Morgunblaðið - 11.12.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
19
65
3
1
2/
20
02
Höggborvél, DWT, 500w
3.995 kr.
Moulinex blandari
Verð frá
3.690 kr.
Flís teppi
120x200 sm
Vínrautt, rautt og blátt.
Electrolux hrærivél/
matvinnsluvél
m/stálskál og stálhakkavél
Sú öflugasta - 3 ára ábyrgð
Verð frá
39.999 kr.
Bora og bitasett, 112 stk.
3.995 kr.
Jólakúlur í miklu úrvali
Mjúk
gjöf
Verð
1.990 kr.
Harðir pakkar
í Húsasmiðjunni
Vonandi verður fyrsta hershöfðingja lýðveldisins sýndur sá sómi að fá að tróna á stalli við
hlið Nonna Boy.
Félag fagfólks gegn offitu
Hratt vaxandi
heimsvandi
STOFNFUNDURFélags fagfólksgegn offitu verður á
morgun, fimmtudaginn 12.
desember, á Grand hóteli,
Galleríi klukkan 17. Lud-
vig Guðmundsson yfir-
læknir hæfingar- og nær-
ingarsviða á Reykjalundi
er í forsvari fyrir félagið
og svaraði hann nokkrum
spurningum Morgun-
blaðsins.
– Hver eru tildrögin að
stofnun þessa félags?
„Ástæður fyrir stofnun
félagsins eru margvísleg-
ar. Offita er hratt vaxandi
heilbrigðisvandamál um
allan heim, svo mjög að
hægt er að tala um offitu-
faraldur. Alþjóða heil-
brigðisstofnunin hefur
skilgreint offitu sem sjúkdóm og
er hann talinn annar stærsti heil-
brigðisvandi heimsins, næst á eft-
ir tóbaksreykingum. Verði frek-
ari aukning á offitu stefnir hún í
að verða stærsta heilsufarsvanda-
mál heimsins á næstu áratugum.
Ísland hefur ekki farið varhluta
af þessari þróun. Vísbendingar
eru um að við séum að komast í
hóp þeirra þjóða sem verst eru
settar, a.m.k. hvað varðar offitu
barna, en einnig meðal fullorð-
inna. Faraldsfræðirannsóknir
sem lýsa nánar umfangi vandans
hér á landi skortir þó sárlega. Of-
fita hefur mjög víðtæk áhrif á
heilsu manna til hins verra. Hún
eykur verulega hættu á hjarta-
og æðasjúkdómum, meðal annars
með því að valda gríðarlegri
aukningu í sykursýki og skertu
sykurþoli. Kæfisvefn er verulega
aukinn meðal feitra. Krabbamein
í brjóstum, legi og eggjastokkum
er aukið, og hjá körlum krabba-
mein frá endaþarmi og sennilega
blöðruhálskirtli.
Verkir frá stoðkerfi, slitgigt, þá
einkum í neðri útlimum og baki
og jafnvel bólgusjúkdómar frá
liðum aukast. Ekki minnst hefur
offita slæm áhrif á andlega líðan
með þunglyndi, skertu sjálfs-
trausti og vanmetakennd. Þá eru
offeitir oft fórnarlömb eineltis og
félagslegrar einangrunar. Margt
fleira mætti telja.
Heilbrigðisþjónustan ræður yf-
ir fáum úrræðum til að fást við
þennan mikla heilsufarsvanda.
Honum hefur því ekki verið sinnt
sem skyldi. Þessu þarf að
breyta.“
– Hver er tilgangur félagsins
og helstu markmið þess?
„Tilgangur félagsins er að
skapa sameiginlegan vettvang
fyrir fagfólk í heilbrigðisþjónustu
með áhuga á offitumálum. Það
mun vinna að aukinni þekkingu
og fræðslu á sviði offitu meðal fé-
lagsmanna og miðla henni til ann-
arra. Einnig mun það beita sér
fyrir auknum rannsóknum sem
varða offitu. Það mun hvetja til
fyrirbyggjandi aðgerða gegn of-
fitu. Þá mun það vinna að fram-
gangi offituvarna og meðferðar
innan heilbrigðisþjón-
ustunnar. Loks mun
það gerast aðili að al-
þjóðlegu starfi á sviði
offitumála.“
– Á hvaða hátt
hyggst félagið beita sér?
„Félagið er þverfagleg samtök
heilbrigðisstarfsfólks. Það mun
beita sér fyrir aukinni samvinnu
og samstöðu þeirra sem að offitu-
málum koma, bæði innan og utan
heilbrigðisþjónustunnar, með það
fyrir augum að bæta árangur í
baráttunni gegn offitu. Það mun
láta sig varða aðgerðir gegn of-
fitu á öllum stigum forvarna og
meðferðar fyrir alla aldurshópa.
Félagið hefur enn ekki hafið
störf og ákvarðanir um vinnu-
brögð og leiðir í starfi því ekki
mótaðar.“
– Hversu brýn er þörfin fyrir
svona fagfélag?
„Það er mikil þörf fyrir fag-
félag um offitu. Eins og að fram-
an greinir er um gríðarlegan og
hratt vaxandi vanda að etja. Inn-
an heilbrigðisþjónustunnar hefur
þessu ekki verið nægilega sinnt.
Það þarf að efla umræðu og
þekkingu á þessu sviði. Einnig
þarf að auka samstarf þeirra sem
fást við offitu og samræma vinnu
þeirra. Þörf er á meðferðarstefnu
og meðferðarráðleggingum með
það fyrir augum að bæta árang-
ur. Nýjar leiðir í meðferð þarf að
þróa. Forvarnarvinnu þarf að
stórauka og þar gegnir öflugt
fagfélag mikilvægu hlutverki.“
– Hvernig ætlið þið að byggja
félagið upp?
„Félagið verður opið öllu fag-
fólki innan heilbrigðisþjónustunn-
ar sem hefur áhuga á málefninu
og vill leggja því lið. Settir verða
á stofn starfshópar um tiltekin
verkefni, svo sem fræðslu, rann-
sóknir, kynningu og áróður, er-
lend samskipti, samskipti við
aðra aðila hérlendis um baráttu
gegn offitunni.“
– Hverjir verða á stofnfundin-
um og hverjir mega
vera þar?
„Á stofnfundinn er
öllu fagfólki sem vill
gerast stofnfélagar
boðið. Fyrir stofnfund-
inn verður haldið stutt málþing
um stöðu offitumála. Landlæknir,
Sigurður Guðmundsson, ávarpar
fundinn. Laufey Steingrímsdóttir
hjá Manneldisráði heldur erindi
sem hún nefnir „Offita vex og vex
– hvað er eiginlega að gerast?“
Ég verð síðan með erindi sem
hefur yfirskriftina „Offita – kem-
ur hún heilbrigðisþjónustunni
við?“
Ludvig Guðmundsson
Ludvig Guðmundsson er yf-
irlæknir hæfingar- og næring-
arsviða á Reykjalundi. Fæddur 4.
október 1947 á Ísafirði. Lauk
læknaprófi frá Háskóla Íslands
1974, sérfræðinámi í heim-
ilislækningum í Svíþjóð 1980 og
hlaut sérfræðiviðurkenningu í
endurhæfingarlækningum 1996.
Heilsugæslulæknir á Klaustri
1980–84, á Seltjarnarnesi 1984–
93 og á Reykjalundi – endurhæf-
ingarmiðstöð frá 1993. Eig-
inkona er Jóna Björg Jónsdóttir
bankastarfsmaður og eiga þau
fjögur börn, sem eru Guðmundur
Jón, Guðbjörg Kristín, Sig-
urbjörg Jóna og Njörður. Sex
barnabörn.
Nýjar leiðir í
meðferð þarf
að þróa