Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 29 Hnattreisan hófst á svonefndri „Blómaleið“ Suður-Afríku í ógleymanlegri lita- dýrð. Nú í lok ferðar kringum hnöttinn segir fólk úr hópnum: „Þetta er búin að vera samfelld veisla skilningarvitanna á fegursta tíma árs, og í raun höfum við verið á samfelldri „blómaleið“ allan hringinn. Okkur hafði ekki einu sinni dreymt um að upplifa slíka fegurð og fjölbreytni.“ Að lokinni glæsiveislu með exótískum dönsum innfæddra á Beachcomber hót- eli á Tahiti, stigum við upp í flugvél á leið til Chile um miðnætti, en í morguns- árið millilentum við á Páskaey, sem fræg er fyrir styttur í risastærð úr óræðri fortíð. Síðdegis lentum við í SANTIAGO, höfuðborg Chile. Dvölin þar var einkar ánægjuleg, þar sem Ingólfur, forstjóri Heimsklúbbsins, hélt okkur veglega veislu á glæsilegu Crown Plaza hótelinu með fordrykk, ljúffengum kvöldverði og eðalvínum landsins. Daginn eftir var fróðleg kynnisferð um þessa fögru heimsborg, þar sem saga hennar var rakin og fræg kennileiti sýnd. Atvinnurekstur Íslendinga í Chile heldur áfram að vinda upp á sig í fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, enda rákumst við þarna á íslenska sjávarútvegsráðherrann, sem bjó á sama hóteli og við ásamt sendinefnd sinni. Það kom okkur flestum á óvart, hve langt Chile er komið á mörgum sviðum og að vissu marki lengst Suður-Ameríkuþjóð- anna. Auk þess er landið víða ægifagurt með Andesfjöllin á aðra hönd en Kyrrahafsströndina á hina. Margir höfðu á orði, að til Chile vildu þeir koma öðru sinni og ferðast um landið, en nú var ekki til setunnar boðið, heldur stig- ið upp í flugvél til hálfrar annarrar stundar flugs til næstu heimsborgar, BUENOS AIRES. Ingólfur hafði sagt okkur, að kalla mætti Buenos Aires menningarhöfuð- borg Suður-Ameríku. Um það sann- færðumst við í skemmtilegri kynnis- ferð um borgina næsta dag, Reyndar gátu fæstir beðið boðanna að kynnast TANGÓ og drifu sig strax fyrsta kvöldið á frábæra sýningu í San Telmo hverfinu. Við bjuggum á nýj- asta fimm stjörnu hótelinu, Emperad- or og nutum þess út í æsar. Það fóru að renna tvær grímur á marga, sem höfðu haldið að allt það merkilegasta og besta væri að finna í Evrópu. Við sá- um glæsibyggingar borgarinnar í glampandi sólskini, Maítorgið, Congreso, hina íburðarmiklu þinghöll, Colon óperuhúsið, garðana, gröf Evitu Peron, einnig höfnina og hið einstaka Camenito stræti í Boca. Kvöldið færði okkur svo veislu og einhverja frábærustu skemmtun, sem um getur, á Sr. TANGO skemmtistaðnum. Næsta dag héldum við út á slétturnar miklu, Pampas, að kynnast rótum þjóðlífsins á stórbúgarði í enn einni veislu, Fiesta Gaucha, þar sem kúrekarnir léku listir sýnar á hestbaki. Þessi reynsla af Buenos Aires og nágrenni stakk mjög í stúf við þá fjölmiðlaumræðu, sem hefur tröllriðið ís- lenskum fjölmiðlum um langa hríð. Eftir þriggja daga dvöl í yndislegri Buenos Aires, flugum við stutt flug yfir til IGUAZU fossanna að sjá eitt mesta sjónarspil náttúrunnar, þar sem 275 foss- ar steypast fram af 80 m þverhníptu bjargi, sannarlega eitt af undrum verald- ar. Við gistum eina nótt við fossana, áður en við héldum á lokapunktinn í Suð- ur-Ameríku, sjálfa RIO de JANEIRO, þar sem við dvöldumst 4 daga í ferða- lok á sjálfu MERIDIEN hótelinu, fimm stjörnu við Copacabana, frægustu strönd veraldar. Dvölin í Ríó var vel nýtt til skoðunar og skemmtunar. Veðrið lék við okkur dag hvern, sólin skein á fjöll, strendur og voga og við nutum fegursta útsýnis sem hugsast getur, bæði af Sætabrauðstindi og annan dag af Corcovado með Kristsstyttunni. Sumum fannst nóg um hitann, þegar hann var kominn í 34 gráður C, en nutu hlýjunnar í skugga undir trjánum eða við sundlaug hins frábæra hótels, en gengu síðan á ströndinni undir sólarlag, þegar birtan er hvað fegurst og farið að draga úr hitanum. Eitt kvöldið tókum við þátt í mik- illi „kjötkveðjuhátíð“, þ.e. „Churrasceria“, þar sem hver gómsæt steikin af annarri var sneidd niður á diskana, áður en haldið var til leikhússins PLAT- AFORMA 1, að sjá fimustu sömbudansara heimsins og íburðarmestu bún- inga, sem nokkur hafði séð í eins konar sögusýningu Brasilíu í 500 ár. Þegar litið er til baka yfir hið viðburðarríka ferðalag, getum við aðeins undr- ast að hafa verið þátttakendur í slíku ævintýri sem ferðin var. Menn úr hópn- um með peningavit sögðu: „Þetta allt fyrir ekki meira fé, það líkist gjöf fremur en gjaldi.“ Lokaáfangann frá Ríó til London flugum við með frábærum farkosti British Airways, nýrri Boeing 777, en Flugleiðir skiluðu okkur heilum til baka til Keflavíkur eftir happaferð á „BLÓMALEIÐ Í KRINGUM HNÖTTINN MEÐ HEIMSKLÚBBI INGÓLFS Á 30 DÖGUM.“ Minningarnar gleymast aldrei. „Mesta ævintýri lífs míns“ 30 daga hnattreisu Heimsklúbbsins 2002 lauk í Suður-Ameríku um síðustu helgi Austurstræti 17, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Erum flutt í nýtt húsnæði á 3. hæð, Austurstræti 17. Pöntunarsími 56 20 400 HEIMSKLÚBBURINN LÆTUR ÞESS GETIÐ, AÐ NÆSTA HNATTREISA Á SUÐURHVELI ER ÞEGAR Í UNDIRBÚNINGI MEÐ BROTTFÖR 2. NÓV. 2003. OD DI H F J 12 41 Umboðsmenn um land allt! Lítil raftæki frá Siemens og Bomann. Eldunartæki, uppþvottavélar, kæliskápar og margt fleira frá Siemens. GSM-farsímar, þráðlausir símar, þráðlaus símkerfi og venjulegir símar frá Siemens. Loftlampar, vegglampar, borðlampar, gólflampar, skrifborðslampar og útilampar í nýrri glæsilegri ljósadeild. Sjón er sögu ríkari! Listasafn Íslands Gunnar J. Árnason listheimspekingur verður með leiðsögn um sýninguna Mynd- list 1980-2000 kl. 15-16. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Guðbjörg Kristjánsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Kyrr birta kl. 15. Hafnarborg Leiðsögn um sýn- inguna Samspil verður kl. 15. Kristín Geirsdóttir, Þorgerður Sig- urðardóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Ása Ólafsdóttir leiða gesti um sýninguna. Kóramót barna og unglinga hefst í Perlunni kl. 13 og stendur til kl. 16. Þar verða um 400 ungar söng- raddir. Kór Hjallakirkju heldur aðventu- tónleika í kirkj- unni kl. 20. Ein- söngvari eru Sigrún Hjálm- týsdóttir og org- elleikari Lenka Mátéová. Efnis- skráin sam- anstendur af úr- vali aðventu- og jólalaga frá ýmsum tímum og ýmsum löndum. Sigfús Kristjánsson les jólakvæði og einnig verður almennur söngur. Söngstjóri kórsins er Jón Ólafur Sigurðsson. Aðgangur er ókeypis. Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði heldur jólatónleika í Víðistaða- kirkju kl. 20. Auk karlakórsins koma fram Lúðrasveit Hafn- arfjarðar, Sigurður Skagfjörð barí- ton og Kór eldri Þrasta. Kvennakórinn Kyrjurnar heldur jólatónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 17. Kórinn sem nú er skipaður 42 konum, var stofnaður árið 1997 og hefur Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir söngkona verið stjórnandi hans frá upphafi. Und- irleikari er Halldóra Aradóttir og í nokkrum lögum leikur Ásdís Arn- arsdóttir á selló. Kór Átthagafélags Stranda- manna heldur tónleika kl. 16.30. Stjórnandi er Þóra V. Guðmunds- dóttir. Einsöngvari er Þuríður Sig- urðardóttir. Píanó- og orgelleik annast Úlrik Ólason og Rúnar Óskarsson leikur á klarínett. Einn- ig kemur fram barnakór undir stjórn Þrastar Þorbjörnssonar. Grensáskirkja Aðventutónleikar verða kl. 20. Flytjendur eru Árni Arinbjarnarson, Oddur Björnsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Hellen Helgadóttir og Matthildur Matt- híasdóttir. Þá flytur kór kirkj- unnar jólalög og leikur Stefán Helgi Kristinsson undir á orgel í nokkrum laganna. Reykjalundarkórinn heldur jóla- tónleika í kirkju Óháða safnaðarins kl 17. Stjórnandi er Íris Erlings- dóttir og undirleikari er Anna Rún Atladóttir. Næsti bar, Ing- ólfsstræti Skáldakvöld hið fyrra verður kl. 21. Höfundar lesa úr nýjum verkum sínum: Vigdís Gríms- dóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir og María Rún Karlsdóttir (Marjatta Ísberg). Kynnir er Hjalti Rögn- valdsson leikari. Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tónlistardeildar verða kl. 20. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 26 dagar í lífi Dostojevskíjs nefnist kvikmyndin sem sýnd verður kl. 15. Þar er lýst tæplega fjögurra vikna tímabili í lífi hins fræga rúss- neska rithöfundar, en 4 vikur var sá frestur sem útgefandinn gaf skáldinu til að ljúka við nýja skáld- sögu, ella fengi útgefandinn allan rétt að verkum skáldsins og það missti öll sín höfundarlaun. Dostoj- evskíj skrifaði þá skáldsöguna Fjárhættuspilarinn og naut í tíma- þrönginni aðstoðar einkaritara síns, Önnu Snitkínu, sem síðar varð eiginkona hans. Leikstjóri er Alexander Zarkhí, en með aðal- hlutverkin fara Anatólíj Solonitsyn og Jevgenía Símonova. Íslenskur texti. Aðgangur er ókeypis. Í DAG Sigrún Hjálmtýsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Jóla- tónleikar skólans hefjast kl. 18 á morgun og verða tónleikar alla daga fram á fimmtudag. Á öllum tónleikunum verður fjölbreytt efnis- skrá með einleik, samspili og söng. Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tónlistardeildar verða kl. 20 á morgun. Tónskóli Þjóðkirkjunnar Nem- endatónleikar verða í Langholts- kirkju kl. 12 á morgun. Listaháskóli Íslands, Skipholti Guðbjörg Gissurardóttir heldur fyr- irlestur kl.12.30 á þriðjudag. Hún hefur starfað sem hönnuður í New York þar til hún flutti til Íslands síðastliðið haust. Auk þess kenndi hún auglýsingagerð, sjónræna skynjun og skapandi hugsun í Pratt og kennir m.a. hugmyndavinnu og hönnun í LHÍ. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.