Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 25 mbl.isFRÉTTIR Frábær jólagjöf á gjafverði Heildarútgáfa snilldarverks - kr. 1.000 3 hljómplötur í veglegri gjafaöskju og efnisskrá Gagnrýnendur sögðu: „Einn mesti viðburður íslenskrar tónlistarsögu“. Fæst hjá Heimsklúbbi Ingólfs, áritað af stjórnandanum — Ingólfi Guðbrandssyni. - Vegleg gjöf - Safngripur - Nokkur eintök - Staðgreiðsla - Austurstræti 17, 3. hæð. Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Jól 2002 Öðruvísi jólaskreytingar Full búð af nýjum gjafavörum Sjón er sögu ríkari PLUS PLUS ww w. for va l.is www.bolstrun.is/hs Allt um bólstrun MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Ragnari Guðmunds- syni, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls. Til- efnið er grein sem Sveinn Aðal- steinsson viðskiptafræðingur skrif- aði og birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 6. desember, undir heit- inu „Samningatækni Landsvirkjun- ar“. „Umræða um stórmál á borð við þá fjárfestingu sem fyrirhuguð er á Austurlandi er að mínu mati af hinu góða, en gera verður þá kröfu til þeirra sem um fjalla að þeir fari með rétt mál. Sveinn staðhæfir m.a. í greininni að Norðurál hafi keypt tiltekið magn raforku frá Landsvirkjun á árinu 2001 á ákveðnu verði. Ekki er ljóst hvaðan þessar upplýsingar koma því ekki virðast þær fengnar hjá Norðuráli. Nauðsynlegt er að koma því á framfæri að það orku- verð sem Sveinn talar um er rangt. Þar munar mjög miklu. Vonandi eru aðrar forsendur í grein Sveins réttar því ljóst er að ef misskilnings gætir varðandi mikil- vægar forsendur, jafnvel um tugi prósentna, er ekki hægt að draga af þeim neina niðurstöðu. Umræðu um álverð virðist bera að sama brunni. Álverð ræðst af framboði og eftirspurn á frjálsum markaði. Spurn eftir áli hefur aukist að meðaltali um 600.000 tonn á ári síðustu ár og hafa sérfræðingar spáð jafnvel enn meiri aukningu á næstu tíu árum. Mikil þörf virðist vera fyrir ál, meðal annars í far- artæki þar sem notkun þess stuðlar að minni eldsneytiseyðslu og meira öryggi farþega. Þótt eftirspurn sé að jafnaði að aukast svona mikið sveiflast hún líka í takt við efnahagssveiflur. Sam- drætti í efnahagsstarfsemi fylgir að öðru jöfnu minni vöxtur í spurn eftir áli, sem leiðir til þess að álverð lækkar tímabundið. Til skýringar má nefna að þótt vægi áls sé sífellt að aukast í bílum kaupir fólk færri bíla í samdrætti. Til samlíkingar má taka dæmi af þróun millibankavaxta í Bandaríkja- dölum. Vextir hafa lækkað mjög mikið og eru langt undir meðaltali síðustu ára. Ekki er unnt að draga þá ályktun af vaxtalækkunum síð- ustu missera að vextir lækki enn frekar og verði mjög lágir um langa framtíð, heldur verður að gera ráð fyrir því að þeir taki mið af efna- hagsástandi á hverjum tíma. Á sama hátt er ekki hægt að fullyrða að ál- verð haldi áfram að lækka verulega, heldur verður að gera ráð fyrir því að það þróist í takt við efnahags- ástand. Vonandi verður umræða um arð- semi hugsanlegs orkusölusamnings á Austurlandi byggð á traustum for- sendum. Reynslan af starfsemi Landsvirkjunar á undanförnum ára- tugum hefur sýnt að fyrirtækið býr yfir góðu starfsfólki sem þekkt er að vönduðum vinnubrögðum.“ Rangar for- sendur í umræðu um Lands- virkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.