Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 17
SPV Þreper góður kostur fyrir þá sem vilja geta
gengið að varasjóðnum vísum en njóta um leið hárra vaxta.
Vextirnir hækka á sexmánaða fresti af þeirri innstæðu, sem látin
er standa óhreyfð, þar til þeir ná hámarki eftir 36 mánuði.
Óverðtryggður
Alltaf laus
Stighækkandi vextir
Ekkert úttektargjald
Enginn kostnaður eða þóknun
Vextirnir
hækka
stig af stigi
Vertu velkomin(n) í Borgartún 18,Hraunbæ 119 og Síðumúla 1,
hringdu í síma 575 4100 eða kynntu þér möguleikana áwww.spv.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
SP
V
19
35
3
11
/2
00
2
STJÓRN Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga hefur sent frá sér
ályktun vegna fjöldatakmarkana í
hjúkrunarfræðinámi. Þar er vísað
til yfirlýsingar hjúkrunarfræði-
deildar Háskóla Íslands frá 21.
nóvember þar sem fram kemur
vilji deildarinnar til að fjölga nem-
endum í hjúkrunarfræði að gefnum
tveimur skilyrðum, sem eru næg
námspláss fyrir hjúkrunarfræði-
nema og raunhæfar fjárveitingar
til að standa undir náminu. Jafn-
framt skorar deildin á þá þing-
menn, sem vilja leggja deildinni lið
við fjölgun nemenda, að beita sér
fyrir því að deildin fái raunhæfar
fjárveitingar til hjúkrunar- og ljós-
mæðramenntunar og að heilbrigð-
isstofnanir fái svigrúm til að taka
fleiri nemendur til verklegs náms.
„Stjórn félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga tekur undir áskorun
hjúkrunarfræðideildar.
Fulltrúaþing Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga hefur frá árinu
1999 bent á mikilvægi þess að
fjölga námsplássum í hjúkrunar-
fræði. Stjórn félagsins stóð fyrir
viðamiklu átaki sl. vor í þeim til-
gangi að kynna störf hjúkrunar-
fræðinga á raunsæjan og jákvæðan
hátt, að efla ímynd hjúkrunarfræð-
inga gagnvart þegnum þjóðfélags-
ins og hvetja ungt fólk til náms í
hjúkrunarfræði. Lokamarkmið
átaksins er að útskrifuðum hjúkr-
unarfræðingum fjölgi í 116 frá og
með árinu 2006. Ásamt félaginu
stóðu að þessu átaki heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið, land-
læknisembættið, hjúkrunarfræði-
deild Háskóla Íslands, heilbrigðis-
deild Háskólans á Akureyri,
Landspítali – háskólasjúkrahús,
Heilsugæslan í Reykjavík, Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri auk
flestra heilbrigðisstofnana á land-
inu. Tilurð þess að stjórn ákvað að
vinna að þessu og ástæða þess að
allir þessir aðilar komu að verkefn-
inu er viðvarandi skortur á hjúkr-
unarfræðingum til starfa og fyr-
irsjáanlegur enn stærri vanda
sökum minnkandi aðsóknar í
hjúkrunarfræðinám undanfarin ár.
Árangur átaksins er yfir 100%
aukning nýnema í hjúkrunarfræði
haustið 2002. Aldrei hafa svo marg-
ir stúdentar hafið nám í hjúkrunar-
fræði og var haustið 2002.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga telur óforsvaranlegt
annað en að allra mögulegra úr-
ræða verði beitt til að sem flestir
stúdentar fái haldið áfram námi af
þeim gæðum sem íslenskt hjúkr-
unarnám er þekkt af víða um heim“
segir í ályktuninni.
Vilja
styrkja
nám í
hjúkrun BRÆÐURNIR Leifur Jónsson, Jón,Ríkharður og Ólafur Magnússynir
hafa gefið eina milljón og tvö
hundruð og fimmtán þúsund krón-
ur í söfnun Landhelgisgæslunnar
fyrir nætursjónaukum. Gjöfin er til
minningar um móður þeirra Krist-
ínu Finnbogadóttur og látna bræð-
ur þeirra, þá Finnboga og Pálma
Magnússyni. Bræðurnir eiga það
allir sameiginlegt að hafa einhvern
tímann verið skipstjórar.
Er gjöfin var afhent hafði Leifur
orð fyrir þeim bræðrum. Fram kom
í máli hans, skv. upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni, að þá bræður
hefði lengi langað til að veita ein-
hverju málefni lið til minningar um
móður þeirra og bræður. Þeim hafi
fundist vel við hæfi að gefa fé til
fjármögnunar nætursjónauka hjá
Landhelgisgæslunni enda minnast
þeir móður sinnar þannig að hún
hafi ávallt lagt sig fram um að að-
stoða aðra og veita þeim hjálp og
liðsinni sem á þurftu að halda. Þá
voru bræður þeirra heitnir, þeir
Finnbogi og Pálmi, skipstjórar en
sjónaukarnir auka öryggi og geta
skipt sköpum við björgun sjófar-
enda að nóttu til og í slæmu
skyggni.
Leifur minntist þess er hann var
formaður björgunarsveitarinnar
Bjargar á Hellissandi og varð vitni
að því er áhöfn þyrlu Landhelgis-
gæslunnar TF-SIF bjargaði áhöfn
Barðans, samtals 9 manns, er skipið
hafði strandað við Hólahóla á Snæ-
fellsnesi árið 1987. Björgunarsveit-
armönnum fannst hart að geta ekki
gert neitt til hjálpar og horfa upp á
stýrishúsið fyllast af sjó og mennina
í bráðri hættu. Tilfinningin breytt-
ist er þeir sáu TF-SIF koma fljúg-
andi í suðvestanveðri og éljagangi.
Það voru þeir Leifur, Jón og Rík-
harður sem afhentu gjöfina en
Ólafur var á sjó og gat því ekki ver-
ið viðstaddur.
Gjöf til kaupa á
nætursjónaukum
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Benóný Ásgrímsson, Dagmar Sigurðardóttir, Sigurður Steinar Ketilsson,
Hafsteinn Hafsteinsson, bræðurnir Ríkharður og Jón Magnússynir og Leif-
ur Jónsson.
Landssamband framsókn-
arkvenna heldur ráðstefnu sem
ber yfirskriftina: Forðum börn-
unum okkar frá eiturlyfjum – við
getum haft áhrif. Ráðstefnan er
haldin í Norræna húsinu á morg-
un, mánudaginn 9. desember, kl.
16–18 og er öllum opin meðan hús-
rúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
Fjallað verður um tengsl uppeldis-
aðferða og áfengis- og vímu-
efnaneyslu barna og unglinga.
Ávarp flytur Jón Kristjánsson
heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra. Erindi halda: Sig-
rún Aðalbjarnardóttir prófessor,
Hulda Guðmundsdóttir fé-
lagsráðgjafi, Dóra Guðrún Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri
Geðræktar, Marsibil Sæmunds-
dóttir, varaborgarfulltrúi og fram-
kvæmdastjóri Götusmiðjunnar.
Jónína Bjartmarz, þingmaður og
formaður Heimilis og skóla, stjórn-
ar pallborðsumræðum.
Málstofa hagfræðisviðs verður
mánudaginn 9. desember kl. 15.30
í Seðlabanka Íslands, Sölvhóli.
Aldurssamsetning og atvinnuleysi.
Frummælandi verður Tryggvi Þór
Herbertsson.
Á MORGUN