Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG furða mig oft á hvað uppbygg-
ingin er hröð í Reykjavík. En það er
ekki hægt að segja að það sé upp-
gangur í miðbænum. Fyrir borg-
arbúa og utanaðkomandi skiptir það
miklu máli að borgir hafi miðbæ
sem er iðandi af lífi frá morgni til
kvölds. Hjarta borgarinnar þarf að
slá.
Hvað er til ráða?
Ég sé ekki að það sé nægt rými í
Kvosinni fyrir góðan miðbæ. Land-
fyllingar geta átt rétt á sér, en norð-
annæðingurinn af flóanum nístir
merg og bein. Það er miklu skárra
veður í Austurstræti en er við höfn-
ina og stundum lítill sem enginn
vindur eftir að komið er suður að
Tjörn. Til að gera miðbæinn að því
sem hann ætti að vera væri rökrétt-
ast að fylla í Tjörnina að Skothús-
vegi.
Hvað ynnist við
að minnka Tjörnina?
Þarna gæfist einstakt tækifæri til
að skapa góðan miðbæ. Til þess að
sjá hvað fengist í staðinn fyrir
Tjörnina mætti gera ákveðið grunn-
skipulag og efna svo til samkeppni
um hönnun á svæðinu. Best væri að
leggja Lækjargötu, Fríkirkjuveg og
Sóleyjargötu í stokk. Miðbærinn
væri þá vel tengdur Hringbraut og
Skúlagötu, ofan á stokknum yrði
göngugata. Undir Tjörninni yrði
strætisvagnamiðstöð og síðan bíla-
stæði undir öllu svæðinu. Við Ráð-
húsið kæmi skemmtilegt torg. Hótel
ætti frekar að byggja í eldri hverf-
um næst Tjörninni. Þessi fram-
kvæmd myndi bæta mannlífið og
styrkja sjálfsmynd Reykvíkinga,
efla ferðaþjónustuna og gæti þegar
fram líða tímar orðið til að fjölga
störfum meira en mörg álver gerðu.
Hvað myndi tapast ef
Tjörnin yrði minnkuð?
Tjörnin náði hér áður langleiðina
að Dómkirkjunni. Allir kantar
Tjarnarinnar eru hlaðnir í dag.
Tjörnin er miklu frekar manngerð
en að hún sé óspillt náttúra. Með því
að fylla meira í Tjörnina væri verið
að skipta á einu mannvirki fyrir
annað. Það væri ekki lengur hægt
að gefa öndunum, en það væri auð-
velt að koma upp skemmtilegri að-
stöðu við Tjörnina sunnan Skothús-
vegar, sem gæti verið
viðkomustaður fjölskyldufólks með
brauð fyrir endurnar.
Það yrði sjálfsagt allt vitlaust
Íslendingar, með ríkið í broddi
fylkingar, þurrkuðu upp meira en
90% af sunnlenskum mýrum. Þeir
byggðu verksmiðju við Mývatn, eina
af helstu náttúruperlum Evrópu, og
vilja endilega ráðast að stærstu
ósnortnu víðernum Evrópu við
Kárahnjúka og byggja stíflu við
Þjórsárver, einstakan stað í heim-
inum. Allar þessar fórnir fyrir svo
lítið og sárafáir mótmæla. En það
yrði án efa allt vitlaust ef stjórn-
málamenn færu í alvöru að tala um
að fórna Tjörninni, þessum mann-
gerða polli með spilltu fuglalífi.
Hvar stendur þú?
GUNNAR EINARSSON
Daðastöðum
671 Kópaskeri
Miðbærinn í Reykjavík
Frá Gunnari Einarssyni:
ÉG sem nemandi í nú Tækniháskóla
Íslands vil koma á framfæri vonbrigð-
um vegna nýlegra uppsagna allra
deildarstjóra í skólanum. Þar á meðal
er deildarstjóri geislafræðinnar þar
sem ég stunda nám.
Ég dreg mjög í efa að þessar
ákvarðanir um uppsagnir hafi verið
teknar að vel athuguðu máli. Að mínu
áliti er Erna Agnarsdóttir deildar-
stjóri sérlega fær í sínu fagi fyrir utan
það að vera búin að byggja upp þessa
deild á mörgum árum. Ég óttast mjög
um að það starf sem hefur verið unnið
þarna til uppbyggingar verði strikað
út með þessu eina pennastriki. Það er
líka mikil hætta á að deildin missi fag-
legt sálfstæði sitt en það er mjög
bagalegt því þetta er mjög mikilvæg
stétt í heilbrigðisgeiranum. Þessi
deild ásamt meinatækni (einnig
kennd við skólann), sér um nánast all-
ar rannsóknir sem gerðar eru á sjúku
fólki.
Það er ekki öryggi sem rektor og
háskólaráð sendir frá sér með þessum
„flumbrugangi“, heldur veldur þetta
öryggisleysi hjá námsmönnum og
einnig hjá þeim sem hafa lokið sínu
námi og starfa við fagið. Það er ekki
heldur öruggt að færara fólk fáist í
stað þeirra sem fara úr þessum stöð-
um. Og er einhver deild, hvort sem er
í þessum skóla eða öðrum sem vill
hafa ófaglærðan aðila eða aðila lærð-
an á öðru sviði, sem deildarstjóra?
Þegar nýtt fólk tekur til starfa á
nýjum stað (í þessu tilviki rektor og
háskólaráð) er nauðsynlegt að mínu
mati að ígrunda allar breytingar vel
og í samstarfi við það fólk sem vinnur
á staðnum og hefur reynslu og þekk-
ingu á því sem þarf að gera, og breyta
ekki bara til að breyta.
Að mínu áliti eiga þessar uppsagnir
ekki að koma til og það er ekki til að
gera hlutina auðvelda að klára ekki
skólaárið áður en þær taka gildi.
Ég veit ekki hvað öðrum nemend-
um finnst en hefði ekki verið rétt að
kynna þessar breytingar fyrirfram,
höfum við nemendur ekkert að segja í
þessu máli. Og þó að einn nemandi
sitji í háskólaráði endurspeglar hann
greinilega ekki vilja nemenda því
þessar breytingar hafa ekkert verið
kynntar fyrir okkur. Þetta hefur gríð-
arleg áhrif á allt starf skólans því hvar
sem maður fer er verið að ræða um
þetta og enginn trúir því að þetta hafi
verið gert.
Ég er mjög uggandi um þá ráðgjöf
og leiðbeiningu sem ég þarf á kom-
andi vori sem er nauðsynleg í námi
mínu við þennan skóla. Ég hvet alla
sem eiga hagsmuna að gæta í þessu
máli að láta skoðun sína og vilja í ljós
því þetta eru ekki vinnubrögð sem
eiga að líðast.
AGNES GUÐMUNDSDÓTTIR,
Suðurhvammi 13.
Uppsagnir í
Tækniháskólanum
Frá Agnesi Guðmundsdóttur: