Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GERHARD Schröder,kanzlari Þýzkalands, áekki sjö dagana sælaþessa dagana. Fjöldi skráðra atvinnuleysingja í landinu er aftur kominn upp fyrir fjórar milljónir og horfur í efnahags- lífinu almennt neikvæðar. Stjórn- arandstaðan sakar kanzlarann og bandamenn hans um að hafa vísvit- andi blekkt þjóðina í kosningabar- áttunni með því að segja ekki rétt til um raunverulega stöðu ríkisfjár- mála. Og efst á vinsældalistum er „Skattalagið“, þar sem eftirherma syngur í kanzlarans stað rætinn texta um „skattheimtusýki“ hans. Í sama knérunn heggur hvatning til þýzkra skattgreiðenda, sem gengið hefur eins og eldur í sinu á Netinu, um að senda skyrtu af sér á skrif- stofu kanzlarans, sem um 7.000 manns hafa þegar gert og vilja þar með koma þeim skilaboðum til rík- isstjórnarinnar að hún sé að „rýja menn inn að skinni“ með skatta- stefnu sinni. Blaðamaður á þýzka fréttatímarit- inu Focus, sem gefið er út í Münch- en, lýsti stemmningunni svona fyrir greinarhöfundi: „Stemmningin með- al almennings er ótrúleg – aðallega ungt fólk (…), sem finnst rík- isstjórnin vera að spilla fyrir sér við að koma fótunum undir sig í atvinnu- lífinu, er fokvont og margir sjá eftir því að hafa nokkurn tímann gefið „rauð-grænum“ [þ.e. ríkisstjórn- arflokkum jafnaðarmanna og græn- ingja] atkvæði sitt.“ Í nýjustu skoðanakönnunum hef- ur fylgi við Jafnaðarmannaflokk Schröders, SPD, hrunið og um 80% aðspurðra lýsa nú óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. Engin þýzk ríkisstjórn frá stofnun Sam- bandslýðveldisins fyrir rúmri hálfri öld hefur misst svo mikið fylgi á eins skömmum tíma, en í þingkosning- unum 22. september tókst Schröder naumlega að halda völdum; helgaðist sigurinn aðallega af góðu gengi græningja í kosningunum. Stjórnarandstaðan hefur að und- anförnu gengið mjög hart fram í gagnrýni á kanzlarann, einkum hvernig ríkisstjórn hans heldur á ríkisfjármálunum. Dagblöð sem fylgja stjórnarandstöðunni frekar að málum hafa tekið virkan þátt í gagn- rýninni og jafnvel hvatt fólk til „borgaralegrar óhlýðni“ gegn skatt- yfirvöldum í mótmælaskyni við nýj- ustu skattahækkanir ríkisstjórn- arinnar. Sú skoðun hefur hlotið æ meiri hljómgrunn, að stjórnin sé ekki fær um að stýra stærsta þjóðhagkerfi Evrópu út úr þeirri efnahagslægð sem það virðist vera að festast í; stjórnina skorti ennfremur hug- myndaflug og áræði til að grípa til ráðstafana sem dugi til að laga vinnumarkaðs- og velferðarkerfið að kröfum tímans. Schröder reyndi sitt bezta til að reka af sér slyðruorðið í umræðum á þingi í vikunni, og kom þar berlega í ljós að kanzlaranum er ekki skemmt. Hann sakaði talsmenn stjórnarand- stöðunnar um ærumeiðandi mál- flutning og að beita fyrir sig „stríðs- legu orðavali“. Agaleysi í stjórnarliðinu Auk þess gagnrýndi kanzlarinn agaleysi í eigin herbúðum, en frá hinum og þessum stjórnarliðum hafa komið býsna misvísandi yfirlýsingar um skattastefnuna og önnur „heit“ mál á síðustu vikum. Átti kanzlarinn með þessari gagn- rýni sinni sjálfsagt ekki sízt við Franz Müntefering, framkvæmda- stjóra SPD, sem hafði í nýlegu við- tali gefið í skyn að von væri á enn frekari skattahækkunum: „Minna fyrir einkaneyzluna – og meira fé í hendur ríkisins, svo að sam- bandsríkið, sambandslöndin og sveitarfélögin geti betur uppfyllt sín hlutverk.“ Fjölmiðlar hafa stokkið á ummæli af þessu tagi sem hrotið hafa af vörum stjórnarliða og kynt með þeim undir óánægju með ríkisstjórn- ina. Og eins og venja er þegar hiti kemst í opinbera umræðu í Þýzka- landi voru „gagnrýnendur gagnrýn- endanna“ ekki seinir að blanda sér í hana og kvarta yfir því að Þjóðverjar „hneigðust til heimsendastemmn- ingar og sjálfsmeiðinga; í stjórn- málum skorti þá jarðbundna skyn- semishyggju í anda engislaxneskrar lýðræðishefðar“, eins og komizt er að orði í fréttaskýringu svissneska blaðsins Neue Zürcher Zeitung. Bíræfni Mörgum Þjóðverjum hefur ofboð- ið hve frökk hin naumlega endur- kjörna ríkisstjórn hefur verið í að breyta opinberu mati sínu á stöðu ríkisfjármála og þar með þörfinni fyrir auknar skatttekjur og niður- skurð á ríkisútgjöldum. Kristilegir demókratar, sem mistókst að fella stjórnina í kosningunum í haust, hafa farið fram á þingrannsókn á ásök- unum um að Schröder og hin „rauð- græna“ ríkisstjórn hans hafi vísvit- andi blekkt kjósendur með því að greina ekki frá því fyrr en eftir kosn- ingar, að í það stefndi að skatttekjur ríkissjóðs á þessu ári yrðu 31 millj- arði evra, um 2.650 milljörðum ísl. kr., minni en útgjöldin. Þessari ásök- un vísar kanzlarinn með öllu á bug. „Hér er verið að færa pólitíska umræðu niður á stig þar sem áhug- inn beinist ekki að innihaldi heldur persónulegum ófrægingum,“ sagði Schröder er hann svaraði framsögu- ávarpi Michaels Glos, talsmanns þingflokks kristilegu flokkanna, í umræðum um fjárlagafrumvarpið í vikunni, en Glos beindi þar föstum skotum að kanzlaranum. „Þetta skaðar land vort. Þetta skaðar lýð- ræðið – þetta skaðar okkur öll,“ sagði Schröder. Stóð hann fast á því að enginn hefði séð það fyrir að skatttekjurnar myndu dragast svona mikið saman. Í sjónvarpsviðtali viðurkenndi kanzlarinn að stjórninni hefðu orðið á mistök; mjög misvísandi ummæli stjórnarliða um mögulegar lausnir á fjárlagahallanum undanfarnar vikur hefðu sannarlega ekki styrkt ímynd stjórnarinnar. Í umræðunum á þingi sagði hann vandann helgast af sam- drættinum í alþjóðaviðskiptum og á verðbréfamörkuðum og að Íraksdeil- an hefði ennfremur „alvarlega spillt fyrir efnahagsumhverfinu“ – og gagnrýndi þar með bandarísk stjórnvöld óbeint. Einörð andstaða Schröders – í það minnsta í orði – gegn hernaði í Írak er talin hafa hjálpað honum að halda velli í kosn- ingunum. Kosningabarátta Stjórnmálaskýrendur telja þó það hve stjórnin hefur haldið klaufalega á sínum málum eftir kosningarnar ekki skýra hörkuna og heiftina sem hlaupin er í stjórnmálaumræðuna í Þýzkalandi. Hluta skýringarinnar sé að leita í sárindum hægrimanna, inn- an þings sem utan, yfir því að missa svo naumlega frá sér tækifæri til að komast aftur að stjórnartaumunum eftir eitt kjörtímabil á stjórnarand- stöðubekknum (á kosninganótt leit lengi út fyrir að kristilegu flokkarnir fengju fleiri þingmenn en SPD). Í febrúar eru kosningar til héraðs- þinga sambandslandanna í Hessen og Neðra-Saxlandi og vonast kristi- legir demókratar til að halda hinni neikvæðu stemmningu sem tekizt hefur að skapa gegn „kanzlara- flokknum“ SPD fram að þeim. Hér- aðsstjórninni í Hessen stýrir Roland Koch, sem hefur metnað til að kom- ast í kanzlaraframboð, en Schröder var lengi forsætisráðherra Neðra- Saxlands (í því embætti kom hann í opinbera heimsókn til Íslands í nóv- ember 1997). Tapi Jafnaðarmannaflokkurinn kosningum í hinu hefðbundna vígi sínu Neðra-Saxlandi yrði það mikið áfall fyrir kanzlarann. En til þess að afstýra því verður hann að taka stórt stökk upp á við á öðrum vinsælda- lista en þeim sem hann – eða öllu heldur „radd-tvífari“ hans – trónir á þessa dagana. AP Kanzlaranum var heitt í hamsi er hann varðist gagnrýni stjórnarandstöðunnar í umræðum á þingi í vikunni. Schröder í mótbyr Fylgi við ríkisstjórn Gerhards Schröders, sem naumlega hélt velli í kosningum í lok september, hefur hrunið. Að sögn Auðuns Arnórssonar eru það einkum skattahækkanir sem hafa rúið þýzka kanzlarann vinsældum. ’ Engin þýzk ríkisstjórn frá stofn- un Sambandslýð- veldisins fyrir rúmri hálfri öld hefur misst svo mikið fylgi á eins skömmum tíma. ‘ BAKSVIÐ auar@mbl.is lægjandi kringumstæðum. Í fram- haldi af deilunum varðandi Í skóm drekans verð ég að spyrja þig: Að hve miklu leyti veit fólkið í myndinni að það er myndefni? Og óttastu ekk- ert upphrópanir og jafnvel aðgerðir vegna meintra brota á friðhelgi einkalífsins? „Ég var úti í Berlín bæði þegar um- ræðan um Í skóm drekans fór fram, úrskurður Hæstaréttar var felldur og myndin sýnd, þannig að ég veit ekki nema að mjög takmörkuðu leyti um hvað málið snýst. Þó virðist mér, miðað við þær litlu upplýsingar sem mér hafa borist, að Hlemmur og Í skóm drekans séu gjörólíkar mynd- ir, hvað stíl, viðfangsefni og ekki síst nálgun þess varðar. Mér skilst að að- aldeiluefnið varðandi Í skóm drek- ans hafi snúist um að myndin hafi að stórum hluta verið tekin án vitundar þeirra sem fram koma og án leyfis þeirra sem stóðu að fegurðarsam- keppninni. Við aftur á móti fengum fyrirfram öll tilskilin leyfi, bæði frá SVR og þeim sem fram koma í myndinni. Öllum var ljóst sem voru á Hlemmi á þeim tíma sem tökur stóðu yfir að við vorum að gera mynd um staðinn og fólkið þar og að hún yrði sýnd opinberlega. Þeir, sem ekki vildu koma fram í myndinni en til- heyrðu samt fastagestunum, forðuð- ust okkur einfaldlega þegar þeir sáu að við vorum að taka. Að öðru leyti áttum við mjög góð samskipti við þetta fólk. Ég reyndi auðvitað að sannfæra ýmsa um að vera með, en ef þeir vildu það ekki, þá forðuðumst við að taka myndir af þeim og þeir forðuðust okkur. Þar að auki byggj- ast myndir eins og þær sem ég geri umfram allt á gagnkvæmum trúnaði og gagnkvæmri virðingu, en ekki á því að fletta ofan af einhverju. „Lífið eins og það er“ Það sem þú átt sennilega við með „niðurlægjandi kringumstæðum“ er því miður hluti af lífi þeirra sem lifa á götunni og var í öllum tilvikum tekið með fullu samþykki viðkomandi. Eins og Ómar Blápunktur, annar útigangsmannanna í myndinni, sagði við mig þegar við vorum að hefja tök- urnar, þetta er mynd „sem á að sýna lífið eins og það er“. Og lífið á bísan- um er hart, mjög hart og satt best að segja miklu harðara en ég hafði gert mér grein fyrir. Fyrsti tökudagur- inn, sem jafnframt var fyrsti virki dagur júlímánaðar og þar af leiðandi útborgunardagur, var ákveðið sjokk, bæði fyrir mig og samstarfsmenn mína. Annars vegar var hann gleði- dagur fyrir drykkjumennina, því þá höfðu þeir loks aur fyrir göróttum drykkjum eftir að hafa verið að þynnast upp í langan tíma sökum blankheita og gengið misilla að slá fyrir kardóglasi. Hins vegar vissu allir handrukkarar bæjarins að næðu þeir ekki að innheimta raun- verulegar eða ímyndaðar skuldir fyrstu tvo til þrjá daga mánaðarins yrðu þeir að bíða fram yfir næstu mánaðamót, því peningurinn er ótrú- lega fljótur að fara. Og það eina sem almenningur fréttir er að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni og allar fangageymslur hafi verið fullar. Það hefur aldrei leyst nein vandamál að þegja um þau þunnu hljóði.“ Hættan við „viðkvæm mál“ Mikil gróska hefur verið í íslenskri heimildamyndagerð undanfarin misseri. Af hverju stafar hún að þínu mati? „Ætli það sé ekki sambland af nýrri tækni, þörf og því að íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa upp- götvað að hægt er að ná bæði góðum árangri og mikilli athygli með gerð heimildamynda sem þar fyrir utan kosta mun minni pening en leiknar myndir. Þetta er mjög ánægjuleg þróun því fá form eru jafnvel til þess fallin og heimildamyndin að skoða það samfélag sem við búum í og miðla því til áhorfenda. Þar að auki er ég er sannfærður um að það á líka eftir að skila sér í nýjum áhugaverð- um leiknum myndum. Það er engin tilviljun að okkar þekktasti kvik- myndaleikstjóri, Friðrik Þór, hóf ferilinn á því að gera heimildamynd- ir. Þegar honum tekst best upp er það ekki vegna þess að sögurnar séu svo óskaplega frumlegar heldur hins að honum tekst í örfáum myndum að skapa ótrúlega sterka og séríslenska stemningu. Slíkt geta aðeins þeir fangað sem hafa skoðað mjög ná- kvæmlega það samfélag sem þeir búa í.“ Þrátt fyrir þessa grósku gekk þér ekki betur en svo að fjármagna Hlemm að þýskt fjármagn þurfti til að koma fyrst áður en íslenskt fékkst. Hver er þín skoðun á ís- lenskri kvikmyndapólitík í þessu samhengi? „Það hefur alltaf verið hættulegt að fjalla um svokölluð viðkvæm mál- efni á Íslandi. Og ein meginréttlæt- ing íslenskra kvikmyndagerðar- manna síðustu tvo áratugina á því að yfirvöld setji pening í kvikmyndir hefur verið sú, að þær séu svo góð landkynning. Einhverra hluta vegna virðist sem sumir hér heima hafi haft efasemdir um að mynd um Hlemm væri góð landkynning. En þar eru kvikmyndagerðarmenn og yfirvöld á villigötum að mínu mati, því ekki þótti Laxness par fín landkynning þar til hann fékk nóbelinn. Ef ekki má fást við viðfangsefni sem brenna á samfélaginu af ótta við einhvers konar refsingu þeirra sem ráða fara menn að ritskoða sjálfa sig og þá verða til myndir sem enginn hefur áhuga á, nema kannski Flugleiðir og Ferðamálaráð. Hvers konar myndir? Það er virkilega kominn tími til að íslenskir kvikmyndagerðarmenn hætti fyrst og fremst að kvarta yfir peningaleysi, því það er krónískt vandamál sem fylgir þessum bransa og náttúrulega alveg sérstaklega á jafnlitlum markaði og hér er, en fari frekar að ræða af alvöru um hvers konar myndir þeir vilja gera og hvaða máli þær skipta, ekki aðeins í íslensku heldur líka alþjóðlegu sam- hengi. Á endanum myndi það skila sér í betri myndum og meiri áhuga á íslenskum kvikmyndum, þar sem þær gætu orðið raunverulegur hluti af íslenskri menningu, svipað og bókmenntirnar eru. En í sjálfu sér get ég ekki kvartað í sambandi við Hlemminn, því ég fékk á endanum peninga á Íslandi sem gerðu mér kleift að klára myndina eins og ég vildi.“ Finnst þér skemmtilegra að vinna á Íslandi en í Þýskalandi eða ræðst slíkt af efni og aðstæðum? „Svo lengi sem ég er að vinna með góðu fagfólki að áhugaverðu verk- efni sem er vel fjármagnað er mér nokk sama. Og í Hlemmnum átti ég því láni að fagna að þeir sem unnu með mér eru ekki aðeins mjög góðir fagmenn, heldur virkilega lögðu sál- ina í verkefnið; þeir eiga stóran hlut í því sem vel kann að hafa tekist í myndinni.“ Sérðu fyrir þér að flytja hingað heim? „Ég hef sem betur fer haldið frek- ar góðu sambandi við Ísland gegnum árin og verið að meðaltali meira en þrjá mánuði heima á hverju ári. Og núna síðast, þegar ég var að vinna að Braggabúum og Hlemmnum, bjó ég eitt ár á Íslandi. En ég sé enga sér- staka ástæðu til að flytja alfarið heim. Ég vil vinna jöfnum höndum hér úti og heima og á örugglega eftir að búa á Íslandi eitt til tvö ár ein- hvern tíma í fyrirsjáanlegri framtíð, en meginaðsetrið verður áfram í Berlín.“ Og langar þig að fást við leiknar myndir ekki síður en heimildamynd- ir? „Ég er með plön um stórar leiknar myndir í kollinum. Þær tengjast meira Íslandi en Þýskalandi og Berl- ín. Eiginlega ætlaði ég mér aldrei að gera heimildamyndir og gerði þess vegna í kvikmyndaskólanum sjö eða átta stuttar leiknar myndir, sem eru á bilinu 5 til 25 mínútna langar. Svo slysaðist ég til að gera Nonstop um bensínstöðina mína úti á horni. Núna er ég að reyna að drífa mig í að klára þessa heimildamyndaþríleiki um Reykjavík og Berlín svo ég geti loks- ins farið að einbeita mér að leiknum myndum. Tökum er að ljúka á öðrum hluta þríleiksins um Berlín. Það er mjög spennandi verkefni sem teng- ist reyndar Íslandi lítillega og þess vegna eru nokkrir tökudagar plan- aðir í janúar heima. Þetta á hug minn allan þessa dagana og svo auðvitað frumsýningin á Hlemmnum. Ég verð víst að viðurkenna að ég er mjög spenntur að sjá hvaða viðtökur myndin fær.“ ath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.