Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 38
KIRKJUSTARF 38 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarlind 12 - Til leigu Eigum til leigu nokkrar einingar á 2. hæð í þessu glæsilega lyftuhúsi í stærðum frá 60-570 fm. Hentar vel fyrir t.d. læknastofur eða skrifstofur. Næg bílastæði eru á lóðinni ásamt yfirbyggðu bílahúsi. Nokkur fyrirtæki hafa þegar hafið starfsemi í húsinu, s.s. einkarekin heilsugæslustöð, hús- gagnaverslun, fataverslun og rúmfataverslun. Uppl. á skrifstofu. 3785 Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. HESTHÚS HEIMSENDI 5 - KÓPAVOGI Til sölu nýlegt hesthús á þessum vinsæla stað. Um er að ræða allt hesthúsið. Húsinu er skipt í fimm sjálfstæðar einingar. Nánar tiltekið þrjár átta hesta einingar, eina fjórtán hesta einingu og eina þrettán hesta einingu. Húsið er allt með vönduðum innréttingum (stíur) loft upptekin og klædd litaðri járnklæðningu. Kjallari er undir öllu húsinu, lofthæð þar um 2,20 m. Gott gerði við húsið einnig rampur eða innkeyrsla í kjallarann. Sjá nánari uppl. og myndir á fmeignir.is og mbl.is. 12194 OPIÐ HÚS - FROSTAFOLD 28 2-3 HERBERGI. Til sýnis falleg íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin er í rólegu og barn- vænu hverfi þar sem stutt er í skóla og aðra þjónustu. Sjón er sögu ríkari! Josip Veceric gsm 698 1803 Heimilisfang: Frostafold 28. Stærð íbúðar: 79 fm. Áhvílandi: kr. 5.500.000. Hússjóður: kr. 5.500. Opið hús: frá kl. 15-17. Verð: kr. 10.900.000. Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300 FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 FRAMNESVEGUR 18 - ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ AUK AUKAHERBERGIS Í KJALLARA Sjarmerandi og björt 3ja herb. 66 fm íbúð á 1. hæð í steinsteyptu þríbýli. Íbúðinni fylgir stórt aukaherbergi í kjallara með aðgang að sameiginlegu baðherbergi. Búið er að endurn. rafmagnstöflu. Í heild afar spennandi íbúð með mikla möguleika á eftirsóttum stað. Verð 10,4 millj. Áhv. húsbr. + byggsj. 4,1 millj. Inga Björk sýnir íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 13–15. Verði velkomin. OPIÐ HÚS Í DAG GIMLI I LIG Um 84 fm góð íbúð á frábærum stað. Tvö góð svefnherbergi, rúm- góð stofa með parketi, stórar suð- ursvalir, þvottahús innan íbúðar. Hús og sameign nýmálað. Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Frábært lokað leiksvæði við húsið. Getur losnað fljótlega. Verð 12,9 millj. Halldóra og Jóhannes taka á móti áhugasömum á milli kl. 15 og 18 í dag, sunnudag. F R Ó N SÍÐUMÚLA 2 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 fron@fron.is Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali Opið hús Grandavegur 43 (3. hæð t.v.) Til sölu mjög góð þriggja herbergja íbúð í góðu fjórbýli á þessum vin- sæla stað. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og mjög rúmgóða stofu. Íbúðin er mjög vel hönnuð og rúmgóð og möguleiki er á að bæta við fjórða herberginu með því að minnka stofuna. Sérlega hentug fyrir barna- fólk og þá sem vilja njóta útiveru og gönguferða. Verð 12,6 millj. Gunn- laugur og María taka á móti ykk- ur á milli kl. 11 og 15. Tómasarhagi 51, jarðhæð Til leigu 100 til 400 fm mjög bjart og gott verslunarhúsnæði á jarðhæð í sama húsi og Sparisjóður Kópavogs. Húsnæðið leigist í einingum frá um 100 fm. Mjög góð staðsetning alveg við Smár- ann og mikið auglýsingagildi frá Reykjanesbraut. Til afhendingar strax. tilv. 4022 Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. HLÍÐASMÁRI VIÐ SMÁRALIND Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20 í kórkjallara. Langholtskirkja. Mánudagur: Kl. 15– 16.30 Ævintýraklúbburinn. Starf fyrir 7–9 ára krakka sem eru allir velkomnir. Laugarneskirkja. Opnir fundir mánudag kl. 18 og kl. 19. Farið verður í 12 sporin. Allir sem hafa lokið við eða eru að vinna sporin velkomnir. Vinir í bata. Neskirkja. Kirkjustarf fyrir 6 ára börn mánudag kl. 14. Söngur, leikir, föndur og fleira. 10–12 ára starf (TTT) mánudag kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélag kl. 20 (8.–10. bekkur). Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Mánudagur: Kl. 15.15 TTT í safnaðarheim- ilinu. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Bæna- stund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefn- um má koma til djákna í síma 557 3280. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánu- dagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp- ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagur: Ung- lingar 16 ára og eldri kl. 20–22. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börn- unum heim að loknum fundi. Skemmtileg dagskrá. Mætum öll. Vídalínskirkja. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára drengi í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðarheimili kirkjunnar að Þverholti 3, 3. hæð. Allir velkomnir. Mánudagur: Al- Anon-fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Keflavíkurkirkja. Systrafélagið verður með jólafund í Kirkjulundi kl. 20–22. Landakirkja Vestmannaeyjum. Jólatón- leikar Kórs Landakirkju í kvöld kl. 20. Helgileikur 6. bekkjar Hamarsskóla í barnaguðsþjónustu í dag kl. 11. Mánudagur: Kl. 15 æfing hjá Litlum læri- sveinum, yngri hópur. Kl. 16 Æskulýðs- starf fatlaðra, yngri hópur. Æfing fyrir helgileik. Kl. 17.30 æskulýðsstarf fatl- aðra, eldri hópur. Æfing fyrir helgileik. Hulda Líney og Ingveldur. Akureyrarkirkja. Mánudagur: Kirkjusprell- arar, 6–9 ára starf, kl. 16. Allir 6–9 ára krakkar velkomnir. TTT-starf kl. 17.30. All- ir 10–12 ára velkomnir. Ingunn Björk, djákni. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allirvelkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Sunnudag- ur: Samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára börn og 6–12 ára. Eftir samkomu er boðið upp á kaffi og meðlæti selt á vægu verði. Þá er gott tæki- færi að hitta fólk og spjalla saman. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjud.: Bæna- stund kl. 20.30. Miðvikud.: Samveru- stund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiksmolar og vitnisburð- ir. Allir velkomnir. Biblíulestur í Landakoti. Sr. Halldór Grön- dal heldur áfram biblíulestri sínum mánu- daginn 9. des. kl. 20 í Safnaðarheimili kaþólskra, Hávallagötu 16. Safnaðarstarf Fundur hjá Geisla FUNDUR verður haldinn hjá Geisla nk. þriðjudagskvöld, 10. des., kl. 20 í Safnaðarheim- ili Selfosskirkju, efri hæð. Gestur fundarins verður sr. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hveragerði. Hún mun fjalla um sorgina sem oft verður sárust í jólaundirbúningnum og getur valdið því að kvíði sæki að fólki fyrir jólin. Þá verður tími fyrir umræður, einnig er boðið upp á hress- ingu, smákökur og eitthvað að drekka með. Að lokum verður farið niður í kirkju þar sem verður smá bænastund. Fundurinn er öll- um opinn. Morgunstund gefur gull í mund ALLA virka daga aðvent- unnar er boðið upp á sér- stakar helgistundir í Grafar- vogskirkju kl. 7 á morgnana. Hver morgunstund saman- stendur af ritningarlestri, hugleiðingu og bæn. Stuðst er við bókina „Expecting Jesus“ sem er eftir Martyn Day. Að helgihaldi loknu gefst fólki kostur á að snæða morg- unverð í safnaðarsal kirkj- unnar. Morgunstundir þessar gefa fólki tækifæri til að eiga friðar- og kyrrðarstund í erli aðventunnar áður en haldið er af stað út í lífið til að sinna margvíslegum verkefnum í dagsins önn. Séra Bjarni Þór Bjarnason. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.