Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 33
ýmislegt til þess að meðal barna, sem ekki njóta
aðhalds og gagnrýninnar uppfræðslu í sínu nán-
asta umhverfi, geti ofbeldisleikir sljóvgað dóm-
greindina og skert siðferðisvitund og ábyrgðar-
tilfinningu.
Nú þegar jólin nálgast ættu foreldrar að
reyna að tryggja að innihald jólapakkanna sé
fremur eitthvað, sem byggir upp sjálfsvirðingu
og siðferðiskennd ungs fólks en sú „samsuða til-
finningalauss ofbeldis“ sem blasir við í löngum
runum í búðarhillunum. Fræðandi og uppbyggi-
legir tölvuleikir eru vissulega til, þótt stundum
sé erfiðara að finna þá í búðum en ofbeldisleik-
ina. Við getum ekki viljað að í tölvuheimum ríki
einhver allt önnur siðferðisviðmið en þau, sem
við gerum ráð fyrir að gildi í raunheimum.
Mannorðsmorð
á Netinu
Fyrr í þessari viku
birtist grein hér í
Morgunblaðinu undir
fyrirsögninni „Hóp-
nauðgun á Netinu“. Grein þessi vakti talsverða
athygli, enda lýsir hún öðru dæmi um að þróun
upplýsingatækninnar getur vakið alvarlegar
siðferðilegar spurningar. Greinarhöfundur,
nítján ára gömul stúlka að nafni Sigríður Bríet
Smáradóttir, segir að skuggalega margir ís-
lenzkir „vefarar“ gangist upp í því að birta kyn-
ferðislegar myndir eða myndskeið, sem yfirleitt
séu af konum eða unglingsstúlkum, með eða án
þeirra samþykkis.
„Til eru mörg dæmi þess að kynferðislegar
myndir af stúlkum teknar við ýmis tækifæri,
hvort sem er undir áhrifum áfengis í „partíi“, á
skemmtistöðum, annars staðar eða hreinlega
tilbúnar í teikniforritum hafa verið settar á
Netið án samþykkis og jafnvel þrátt fyrir mót-
mæli þess sem á myndunum er,“ skrifar Sigríð-
ur Bríet. „Eiginleikar hins rafræna heims eru
þeir að dreifing með tölvupósti getur gengið
sem eldur í sinu og borist til mjög stórs hóps á
mjög skömmum tíma. Þannig tekur, sem dæmi,
ekki nema nokkrar sekúndur að brjóta niður
mannorð stúlku í einum framhaldsskóla og gera
hana að aðhlátursefni misþroskaðra samnem-
enda sinna.“
Áfram segir í grein Sigríðar Bríetar: „Athæf-
ið á myndunum getur verið ýmiss konar, hold
getur sést óvart, áskorun í „partíi“ sem aldrei
átti að vera neitt meira en staðbundið grín,
tímabundin órökrétt hegðun eða jafnvel einlægt
kynferðislegt athæfi. Skömm þess er verður
fyrir því að slíkt efni er birt á Netinu er oft svo
mikil að viðkomandi blygðast sín, fremur en að
finna til réttlátrar reiði, missir sjálfsvirðinguna
fremur en að fordæma óréttlætið. Að mínu viti
er aðeins stigsmunur á því viðhorfi sem oft
heyrðist til nauðgana „hún bauð upp á þetta,
með klæðnaði eða rænuleysi“ og því sem við er-
um nú að heyra „hún gerði þetta, hún var
svona“ og að slík órök eigi að réttlæta það, að
slíkt efni sé sett á Netið án samþykkis og jafn-
vel gegn einörðum mótmælum þess sem á
myndunum er.“
Grein Sigríðar Bríetar varð tilefni umfjöll-
unar í þessu tölublaði Morgunblaðsins, en þar
kemur fram í grein Ragnhildar Sverrisdóttur
að um efni af þessu tagi á Netinu gildi sömu
reglur og í öðrum miðlum. „Fólki er gjarnt að
líta á Netið sem svæði þar sem engin lög gilda.
Staðreyndin er hins vegar sú, að t.d. meið-
yrðalöggjöfin gildir jafnt um Netið og aðra
miðla,“ segir Anna Sigríður Arnardóttir, lög-
fræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en ærumeið-
ingar á Netinu voru efni lokaritgerðar hennar í
lögfræði. „Í hegningarlögunum eru ákvæði, sem
leggja refsingu við útbreiðslu á ærumeiðandi
efni. Almennir netnotendur velta því ekkert fyr-
ir sér að um leið og þeir senda tölvupóst með
ærumeiðandi efni áfram, þá hafa þeir brotið
lög.“
Óljósari mörk
einkalífsins?
Í greininni kemur
fram að þrátt fyrir
þessi lagaákvæði er
lítið um að meiðandi
efni á Netinu sé kært til lögreglu.
Netið er einhver öflugasti fjölmiðill, sem við
höfum kynnzt. Munurinn á því og eldri fjöl-
miðlum er að börn og unglingar hafa greiðan
aðgang að því – ekki aðeins sem notendur, held-
ur sem „fréttamenn“ og „ritstjórar“. Ýmiss
konar efni, sem hefði þurft að fara í gegnum
ýmiss konar „síur“ áður en það hefði t.d. birzt í
dagblaði, rennur nú hindrunarlaust um heiminn
með rafrænum hætti. Hætta er á því að mörk
einkalífs og opinbers verði óljósari vegna
tækniþróunarinnar. Það er ekkert nýtt að fólk
taki myndir í „partíum“ og að þar sjáist ým-
islegt, sem fólkið á myndunum vill ekki að komi
fram opinberlega. En einu sinni þurfti að fara
með myndir í framköllun og ef menn vildu að
þær kæmu fyrir almennings sjónir þurfti að fá
þær prentaðar í blaði eða fjölfaldaðar á annan
hátt. Nú þarf ekki annað en að tengja stafræna
myndavél við tölvu og þá er hægt að dæla
myndum út á Netið, tugum, hundruðum eða
þúsundum saman. Myndir úr einkasamkvæmi,
höldnu á einkaheimili, geta skyndilega orðið
mest skoðaða efnið á tilteknum netsíðum – í
þeim fjölmiðli, sem Netið er orðið. Þegar svo er
komið er sannarlega ástæða til að staldra við.
Í grein Páls Þórhallssonar lögfræðings um
þessi efni í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
segir: „Þróunin á Íslandi sem rætt hefur verið
um að undanförnu þar sem gróflega er brotið
gegn persónuhelgi unglingsstúlkna af hálfu
skólafélaga þeirra er mikið umhugsunarefni.
Hún sýnir að umræða undanfarinna ára, um að
friðhelgi einkalífs stafaði mest ógn á netöld af
íhlutun ríkisins eða stórfyrirtækja og söfnun
persónuupplýsinga af þeirra hálfu, risti of
grunnt. Einstaklingum kann að stafa enn meiri
og nærtækari hætta af öðrum einstaklingum og
þarf þá jafnvel ekki alltaf að leita út fyrir vina-
hópinn.“
Eins og varðandi tölvuleikina er ekki víst að
hér leysi löggjöf, boð og bönn allan vanda. Eins
og Sigríður Bríet Smáradóttir bendir á í grein
sinni, er kjarni málsins siðferðisleg afstaða ein-
staklingsins. „Að notfæra sér ástand annarrar
manneskju, lítillækka og brjóta niður sjálfsvirð-
ingu hennar hlýtur alltaf að vera rangt. Að gera
það á Netinu í viðurvist allra sem aðgang hafa
að því hlýtur að vera enn verra. Þeir sem hafa
ánægju af því að leggja með þessum hætti líf
annarrar manneskju í rúst eru annaðhvort
hjálparþurfi eða siðblindir og þeir sem taka þátt
í að dreifa slíkum sora eru lítt skárri. Netnot-
endur verða að vera meðvitaðir um afleiðingar
gjörða sinna.“
Hér kemur ábyrgð foreldra aftur til skjal-
anna. Þeir, sem taka uppeldi barna og unglinga
alvarlega, verða að kynna sér hvernig kaupin
gerast á eyrinni í Netheimum, mynda sér skoð-
anir á því og ræða málin við börn sín. Hugs-
anlega getur skólakerfið tekið einhvern þátt í
að beina þróuninni í betri farveg, eins og Páll
Þórhallsson víkur að í grein sinni, en á slíkt
eiga foreldrar þó ekki að treysta. Enginn tekur
af þeim ábyrgðina á því að koma börnum sínum
til manns og kenna þeim þau siðferðisgildi, sem
við viljum að liggi til grundvallar í samfélaginu.
Varasamasta afstaðan í þessum efnum, jafnt
hvað varðar Netið og tölvuleikina, er að segja
sem svo: Mér lízt nú ekki á þetta, en þetta er
víst það sem gengur hjá krökkunum í dag.
Svona vilja þau hafa þetta – af hverju ætti ég að
skipta mér af því eða yfirleitt að hafa fyrir því
að kynna mér það? Slík afstaða er bæði til
marks um skeytingarleysi og virðingarleysi
fyrir unga fólkinu. Það á skilið að fá betri leið-
sögn.
Morgunblaðið/Jim SmartJólastemmning í miðbænum.
„Nú þegar jólin
nálgast ættu for-
eldrar að reyna að
tryggja að innihald
jólapakkanna sé
fremur eitthvað,
sem byggir upp
sjálfsvirðingu og
siðferðiskennd ungs
fólks, en sú „sam-
suða tilfinningalauss
ofbeldis“ sem blasir
við í löngum runum
í búðarhillunum.
Fræðandi og upp-
byggilegir tölvu-
leikir eru vissulega
til, þótt stundum sé
erfiðara að finna þá
í búðum en ofbeldis-
leikina. Við getum
ekki viljað að í
tölvuheimum ríki
einhver allt önnur
siðferðisviðmið en
þau, sem við gerum
ráð fyrir að gildi í
raunheimum.“
Laugardagur 7. desember