Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 51
DAGBÓK
„Takk fyrir útspilið, makk-
er,“ syngur í huga austurs
þegar lauftían kemur út
gegn fjórum hjörtum suð-
urs:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ Á872
♥ KD32
♦ K5
♣D53
Austur
♠ 53
♥ 10986
♦ 742
♣ÁKG7
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 grand *
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
* 15-17 HP.
Austur fær þrjá fyrstu
slagina á lauf og allir fylgja
lit. Hvernig á austur nú að
sýna þakklæti sitt í verki?
Punktasamlagning leiðir í
ljós að makker á 1-3. Ás get-
ur hann ekki átt. Hins vegar
gæti hann verið með kóng-
inn eða drottninguna í
trompi, og austur ætti að
gera út á þann möguleika og
spila þrettánda laufinu út í
þrefalda eyðu:
Norður
♠ Á872
♥ KD32
♦ K5
♣D53
Vestur Austur
♠ K94 ♠ 53
♥ 754 ♥ 10986
♦ 10963 ♦ 742
♣1098 ♣ÁKG7
Suður
♠ DG106
♥ ÁG
♦ ÁDG8
♣642
Það hefur þau áhrif að
trompnía makkers færist öll
í aukana. Ef suður stingur
hátt, hendir vestur, en
trompar ella með níunni og
tryggir sér slag á kónginn.
Þessi vörn er líka banvæn
ef makker á D9x í trompi.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4
4. e3 O-O 5. Rge2 d5 6. a3
Be7 7. cxd5 exd5 8. b4 c6 9.
Rg3 b5 10. Bd3 a5 11. Hb1
axb4 12. axb4 Ra6 13. Ra2
Rc5 14. dxc5 Hxa2 15. Bb2
Be6 16. Re2 Re4 17. Rd4
Staðan kom upp á
þýska meistara-
mótinu sem lauk
fyrir skömmu.
Florian Handke
(2504) hafði svart
gegn Jan Gustafs-
son (2554). 17...
Bxc5! 18. bxc5 18.
Bxe4 gekk ekki upp
vegna 18... Bxb4+.
Í framhaldinu
reyndist sókn
svarts óstöðvandi.
18... Da5+ 19. Kf1
Rd2+ 20. Ke2 Rxb1
21. Dxb1 Da3 22.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Kf3 Hxb2 23. Dc1 Bd7 24.
Bf5 Bxf5 25. Rxf5 He8 26.
Rd4 Ha2 27. Db1 Hxf2+! 28.
Kxf2 Dxe3+ 29. Kf1 Dxd4
30. h4 Ha8 31. Ke2 He8+
32. Kf1 Ha8 33. Ke2 Dc4+
34. Kf2 Dxc5+ 35. Kg3
Dd6+ 36. Kf2 Dc5+ 37. Kg3
Ha3+ og hvítur gafst upp.
Atkvöld Taflfélags Garða-
bæjar fer fram mánudaginn
9. desember.
VEÐUR mbl.is
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert vingjarnlegur og vin-
sæll og gerir hlutina alltaf af
heilum hug.
Á komandi ári muntu læra
eitthvað mikilvægt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Láttu ekki draga þig inn í
samræður sem þú hefur eng-
an áhuga á. Þú verður að ýta
frá þér fólki sem reynir að
koma skoðunum sínum upp á
þig.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur sterkar skoðanir í
peningamálum og varðandi
sameiginlegar eignir. Þú ert
ekki tilbúinn til að gefa eftir
jafnvel þótt það kosti deilur.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft að takast á við ein-
hvern sem reynir að hafa
óeðlilega mikil áhrif á þig. Þú
verður að standa á rétti þín-
um til að gera hlutina eftir
þínu eigin höfði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að sinna viðgerðum
og viðhaldi í dag til að koma í
veg fyrir skemmdir. Drífðu í
því þannig að þú getir snúið
þér að öðru.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert að ganga í gegnum
rómantískan og ástríðufullan
tíma. Njóttu þess en gættu
þess um leið að láta ekki ást-
ríðurnar ræna þig allri skyn-
semi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Bilanir á heimilinu og erfið-
leikar í einkalífinu reyna á
styrk þinn og staðfestu. Innst
inni veistu þó að þú munt ná
þér aftur á strik.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Gættu þín á vafasömum við-
skiptum í dag. Þú ættir að
fylgjast vel með eigum þínum
og læsa að þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Varastu að eyða peningum í
óþarfa í dag. Löngun þín til
að eignast hlutina er ekki í
neinu samræmi við þarfir þín-
ar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þér hættir til stjórnsemi í dag
og á sama tíma laðarðu að þér
stjórnsamt fólk. Þrjóska get-
ur leitt til óþarfrar valdabar-
áttu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Láttu ekki aðra stjórna þér
með ótta eða hótunum í dag.
Gættu þín á vafasömum at-
höfnum. Haltu þig í birtunni.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vinur þinn vill endilega gefa
þér góð ráð í dag en í raun er
ekki um annað en óþarfa af-
skiptasemi að ræða.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gættu þess að andmæla ekki
yfirboðara þínum og forðastu
öll samskipti við lögreguna.
Það er mikil hætta á deilum.
Farðu með hægð.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
Á NÓTTU
Hver eru ljósin
logaskæru,
er ég lít um ljóra?
munu það blikandi,
blíðmálugar,
heimasætur himins?
Eigi er það; –
en annað fegra
svífur mér að sjónum:
það eru augu
unnustu minnar,
þau í svartnætti sjást.
Jón Thoroddsen.
Árnað heilla
Ljósmyndaverið Skugginn.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 14. september sl. í
Dómkirkjunni af sr. Pálma
Matthíassyni þau Guðríður
Anna Kristjánsdóttir og
Ómar Björn Hansson.
Svipmyndir – Fríður.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 7. september sl. í
Grafarvogskirkju af sr. Vig-
fúsi Þór Árnasyni þau
Hermína Stefánsdóttir og
Guðmundur L. Gunnarsson.
Heimili þeirra er í Frosta-
fold 10, Reykjavík.
Svipmyndir – Fríður.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 21. september sl. í
Kópavogskirkju af sr. Jóni
Helga Þórarinssyni þau
Nína Björk Ásbjörnsdóttir
og Björn Ágústsson. Heimili
þeirra er í Ljósheimum 11.
Ljósmyndaverið Skugginn.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 13. júlí sl. í Háteigs-
kirkju af sr. Kjartani Erni
Sigurbjörnssyni þau Anna
Kristrún Gunnarsdóttir og
Styrmir Óskarsson.
Með morgunkaffinu
Auðvitað veit ég hvað lygamælir er! Ég er giftur
einum slíkum.
Dettur þér í hug að
ég sé að borga þér
fjórar og hálfa
milljón á ári til að
koma með betri
hugmyndir en mín-
ar?
Toppar og skart
Bankastræti 11 • sími 551 3930
20% Afsláttur af
öllum kvenskóm
Desember
Dagana 5. - 8. bjó›um vi›
20% afslátt af öllum kvenskóm.
tilbo›
Opi› í dag sunnud. 13-18
Augustsilk
Augustsilk
Opið í dag frá kl. 13-18 í Síðumúla 35 – 3. hæð
Hvítir síðir silkináttsloppar kr. 6.500
Silkipeysur frá kr. 3.900
Perlusaumaðir silkidúkar kr. 7.900
Pashminur 220x95 cm kr. 14.900
Engin kort - lægra verð
Einstakt verð!