Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 23 NETIÐ er stórkostlegt tæki til að viða að sér fróðleik, koma hug- myndum sínum og skoðunum á framfæri og taka þátt virkan þátt í lýðræðisþjóðfélaginu – um það efast enginn. En það á sér einnig sínar skuggahliðar. Þar má finna barnaklám og efni sem endur- speglar kynþáttahatur. Tölvupóst- urinn, jafngagnlegur og hann get- ur verið, er stórlega mengaður af ruslpósti. Spjallrásir eru vettvang- ur fyrir ófyrirleitna náunga sem sigla undir fölsku flaggi að draga börn undir aldri á tálar. Þeir sem einhvern tímann trúðu því í barnslegri einlægni að Netið gæti orðið heimur utan og ofan þjóðríkja þar sem menn skemmtu sér eða ræddu heimsmálin og landsins gagn og nauðsynjar án íhlutunar verða nú að játa því að þörf er á lögum og reglu á þessum vettvangi eins og öðrum. Mannleg náttúra er söm við sig og getur jafnvel sýnt á sér verri hliðar en ella í krafti tækninnar. Mörg áform um nýjungar í tjáskiptum hafa beðið skipbrot. Sem dæmi má nefna nýlega frétt í Aftenposten þar sem segir að loka hafi orðið umræðuhópi á Netinu um hesta- mennsku sem var vinsæll meðal ungra stúlkna vegna þess að inn í rabbið höfðu ruðst af offorsi ein- staklingar sem höfðu allt önnur áhugamál, með þeim afleiðingum að tjáskiptin voru orðin æ meira af kynferðislegum toga. Svipaða sögu er að segja af umræðuvettvangi þýska dagblaðsins Tageszeitung sem var lokað á dögunum vegna þess að forsvarsmenn blaðsins treystu sér hvorki til að bera ábyrgð á þeim óhróðri sem les- endur sendu frá sér né vildu þeir standa í stappi við þá sem kvört- uðu hástöfum undan ritskoðun. Má draga af þessu þann lærdóm að al- múganum megi ekki gefa lausan tauminn með þessum hætti? Þurf- um við ritskoðara til þess að tryggja siðmenntuð tjáskipti? Frændur eru frændum verstir Þróunin á Íslandi sem rætt hef- ur verið um að undanförnu þar sem gróflega er brotið gegn per- sónuhelgi unglingsstúlkna af hálfu skólafélaga þeirra er mikið um- hugsunarefni. Hún sýnir að um- ræða undanfarinna ára um að frið- helgi einkalífs stafaði mest ógn á netöld af íhlutun ríkisins eða stór- fyrirtækja og söfnun persónuupp- lýsinga af þeirra hálfu risti of grunnt. Einstaklingum kann að stafa enn meiri og nærtækari hætta af öðrum einstaklingum og þarf þá jafnvel ekki alltaf að leita út fyrir vinahópinn. Dæmi sem nefnd hafa verið sýna einnig að það er of mikil einföldun að líta á börn og ungmenni sem þolendur netglæpa eingöngu. Þau geta líka verið gerendur og þegar saman fer siðferðilegur vanþroski og öflug tól getur útkoman orðið skelfileg. Svo virðist einnig sem eiginleik- ar Netsins og hugsanlega önnur þjóðfélagsþróun ýti undir hegðun sem var óþekkt fyrir nokkrum ár- um. Skólablöð hafa lengi verið gef- in út í framhaldsskólum. Stundum hefur efni þeirra verið á mörkum þess að vera löglegt, allt frá klúr- um kveðskap til ljósmynda af dansleikjum, en samt vart neitt í líkingu við það sem nú er sagt fara eins og eldur í sinu um netheima. Hvað veldur? Þar skiptir nafn- leyndin sjálfsagt miklu og að þróast hefur sérstakur netkúltúr sem lýtur ekki sömu siðalögmálum og aðrir menningarkimar. Einnig flokka sjálfsagt margir tölvupóst í sama flokk og einkabréf og leyfa sér því meira en ella. Það stenst hins vegar ekki þegar haft er í huga hve fljótt tölvupóstur dreifir sér, ekki síst þegar innihaldið er álitið krassandi. Svo má spyrja hvort almenn þjóðfélagsþróun þar sem persónuhelgi á erfitt upp- dráttar gagnvart óprúttnum mark- aðsöflum og vitundariðnaði hafi ekki sitt að segja. Ekki er lengur nægileg virðing borin fyrir manns- líkamanum og sjálfsákvörðunar- rétti einstaklinga varðandi sitt einkalíf og hvað þeir kjósa að op- inbera. Friðhelgi einkalífs Lagaleg úrræði eru fyrir hendi. Þannig segir í almennum hegning- arlögum að dreifing á klámmynd- um geti varðað fangelsi allt að sex mánuðum og allt að tveimur árum þegar „slíkt efni sýnir börn á kyn- ferðislegan eða klámfenginn hátt“. Það er einnig refsivert að hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmynd- ir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klám- fenginn hátt. Þessi brot sæta op- inberri ákæru að undangenginni lögreglurannsókn. Lögregla getur hafist handa að eigin frumkvæði eða í kjölfar kæru. Þar fyrir utan geyma hegning- arlögin almenn ákvæði um æru- meiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Í sumum löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi hafa verið sett sérstök ákvæði í lög um vernd einstaklinga gegn því að myndir af þeim séu birtar opinber- lega án samþykkis þeirra, á meðan hér á landi yrði að leiða slíka vernd af almenna ákvæðinu um friðhelgi einkalífs. Það er ekki ósennilegt að ákvæðið um friðhelgi einkalífs yrði talið veita vernd gegn dreifingu myndar sem sýndi einstakling við aðstæður sem venjulega teljast til einkalífs fólks. Ef myndin væri fölsuð og sýndi einstakling á niðurlægjandi hátt eða væri til þess fallin að rýra hann í áliti meðal samborgara sinna kæmi sterklega til greina að um ærumeiðingu væri að ræða. Það er því borðleggjandi að láta reyna á þessi ákvæði í einkarefsi- máli þar sem farið yrði fram á refsingu og eftir atvikum bætur. Skilyrði er auðvitað að fyrir liggi hver sé gerningsmaðurinn. Þeir sem taka þátt í að breiða óhróð- urinn út, til dæmis með því að senda áfram tölvupóst með meið- andi innihaldi, geta orðið með- ábyrgir. Netþjónustuaðilar eru hins vegar undanþegnir ábyrgð samkvæmt nýlegum lögum um raf- ræn viðskipti nema þegar um barnaklám er að ræða. Virkja þarf alla hlutaðeigandi Mikil umræða hefur farið fram á alþjóðavettvangi um viðbrögð við ólöglegu efni á Netinu. Það ólög- lega efni sem einkum hefur verið rætt um er barnaklám, efni sem endurspeglar kynþáttahatur, höf- undarréttarvarið efni sem dreift er án samþykkis rétthafa sem og nú upp á síðkastið notkun Netsins af hálfu hryðjuverkamanna. Nokkuð er misjafnt eftir löndum hvað veld- ur mönnum mestum áhyggjum: Kynþáttahatur í Frakklandi, Þýskalandi og Austurríki en spjall- rásir þar sem fullorðnir draga börn á tálar í Bretlandi og Kan- ada. Fyrir utan beinar löggæsluað- ferðir hefur verið fjallað töluvert um aðrar leiðir til að stemma stigu við útbreiðslu ólöglegs efnis. Er lögð áhersla á að allir sem eiga hagsmuna að gæta taki þátt í að móta stefnu í þessu efni. Í Frakk- landi hefur til dæmis verið stofnað svokallað Netréttartorg (www.- foruminternet.org) með þátttöku ríkisins. Þar er efnt til umræðu um afmörkuð efni sem snerta rétt- indi og ábyrgð þeirra sem nota Netið og lagðar eru fram tillögur um úrbætur á löggjöf eða laga- framkvæmd. Evrópusambandið (www.safer- internet.org ) styður stofnun neyð- arlína þar sem notendur Netsins geta komið kvörtunum á framfæri. Slíkar kvörtunarlínur eru nú starf- ræktar í um tíu Evrópulöndum (sjá www.inhope.org) og er Ísland eitt þeirra (www.barnaheill.is). Misjafnt er hverjir standa að rekstri slíkrar þjónustu. Það geta til dæmis verið barnaverndarsam- tök, lögregla eða samtök netþjón- ustuaðila. Í Ástralíu er kvörtunar- lína rekin af stofnun sem annars hefur eftirlit með útvarpsstarfsemi (sambærileg við útvarpsréttar- nefnd á Íslandi!), sjá www.aba.- gov.au. Réttmætum kvörtunum er vísað áfram til lögreglu og/eða þeirra sem hýsa hið ólögmæta efni. Ef efni er hýst erlendis er brugðist við með viðeigandi hætti, til dæmis með því að gera kvört- unarlínu í því landi viðvart. Það er mjög mikilvægt að gefa fólki með þessum hætti kost á að leita eitt- hvert þegar það verður vart við efni á Netinu sem því ofbýður. Einn helsti vandinn í þessu sam- bandi er að meta hvað sé hugs- anlega ólöglegt og hvað ekki. Á endanum ættu það auðvitað að vera dómstólar sem skæru úr um slíkt en ekki einkaaðilar. Sumt efni er þannig að það getur enginn vafi leikið á því að það er ólöglegt. Um annað efni getur hins vegar yf- irleitt enginn nema dómstóll skor- ið úr, eins og til dæmis varðandi höfundarrétt eða ærumeiðingar. Kvörtunarlínur eru því fyrst og fremst góð viðbót við almenna lög- gæslu og dómstóla þar sem hægt er að fá skjóta úrlausn en koma ekki í stað þeirra. Næstu ár eiga eftir að leiða í ljós hver þróunin verður, hvort lögregla mun í vaxandi mæli taka yfir starfsemi kvörtunarlína af þessu tagi, samanber nýlegan samning Evrópuráðsins um tölvu- glæpi sem gerir ráð fyrir slíkum tengiliðum í hverju landi. Önnur þróun gæti verið í þá átt að kvört- unarlínurnar tækju að sér fleiri verkefni en fyrst og fremst barna- klám eins og nú er raunin. Vanda- mál eins og þau sem komið hafa upp í íslenskum skólum varðandi friðhelgi einkalífs og mannhelgi væru til dæmis vel til þess fallin að leysa í samstarfi margra aðila, þ.e. lögreglu, foreldra, skóla, netþjón- ustuaðila og barnaverndaryfir- valda. Einstaklingur sem á ekki annað úrræði en að fara í einka- refsimál kann nefnilega að vera illa staddur að því leyti að erfitt getur verið að finna út án atbeina lögreglu hver sé upphafsmaður ólögmæts efnis. Fjölmiðlafærni sem kennslugrein? Að síðustu verður að geta þess að vaxandi áhersla er nú lögð á fræðslu til ungmenna um kosti og galla Netsins og nauðsyn þess að sýna ábyrgð (sjá til dæmis www.getnetwise.org). Fyrsta skrefið til að breyta hegðun er væntanlega að ræða hlutina og reyna að útskýra hvers vegna ekki eigi að gera allt sem tæknilega er mögulegt. Það er engan veginn auðvelt að setja slíka fræðslu þannig fram að hún hafi ekki þver- öfug áhrif. Misjafnar leiðir eru að sjálfsögðu til í þessu efni, það mætti hugsa sér að fjölmiðlafærni yrði hluti af almennri lífsleikni sem kennd er í skólum en sums staðar hafa óháð félagasamtök sem virkja ungmenni til jafningja- fræðslu einnig borið góðan ávöxt (sjá www.cyberangels.com). Villta vestrið Höfundur starfar sem lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem kunna að birtast í þessari grein eru á ábyrgð höf- undar. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.