Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. MJÖG umfangsmikið umferðareftirlit lögregl- unnar í Reykjavík stendur nú sem hæst og verð- ur því haldið áfram út desembermánuð. Á föstu- dagskvöld voru tíu lögreglumenn við eftirlit á Kringlumýrarbraut og stöðuðu um 1.400 öku- menn á bílum sínum. Myndaðist löng bílaröð á Kringlumýrarbrautinni vegna vegatálma lög- reglunnar og fór enginn í gegn án þess að ræða við lögreglu. Voru sumir ökumenn óhressir yfir töfinni sem af þessu hlaust. Eftirlitið stóð frá kl. 23.30 til 1.30 og var einn ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Upp komst um nokkur til- vik þar sem ökumenn voru réttindalausir við akstur eða höfðu ekki ökuskírteini sín meðferðis eins og þeim er skylt samkvæmt lögum. Þá voru nokkrir á óskoðuðum bílum að sögn lögregl- unnar. Umferðareftirlitið er ekki bundið við helg- arnar í desember að sögn lögreglu og mega öku- menn því búast við að verða stöðvaðir jafnt virka daga sem um helgar. Morgunblaðið/Júlíus 1.400 ökumenn stöðvaðir KOSTNAÐUR ríkissjóðs af mót- framlögum vegna viðbótarlífeyris- sparnaðar ríkisstarfsmanna hefur tvöfaldast milli áranna 2001 og 2002 og nemur um 800 milljónum króna í ár. Gert er ráð fyrir að þátttaka rík- isstarfsmanna í viðbótarlífeyris- sparnaði hafi náð jafnvægi og að út- gjöld vegna þessa standi í stað á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Hjálmarssonar, skrifstofustjóra fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins, námu útgjöld af mótframlög- um vegna viðbótarlífeyrissparnaðar ríkisstarfsmanna innan við 0,5% af launakostnaði með launatengdum gjöldum árið 2001 en í október síð- astliðnum hafi útgjöldin verið komin í 1% af heildarlaunakostnaði með launatengdum gjöldum. Þetta jafn- gildi því að kostnaður ríkissjóðs vegna mótframlaganna á ári sé nú um 800 milljónir króna. Ólafur sagði að þátttaka ríkis- starfsmanna í viðbótarlífeyrissparn- aði væri mismunandi milli stofnana. 2% framlag skapar rétt á 2,2% viðbótarframlagi Í sumum mjög litlum stofnunum væri þátttakan mjög mikil en annars staðar væri hún minni. Óvissa ríkti um hve þátttakan yrði mikil meðal ríkisstarfsmanna eins og á almenn- um markaði, en fjármálaráðuneytið teldi að það væri komið á jafnvægi, meðal annars vegna betri lífeyris- réttinda opinberra starfsmanna en almennt gerðist. Því væri ekki gert ráð fyrir því að útgjöld vegna viðbót- arlífeyrissparnaðarins ykjust á árinu 2003. Aðspurður sagði Ólafur að út frá þessum tölum mætti áætla að þátt- taka ríkisstarfsmanna í viðbótarlíf- eyrissparnaði gæti jafngilt um 60% nýtingu, en auðvitað væri mismun- andi eftir einstaklingum að hve miklu leyti þeir nýttu sér þetta. Sumir nýttu sér þennan rétt að fullu en aðrir í minna mæli. Það gildir um ríkisstarfsmenn eins og starfsfólk á almennum vinnu- markaði að leggi þeir 2% í viðbót- arlífeyrissparnað ber launagreið- anda að leggja 2% í mótframlag vegna viðbótarlífeyrissparnaðarins. Ríkið bætir síðan við 10% ofan á framlag launþegans, þannig að sá sem leggur til hliðar 2% af launum í viðbótarlífeyrissparnað fær til við- bótar 2,2% framlag frá atvinnurek- anda og ríkissjóði. Þetta framlag er til viðbótar greiðslu í lífeyrissjóð, sem er 10% á almennum markaði en 15,5% hjá opinberum starfsmönnum. Opinberir starfsmenn sveitarfélaga eiga hins vegar ekki rétt á ofan- greindu mótframlagi þar sem sveit- arfélögin voru ekki tilbúin til þess að semja um það með tilvísan til betri lífeyrisréttar opinberra starfsmanna en starfsmanna á almennum mark- aði. Útgjöld ríkissjóðs af mótframlögum vegna viðbótarlíf- eyrissparnaðar verða um 800 milljónir króna í ár Kostnaður ríkissjóðs tvöfaldast milli ára ÓVENJUMARGIR bílar ultu í gærmorgun á landinu. Flestar urðu velturnar í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi eða þrjár. Einn maður slasaðist er jeppi hans valt við Vogatungu við Laxá í Leirársveit um klukkan átta og var hann flutt- ur á sjúkrahús á Akranesi en var ekki lífshættulega slasaður að sögn læknis. Þá valt fólksbíll á svipuðum slóðum um klukkutíma síðar án þess að fólk meiddist. Um klukkan hálftíu valt þriðji bíllinn ofan við Borgarnes og þar meiddist fólk lít- illega. Lögreglan í Borgarnesi sagði að hálka hefði myndast í Borgarfirði í gærmorgun og yrðu vegfarendur að haga akstri eftir aðstæðum. Við Eyrarbakka valt bifreið í hálku um klukkan ellefu og skemmdist töluvert en ökumaður- inn slapp ómeiddur. Þá valt bíll á Mýrdalssandi um sama leyti. Jeppi með tveimur mönnum innanborðs valt í fljúgandi hálku og festist ann- ar þeirra í bílflakinu. Tókst honum að losa sig áður en björgunarlið kom á vettvang og var fluttur til skoðunar á heilsugæsluna á Vík, en var ekki talinn alvarlega slasaður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Slys í hálkunni Á NÆSTA ári er heimilt að veiða 800 hreindýr, auk hreindýrskálfa sem fylgja kúm sem eru felldar. Þetta er talsverð aukning því á þessu ári mátti veiða 574 hreindýr. Þessi heimild er veitt með fyrir- vara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun á fjölda veiðiheimilda. Karen Erla Erlingsdóttir, starfs- maður hreindýraráðs, segir að talningar í vor og sumar hafi leitt í ljós að stofninn sé mun sterkari en áður. Náttúrustofa Austurlands hafi sett niðurstöðu talninganna inn í reiknilíkan og lagt til að veiði- kvótinn yrði 800 dýr. Þessa tillögu hafi hreindýraráð og síðan um- hverfisráðuneytið samþykkt. Að- spurð segir Karen að menn telji helst að góð tíð hafi orðið til þess að hreindýrunum hefur fjölgað. Hreindýraveiðitími er frá 1. ágúst til 15. september. Á þessu ári voru veidd 535 dýr en leyfilegt var að veiða 574 dýr. Fleiri hreindýr skotin á næsta ári MÁLUM sem borist hafa Barna- húsi hefur fjölgað nokkuð frá því í fyrra. Það sem af er þessu ári hafa 157 viðtöl verið tekin við meinta þolendur kynferðisofbeldis og 11 börn til viðbótar bíða eftir viðtali meðan mál þeirra eru könnuð. Í fyrra komu 117 mál til kasta Barnahúss, þar af voru 45 skýrslu- tökur fyrir dómi en í ár eru skýrslutökur fyrir dómstólum orðnar 56. Á heimasíðu Barna- verndarstofu segir að þótt fjöldi mála sem berist Barnahúsi hafi farið vaxandi þýði það ekki að kyn- ferðisofbeldi á börnum fari vax- andi. Samanburður við önnur lönd bendi ekki til þess að málin séu tíðari hér á landi. Fjölgunin bendi hins vegar til að fólk sé meira vak- andi fyrir glæpum af þessu tagi en verið hefur. Fjölgun mála hjá Barnahúsi 157 viðtöl á þessu ári ÁRNI Magnússon, formaður bæjar- ráðs Hveragerðisbæjar, segist gæla við þá hugmynd hvort ekki gæti ver- ið skynsamlegt að sameina Hvera- gerði, Ölfus og Grindavík. Í viðtali við Árna sem birt er í Morgunblaðinu í dag bendir hann á að með slíkri sameiningu yrði til álíka stórt sveitarfélag og Árborg, „auk þess sem innan þessara sveitar- félaga er að finna geysimiklar orku- auðlindir og ferðaþjónustutengingu í Bláa lóninu annars vegar og heilsu- bænum Hveragerði hins vegar þeg- ar fram líða stundir. Hvort tveggja hefði svo góða tengingu við flugvöll- inn í Keflavík,“ segir Árni. Formaður bæjar- ráðs Hveragerðis Íhuga sam- einingu við Grindavík  Hér/B10–11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.