Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GÖTUMYND Aðalstrætis mun inn-
an tíðar taka töluverðum stakka-
skiptum. Tvö hótel munu rísa við
götuna, í Aðalstræti 4 og 16, og
Höfuðborgarstofa flytur á næst-
unni í Aðalstræti 2, Geysishúsið,
sem verið er að gera upp og áður
hýsti Hitt húsið. Deiliskipulag fyrir
Grjótaþorp, þar með talið Að-
alstræti, var samþykkt í borgarráði
í ágúst sl. en teikningar af hót-
elunum hafa enn ekki verið teknar
fyrir hjá skipulags- og bygg-
inganefnd. Fyrstu teikningar af
hóteli í Aðalstræti 4 eru nú til um-
fjöllunar hjá byggingafulltrúa en
byggingaraðili Aðalstrætis 16, þar
sem byggja á yfir fornminjar, hefur
ekki enn skilað teikningum.
„Þessar breytingar munu hafa
áhrif á núverandi götumynd Að-
alstrætis, hótel verða á sitt hvoru
horni götunnar og Höfuðborg-
arstofa flytur í Aðalstræti 2 og hef-
ur tengibygging frá húsinu og yfir í
Vesturgötu verið hönnuð. Það er
því mikil ferðaþjónustuuppbygging
á döfinni,“ segir Salvör Jónsdóttir,
sviðsstjóri skipulags- og bygg-
ingasviðs Reykjavíkurborgar.
„Ferlið er þannig að deiliskipulag-
stillaga er unnin af svæðinu og sam-
þykkt að undangengnum kynn-
ingum þar sem tekið er tillit til
athugasemda ef ástæða er til. Síðan
þegar kemur að uppbyggingunni
þurfa byggingaraðilar að skila inn
teikningum til byggingafulltrúa
sem gerir athugasemdir við þær ef
þær eru ekki í lagi og síðan eru þær
lagðar fyrir skipulags- og bygg-
inganefnd þar sem um áberandi
stað í borginni er að ræða. Teikn-
ingar af hótelinu í Aðalstræti 4
liggja nú fyrir hjá byggingafull-
trúa. Ekki hefur enn verið skilað
teikningum af hótelinu í Aðalstræti
16. En hinn ytri rammi, þ.e. deili-
skipulagið, gerir ráð fyrir hót-
elunum og því er ekkert í skipu-
lagskerfinu sem tefur málið. En það
er orðið tímabært að hefjast handa
við uppbygginguna. En það getur
auðvitað tekið langan tíma að vinna
teikningar eftir að skipulag er sam-
þykkt. Síðan þarf væntanlega að
semja við rekstraraðila.“
Í Geysishúsinu og nýrri tengi-
byggingu sem þar verður byggð á
næstunni og Hjörleifur Stefánsson
hannaði, verður aðstaða til veit-
ingareksturs auk Höfuðborg-
arstofu sem m.a. sér um upplýs-
inga- og ferðamál borgarinnar.
Búið er að samþykkja deiliskipu-
lagsbreytingu en byggingaleyfi
verður gefið út fyrir byggingunni á
næstu dögum.
Mikil uppbygging
ferðaþjónustu
Umræða um hótelbyggingar í
Aðalstræti hefur verið hávær allt
frá árinu 2000 og stóð í fyrstu til að
hótel í Aðalstræti 16 gæti risið
næsta vor. Viðamikill fornleifaupp-
gröftur varð þó m.a. til þess að
seinka framkvæmdum og hug-
myndir um að byggja hótel yfir
fornleifarnar fæddust í kjölfarið og
voru umdeildar.
Samkvæmt deiliskipulagi er ráð-
gert að hótelið við Aðalstræti 4, á
horni Aðalstrætis og Fischersunds,
verði 80 herbergja á 5 hæðum auk
riss og hótelið yfir fornminjunum í
Aðalstræti 16, á horni Aðalstrætis
og Túngötu, verði 70–75 herbergja
á þremur hæðum. Jónas Þ. Þor-
valdsson, framkvæmdastjóri Fast-
eignafélagsins Stoða hf. sem sér um
hótelbygginguna yfir fornminj-
unum, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í síðustu viku að verkefnið
væri í ákveðnum farvegi og þróun-
ar- og skipulagsmálin tækju sinn
tíma. Reykjavíkurborg þurfi að
ljúka fornleifauppgreftri á svæðinu
áður en aðrar framkvæmdir hefjist,
en borgin komi til með að eiga sýn-
ingarskála í kjallara hótelsins.
Stefnt er að því að hótelið í Að-
alstræti 4 verði tilbúið næsta sumar
en í Aðalstræti 16 í mars 2005.
Ekki enn búið að gefa út byggingarleyfi tveggja hótela við Aðalstræti
Verið er að undirbúa framkvæmdir við tengibyggingu sem mun brúa bilið milli Geysishússins
og Vesturgötu, hús hefur verið rifið en annað mun rísa á næstunni. Teikningar bíða afgreiðslu.
Morgunblaðið/Sverrir
Hjörleifur Stefánsson hannaði tengibyggingu milli Vesturgötu og Aðalstrætis 2, Geysishúss
(til vinstri), en þar verður m.a. Höfuðborgarstofa og veitingasala í framtíðinni.
Búið að hanna tengibyggingu við Geysishúsið
Kvosin
JESÚBARNIÐ í jötunni, vitr-
ingar, fjárhirðarnir og auðvitað
María og Jósep voru meðal þeirra
hlutverka sem leikin voru af elstu
börnum leikskólans Austurborgar
í helgileik sem sýndur var í
Grensáskirkju í gær. Börnin
höfðu undirbúið helgileikinn vel
og tóku hlutverk sín alvarlega þó
að skemmtun hafi sannarlega
verið höfð í fyrirrúmi við und-
irbúninginn. Fjölskyldum
barnanna var boðið að horfa á
uppfærsluna sem sló auðvitað í
gegn meðal viðstaddra.
Að sögn Öllu Dóru Smith að-
stoðarleikskólastjóra er helgileik-
urinn og heimsókn í kirkjuna ár-
legur viðburður meðal elstu
barna leikskólans. Saman mynda
þau svokallaðan skólahóp enda
þau börn sem kveðja leikskólann í
vor og hefja skólagöngu í grunn-
skóla næsta haust.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Litlir vitringar undir
blikandi jólastjörnu
MIÐBÆJARNEFND Hafn-
arfjarðar telur ekki tímabært
að ráðast í landfyllingar við
Norðurbakkann. Nefndin tel-
ur þó mikilvægt að stuðla að
þéttingu byggðar í miðbæn-
um.
Skipulags- og byggingaráð
Hafnarfjarðar sendi miðbæj-
arnefnd erindi þar sem óskað
var eftir umsögn um tillögur
Norðurbakka ehf. að breyt-
ingu á uppbyggingu norður-
bakka.
Í umsögn nefndarinnar
segir að hún telji að miðbæj-
arsvæðið muni styrkjast um-
talsvert við framkvæmdir í
líkingu við þær sem nefndar
hafa verið.
Heildaruppbygging svæðis-
ins, bæði á Norðurbakka og á
fyrirhugaðri landfyllingu fyr-
ir framan verslunarhúsið
Fjörð muni vafalítið efla um-
svif og mannlíf í miðbæ Hafn-
arfjarðar.
„Miðbæjarnefndin telur þó
ekki tímabært að ráðast í
kostnaðarsamar landfyllingar
eins sakir standa, þar sem
ekki verður séð að útlagðir
fjármunir muni skila sér í
bæjarsjóð fyrr en seint og um
síðir. Miðbæjarnefnd telur
mikilvægara að efla miðbæinn
með þéttingu byggðar á van-
nýttum lóðum sem úthluta má
án verulegs tilkostnaðar,“
segir að lokum í umsögninni.
Uppfyll-
ingar við
Norður-
bakka ekki
tímabærar
Hafnarfjörður
Umsögn mið-
bæjarnefndar um
miðbæinn