess að
þessi öðlingsmaður fagn-
aði áttræðisafmæli sínu
ekki alls fyrir löngu. Það
hefði verið að mínu viti
hin smekklegasta gjöf
dómnefndarinnar honum
til handa, m.a. vegna
ómetanlegs framlags
hans til leiklistar hér á
landi.
Halldór Þorsteinsson.
Eddu-verðlaunin