Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Eftir brotlendinguna reynir áhöfnin að koma sér fyrir í kuldanum. Dag- finnur Stefánsson, 2. flugmaður, virð- ist sérstaklega þungt haldinn. DAGFINNUR hafði veriðmeðvitundarlítill enkom til sjálfs sín þegarverið var að hlúa aðhonum: „Þegar ég fór að átta mig aðeins leist mér ekki á aðstæður okkar. En ég varð að halda í vonina. Best var að við vorum öll tiltölulega heil þrátt fyr- ir meiðsl sumra okkar. Þegar ég leit út vonaði ég að stytti upp. En ekkert lát var á stórhríðinni og skafrenning- urinn var óskaplegur. Þrátt fyrir sterkan vindinn hafði vélin legið kyrr, hún hreyfðist ekkert, hafði skorðast niður í snjóinn. Þegar við skyggnd- umst út í sortann fannst mér eins og leitarmenn væru að koma til okkar. En það reyndist ekki rétt – þetta var einhver óskhyggja. Við vissum ekk- ert hvar við vorum en vonuðum að það væri sem styst frá byggð. Við höfðum legið í einni kös á vör- unum inni í flakinu og reynt að halda á okkur hita. En það var brunagadd- ur. Óvissan var verst. Heima, á Hringbraut 32, gegnt Þjóðminjasafn- inu, voru móðir mín og systur. Mér þótti slæmt að geta ekki komið nein- um skilaboðum til þeirra. Þær voru örugglega búnar að afskrifa okkur. Faðir minn var stýrimaður á Detti- fossi, skipi Eimskipafélagsins. Ég vissi að skipið var á leiðinni heim til Íslands.“ Dagfinnur vissi ekki að áhöfnin á Dettifossi hafði, eins og aðrar áhafnir skipa undan suður- og austurströnd- inni, verið beðin um að leita að Geysi. Stefán Dagfinnsson stýrimaður tók nú þátt í leitinni – hann var að leita að eigin syni. Dagfinnur reyndi að ímynda sér hvað hefði gerst: „Ég fór nú að hugsa um í hvað við værum komin. Félagar mínir voru að leita að einhverju til að borða en ég hafði enga matarlyst. Meiðslin, verk- irnir og blæðingarnar sáu til þess. Ég sá að vörurnar og hundabúrin voru meira og minna í einni kös. Einhverj- ir hundar höfðu drepist og einn hafði fundist nær dauða en lífi og varð að aflífa hann. Órói var í þeim sem eftir lifðu. Þarna var bolabítur sem lét ófriðlega. Hann var ekki í búri, hafði losnað og gelti eins og vitlaus væri. Einnig var á meðal okkar stór schäf- erhundur – hann virtist mannblendn- astur og rólegastur þeirra allra. Við sáum á hálsólinni að hann hét Carlo.“ Magnús var ekki í vafa um hvað gera skyldi við bolabítinn: „Hann var afar grimmur að sjá og var að gera alla vitlausa. Lætin í hon- um voru óskapleg. Ekki var um ann- að að ræða en að taka í ólina hans, fara með hann inn á klósettið, sem nú var á hvolfi, og loka á eftir honum. Bara til að fá frið. Við karlmennirnir hlóðum betur fyrir dyraopið en á meðan tók Ingi- gerður til við að sauma á okkur fóta- búnað úr efni sem hún fann um borð. Ferðatöskur höfðum við fundið – þetta var farangur fólksins sem til stóð í fyrstu að við flygjum með frá Lúxemborg til Ameríku. Það hafði sent farangurinn á undan sér til Lúx- emborgar. Í einni töskunni var te og í annarri súkkulaði. Aftast í vélinni hjá okkur var trékassi með Egils appels- ínflöskum. Einar vélamaður var far- inn að huga að því að sækja bensín og finna eitthvað til að kveikja í.“ Einar hafði viljað kanna til hlítar hvar í ósköpunum það var sem Ingi- gerður náðist út úr vélinni. Ef hann fyndi rifuna var allt eins víst að hægt yrði að komast inn í eldhúsið: „Þar sem vörurnar hindruðu al- gjörlega að við kæmumst fram eftir vélinni var útilokað að reyna að kom- ast að eldhúsinu nema að utanverðu – reyna að skríða inn þar sem Magnús hafði togað Ingigerði út kvöldið áður. Þegar við fórum þangað reyndist það okkur hin mesta ráðgáta hvaðan flug- freyjan hafði eiginlega komið – vélin var gjörsamlega lokuð. Engin göt eða rifur sáust á vélinni sem voru nálægt því nógu stór fyrir flugfreyjuna. Hvernig hafði Magnús eiginlega komið Ingigerði út úr flakinu í nátt- myrkrinu? Hafði hún verið komin ut- an á vélina þegar hann fann hana? Þetta var mikil ráðgáta. Eftir að við fundum brauðkassann fórum við strax að hugsa um að við yrðum jafnvel þarna svo dögum skipti. Vel varð að fara með þann litla mat sem við höfðum. Við fórum að leita betur í farangr- inum – hvort þar væri eitthvað til að klæða okkur í eða vefja utan um okk- ur. Ég ákvað að fara út og kanna hvort eldsneyti væri í tönkunum. Ég skjögraði út í frostið, gekk aftur fyrir vélina og fór undir vænginn. Var allt eldsneytið lekið út? Þarna var blind- hríð… Ég fór að leita að lokinu þar sem eldsneytinu var dælt í vænginn. Þetta var erfitt því nú sneri vængurinn öf- ugt. Það þýddi auðvitað að lokið sneri niður. Hvernig átti að losa það án þess að bensínið fossaði niður? Ekki hafði ég nein ílát eða verkfæri. Ég ákvað að kanna þetta með því að losa örlítið um lokið. Eftir að ég byrjaði að snúa kom dropi og dropi niður. Jú, ekki bar á öðru, nóg bensín virtist vera í vængnum. Nú lokaði ég aftur, blés skjálfandi á gegnkalda fingurna og ákvað að fara aftur inn í vél. Ég varð að útvega ílát. Þegar ég kom inn í vél datt mér í hug að fara inn á klósettið sem var aftast – þar sem bolabíturinn var. Þetta var í rauninni kamar og nú var hann á hvolfi eins og allt annað. Ég ákvað að athuga hvort fatan sem fólk gerði þarfir sínar í væri ekki örugg- lega þarna, dallur úr ryðfríu stáli. Jú, ekki bar á öðru, hann var þarna undir einhverju braki. Ég gat tekið fötuna fram án þess að þurfa að losa úr henni. Hún virtist henta vel sem ílát. Ég hélt aftur út í hríðarkófið, gekk fram með flakinu og undir vænginn á ný. Nú losaði ég lokið og setti fötuna undir. Mér til mikillar gleði lak bens- ínið í hana á meðan ég hafði tappann skrúfaðan af til hálfs þannig að ekki fossaði út. Nú átti að vera hægt að kveikja gott bál – fara með fötuna nægilega langt frá vélinni til að skapa ekki íkveikjuhættu og reyna að hita vatn. Við tíndum saman timburkassa og pappakassa. Eldspýtur vorum við með því flestir reyktu. Fötuna höfð- um við hlémegin og kveiktum svo í.“ Fólki fannst gaman að vera nálægt Bolla, enda var hann léttur í lund. Hann var líka besti kokkurinn í hópn- um. Hann var alinn upp á Ísafirði, gamall skáti og íþróttamaður og hafði tileinkað sér orðtakið „hjálpaðu þér sjálfur“. Bolli hafði fundið kaffivélina sem nota mátti sem eldstæði. Einnig hafði fundist pottur. En öll „elda- mennska“ varð strangt tiltekið að fara fram úti – í hríðinni ef því var að skipta. Guðmundur Sívertsen virtist lagn- astur með hundana. „Við skulum endilega taka þennan schäferhund út úr búrinu,“ sagði hann og benti á Carlo. „Þetta eru vitrir hundar og hann getur hjálpað okkur.“ Menn urðu nú sammála um að gefa hund- inum brauðbita og vatnssopa. En bara honum, engum öðrum. Fólkið varð að ganga fyrir með mat og drykk. Í matarkassanum sem fundist hafði reyndust vera þrettán brauð- sneiðar. Einnig höfðu 24 lítil súkku- laðistykki fundist í töskum, ellefu flöskur af Egils-appelsíni voru í tré- kassanum aftur í, ein dós af appel- sínudjúsi og sykur. Þetta var allt og sumt fyrir sex fullorðna. Allur vökvi var farinn að frjósa. Glerflöskurnar voru ísjökulkaldar þegar tekið var á þeim. Ef einhver ætlaði að fá sér sopa varð að setja flöskuna inn á sig til að vökvinn þiðn- aði. „Verðum við hér matarlítil svo dög- um skiptir? Hvenær slotar veðrinu? Verðum við hér þangað til …? Hvar erum við eiginlega?“ Hugsanir fólksins reikuðu víða. Ingigerður var orðin þreytt eftir langa daga, svefnlitla nótt, slösuð, svöng og óttaslegin: „Við héldum okkur vera á Mýr- dalsjökli. Strákarnir skrifuðu miða og bundu um hálsinn á schäferhundin- um Carlo. Þeir ætluðu að reyna að senda hann af stað til að freista þess að láta fólk niðri í byggð vita um okk- ur. Aðallega að við værum öll á lífi – en vissum ekki hvar við værum. Við ætluðum að athuga hvort hundurinn gæti ekki bjargað okkur. En hann hreyfði sig ekki, þetta dýr vildi hvergi fara.“ … Ingigerður gat rimpað saman ein- hvers konar skóbúnaði á félaga sína. Hún var að niðurlotum komin eftir strangan og kvalafullan dag: „Við höfðum hundana sem eftir lifðu í skotinu aftast í vélinni til að halda á okkur hita. Þeir höfðu átt þátt í að halda í okkur lífinu þótt stækjan af þeim væri óskapleg og sultarýlfrið skerandi.“ Föstudagurinn 15. september var að kvöldi kominn. Áhöfnin á Geysi lagðist fyrir klukkan átta – áður en myrkrið skall á. Öll voru þau ör- þreytt, svöng og þyrst. Flest fundu þau til sársauka en þó mismikils. Dagfinnur hafði legið fyrir og sofið nær allan daginn. Í Gæsavötnum var átta manna leið- angur úr Reykjavík veðurtepptur. Á öðrum stað á hálendinu, við Kverká, tjaldaði hópur Norðlendinga í skjóli við bíl. Menn höfðu háttað sig niður í svefnpoka eftir að kvöldsálmur var sunginn. Vindhviður og krapademb- ur léku óveðurstónlist á tjalddúknum. Leiðangursmenn höfðu í útvarpsvið- tækinu heyrt að Geysis væri saknað. Þeir vissu ekki, frekar en aðrir, að vélin hafði brotlent á Vatnajökli kvöldið áður. Í næsta nágrenni við þá. Þetta föstudagskvöld bað fólk á flestum heimilum á Íslandi þess að áhöfn Geysis væri á lífi. Flestir töldu þó líklegast að fólkið hefði farist, sennilega í sjónum áður en komið var að Vestmannaeyjum. Ritstjórar Morgunblaðsins stóðu í þeirri trú. Þennan dag höfðu þeir rit- að forystugrein sem til stóð að birta daginn eftir, í laugardagsblaðinu: „Sá sorglegi atburður hefur nú gerst, að ein af millilandaflugvélum okkar Íslendinga hefur farist með sex manna áhöfn. Öll þjóðin harmar þennan atburð og sendir venzlamönnum hins unga flugfólks, sem fór þessa síðustu ferð Geysis, innilegar samúðarkveðjur … Íslenska þjóðin harmar örlög Geysis og áhafnar hans. En ef þau verða til þess að hvetja til enn auk- innar varúðar og öryggis í flugmálum okkar, þá er hins unga flugfólks að nokkru minnzt.“ Morgunblaðið var nú komið í prentun með þessum texta, svo og Þjóðviljinn og Tíminn. Í öllum blöð- unum var sagt frá því að leit sem spannaði 95 þúsund ferkílómetra svæði á landi og sjó, næstum jafn- stórt svæði og Ísland allt, hefði verið árangurslaus með öllu. Ugg setti að fólki – fyrst vélin finnst ekki eftir þessa umfangsmiklu leit – hvar er hún þá? Sennilega á hafsbotni.“ … Kominn var laugardagur 17. sept- ember. Á heimili Ingigerðar Karls- dóttur flugfreyju hafði foreldrum hennar, þeim Þóru Ágústsdóttur og Karli Óskari Jónssyni, ekki orðið svefnsamt. Þau gátu ekki hætt að hugsa um dóttur sína. Hvar hún væri og hvort hún væri lifandi. Ingigerður átti uppblásna önd sem faðir hennar hafði eitt sinn gefið henni. Öndina hafði Ingigerður sem skraut á gólfinu í herbergi sínu. Þennan morgun hafði Karl farið snemma á fætur og einhverra hluta vegna komið auga á öndina. Eftir nokkra stund kom Karl til Þóru og sagði: „Heyrðu Þóra, hún Inga okkar er farin!“ „Hva, af hverju segirðu þetta? Ég er alveg viss um að hún Inga fær að lifa lengur!“ „Nei, öndin hennar er farin á hlið- Bókarkafli Skelfing grípur um sig hjá þjóðinni þegar glæsilegasta flugvél Íslendinga, Geysir, skilar sér ekki til Reykjavíkur. Hún var á leið frá Lúxemborg með sex manna áhöfn, 18 hunda og sex tonn af lúxusvörum. Óttar Sveinsson segir frá brotlendingu Geysis í um 1.800 metra hæð á Bárðarbungu Vatnajökuls í september árið 1950. Björgunar beðið á Vatnajökli Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson Björgunarmennirnir frá Akureyri og Reykjavík komnir að flakinu. Hin slasaða flugfreyja er að tala við þá. Hinn 23 manna björgunarleiðangur – 15 Akureyringar og 8 Reykvíkingar á heimleið eftir að hafa unnið þrekvirki á og við Vatnajökul. Sitjandi frá vinstri: Sigurgeir Jónsson, Jónas Jónasson, Gísli Eiríksson, Þórarinn Björnsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Þorsteinn Svanlaugsson, Ólafur Jónsson og Vignir Guð- mundsson. Standandi frá vinstri: Magnús Sigurgeirsson, Einar Arason, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Jónasson, Jón Sigurgeirsson, Grímur Valdemarsson, Tryggvi Þorsteinsson, Jóhann Helgason, Eðvarð Sigurgeirsson, Kristján P. Guðmundsson, Hólmsteinn Egilsson, Þráinn Þórhallsson, Sigurður Stein- dórsson og Bragi Svanlaugsson. Myndina tók Haukur Snorrason á vél Eðvarðs. Þessa mynd tók Bolli Gunnarsson, loftskeytamaður á Geysi, þegar björgunar var beðið – myndavélin fannst í ferðatösku en filmur annars staðar. Frá vinstri: Ingigerður flugfreyja, Dagfinnur Stefánsson flugmaður sem slasaðist illa í and- liti við brotlendinguna, Carlo frá Kaliforníu, einn af 18 hundum sem bandarískir eigendur voru að senda vestur um haf, og Einar Runólfsson flugvélstjóri. Fólkið er í frumstæðum skóbúnaði – úr ýmsu efni sem tekið var úr farminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.