Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÓPNAUÐGUN á Net-inu?“ var fyrirsögngreinar sem birtist íMorgunblaðinu á mið-vikudag. Höfundur greinarinnar, Sigríður Bríet Smára- dóttir, vekur þar athygli á að „skuggalega margir íslenskir vef- arar gangast upp í því að birta kyn- ferðislegar myndir eða myndskeið sem yfirleitt eru af konum eða ung- lingsstúlkum, hvort sem er með eða án þeirra samþykkis. Til eru mörg dæmi þess að kynferðislegar mynd- ir af stúlkum teknar við ýmis tæki- færi, hvort sem er undir áhrifum áfengis í „partíi“, á skemmtistöðum, annars staðar eða hreinlega tilbún- ar í teikniforritum hafa verið settar á Netið án samþykkis og jafnvel þrátt fyrir mótmæli þess sem á myndunum er.“ Sigríður Bríet segist hafa orðið fyrir barðinu á slíku sjálf og að hún þekki til nokkurra slíkra dæma, þar sem vinkonur hennar hafi átt í hlut. „Þetta hefur birst á heimasíðum fólks, en líka á síðum nemenda- félaga. Mér finnst reyndar mjög undarlegt að skólarnir skuli líða að á heimasíðum þeirra birtist myndir af stúlkum, sem eru teknar við óskemmtileg tækifæri, eða eru sett- ar í annarlegt samhengi.“ Þegar mynd af Sigríði Bríet birt- ist á Netinu sagðist hún hafa marg- talað við þann sem sá um viðkom- andi heimasíðu, en í fyrstu án árangurs. Hann hafi loks séð að sér eftir að rætt hafði verið við foreldra hans. Hún kærði athæfið hins vegar ekki til lögreglu. „Þótt ég viti um nokkur svona tilvik, þá þekki ég enga stelpu sem hefur kært. Þær bíða bara og vona að þetta hverfi sem fyrst. Þeir sem aldrei verða fyrir barðinu á þessu hlæja bara og dreifa myndunum áfram. Þeir átta sig ekki á hversu alvarlegt þetta er. Ég vissi ekkert hvert ég átti að snúa mér til að fá þetta fjarlægt af Netinu og ef ég hefði ekki kannast við þann sem var með síðuna veit ég ekki hvernig ég hefði farið að.“ Skýr ákvæði í notendaskilmálum Björn Davíðsson, þróunarstjóri tölvu- og internetþjónustunnar Snerpu ehf., segir að líkt og lang- flest netþjónustufyrirtæki setji Snerpa notendaskilmála. „Í skilmál- unum segir m.a. að óheimilt sé að hýsa á heimasvæðum, dreifa á póst- listum eða láta liggja á lausu, t.d. á vefsvæðum, efni sem brýtur gegn íslenskum lögum, s.s. hvers kyns efni sem ætlað er að lítillækka fólk eða draga í dilka hvað varðar trúar- brögð þess, kynferði, skoðanir eða litarhátt. Hins vegar getum við ekki haft virkt eftirlit með öllu efni hjá notendum Ef kvartanir berast ger- um við viðkomandi notanda viðvart, til dæmis með símtali eða tölvu- pósti, en ef við teljum brotið alvar- legt lokum við svæðinu þar til hann hefur haft samband. Við reynum að meta þetta í hvert skipti, en slík mál eru teljandi á fingrum annarrar handar frá því að við hófum starf- semi árið 1994.“ Björn segir að ef fólk telji á sér brotið á Netinu sé eðlilegast að það leiti til hýsingaraðila síðunnar, ef það á ekki auðvelt með að sjá hver er ábyrgðarmaður hennar. „Þá tek- ur viðkomandi netþjónusta á þessu. Fólk getur nálgast upplýsingar um hver ber ábyrgð á léni með því að fara inn á vef isnic.is. Það er skrán- ingarvefur íslenskra vefja og er staðsettur í Tæknigarði. Ef lén- nafnið endar á .is er hægt að fá upplýsingar um stjórnunarlega og tæknilega umsjónarmenn lénsins. Yfirleitt er það tæknilegi tengilið- urinn sem sér um að svara fyr- irspurnum varðandi rekstur við- komandi léns og hvað er hýst á vefþjónum undir því léni. Ef menn eru með lén sem endar á .com eða .net, svo dæmi séu tekin, þá getur þurft að leita lengra, en isnic.is veit- ir upplýsingar um hvernig hægt er að fletta upp í öðrum gagnagrunn- um.“ Björn segir að ef viðkomandi net- þjónusta hunsi kvörtun sé hægt að leita til þess aðila sem tengir net- þjónustuna við Netið, sem getur til dæmis verið Síminn, Íslandssími eða LínaNet. Þær upplýsingar komi einnig fram hjá isnic.is. „Það hefur mjög sjaldan reynt á þetta, en ábyrgðin á efni á Netinu hvílir á þeim sem heldur úti heimasíðu, en ekki á netþjónustunni sem hýsir síðuna. Við viljum samt sem áður hafa áhrif á hvaða efni er geymt hjá okkur og þess vegna erum við með notendaskilmálana.“ Vantar skýrar skólareglur „Mál af þessum toga hafa ekki borist til okkar og við höfum engar beinar ábendingar fengið, en við höfum heyrt af þessu,“ segir Krist- ín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Okkur berast hins vegar ábendingar um barnaklám á Netinu, sem hingað til hefur alltaf verið vistað á erlendum netmiðlum og við sendum þá tilkynningu til er- lendra samstarfsaðila. Við viljum gjarnan vekja fólk til meðvitundar um að hræðilegir hlutir gerast á Netinu. Unga fólkið þarf að læra ábyrga netnotkun og ábyrga hegð- un.“ Samtökin Heimili og skóli hafa gefið út bækling með leiðbeiningum um ábyrga netnotkun, þar sem m.a. er bent á að óheimilt sé að birta niðrandi ummæli og ósannindi um fólk á Netinu, þar sem slíkt kunni að varða við hegningarlög. Krist- björg Hjaltadóttir, framkvæmda- stjóri samtakanna, segist þekkja til myndbirtinga á Netinu, í líkingu við þær sem Sigríður Bríet ræddi í grein sinni. „Ég veit að lögreglunni berst ekki nema lítið brot af því sem upp kemur. Fólk tekur málin gjarnan í sínar hendur. Þegar mál hafa t.d. komið upp í skólum, þar sem svívirðingar hafa birst á vefsíð- um skólanna um kennara eða nem- endur, hefur stundum ekkert verið gert nema fjarlægja efnið. Stundum er haft uppi á þeim sem setja efnið inn og þeim vísað úr skóla. Víðast hvar virðist sem engar fastar reglur gildi.“ Kristbjörg segir að nú sé kominn tími til að tekið verði á málum af þessum toga í skólareglum. „Regl- urnar þurfa að vera skýrar og yf- irstjórn skóla, foreldrar og nemend- ur koma að setningu þeirra. Þær þarf svo að kynna vel, en því miður er raunin sú víða að nemendur og foreldrar þekkja ekki skólareglur og viðurlög við þeim. Skólareglur þurfa að taka á netnotkun og notk- un á SMS-skilaboðum. Við þekkjum mörg dæmi um einelti, bæði á Net- inu og með SMS-skilaboðum.“ Kristbjörg segir að Heimili og skóli sé að hrinda af stokkunum nýju verkefni, sem beinist að því að ala upp netnotendur framtíðarinn- ar. „Við ætlum að útbúa kennslu- pakka, sem við viljum að nái til barna, foreldra og kennara. Best væri að allir foreldra barna á ákveðnum aldri færu í gegnum ákveðna netkennslu. Við ætlum að leggja áherslu á að kynna Netið og þá grundvallarsiðfræði sem hafa þarf í huga og vonandi getur þetta orðið hluti af kennslu í lífsleikni. Ef við ætlum að innræta börnum sjálfsvirðingu og virðingu fyrir um- hverfinu verðum við að byrja snemma og foreldrar þurfa að vita að börnin þeirra geta skoðað alls konar óæskilegt efni á Netinu, bæði hvað varðar kynþáttafordóma, of- beldi og kynlíf. En við þurfum að gera meira. Þegar börn geta skoðað alls konar undarlegar kynlífssíður kallar það á eflingu kynfræðslu, svo þau átti sig á því hvað er komið út fyrir öll mörk. Þennan hluta höfum við vanrækt.“ Ærumeiðingar og barnaklám Svo virðist sem nokkuð skorti upp á að fólk átti sig á þeirri stað- reynd, að notkun Netsins lýtur sömu reglum og notkun annarra fjölmiðla. „Fólki er gjarnt að líta á Netið sem svæði þar sem engin lög gilda. Staðreyndin er hins vegar sú, að t.d. meiðyrðalöggjöfin gildir jafnt um Netið og aðra miðla. Það kemur því á óvart að enginn dómur hefur fallið hér á landi um æru- meiðandi efni á Netinu,“ segir Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, en æru- meiðingar á Netinu var efni lokarit- gerðar hennar til embættisprófs í lögfræði. „Í hegningarlögunum eru ákvæði, sem leggja refsingu við út- breiðslu á ærumeiðandi efni. Al- mennir netnotendur velta því ekk- ert fyrir sér að um leið og þeir senda tölvupóst með ærumeiðandi efni áfram, þá hafa þeir brotið lög.“ Anna Sigríður segir að fólk þurfi ekki að hafa þann ásetning að hnekkja áliti einhvers til að teljast brjóta gegn æru hans. „Það er nóg að vita að mynd eða ummæli gætu sært einhvern. Ef netnotandi sendir efnið samt áfram, þá telst ásetn- ingur vera fyrir hendi. Það skiptir engu máli hvort notandinn þekkir þann sem fjallað er um.“ Anna Sigríður segir það oft vaxa fólki í augum að kæra mál til lög- reglu og það láti því gott heita að efnið hverfi af Netinu eða það fái afsökunarbeiðni. „Fólk þarf hins vegar ekki að kæra mál til lögreglu, heldur getur það höfðað einkarefsi- mál, telji það brotið á sér. Við erum með lagarammann, það vantar ekk- ert upp á það, en fólk lítur af ein- hverjum ástæðum öðruvísi á Netið en aðra fjölmiðla.“ Anna Sigríður segir að það hljóti einnig að koma til álita hvort t.d. myndbirtingar á Netinu gangi ekki gegn ákvæðum hegningarlaganna um barnaklám. „Allir undir 18 ára aldri teljast börn, í skilningi lag- anna. 210. grein hegningarlaganna kveður á um að þegar efni sýni börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt geti refsing orðið fangelsi allt að 2 árum. Mynd af 16 eða 17 ára stelpu sem t.d. berar á sér brjóstin hlýtur að falla undir þessa skil- greiningu og þá er lögreglunni skylt að rannsaka málið sem ætlað brot á hegningarlögum. Það er því full ástæða til að kæra slíkar myndbirt- ingar til lögreglu, en láta ekki eitt- hvert tiltal við hinn brotlega duga.“ Sigurbjörn Víðir Eggertsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, kannaðist ekki við að neinar kærur hefðu borist lögreglu vegna myndbirtinga á borð við þær sem Sigríður Bríet nefndi í grein sinni. Kærkominn lagarammi Pétur Pétursson, upplýsinga- og kynningarstjóri Íslandssíma, segir að fyrirtækið hafi ekki til þessa þurft að taka út efni sem hefur tal- ist misbjóða almennu velsæmi. Hann segir að netþjónustuaðilar hafi fengið kærkominn lagaramma að styðjast við, með samþykkt laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Við höfum einu sinni stuðst við þessi lög, en það var þegar efni af nýjum disk Bubba Morthens var sett inn á Net- ið í heimildarleysi. Við fjarlægðum það út af vef sem var hýstur hjá okkur, þar sem birting þess braut gegn höfundarréttarlögum.“ Pétur segir að takmörkun ábyrgðar þjónustuveitanda, sam- kvæmt lögunum, sé háð því að hann fjarlægi eða hindri aðgang að gögn- unum um leið og hann hefur fengið rökstudda vitneskju um að dómstóll eða stjórnvald hafi fyrirskipað brottfellingu eða hindrun aðgangs að gögnunum, eða rökstudda vitn- eskju þess efnis að gögnin hafi ver- ið fjarlægð úr fjarskiptaneti við upptök miðlunar eða að hindraður hafi verið aðgangur að þeim þar. Þjónustuveitandi sem hýsi gögn sem látin eru í té af þjónustuþega beri ekki ábyrgð á þeim að því til- skildu að hann fjarlægi þau eða hindri aðgang að þeim án tafar eftir að hann hefur fengið vitneskju um að sýslumaður hafi lagt lögbann við hýsingu gagnanna eða dómur hafi fallið um brottfellingu þeirra eða hindrun aðgangs að þeim, tilkynn- ingu ef um meint brot gegn ákvæð- um höfundalaga er að ræða, eða vitneskju um gögn sem innihalda barnaklám. „Þessar reglur eru skýrar og auðvelda okkur mjög að taka á þessum málum,“ segir Pétur. „Mál af þessu tagi hafa hins vegar ekki komið til okkar kasta enn, hvað sem síðar verður.“ Lög hunsuð á Netinu Sömu lög og reglur gilda um birtingu efnis á Netinu og í öðrum fjölmiðlum. Í grein Ragnhildar Sverris- dóttur kemur þó fram að fólk kærir ekki birtingu ærumeiðandi efnis á Netinu til lögreglu. „Það er nóg að vita að mynd eða ummæli gætu sært einhvern. Ef netnotandi sendir efnið samt áfram, þá telst ásetn- ingur vera fyrir hendi.“  ÍSLENSKIR vefir eru skráðir hjá Internet á Íslandi hf. á www.isnic- .is. Efst á heimasíðunni er boðið upp á leitarglugga, þar sem sett er inn heiti á léni og birtast þá upplýsingar um tengiliði. Sem dæmi má taka vef Morg- unblaðsins, mbl.is. Ef það lénheiti er sett í leitargluggann koma fram upplýsingar um að lénið sé í eigu Árvakurs hf., Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Þá er hægt að nálgast heiti, símanúmer og netfang stjórnunarlegs og tæknilegs ábyrgðarmanns lénsins. Láti menn það ekki nægja kemur fram að netsamband fæst í gegnum pascal.mbl.is, sem er tölva Morg- unblaðsins með sömu ábyrgð- armönnum og lénið, og í gegnum isnet.is, sem er í eigu Íslandssíma. Upplýsingar um stjórnunarlegan ábyrgðarmann og tæknilegan ábyrgðarmann isnet.is er þar einn- ig að finna. Oft er það svo að fólk er með tengingu við Netið heima hjá sér, setur sjálft upp heimasíðu og ómögulegt er fyrir almenning að átta sig á hver þar er að baki. Hins vegar kemur ávallt fram í léninu hver þjónustuaðilinn er. Lénið byrj- ar þá á t.d. www.islandia.is og þar fyrir aftan eru skástrik, nöfn, tölu- stafir o.s.frv. Upphaf lénsins er nóg til að hægt sé að átta sig á að tölvunotandinn notar netþjónustu islandia.is. Með því að slá það lén- heiti inn í leitarvél isnic.is sést að það er í eigu Tals hf. og hægur vandinn að lesa upplýsingar um stjórnunarlegan og tæknilegan ábyrgðarmann. Netþjónustan, í þessu tilbúna dæmi islandia.is, getur haft uppi á notandanum, ef kvartað er undan efni á síðunni. Í raun má líkja þessu við að heima- síðan hafi verið rakin til ákveð- innar blokkar, en svo þurfi að biðja húsvörðinn að taka málin í sínar hendur og hafa uppi á íbúanum sem á þessa ákveðnu heimasíðu. Hver á síðuna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.