Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 41 Góð kona er gengin sinn veg. Mig langar að hripa niður nokkur minningarorð um Rósu frænku mína sem nýlega yfirgaf þessa jarðvist. Rósa föður- systir mín var hvunndagskona sem ólst upp í frekar einangraðri sveit að Orrustustöðum á Síðu. Í áratugi bjuggum við í sama húsi í Lauf- brekku 27 í Kópavogi. Þar bjó Rósa ásamt syni sínum Palla, einnig móð- ur sinni Katrínu Sigurlaugu meðan hún lifði, en síðast með Sigga bróður sínum. Á neðri hæðinni bjó svo Guð- jón bróðir hennar ásamt fjölskyldu sinni. Rósa var dagfarsprúð og við- kvæm kona sem engum vildi illt og trúði helst ekki á neitt illt í fari náungans. Rósa vann verkamanna- vinnu eftir að hún flutti til Reykja- víkur, aðallega við skúringar, ég man eftir henni við þá iðju hjá Brauði, hjá Korninu og í Þinghóls- SIGURRÓS MAGNÚSDÓTTIR ✝ Sigurrós Magn-úsdóttir fæddist á Orustustöðum á Brunasandi í Vestur- Skaftafellssýslu 23. september 1929. Hún lést á Landspítalan- um – háskólasjúkra- húsi við Fossvog 25. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 4. desember. skóla. Ekki voru þetta hálaunastörf en hún lét sér þetta lynda eins og margir af hennar kyn- slóð hafa gert, en að skaðlausu hefði hún mátt gera meiri kröfur til annarra. Eftir að faðir hennar dó þá ólst hún upp ásamt stórum systkinahópi hjá móð- ur við aðstæður sem erfitt er að gera sér í hugarlund hverjar voru, en þessar að- stæður hafa örugglega mótað allt hennar at- gervi mikið. En eitt er ég viss um að þar var ekki lúxus nútímans fyrir að fara. Alla tíð var hún tengd æsku- slóðunum og fór þangað oft í heim- sóknir til lengri eða skemmri dvalar. Rósa og systur hennar sem enn eru á lífi, Inga, Palla og Dísa, hafa verið samheldnar og stutt hver aðra í gegnum árin. Hvað tekur við að þessari jarðvist lokinni er ekki auð- velt um að segja. Þú hefur núna hitt hið eilífa ljós og þjáður líkami fengið líkn, en ég trúi því að andinn lifi og einhvern tímann munum við öll hitt- ast aftur. Palli, Solla, börn og eftirlifandi systkini Rósu, Inga, Palla, Dísa og Bergur, ég votta ykkur samúð mína. Guð veri með ykkur. Kveðja. Karl Guðjónsson. ✝ Magnúsína(Magga) Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1922. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 28. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sesselja Stefánsdóttir, f. 1890, d. 1965, hús- freyja í Reykjavík, dóttir Stefáns Hann- essonar bónda, smiðs og síðast sjómanns í Keflavík, hann var frá Litla-Botni í Kjós, og Guðrúnar Matthíasdóttur veitingakonu í Reykjavík, hún var frá Fossá í Kjós, og Guðmundar Jónssonar, f. 1884, d. 1929, verkstjóra við Reykjavíkurhöfn, sonur Jóns Magnúsína ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og bjó fjölskyldan í Fishersundi 1. Magnúsína giftist 21. september 1940 Agnari Sigurðssyni flugum- ferðarstjóra, f. 30. janúar 1920, d. 11. apríl 1993. Foreldrar hans voru Sigurður Skúlason, f. 1893, d. 1933, stórkaupmaður í Reykjavík, hann var frá Starrastöðum í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði, og Helga Metta Einarsdóttir, f. 1892, d. 1967, húsmóðir og matreiðslu- kona í Reykjavík, hún var frá Ólafsvík á Snæfellsnesi. Börn Magnúsínu og Agnars eru: 1) Örn Sigurður, f. 10. maí 1940, d. 17. febrúar 1993, maki Agla Bjarna- dóttir, eiga þau tvo syni og fjögur barnabörn. 2) Anna, f. 6. febrúar 1942, hún á eina dóttur, tvo syni og þrjú barnabörn. 3) Helgi, f. 24. september 1948, maki Hrefna Guðmundsdóttir, eiga þau eina dóttur. 4) Erna, f. 21. september 1953, maki Bjarni Ingólfsson, eiga þau tvo syni og eina dóttur og eitt barnabarn. Útför Magnúsínu fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 9. desember, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Teitssonar sjómanns og verkmanns í Reykjavík, hann var frá Tumakoti í Vog- um, og Salvarar Guð- mundsdóttur verka- konu í Reykjavík, hún var frá Kópavogi. Systkini Magnúsínu eru: Ívar, f. 1912, d.1996, Kristín Guð- rún, f. 1913, d. 2001, Hans Andrés Nilsen, f. 1914, d.1967, Guð- finna, f. 1917, d. 1994, Guðmundur Ragnar, f. 1919, Jóna Guð- björg, f. 1920, d. 2002, Arndís, f. 1924, d. 2001, Jón, f. 1926, d. 1975, og Susie, f. 1929. Hálfbræður Magnúsínu, samfeðra, eru: Jón Ís- feld, f. 1909, d. 1992, og Sigþór, f. 1911, d. 1941. Magga tengdamóðir mín og vin- kona hefur kvatt þennan heim. Farin frá okkur yfir móðuna miklu til fund- ar við áður horfna ástvini. Okkar leiðir lágu fyrst saman fyrir rúmum þrjátíu árum er ég kynntist Helga syni hennar, átján ára stelpan sem var þá þegar tekið opnum örm- um inná heimili hennar og Agnars tengdapabba. Magga tengdó, eins og ég kallaði hana alltaf, var yndisleg, mikil manneskja, hlý og hjartagóð sem umvafði fjölskylduna og ættmenni umhyggju og ræktarsemi. Hún mátti ekkert aumt sjá og var alltaf boðin og búin að rétta þeim hjálp- arhönd sem áttu um sárt að binda. Alltaf var stutt í glaðværðina og gamansemina. Margar góðar stundir áttum við saman yfir kaffibolla þar sem ýmislegt var látið flakka svo að dillandi hláturinn heyrðist langar leiðir. Magga tengdó gleymdi aldrei afmælum, hún átti rauða afmæl- isdagbók sem hún hafði alltaf við höndina og flett var í reglulega því allir fengu afmælisgjafir, alltaf frá henni. Hin síðari ár eftir að Agnar og Addi mágur minn hurfu á braut og heilsunni fór að hraka vildi hún helst hafa hjá sér alla ungana sína með borð hlaðið kræsingum og var þeim mun ánægðari sem fleiri komu í heimsókn. Það var sárt að horfa uppá heilsu hennar hraka þessa síð- ustu mánuði, og að finna sig van- máttuga til að lina þjáningar mann- eskju sem hefur gefið mér svo mikið. Elsku Magga tengdó, ég geymi minningu þína í hjarta mínu og þakka þér fyrir tryggðina, vináttuna og allar góðu stundirnar sem við átt- um. Ég bið algóðan Guð að geyma þig og veita þér skjól. Hrefna. Á kveðjustund minnar heittelsk- uðu ömmu Möggu er mér efst í huga hvað hún amma mín er búin að vera traust hald fyrir mig og alla okkar fjölskyldu. Amma Magga var sá stóri faðmur sem alltaf var hægt að flýja í, fá skjól og huggun við öllu mótlæti. Amma Magga sá ætíð það góða og skemmtilega sem mótsögn við öllu kvarti og kveini. Amma Magga var birta mín og gleði að koma til, hún elskaði okkur börnin sín skilyrðis- laust. Amma mín Magga mátti ekk- ert aumt sjá án þess að vilja hlúa að því með nærveru sinni og þeirri hjartahlýju sem hún átti svo óend- anlega mikið af. Mér er efst í huga þakklæti fyrir það veganesti sem amma mín bjó mér. Það er mér dýrmætur fjársjóð- ur að leita í ævina út. Árið 1993 missti amma elsta son sinn Adda frænda og afa minn Agnar tveim mánuðum seinna. Þá var stórt skarð höggvið í okkar fjölskyldu, þá var eins og lífslöngun ömmu og kraftar fjöruðu hægt og hægt út og langvarandi veikindi og vanlíðan settu mark sitt á hana öll þessi ár sem liðin eru síðan. Amma var södd lífdaga og þráði að fá hvíldina og losna úr viðjum hins veraldlega. Ég trúi því að hún eigi góða heim- komu í æðra veldi og margir komi til þess að fagna henni þar. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt ömmu mína Möggu. Anna Margrét. Það var árið 1938 á jólakvöld, í vit- lausu veðri, að ég kom í heiminn. Ljósan komst ekki til mömmu vegna snjóa svo það kom í hlut pabba og Möggu, sem þá var 16 ára, að taka á móti mér. Af þessum sökum var allt- af sérstakt band á milli okkar Möggu frænku. Magga er síðust af föðursystrum mínum til að hverfa héðan. Hún var alltaf vongóð um að verða ekki göm- ul. Hún fann sig ekki í því að lifa sjálfa sig. Magga var vinamörg enda bar hún blíðu og góðsemi hvert sem leið lá. Rómantíkin átti stóran hlut í lífi hennar – til dæmis gat hún komist við þegar hún hlustaði á Engelbert Humperdinck syngja á ensku lagið um „ljúfa lækinn“. Magga kunni textann á íslensku og angurvært tók hún undir söng Humperdincks. Magga var glæsileg kona og hefði aldrei farið út hattlaus. Það var henni alltaf mikils virði að vera hugguleg. Hún var sannkölluð Reykjavíkurmær og lét oft hugann reika um gömlu góðu dagana þegar allir þekktu alla í bænum. Góð og hógvær kona er gengin og við systurnar óskum henni góðrar ferðar á vit fjölskyldu og vina – því hún trúði á endurfundi. Við þökkum frændsemina og vottum afkomend- um hennar okkar dýpstu samúð. Elín, Lára og Hrafnhildur. Þegar ég las dánartilkynningu Magnúsínu Guðmundsdóttur reikaði hugurinn rúm 30 ár aftur í tímann, til þess tíma þegar ég hóf starf hjá Hagkaupum í Lækjargötu í maí- mánuði 1971. Þar var fyrir nokkur hópur kvenna á ýmsum aldri og var Magga ein þeirra, hún lagði mikla áherslu á að vera kölluð Magga, Magnúsínu nafnið var eingöngu á pappírunum. Ég komst fljótt að því að hún var lífsglöð og hressileg kona með leiftrandi kímni og í þessum hópi var hún sannarlega meðal jafn- ingja. Í hópnum voru miklar sagna- konur sem sögðu sögur með hliðar- sögum og aukasögum, Magga féll sannarlega í hópinn hvað það varðaði og í matar- og kaffitímum var oft mikið hlegið. Sagði hún okkur frá uppvaxtarárum sínum í Grjótaþorp- inu og ýmsum atvikum úr lífi sínu og alltaf var það spaugilega dregið fram. Við áttum okkur einnig líf sam- an eftir vinnu og ef eitthvað var um að vera hjá einhverri okkar, var oftar en ekki hjálpast að og var það ómet- anlegt. Eftir eitt slíkt stórafmæli bauð hún okkur öllum heim á sitt glæsi- lega heimili og þar beið okkar stór- veisla að hætti Möggu. Á miðju borð- inu var stór ferköntuð vel skreytt terta. Þegar kom að því að setjast til borðs hugsuðum við gott til glóðar- innar með tertuna, við reyndum hver af annarri að fá okkur sneið af þess- ari fínu tertu, en ekkert gekk enda ekki gott að skera í frauðplast, það var mikið hlegið og húsmóðir bar hlæjandi aðra inn í staðinn, þótt sannarlega væri nóg fyrir. Þetta lýs- ir vel glettunum í Möggu sem alltaf var til í eitthvað skemmtilegt. Ég minnist samstarfsins við Möggu með mikilli hlýju, þetta var ánægjulegur og lærdómsríkur tími sem aldrei bar skugga á, en það er nú svo að þegar leiðir skilja þá verð- ur minna um samband en ætlað er, en ég frétti þó alltaf af henni af og til. Síðast hittumst við í sumar á gang- inum á Borgarspítalanum þar sem hún var á leiðinni í rannsókn og ég í heimsókn. Við náðum að heilsast og kveðjast og ég sá að kraftar hennar voru á þrotum, ég heyrði í framhaldi af því að hennar æðsta ósk væri að fá að deyja. Nú hefur hún fengið þessa ósk sína uppfyllta, ég samgleðst henni að vera nú komin til sinna nán- ustu, en mann sinn og son missti hún fyrir nokkrum árum með stuttu millibili. Ég sendi eftirlifandi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurlaug Marinósdóttir. MAGNÚSÍNA (MAGGA) GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Elskuleg dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, ÞÓRHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Lyngmóum 1, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 10. desember kl. 13.30. Guðrún Sigurðardóttir, Sjöfn Lárusdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sverrir Albertsson, Þorlákur Magnússon, Þórhildur Pétursdóttir, Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Óskar Knudsen og systkinabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, MAGNÚS PÉTUR ÞORBERGSSON málmsteypumaður, lést í New York laugardaginn 30. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Fríða Ingunn Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.