Morgunblaðið - 11.12.2002, Side 17

Morgunblaðið - 11.12.2002, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 17 Stangaveiðihandbókin svarar öllum helstu spurningum veiði- mannsins um veiðiár og veiðivötn. Jafnt fyrir þaulvana veiðimenn sem byrjendur. Fjöldi mynda og korta. Metsö lubók sumars ins 2. prentun Í Fátæku fólki segir Tryggvi Emilsson ótrúlega örlagasögu sína. Betri kostur – kjötréttir geymir úrval uppskrifta að ljúffeng- um réttum sem allir eru í samræmi við manneldismarkmið Manneldisráðs. „Óhætt er að fullyrða að æviminningar Tryggva Emilssonar séu með merkustu ævisögum sem gefnar hafa verið út ...“ GÁG Sönn örlagasaga Hollt og gott Hálendishandbókin hefur slegið í gegn hjá öllu áhugafólki um náttúru Íslands. „Mæla má eindregið með bók þessari handa þeim sem vilja kynnast öræfa- slóðum.“ ÁHB í Mbl. Metsö lubók! Gjöf veiðimannsins Bókin í jeppann Suðurlandsbraut 10 • 108 Reykjavík Sími 533-6010 • skerpla@skerpla.is 12. sæti á metsölulista DV Verð 599 kr. Aðeins í Hagkaupum! Endurútgefin í kilju 4. prentun HER Indónesíu kvaðst í gær hafa hætt öllum hernaði í Aceh-héraði eins og kveðið er á um í samningi sem var undirritaður í fyrradag og á að binda enda á 26 ára átök aðskiln- aðarsinna og indónesíska stjórnar- hersins. Samkvæmt samningnum fær Aceh sjálfstjórn í eigin málum en leiðtogar uppreisnarmannanna segjast ætla að halda áfram barátt- unni fyrir sjálfstæðu íslömsku ríki með friðsamlegum hætti. Uppreisnarmenn í Frelsishreyf- ingu Aceh hafa barist fyrir því að héraðið endurheimti sjálfstæði sitt, en fyrsta íslamska konungsríkið í Aceh var stofnað árið 804 og hét Perlak. Undir stjórn soldánsins Iskanders Muda á árunum 1607–36 var Aceh öflugasta ríkið á svæðinu í viðskiptum og stjórnmálum en áhrif þess minnkuðu smám saman eftir dauða soldánsins Iskandars Thanis árið 1641. Aceh-búar hófu uppreisn gegn hollenskum yfirráðum fyrir um 130 árum og henni lauk ekki fyrr en árið 1942. Aceh hefur tilheyrt Indónesíu frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1949. Hasan di Tiro, afkomandi síðasta soldánsins í Aceh, stofnaði Frelsis- hreyfingu Aceh, Gam, í desember 1976. Hreyfingin var þá skipuð 150 uppreisnarmönnum en þeir eru nú á þriðja þúsund. Þeir hafa þó átt við ofurefli að etja því að í héraðinu eru 20.000 stjórnarhermenn og 8.000 lögreglumenn. Gam hefur alltaf haldið því fram að Aceh hafi aldrei tilheyrt Hol- lensku Austur-Indíum formlega og því hafi ekki átt að innlima héraðið í Indónesíu. Aceh-búar hafi aldrei samþykkt innlimunina. Sakaðir um grimmdarverk Um 12.000 manns hafa beðið bana í uppreisninni á síðustu tíu árum, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Átökin hafa kostað um 1.500 manns lífið í ár. Mannréttindahreyfingar hafa sakað her Indónesíu um grimmdar- verk og alvarleg mannréttindabrot í Aceh, meðal annars mannrán, pynt- ingar, morð og aftökur án dóms og laga. Hersveitirnar eru sakaðar um að hafa ráðist inn í mörg þorp í hér- aðinu, kveikt í húsum, pyntað íbúa til að fá þá til að játa aðild að Gam og skotið marga til bana. Frelsishreyfing Aceh hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og morð á óbreyttum borgurum. Hreyfingin er sögð hafa stundað fjárkúganir og myrt marga Aceh- búa vegna gruns um að þeir hafi unnið með öryggissveitum Indó- nesíu. Margir sérfræðingar í málefnum Aceh telja að ekki verði hægt að koma á varanlegum friði í héraðinu nema mannréttindabrotin verði rannsökuð ýtarlega. Fær að taka upp íslömsk lög Íbúar Aceh eru rúmar 4 milljónir og í héraðinu eru miklar olíulindir. Héraðið hefur því verið mikilvægt fyrir efnahag Indónesíu og önnur ríki hafa hagsmuni af friði í Aceh því að héraðið er við mynni Malakka- sunds, eina af mikilvægustu sigl- ingaleiðum heims. Aceh er eitt af höfuðvígjum heittrúaðra múslíma í Indónesíu og margir íbúanna eru hlynntir því að tekin verði upp íslömsk lög, eða sharia. Indónesísk yfirvöld segja að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi reynt að mynda bandalag með Frelsishreyfingu Aceh en ekki tekist það. Ekki er vitað til þess að hreyf- ingin tengist hryðjuverkahópum í öðrum héruðum Indónesíu. Samkvæmt friðarsamningnum fær Aceh að taka upp sharia og halda allt að 70% teknanna af olíu- og gasvinnslu í héraðinu. Uppreisn- armennirnir eiga að afvopnast og stefnt er að því að heimastjórn verði kosin árið 2004. Leiðtogi Gam, Malik Mahmud, sagði að hreyfingin myndi halda áfram baráttunni fyrir sjálfstæði héraðsins en lagði áherslu á að framtíð þess myndi ráðast í kosn- ingum, ekki átökum. „Gleymda stríðinu“ í Aceh-héraði lokið? Aðskilnaðarsinnar boða friðsama baráttu fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis      !   " !  #  $%&' () * # +!, - )   ++        ./ *   ++ + -  01      * *  +                  !                2*1 " #$$%&# '(")*+$,  , --.'/   3 4  $% 55 !$   01 #0 + & ,/2 65 3 ,$   45, #0  4/ 0 77 6#5  #0 /,  0  0 4$2#   7 #   4564$$ #5     02890#2#8 $ 76 + :22$#;   8 # 64$$ #5/#20/#+< , 0#/#$ 890#2$ # 76 78 64$$ #5 20 #,  !1+ # /% == #   #$' = #20 #,64$$   :,>& ,? 788 20 / 28 5  #0 @%&0  64$$  :, 8 0  0%2$/90, #" & , #5#20##$  @& A 0#0 /# #8 #0 $# /64$$  :, /4$ 5 78 78 & ,%&8 ## A< A## / $ ,A8 $ 5 %2$/%&,+:"  :45  #5 2$ 3 $#  /#5 4/0 0 @ 0 0  #0# 04/ %2$/9,$  , #   ! "## $ %  Með friðarsamkomulagi Frelsishreyfingar Aceh og Indónesíustjórnar hillir undir lok átaka sem rekja má aftur til 18. aldar. BRESKIR fjölmiðlar gera sér nú mikinn mat úr Cherie Blair, eig- inkonu Tony Blairs forsætisráð- herra, en hún er sökuð um að hafa þegið aðstoð fyrrverandi saka- manns við kaup á tveim íbúðum. Samkvæmt fréttum AP og AFP í gær, hafa þingmenn Íhaldsflokksins krafist opinberrar rannsóknar á því hvort ríkisstjórnin hafi reynt að flýta fyrir fyrirhuguðum nauðung- arflutningi mannsins til Ástralíu. Cherie Blair kom í gærkvöldi fram í sjónvarpi, var grátklökk og sagðist iðrast þess mjög ef málið hefði vald- ið eiginmanni sínum pólitískum vanda. Sagan hófst fyrir rúmri viku þeg- ar Daily Mail, sem er andsnúið rík- isstjórn Blairs, sagði, að Peter Fost- er, sem hefur verið dæmdur fyrir svik og er kunnastur fyrir falskar megrunarpillur, hefði hjálpað Cher- ie við að kaupa tvær íbúðir í Bristol með góðum afslætti. Foster hefur verið neitað um dval- arleyfi í Bretlandi og til stendur að flytja hann til síns heimalands, Ástralíu, 18. desember. Þetta liðsinni Fost- ers kom til af því, að vinkona hans, Carole Caplin, fyrrverandi fyrirsæta, er mikil vin- kona Cherie. Cherie heldur því fram, að hún hafi ekkert vitað um fortíð Fosters en hann segist aldrei hafa reynt að dylja hana. Fóru í sturtu saman! Fjölmiðlarnir reyna að finna nýj- an flöt á málinu daglega og News of the World sló því upp í gær, að Cherie og Carole hefðu farið í sturtu saman í líkamsræktarstöð, sem þær sækja. „Ég sá þær báðar naktar í sturtunni,“ sagði kona að nafni Sue Harris í við- tali við blaðið. Hvað fréttnæmt er við það skilja líklega aðeins lesendur breskra slúð- urfréttablaða. Enginn hefur haldið því fram, að Cherie hafi aðhafst eitthvað ólöglegt en Verka- mannaflokkurinn hef- ur samt áhyggjur af málinu. Í gær reyndi ráðherrann að af- greiða málið sem hvert annað ómerki- legt fjölmiðlafár en sagt er, að uppákoman hafi samt haft lamandi áhrif á störf stjórnarinnar. Íhaldsmenn krefjast þess, að kannað verði hvort ríkisstjórnin hafi reynt að flýta fyrir brottvísun Fosters eftir að samband hans og Cherie komst í hámæli. Fjölmiðlafár út af „Cheriegate“ Cherie Blair

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.